Morgunblaðið - 06.02.1999, Page 80

Morgunblaðið - 06.02.1999, Page 80
560 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ * + HASKOLABIO HASKOLABIO Hagatorgi, sími 530 1919 A* A A "A 'A ’A 'A öm Hna **** VEISLAN www.kvikmyndir.is Sýnd kl. 4.30, 6.50, 9.10 og 11. Sýnd kl. 4.30, 6.40, 9 og 11. B.i. 16. Sýnd kl. 5, 7 og 9. B.i. 14. Sýnd kl. 5 og 9. ANTZ Sýnd kl. 3. og kl. 9 meö ensku tali gisBÍiiaKBMW .swdoafe MMmmn I rnuieifci jjtttoiSHiíF éa FERDUtBlÓ Álfabakkn Ð, simi B07 0900 o<j 507 0905 •kVI/llÍi- Sýnd kl. 3 og 5.15 ísl. tal Sýnd ki. 2.50 enskt tal ivliiroð Roron it Ivrii ............... H.K I)V leikinn a Vtsi.is jfo0 tluittfS up.“ Siskel & EDeit FYRIR RÉTTÁ VCRÐIÐ ER HVER SEM ER ÖVINUR :é-' ' ' '£*É rj , „ , : /fPPP? ^ —- *. ‘§i - Hvatl tT H-f I•*tí haif'=\ii3iiii líl.TpnimNm ^oni oldtoit eru fengnit til aó tæna tösku og enginn (ipirta veit hveit innihaidið er? Fiábær spcnmimvnd eftii leikstjóta r>oiich Connection II mynrianna. Sýnd kl. 4.40, 6.50, 9 og 11.15. bi teHHDiGnAi Nýí grinshUfiiurlnn fi.r folkinu st-m gerði Tho Weddlng Singer www.samfilm.is Ekkert diskó- drullumall! Eitt sinn pönkari, ávallt pönkari? Gunnþór Sigurðsson bassaleikari í Q4U bjóst ekki við að leikfímiæfíngar og hollusta myndu eiga hug hans allan 15 árum síðar. Hildur Loftsdóttir átti auðvelt með að trúa því. a-------------------------------------- Morgunblaðið/Árni Sæberg SID Vicious Islands mundar bassann í Q4U. ISLENSKA pönktímabilið end- aði um 1984, og var þá mjög sér- stöku og blómlegu tímabili í ís- lenskri tónlist lokið. Gunnþór var hljóðmaður hjá Utangarðsmönnum og bassaleikari í pönkbandinu Q4U. I dag er hann spinning-leiðbeinandi í GYM 80 og leikmunavörður hjá Sjónvarpinu. 'Hvað tónlistina varðar er hann að pæla í tölvuheiminum og býst við að hefja samstarf við Mike og Danny Pollock innan skamms. Engin landamæri - Segðu mér Gunnþór, þú ferð úr pönkinu í spinning. „Nei, það er nú varla hægt að segja það. Pað er orðið svo langt um liðið ... um hvað erurn við að tala? Tuttugu ár eða svo? Maður er búinn að gera margt í millitíðinni. Spinning er hins vegar fín útrás eins og pönk- ið, maður er hátt uppi þegar yfir lík- '•“ur^ Eg byrjaði að stunda líkamsrækt fyrir um tveimur árum. Ég fór í spinning-tíma en þótti tónlistin svo leiðinleg. Þetta var gamalt iðnaðar- rokksdrasl og diskódrullumall sem ég er ekki mjög hrifínn af. Ég fór að hjóla einn við mína tónlist, Ramstein fleira í þeim dúr. Fólk fór að koma og spyrja hvort það mætti ekki hjóla með mér, og það vatt þannig upp á sig að ég var beðinn um að vera með tíma.“ - Var pönkið mjög skemmtilegt tímabil? Já, það voru engin landamæri á þessu tímabil, það var gaman, því er ekki að neita. í tónlistinni leyfðist hvað sem var, og fólk var mikið að gera tilraunir, prófa allan fjandann. Það sem var gott var að allir gátu gert eitthvað, það var ekki skilyrði að menn kynnu eitthvað að spila, það þótti eiginlega verra.“ - Var ekki nóg að kunna þrjá hljóma og þá var maður orðinn pön- krokkari? „Þrír hljómar er eiginlega of mik- ið.“ - Hvað kunnirþú marga hijóma á bassann? „Engan. Ég bara djöflaðist á bassanum og reyndi að ná einhverju fram sem mér fannst hljóma rétt, mörgum tónlistarlærðum til mikillar skelfíngar. En svo lærði maður að spila af reynslunni. Ég þurfti ekki að hafa mjög mikið fyrir því, enda tónlist í ættinni." Undarlegt í bíó - Varst þú ekki Sid Vicious ís- lands? „Jú, ég byrjaði að spila á bassa GUNNÞÓR í góðu formi á hjólinu í GYM 80. því hann spilaði á bassa. Hefði hann spilað á trommur þá hefði ég gert það líka. Sex Pistols, eða aðailega Sid, var átrúnaðargoð þessa tíma eins og Kurt Cobain varð síðar. Maður leit mikið upp til hans, þótt hann hafi hvorki verið til fyrirmynd- ar í hegðun né öðru, enda lifði hann ekki lengi.“ - Hann kunni nú ekki heldur mik- ið á bassa. „Nei, en hann var rosalega flott- ur. Það var frábært að fyrir tilvilj- un var ég staddur úti í London, þegar kvikmyndin „Sid og Nancy“ var frumsýnd. Ég fékk miða út á útlitið og það voru ekkert nema Sid og Nancy klónar í bíóinu. Alveg milljón Sid og Nancy. Það var mjög undarlegt að sjá.“ - Var pönklífstíliinn mjög heill- andi; aðgefa skít í allt og aila? „Já, við rifum niður það sem hipparnir skildu eftir sig; ást og frið, það að labba til Keflavíkur, hafa áhyggjur af hinu og þessu, sitja svo bara úti i horni að reykja hass og drekka rauðvín. Þeir voru með hálftíma lög um ekkert, með endalausum gítarsólóum. Pönklög- in voru ofsalega stutt, kannski tvær mínútur. Ef maður gat ekki sagt það sem maður hafði að segja á tveimur mínútum, þá átti maður bara að þegja.“ - Voruð þið ekki líka á móti diskóliðinu? „Jú, það var oft ansi gaman þeg- ar var hleypt út af Hótel Borg og Óðali klukkan þrjú, því þá hittust pönkarar og diskarar á Austurvelli. Það gat orðið ansi heitt í kolunum, og það var hálfgert veiðileyfí á okk- ur pönkarana. Maður lenti oft í ryskingum, bara fyrir útlitið. Það hefur nú ekkert breyst í gegnum tíð- ina. Þeir sem eru ekki alveg eins og hinir verða alltaf fyrir aðkasti.“ Uppreisn eða ekkert - Heidurðu að svipað tímabil geti komið aftur? „Nei, ég held að það verði aldrei svona mikil samstaða um uppreisn æskunnar aftur. Það er komin svo mikil fjölbreytni í það sem ungling; arnir geta tekið sér fyrir hendur. A þessum tíma var maður með eða gerði ekki neitt.“ - Er fólk ekkert hrætt við að fara i spinning-tíma til pönkara? „Nei, nei, þetta eru yfirleitt blandaðir tímar. Það er ekki nema á föstudögum að allt er sett í botn með Ramstein, og þá mætir fólk á öllum aldri, og komast færri að en viija.“ - Ætlarðu á Fræbbblana á Gauknum íkvöld? „Ég hafði nú ekki heyrt af því. Það er nú aldrei að vita nema mað- ur reki inn nefið. Það er alltaf gam- an að sjá Fræbbblana, þeir byrjuðu á pönkinu á íslandi. Maður var alltaf að sniglast í kringum þá og þannig byrjaði boltinn að rúlla."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.