Morgunblaðið - 26.02.1999, Síða 60
60 FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
KVIKMYNDIR/ReR'nbofflnn, Sambíóin og Borgarbíó á Akureyri hafa tekið
til sýninga myndina The Thin Red Line. Myndin er tilnefnd til sjö ósk-
arsverðlauna, þ.á m. sem besta mynd og fyrir leikstjórn og handrit.
Stríð og vinátta
Frumsýning
Myndin er byggð á skáldsögu
eftir James Jones og segir
sögu hóps bandarískra her-
manna sem breytast, þjást og kynn-
ast áður óþekktum þáttum í eigin
fari meðan þeir taka þátt í orustunni
um Guadalcanal i seinni heimsstyrj-
öldinni.
Sagan gerist frá því að herdeild
mannanna tekur land á eyjunni til
þess að leysa af þá sem fyrir eru. I
myndinni er fylgst með landgöngu
mannanna, sem gengur að óskum,
hörðum og blóðugum orustum sem
þeir heyja meðan á dvölinni stendur
og loks brottför þeirra sem lifa af.
Auk þess að segja sögu mann-
anna sem áttu þátt í einni mikilvæg-
ustu orustu seinni heimsstyrjaldar-
innar í Kyrrahafí, fjallai- myndin um
þau tengsl sem myndast milli
manna sem mæta sameiginlega gíf-
urlega erfiðum aðstæðum og mikilli
illsku.
Rithöfundurinn James Jones tók
þátt í orustunni og lýsir tilfínninga-
tengslum hermannanna á þann hátt
að þau hafí þróast yfir í kærleiks-
samband sem finnist í fjölskyldum.
Myndin er fyrsta kvikmynd leik-
stjórans Terrence Malicks í 20 ár.
Hann á aðeins að baki tvær myndir
sem leikstjóri og báðar eru þær róm-
aðar; Badlands frá 1973 og Days of
Heaven frá 1978. Malick er mynd-
rænn og á stundum Ijóðrænn leik-
stjóri.
Hann hefur skrifað nokkur hand-
rit að auki og leikið fáein hlutverk í
sjónvarpi. Annars virðist Malick
leggja mikla áherslu á að fá að lifa
einkalífi og það er honum svo mikil-
vægt að hann lætur ekki einu sinni
taka við sig viðtöl til að kynna mynd-
ina.
Hann hefur nú verið tilnefndur til
Óskarsverðlauna sem leikstjóri og
höfundur handrits, auk þess sem
myndin er tilnefnd sem besta mynd,
og að auki m.a. fyiir tónlist, hljóð og
myndatöku.
Hann var í um það bil áratug að
vinna aý undirbúningi The Thin Red
Line. Arið 1988 keypti hann kvik-
myndarétt að skáldsögu James Jo-
nes og fór að skrifa handrit. „í upp-
hafi ætlaði Terry bara að skrifa
handritið en smám saman ákvað
hann að þetta yrði næsta verkefni
sitt sem leikstjóra,“ segir framleið-
andinn Mike Medavoy, vinur leik-
stjórans. Það var svo í september
1996 sem Fox kvikmyndafyrirtækið
kom inn í myndina og gaf grænt ljós
á kvikmyndagerðina og kvikmynda-
tökur hófust í Astralíu. Þai' var
Malick umkringdur kvikmyndagerð-
arfólki, sem hafði unnið með honum
við fyrri leikstjórnarverkefni.
Það hefur verið til þess tekið hve
vel hefur tekist til um að velja saman
leikara í þessari mynd enda er
Malick eftirsóttur og vinsæll leik-
stjóri af leikurum. „Eg man ekki eft-
ir mynd þar sem jafnmargir hæfi-
leikaríkir leikarai- hafa verið til í að
taka að sér hvaða hlutverk sem í
boði var,“ segir einn framleiðenda,
George Stevens.
Nick Nolte, sem leikur Tall
ofursta, segii-: „Það var einstök
ánægja að vinna með Terry. Það er
sjaldgæft að hann geri kvikmyndir.
Þegar hann leikstýrir getur maður
alveg eins átt von á að þetta sé hans
síðasta mynd. Þess vegna getur
hann staðið fastur á sínu.“
Woody Harrelson, sem leikur
Keck liðþjálfa, segir: „Það vai' frá-
bært að vinna með Terry. Mér hefur
alltaf fundist að vinna við kvikmynd-
ir gangi ekki upp nema fólkið, sem
vinnur við hana sé eins og ein fjöl-
skylda. Það er nákvæmlega þannig
umhvei'fi sem Terry skapar.“
Auk þeirra, sem getið hefur verið
að ofan koma m.a. John Travolta, Ben
Chaplin, Jared Leto og nýliði að nafni
Jim Caviezel við sögu í myndinni.
Arnar, Rakel, Halldór, Solveig, Margrét Pollý, Guðrún og Hrefna
Hlín. Fyrir framan eru Þóroddur og Sólveig.
TÓMAS Beck og Jón Hannes í hlut-
verkum Tarsans og Atla, besta vin-
ar Grettis.
Söngleikurinn Grettir í fönkstíl í Félagsheimili Kópavogs
Þrjár þrautir þreyttar
fyrir ástir Siggu
I kvöld frumsýna menntskælingar í Kópa-
vogi söngleikinn um Gretti í Félagsheimili
Kópavogs. Dóra Ósk Halldórsdóttir hitti
aðalleikara verksins, þau Þórodd Guð-
mundsson og Sólveigu Jónsdóttur og
spurði þau um sýninguna.
SÖNGLEIKURINN Grettir er eftir
þá Ólaf Hauk Símonarson, Þórarin
Eldjám og Egil Ólafsson og fjallar
um þann foma kappa Gretti As-
mundarson sem í heimi verksins er
sextán ára unglingur í Breiðholtinu,
en í uppfærslu Menntaskólans í
Kópavogi er hann vitaskuld ungling-
ur í Kópavogi. Söngleikurinn var
fyrst settur upp af Leikfélagi
Reykjavíkur í Austurbæjarbíói árið
1980 en frá þeim tíma hafa nokkur
áhugaleikfélög tekist á við Gretti.
Leikstjóri er Valur Freyr Einarsson,
en 26 leikarar taka þátt í sýningunni.
Hljómsveitin Jagúar sér um tónlist-
ina og útsetti lögin í „fönk-stfl“.
Grettir nútímans
„Við erum búin að æfa stíft frá því
í byrjun janúar,“ segir Sólveig Jóns-
dóttir, sem leikur annað aðalhlut-
verkið í söngleiknum, stúlkuna
Siggu, sem hefur fangað hug Grettis.
„Söngleikurinn fjallar um Gretti, og
þótt vísað sé í Gretti úr íslendinga-
sögunum, þá er sagan komin í nú-
tímabúning. Hann verður skotinn í
Siggu en hún. leggur fyrir hann þrjár
þrautir sem hann þarf að leysa til að
vinna ástir hennar," segir Þóroddur
Guðmundsson sem fer með hlutverk
Grettis. „Söguþráðurinn gengur síð-
an talsvert út á það hvernig Grettir
leysir þrautirnar sem felast í því að
brjótast inn í sjoppu, verða mesta
vöðvafjall landsins og ná heims-
frægð.“
-Er hann þá stöðugt í líkams-
rækt?
„Neeei. Hann fer nú aðeins aðra
leið, eiginlega," segir Þóroddur og
verður dularfullur á svipinn.
-En hvernig persóna er Grettir
nútímans?
„Hann er nú svolítill aumingi, hálf-
gerður væskill," segir Þóroddur,
„sérstaklega í byrjun. En hann verð-
ur mannalegri eftir að hann leysir
þrautimar sem Sigga leggur fyrir
hann.“ Sólveig og Þóroddur segja að
söngleikurinn sé á léttum nótum og
mikið lagt upp úr söngvum, dansi og
léttu gríni.
Leiklistin heillar
- Er þetta í fyrsta skipti sem þið
stígið á fjalirnar?
ÞÓRODDUR Guðmundsson og
Sólveig Jónsdóttir í hlutverkum
Grettis og Siggu.
„Nei,“ segir Þóroddur. „Ætli þetta
sé ekki í fímmta skipti sem ég tek
þátt í leiksýningu. En ég hef tekið
talsverðan þátt í starfí Leikfélags
Kópavogs.“
-Ætlarðu að leggja leiklistina fyr-
irþig?
„Jahá, ekki spurning.“
Sólveig er að koma fram á sviði í
fyrsta skipti en segir að undirbún-
ingur sýningarinnar hafí verið alveg
„ofboðslega skemmtilegur". „Við
þurfum að syngja og dansa líka, en
ég syng reyndar frekar lítið en Þór-
oddur meira, enda syngur hann ótrú-
lega vel,“ segir Sólveig sem segist
hafa meiri reynslu af dansi, enda hafi
hún stundað fímleika lengi.
Aðspurð um hvernig frumsýningin
leggist í þau segja þau bæði að þau
hlakki til. „Maður er eiginlega búinn
að vera spenntur í mánuð,“ segir
’þóroddur að lokum.
Sporlaust Hilmars Oddssonar
á myndbandi
Poppstjarna í
fríi á Fugley
GÓÐ aðsókn var að myndinni
Sporlaust þegar hún var sýnd á
Kvikmyndahátíðinni í Gauta-
borg. En hvernig hefur gengið
að koma myndinni á framfæri?
„Eftir að við hættum að sýna
hana hérlendis hefur hún verið
sýnd á hátíðum hér og þar,“
segir leikstjórinn Hilmar Odds-
son. „Svo var hún að koma út á
myndbandi,“ bætir hann við.
Sporlaust er í alþjóðlegri
dreifingu hjá Nordisk Film og
það gengur ágætlega, að sögn
Hilmars. „En þetta er mynd
sem er að því leytinu
ólík Tárum úr steini að
hún er ekki dæmigerð
hátíðarmynd," segir
hann. „Þar af leiðandi
verður ferlið allt ann
Tökum er ný-
lokið á mynd
með Leiklist-
arskólanum
að. Ég komst ekki til Gauta-
borgar vegna þess að ég var í
tökum á annarri mynd. Svona
er þetta þegar maður sökkvir
sér ofan í ný verkefni og dettur
úr sambandi við gömlu börnin.
En ég er glaður að heyra að
þetta hafi gengið vel.“ En
hvaða verkefni er Hilmar að
vinna að? „Ég er að leikstýra
Nemendaleikhúsinu," svarar
hann. „Það er sjónvarpsmynd
sem verður annað verkefni
Nemendaleikhússins á þessu ári
og nefnist Guð er til, og ástin.
Handritið er skrifað af Illuga
Jökulssyni, ég leikstýri og aðal-
tökustaður er Flatey í Breiða-
firði. Tökum lauk fyrir nokkr-
um dögum og ég er að byrja að
klippa myndina. Líkur eru á að
þetta verði páskamynd Sjón-
varpsins."
Hann segir að myndin fjalli
um poppstjörnu sem
hefur komið lagi í
sjötta sæti breska vin-
sældalistans og fer
ásamt hirð sinni á
... fjarlæga eyju sem
heitir Fugley. Svo fjallar mynd-
in um samskipti sljörnunnar við
þá sem þar búa; árekstur
tveggja heima þar sem tvenns
konar gildi eru í gangi. „Þetta
er kómedía með alvarlegum
undirtón,“ segir Hilmar. „Mér
fannst einstaklega gaman að
vinna að þessu með svona
skemmtilegum bekk í Leikistar-
skólanum.“
HILMAR
Oddsson við tökur í Flatey á
Guð er til, og ástin.