Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913
47. TBL. 87. ÁRG.
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Varað við
frekari snjo-
flóðum í Tíról
Landeck. Reuters.
Reuters
Rússar harðorðir í garð Bandarrkjamanna
Sætta sig ekki
við þvinganir
Moskvu. Reuters.
ÞYRLUR í tugatali frá fjórum lönd-
um fluttu í gær meira en 4.000
ferðamenn frá skíðasvæðum í Aust-
urríki sem verið höfðu innlyksa
vegna fannfergis í Alpafjöllunum.
Ljóst var að a.m.k. 33 höfðu farist í
snjóflóðum, sem féllu á bæina
Galtiir og Valzur á þriðjudag og
miðvikudag, og fimm var enn sakn-
að. Þrátt fyrir að litlar líkur væru
taldar á að fólkið fyndist á lífi hét
Wendelin Weingartner, héraðs-
stjóri í Tíról, því að gefast ekki upp.
„Við munum halda leitinni áfram
þar til allir eru fundnir," sagði hann
við fréttamenn.
Ferðamenn, sem í gær héldu loks
heim á leið eftir margra daga bið,
Frjáls eft-
ir 41 ár
Taejon, Seoul. Reuters.
SUÐUR-Kóreustj(5rn lét í gær
lausan úr haldi mann sem talið er
að hafi setið bak við lás og lás
lengst allra pólitískra fanga í
heiminum. Woo Yong-gak, sem
er sjötíu og eins árs, hefur setið í
einangrun í Taejon-fangelsi í
íjörutíu og eitt ár fyrir meintar
njósnir á vegum N-Kóreustjórnar
og var einn af sautján pólitiskum
föngum sem Kim Dae-jung, for-
seti S-Kóreu, ákvað að sleppa úr
haldi í tilefni þess að hann hefur
nú setið eitt ár í embætti.
Woo, sem þjáist af sykursýki
en sagðist að öðru leyti við bestu
heilsu, vildi ekki tjá sig um hvort
hann hygðist flytja aftur til N-
Kóreu, en flestir þeirra sem látn-
ir voru lausir í gær sátu inni fyr-
ir njósnir eða aðra ólöglega
starfsemi á vegum n-kóreskra yf-
irvalda. „í meira en 40 ár hef ég
setið í einangrun. í dag er ég því
hamingjusamur yfir því að líta
dagsbirtuna augum,“ sagði Woo.
Suður- og Norður-Kórea eiga
tæknilega séð enn í stríði þar
sem aldrei var samið um frið
vegna átaka þeirra árin 1950-
1953.1 kalda stríðinu var oft
grunnt á því góða í samskiptum
rikjanna enda fylgdi S-Kórea
vesturveldunum að málum en ná-
grannaríkið N-Kórea var slqól-
stæðingur Sovétmanna.
lýstu dvöl sinni í Galtúr eftir að
snjóflóðið féll þar á þriðjudag sem
martröð. „Þetta var hræðilegt, sér-
staklega næturnar," sagði þýska
konan Birgit Pick. „Við vissum ekki
hvort annað snjóflóð myndi fylgja í
kjölfar þess fyrra og sváfum því lít-
ið sem ekkert í tvo daga.“ Brustu
margir í grát af gleði þegar þeir
loks sáu fram á að komast á brott af
hættusvæðinu.
Yfirvöld vöruðu við því í gær að
búast mætti við enn frekari snjó-
flóðum á þessu svæði þar sem lík-
legt sé að hlýnandi veðurtíðin bræði
snjó í fjöllunum.
■ Sjá umfjöllun á bls. 24
MIKIL spenna ríkir í Kosovo-hér-
aði vegna liðssafnaðar Serba og
hafa fulltrúar Öryggis- og sam-
vinnustofnunar Evrópu (ÖSE) auk-
ið eftirlit með hersveitum Serba og
Frelsisher Kosovo
(UCK) í héraðinu.
Eftirlitsmönnum
tókst að miðla
málum er í brýnu
sló á milli
serbneskra örygg-
issveita og skæru-
liða UCK á milli
bæjanna Ora-
hovac og Suva
Reka í gær.
Javier Solana, framkvæmdastjóri
Atlantshafsbandalagsins (NATO),
varaði Serba eindregið við því að
hefja sókn gegn Albönum í Kosovo-
héraði. Sagði hann hemaðaraðgerð-
ir nú mundu „rjúfa friðinn". „Nú á
að nota tímann til þess að tryggja
friðinn,“ sagði Solana við frétta-
menn en hann var staddur á ráð-
stefnu í Valencia á Spáni. „Eg vil
taka það skýrt fram að við munum
Stefnumark-
andi kosningar
ÍRANAR kjósa menn í sveitar-
sljórnir í fyrsta sinn í dag og
geta úrslitin, einkum í höfuð-
borginni, Teheran, skipt miklu
um framvinduna í írönskum
stjórnmálum. Þar takast á harð-
hnumenn, klerkarnir, sem hafa
töglin og hagldirnar í stjórn
landsins, og stuðningsmenn hins
fijálslynda forseta, Mohammads
Khatamis. Þeir boða meðal ann-
ars aukið frelsi og siðað samfé-
lag og segja kosningarnar vera
mestu atlöguna að miðstýring-
unni í landinu í 2.500 ár.
■ Geta grafið/23
ekki þola það að Serbar misnoti
tækifærið og efni til ófriðar."
Bandaríkjamenn sögðu í gær að
Serbar hefðu flutt 4.500 hermenn,
meira en 60 skriðdreka og önnur
þungavopn til landamæra Kosovo.
Háttsettur embættismaður hjá
NATO lét hafa eftir sér í fyrradag
að e.t.v. hefðu Serbar í hyggju að
leggja til atlögu við Frelsisher
Kosovo með það að markmiði að
ráða niðurlögum hans fyrir 15. mars
nk. Þá hefst önnur umferð samn-
ingaviðræðna á milli UCK og
stjómvalda í Belgrad.
Klofningur í Frelsis-
her Kosovo
Yfirmaður herafla NATO,
Wesley Clark hershöfðingi, lýsti
einnig áhyggjum sínum yfir liðsafn-
aði Serba, sem og Madeleine Al-
bright, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, á fundi með öldungadeild-
arþingmönnum. Clark hershöfðingi
tók fram að ekki væri vitað hvað
stjórnvöld í Belgrad hefðu í hyggju,
en herafli NATO væri reiðubúinn
DEILA Rússa og Bandaríkja-
manna vegna samvinnu Rússa við
Irana á sviði kjarnorkumála magn-
aðist í gær þegar rússnesk stjórn-
völd sögðust ekki geta sætt sig við
að Bandaríkjamenn töluðu til þeirra
á „tungumáli viðskiptaþvingana og
þrýstings". Vísaði rússneska utan-
að grípa í taumana ef skipanir bær-
ust þar um. Serbar sögðu í gær að
ásakanir um liðsafnað þeirra ættu
ekki við rök að styðjast.
Merki klofnings eru auðsæ á
Frelsisher Kosovo að mati erlendra
fréttaskýrenda. Talið er að bæði
persónulegur og pólitískur ágrein-
ingur valdi honum. „Einhvers kon-
ar valdabarátta á sér stað innan
raða Frelsishersins. Barátta sem
byggist á ósamkomulagi um stefnu,
persónur og baráttu á milli svæða,“
sagði vestrænn stjórnarerindreki í
Júgóslavíu, sem ekki lét nafns síns
getið.
Hasim Thaqi, sem er 29 ára gam-
all og leiðtogi hins pólitíska arms
UCK, hefur haslað sér völl sem leið-
togi Kosovo-Albana að undanförnu.
Hann var einn af fimm fulltrúum
UCK í 16 manna samninganefnd
Kosovo-Albana i Rambouillet. Er
sagt að hann einn hafi staðið gegn
vilja hinna nefndarmannanna fimm-
tán - og fengið sitt í gegn - er sett
voru skilyrði við samkomulagi Al-
bananna í Rambouillet.
ríkisráðuneytið algerlega á bug
staðhæfingum þess efnis að rúss-
nesk fýrirtæki veittu Irönum um
þessar mundir aðstoð til að þróa
kjarnorku- og stýriflaugaáætlanir
sínar. Viðskiptabann sem bandarísk
stjórnvöld hafa sett á tíu rússnesk
fyrirtæki og rannsóknarstofnanir
var jafnframt fordæmt.
Deila ríkjanna hefur m.a. orðið til
þess að Bandaríkjamenn hafa hótað
að beina ekki lengur viðskiptum til
rússneskra geimvísindastofnana,
sem að undanfömu hafa skotið
gervitunglum á braut umhverfis
jörðu fyrir Bandaríkjamenn. Mót-
mæli Rússa nú virtust hins vegar
tilkomin vegna þess að bandaríska
viðskiptaráðuneytið birti nýlega
lista yfir þau fyrirtæki og stofnanir
sem sættu viðskiptabanni.
Samtaka
systur
Catania. Reuters.
EINEGGJA tvíburasystui' frá
Italíu, sem kunnugir segja hafa
verið óaðskiljanlegar allt sitt líf,
sýndu enn og sönnuðu hversu
samrýndar þær eru þegar þær
ólu bam á nákvæmlega sömu
stundu fyrr í vikunni.
ítalska dagblaðið La Sicilia
greindi frá því í gær að þær
Ermelinda og Nuccia Nicotra,
sem eru fertugar að aldri og
koma frá bænum Giarre, sem
stendur við rætur fjallsins
Etnu á Sikiley, hefðu eignast
sitt barnið hvor, strák og
stúlku, nákvæmlega klukkan
14.35 á mánudag hvor í sínu
sjúkrahúsinu.
„Það er eins og við höfum
alla tíð verið tengdar með
einhverjum útvai'psbylgjum
sem aðeins við getum numið,“
sagði Ermelinda við La Sicilia.
Reuters
Framkvæmdastjóri NATO varar Serba við því að rjúfa friðinn
Mikil spenna ríkir
í Kosovo-héraði
Brussel, Pristina, Valencia. Reuters.
Javier Soiana