Morgunblaðið - 06.02.1999, Síða 76
76 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Brynhildur Guðjónsdóttir leikur hjá tveimur Þjóðleikhúsum
Ég er
skellibjalla
Brynhildur Guðjónsdóttir leikur Skelli-
- bjöllu í Þjóðleikhúsinu breska í London og
verður í aðalhlutverki í rokkóperunni Rent
í uppfærslu íslenska Þjóðleikhússins í apr-
ík Ingibjörg Þórðardóttir talaði við þessa
ungu og efnilegu leikkonu.
ÞAÐ HEFUR löngum verið talið
erfítt fyrir unga leikara að hasla
sér völl í stórborg eins og Lundún-
um og þá sérstaklega fyrir þá sem
hafa enskuna ekki sem móðurmál.
En fyrir suma virðist það vera
leikur einn eins og
- nýútskrifaða leik-
konan Brynhildur
Guðjónsdóttir hefur
sannað. Hún lauk
námi frá Guildhall-
leiklistarskólanum í
Lundúnum nú í sum-
ar og hennar fyrsta
hlutverk hér í Bret-
landi er í sýningunni
Pétur Pan sem
National Theatre eða
Þjóðleikhúsið í Lund-
únum setti upp rétt fyr-
ir jól. En hvemig stend-
ur á því að annars
óreynd leikkona kemst
strax að hjá svona virtu
leikhúsi?
Valdi úr tilboðum
„Mér voru upphafíega
boðin tvö hlutverk, annars
vegar hjá Royal Shakespe-
are Theatre í Stratford og hins
vegar í Pétri Pan hjá breska Þjóð-
leikhúsinu. Það var í raun tvennt
sem réð úrslitum hjá mér. I fyrsta
lagi þykir mér mjög vænt um Pét-
ur Pan sem leikrit og mér var ein-
_ staklega vel tekið þegar ég mætti
til starfa. í öðru lagi vildi ég ekki
flytja frá Lundúnum, þar sem
tækifærin era fleiri en í Stratford."
Brynhildur leikur í raun þrjú
hlutverk en það helsta er að vera
rödd Skellibj öllu, litla
álfsins sem fylgir Pétri
Pan hvert sem hann fer.
„Yfirleitt er rödd Skelli-
bjöllu bara bjalla en í
þetta skiptið var breytt
út af venjunni og henni
gefin rödd. Þetta er
mjög skemmtilegt og
gefandi hlutverk ekki
síst þar sem krökkun-
um finnst Skellibjalla
svo skemmtileg og
salurinn iðar í hvert
einasta skipti sem
hún birtist.“
Brynhildur segir
líka að Skellibjalla
hafi alltaf verið í
sérstöku uppá-
haldi hjá sér og
það að hafa tæki-
færi til að segja
„ég er Skelli-
bjalla“ átta sinn-
um í viku sé tækifæri sem ekki sé
hægt að láta ganga sér úr greip-
um. Brynhildur hefur jafnframt
þurft að hlaupa í skarðið fyrir að-
alleikonuna og leika sjálfa Vöndu
en það þurfti hún að gera á tveim-
ur sýningum fyrir fullu húsi þegar
aðalleikkonan veiktist.
A tiolv .
rr“du-'Vw-
j lOKSKKÁNNl
uppf®rs'una’
Morgunblaðið/Jim Creighton
BRYNHILDUR Guðjónsdóttir eða Inka Magnusson eins og hún
er kölluð í Bretlandi.
BRYNHILDUR verður í aðal-
hlutverki í rokkóperunni Rent í
Þjóðleikhúsinu.
Það var mjög góð reynsla og
sérstaklega þar sem sýningarnar
gengu báðar mjög vel, að sögn
Brynþildar. Hún bætir við að það
sé mjög skemmtilegt að leika í
þessum sal og ekki spilli fyrir að
þetta sé stærsti salurinn í húsinu
sem taki 1.200 áhorfendur.
Harður heimur
En skyldi það hafa haft erfið-
leika í för með sér að Brynhildur
er ekki bresk? „Ég held að það
geti oft valdið erfiðleikum," svarar
hún. „I mínu tilfelli breytti ég
nafninu mínu í Inka Magnusson
sem er mun auðveldara fyrir
enskumælandi fólk að bera fram
og svo er ég ekkert að segja frá
því í óspurðum fréttum hvaðan ég
er. Þetta er mjög harður heimur
og oft verður maður að segja bara
nákvæmlega það sem fólk vill
heyra“.
Biynhildur segir jafnframt að
það eigi eftir að koma sér mjög vel
fyrir hana í framtíðinni að hafa
starfað hjá breska Þjóðleikhúsinu.
„Fyrirkomulag hjá leikurum í
Bretlandi er töluvert frábragðið
fyrirkomulaginu á Islandi en hér
er mjög mikilvægt fyrir leikara að
fá umboðsmenn sem sjá um að út-
vega prufur,“ segir hún.
„Þetta er í raun mjög gott form
fyrir leikara þar sem listamaður-
inn getur einbeitt sér að listsköp-
uninni á meðan umboðsmaðurinn
sér um öll formsatriðin eins og
laun og samninga. Heima á Islandi
verður maður að vera sinn eigin
umboðsmaður og það getur oft
tekið á taugarnar.“
Þá hefur það breyst í Bretlandi
að leikhúsin hafa ekki lengur fast-
ráðna leikara á sínum snæram.
Ofgnótt leikara og umboðsmanna
býður ekki upp á það. I stað þess
eru leikarar yfii-leitt ráðnir í eina
til tvær sýningar í einu. Biynhild-
ur segir það í raun bagalegt að
fastráðningar séu ekki lengur við
lýði þar sem þær séu mjög góð
trygging fyrir leikara en aftur á
móti megi segja að það sé ekki
endilega af hinu góða fyrir áhorf-
endur þar sem svo mikið öryggi
geti að sjálfsögðu haft slæleg áhrif
á frammistöðu leikaranna.
Flatbökur og skyr
En nú stefnir Brynhildur á
heimferð þar sem henni bauðst
hlutverk Mimi í nýrri uppfærslu
Þjóðleikhússins á stórborgar-
stykkinu og óperunni Rent sem
byggð er á perlu óperubókmennt-
anna La Boheme. „Þetta er alveg
frábært og auðvitað er það alltaf
draumurinn að fá að leika á ís-
landi. Sérstaklega þar sem það
getur verið erfitt fyrir leikara sem
læra erlendis að komast að í leik-
húsum heima. Þetta er mjög
spennandi verkefni og ég hlakka
mikið til að takast á við þetta hlut-
verk.“ Rent hefur notið mikilla
vinsælda í Lundúnum og sagði
Brynhildur að hún efaðist ekki um
að það ætti eftir að vera vinsælt
heima líka en sjálf sagðist hún
fyrst og fremst hlakka til að koma
heim og fá flatkökur og skyi'.
■HBm
Feiknin öll af
pönnukökum
London. Morgunblaðið.
LISTA- og menningaraefnd Is-
Iendingafélagsins í London stóð á
sunnudag fyrir opnum menning-
ardegi í húsakynnum Royal Col-
lege of Art í Kensington-hverfi.
Menningardaginn setti for-
maður Islendingafélagsins, Sig-
urður Sigurgeirsson, og síðan
var íjölskyldumyndin Benjamín
Dúfa sýnd við góðar undirtektir
viðstaddra. Eftir kvikmyndasýn-
inguna voru léttar veitingar á
boðstólum, flatkökur og hangi-
kjöt frá Sláturfélagi Suðurlands
sem styrkti menningardaginn
með þessu framlagi og Sigríður
Ella Magnúsdóttir bakaði feikn-
in öll af pönnukökum.
Hvort tveggja lagðist vel í við-
stadda, hvort sem_það voru for-
vitnir Bretar eða Islendingar
með heimþrá. I sýningarsölum
Royal College sýndi Guðbjörg
Hjartardóttir Leaman hefðbund-
?in olíumálverk, Guðrún Nielsen
myndhöggvari líkan af fyrirhug-
aðri liöggmynd á Greenham
Common, Jón Trausti Bjarnason
setti upp uppstillingu sérhann-
aða fyrir rýmið (installation),
Olöf Björnsdóttir var með gjörn-
ing í samvinnu við þau börn sem
voru viðstödd og Erla Kiernan
sýndi gömul auglýsingaspjöld úr
svokallaðri Rafskinnu frá
fimmta og sjötta áratugnum sem
eru í hennar eigu.
Að sögn Guðrúnar Nielsen,
sem er einn af meðlimum menn-
ingarnefndarinnar, heppnaðist
menningardagurinn vel. „Fólk
var ánægt, það var mikil ánægja
með kvikmyndina og það var
gaman að sjá hvað margir
krakkar voru mættir. Þetta var
líka mjög blandaður hópur, ekki
bara Islendingar sem mættu og
fólk kom víða að.“
Páll Stefánsson ljósmyndari
hélt sýningu á verkum sínum og
VILMUNDUR Guðnason Iæknir, Borghildur Jónsdóttir listamaður og
Sigurður Sigurgeirsson, skipamiðlari og formaður Islendingafélagsins
á Bretlandseyjuni.
sagðist hann hafa valið svolítið
„öðruvísi" myndir vegna þess að
hann vissi að það yrðu mörg
börn á þessari hátíð. Páll sýndi
litskyggnur og spjallaði við
áhoiTendur. Guðrún Nielsen
taldi miklar líkur á að framhald
yrði á íslenskum listaviðburðum
í Lundúnum: „Það era uppi laus-
leg áform um að halda óraf-
magnaða tónleika með islensku
tónlistarfólki, það hafa nokkur
nöfn verið nefnd, þar á meðal
Emiliana Torrini, Finnur
Bjarnason og rokkhljómsveitin
Kolrassa krókríðandi, en ekkert
hefur verið staðfest."
Erla Kiernan sem einnig er í
menningarnefndinni sagði að
fyrir nokkrum árum hefði verið
Morgunblaðið/Dagur Gunnarsson
LISTAMENNIRNIR Ólöf
Björnsdóttir, Guðbjörg Iljartar-
dóttir Leaman,
árlegur Ijölskyldudagur íslend-
ingafélagsins í tengslum við 1.
des. hátíðarhöld, en það hefði
lognast út af. Þá tíðkaðist að fá
einn gest heiman frá íslandi til
að skemmta. Þessi menningar-
og listadagur sé liður í að end-
urvekja þessa hefð og vonandi
verði þetta að minnsta kosti að
árlegum viðburði.