Morgunblaðið - 19.03.1999, Page 57

Morgunblaðið - 19.03.1999, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999 57 r. inn af nánustu fjölskyldunni var eft- ir. f Reykjavík bjó amma í lítilli íbúð upp á sjöttu hæð í Austurbrún 4, sem er 12 hæða hús. Þar bjó hún til dauðadags. Það hljóta að hafa verið mikil viðbrigði að flytja í þetta háhýsi úr gamla Beykishúsinu á ísafirði. Fyrstu árin eftir að hún flytur suður starfaði hún á ung- lingaheimili á Dalbraut sem er í göngufæri frá Austurbrún. A þess- um tíma tíðkaðist að flýta klukkunni á vorin og seinka henn síðan aftur á haustin. Eitt vorið kom amma næst- um klukkutíma of seint í vinnu þar sem hún hafði gleymt að stilla klukkuna yfir á sumartímann. Eins og hún talaði um þetta fékk ég á til- finninguna að þetta hefði nánast verið eini klukkutíminn um ævina sem hana vantaði í vinnu. Þegar amma var orðin of gömul til að vinna samkvæmt skilgrein- ingu þjóðfélagsins, þar sem ekki er gert ráð fyrir því í reglugerðum að fólk vinni mikið fram yfir 67 ára ald- ur, fór hún að vinna í sælgætisgerð sem synir hennar eiga. Þar vann hún í fjöldamörg ár. Það var henni mjög mikils virði að geta unnið, hún var full orku og gaf áratugum yngi-a fólki ekki nokkuð eftir. Hún reyndi að kenna unga fólkinu að vinna og þótti stundum ekki mikið til vinnu- bragða koma, en sumir fengu líka hrós, og þá var víst að þeir áttu það skilið. Smátt og smátt dapraðist sjónin og að lokum varð hún að hætta að vinna. Hún hélt fullri and- legri reisn fram undir það síðasta, fylgdist með öllu þjóðlífi fram á síð- asta dag, það var einna helst að hún væri búin að fá nóg af erlendum fréttum. Kvað sig ekkert varða um það hversu margir hefðu verið drepnir í útlandinu þennan daginn eða hinn. Það eru komin ný kaflaskil í til- veruna, amma er dáin. Guð geymi hana og varðveiti, ég vil kveðja ömmu með þessu erindi úr 44. Pass- íusálmi: Svo máttuveravissuppá, vilji þér dauðinn granda, sála þín mætir miskunn þá millum guðs fóður handa. Kjartan Rósinkranz Guðmundsson. Elsku amma mín er dáin. Amma Jó, eins og hún var kölluð á mínu heimili til aðgreiningar frá ömmu Só móðurömmu minni. Það er skrít- ið að missa ástvin en ég hef nú verið svo lánsöm að missa engan náskyld- an fyrr. En nú fór amma mín enda orðin gömul, á 94. aldursári. Maður fer að hugsa til baka og tár læðast fram á kinnar við tilhugsunina: Aldrei amma aftur hjá okkur eða við hjá henni. Ég minnist heim- sókna okkar til hennar á sunnudög- um þegar ég var lítil. Drekkhlaðið borð af alls kyns kökum, pönnsum og fleira góðgæti en langbest þótti mér ömmukaka eins og ég kallaði brúnkökuna hennar. Meira að segja einu sinni á afmælisdaginn minn óskaði ég þess að hún gæfi mér stóra „ömmuköku" í afmælisgjöf og hún hefði eflaust ekki hikað við að gefa mér hana ef ég hefði óskað mér þess upphátt. En amma var alltaf svo hagsýn. Hún gaf okkur barna- börnunum sínum sparistell í búið. Fyrstu árin skildi maður nú ekki til- ganginn í því að fá jólaskeiðar ár eftir ár og hnífapör en uppúr ferm- ingaraldrinum fór maður að líta það öðrum augum og í dag þykir mér mjög vænt um stellið mitt. Ég hlakka til að geta farið að skarta þessu fallega ömmu-stelli mínu og var ég búin að bjóða ömmu til mín í fyrsta matarboðið í Laugalind og ætlaði ég þá að vígja stellið með ömmum mínum, foreldrum, systr- um og Ella. Hún þáði boðið en af- hendingu hússins seinkaði og amma lifði það ekki að vera með okkur á þeirri stundu. En hún verður hjá mér í anda, það veit ég. Amma var einstök kona. Hún var hlý, ákveðin, skipulögð og fyndin. Mér fannst til dæmis mjög skemmtilegt að heyra hana tala við „drengina“, sína því hún var nú ekki hætt að siða þá til. Til dæmis vildi hún ekki heyra það að pabbi væri að monta sig þegar tekið var í spil. En þegar pabbi vann þá spurði hann hátt og skýrt: „Hver er hæstur?" en amma hristi bara höfuðið og sagði honum að hætta að grobba sig. En þegar hún náði að fella hans sögn eða vinna spilið kom laumulegt glott á hana en pabbi þagði. Þau voru kostuleg saman enda ekki ólík mæðginin að mörgu leyti. Það er ekki lengra síðan en á gamlárskvöld að hún sat með okkur fjölskyldunni og spilaði Kana og höfðum við öll gaman af. Eftir mat- inn voru spilin dregin upp (að „lúm- skri“ ósk ömmu) og allir tóku þátt í spilamennskunni. Við unga fólkið þurftum nú stundum að taka smá pásu og skiptumst því á, en amma sat sem fastast og spilaði allt kvöld- ið, enginn þurfti að leysa hana af. Hún hélt sínu sæti og skemmti sér konunglega. Elsku amma, ég vil þakka þér fyrir að færa mömmu minni svona góðan mann og okkur systrum svona yndislegan fóður sem við lær- um margt af og hann hefur eflaust lært margt af þér. Ég sakna þín, elsku amma mín. Guð blessi þig. Þín Anna Lára. Elsku amma mín er dáin. Það er undarleg tilhugsun að sjá hana aldrei aftur. Að morgni sunnudags, 7. mars, kom hringing að heiman, hún var dáin. Öll vorum við undir- búin undir fráfall hennar en ein- hvern veginn var þetta samt svo skrýtið. Það var fremur erfitt að vera bú- sett erlendis og vita af henni svona veikri heima á íslandi. En amma átti góða að. Fjóra umhyggjusama syni og tengdadætur sem vöktu yfir henni öllum stundum og reyndu að létta henni baráttuna. Mamma og pabbi voru dugleg að færa mér fréttir af henni og var ótrúlegt að heyra hversu sterk hún var á stund- um. Hún vildi láta þjálfa á sér lík- amann og reyndi að borða vel, allt til að verða frísk á ný. Hún gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Það iýlgir því mikill söknuður að missa náinn ættingja. Aldrei aftur verður amma á meðal okkar. Þetta er víst gangur lífsins, fólk kemur og fólk fer. Það er nær að þakka fyrir nærveru ömmu og tilvist hennar hér á jörðu. Án hennar væri ekki hér hennar stóra og myndarlega fjölskylda. Sunnudagsheimsóknirnar til ömmu í gamla daga eru mér í fersku minni. Amma átti alltaf súkkulaðiköku sem enginn gat bak- að nema hún. Ávallt var kakan höfð með í lautarferðir fjölskyldunnar en það var eitt af því sem ömmu þótti svo gaman, að fara í móakaffi eins og það var kallað. Amma hafði líka yndi af því að spila. Á gamlárskvöld var alltaf spilað heima í Bakkasel- inu og var amma þá sú ákafasta að halda áfram og lét deila spilunum fljótt til að missa engan frá borðinu. Flest þurftum við að skiptast á í spilamennskunni, enginn hélt eins lengi út og amma. Amma Jónína var ótrúlega skipu- lögð kona og hugsaði fyi-ir öllu. Til að mynda keypti hún jóla- og af- mælisgjafir langt fram í tímann. Og þvílíkt skipulag sem hún hafði á því. Hún vissi betur en ég sjálf hversu mikið af jólaskeiðum ég átti, hnífa- pörum og matarstelli. Hún var með það vel skipulagt hvað hver fengi á þessum og þessum aldri. Sem krakka þótti manni hálf fúlt að fá jólaskeið ár eftir ár, í tíu ár, en fljót- lega gerði ég mér ljóst hversu gjafir hennar væru vel hugsaðar og kæmu að góðum notum síðar. Já, hún var ótrúleg hún amma Jónína. Nú er hún farin og við geymum minninguna um hana í hjarta okkar. Við þökkum Guði fyrir tilvist henn- ar. Blessuð sé minning ömmu Jónínu. Sonja B. Guðfinnsdóttir. Það er með sárum söknuði að við kveðjum ömmu okkar, Jónínu Sig- ríði Jónsdóttur. Þessa konu sem hefur verið til staðar í tilveru okkar frá frum- bernsku. Æskuminningar okkar allra eru svo tengdar henni, hún amma Jónína hefur alltaf „verið“ og umhyggja hennar og alúð hlýjað okkur svo lengi sem okkur rekur minni til. Hún var einstök kona. Fjölskyld- an var henni allt. Hún svaf ekki heilu næturnar af áhyggjum ef við eða frændsystkinin höfðum gi'ipið einhverja umgangspestina - og að sama skapi var gleði hennar rík þegar anganum batnaði og hann komst á ról á ný. Amma var alwörugefin kona. Hún hafði ekki spé á vörum og ekki var hún margmál. En það sem hún sagði við okkur var allrar athygli vert og ætlað til leiðbeiningar á lífs- ins ólgu sjó. Hún var móðir fóður okkar. Þeirra samband var einstakt. Aldrei heyi'ðum við æðruorð falla af vörum í þeirra samskiptum og umhyggjan á báða bóga einkenndist af sannri elsku. Amma okkar var ekki efnamann- eskja í veraldlegum skilningi, en allt sem hún gaf bar henni vott - vand- að og eigulegt. Hún gaf öllum telp- unum í fjölskyldunni frá fæðingu vel valda nytjamuni. Jólaskeiðar, hnífaparasett og matar- eða kaffi- stell. Aðeins það besta var valið. Drengirnir fengu líka góðar gjaf- ir og er þeir höfðu fest ráð sitt gaf hún þeim það sama ef þeir vildu. Aldrei ruglaðist hún í ríminu. Hún mundi alltaf hver var að safna hverju og hve langt var í land með að hver og einn ætti 12 stk., sem var venjulega takmarkið. Hún skipulagði jólainnkaupin í janúar og ein hillan í stóra skápnum hennar í Austurbi’úninni hafði að geyma um sumarmál fjölda gjafa, sem við fjölskyldan hennar fengum á jólunum. Amma Jónína borðaði alltaf hjá okkur á aðfangadagskvöld. Þegar hún var komin inn í stofu voru jólin gengin í garð. Þá var skammt að bíða allrar dýrðarinnar sem í vænd- um var. Við vitum að allt er breyt- ingum undirorpið í heimi hér, en jól án ömmu hefur ekkert okkar orðið hugsað til. Það verður sárt að sjá hana ekki um næstu jól í spai'ifötun- um sínum með hlý orð á vörum til okkar allra. Guð blessi elsku ömmu okkar og umvefji hana Ijósinu sínu bjarta. Hafi hún hjartans þökk fyrir allt. Jónína Þórunn, Snorri Páll og Kjartan Bergur. Þá er Jónína frænka mín látin og ævi mikilhæfrar konu að baki. Það duldist engum sem kynntist henni að hún færði mikla persónu. Það var gott að vera í návist hennar og finna þann hljóðláta styrk sem í henni bjó. Ég hefði viljað að við hefðum getað spjallað miklu meira saman, því ég veit að hún hefði getað sagt mér frá svo mörgu sem ég hefði haft áhuga á. En það er eins og það lcomi manni alltaf á óvart þegar manneskja er hrifin burt úr þessum heimi. Og þá virðist það ekki skipta neinu þó við- komandi manneskja sé orðin há- öldruð og því eðlilegt að vistaskipti séu í nánd. Einhvem veginn ýtir maður því frá sér að hugsa til þess að breyting verði á þannig að líf endi með dauða. En við getum samt huggast við þá von að dauðinn verði að lokum sigraðui' og hrein lífssól skíni yfir endurleystan heim. Jónína frænka mín var fædd á morgni þessarar aldar og hún kveð- ur nú þegar skammt er til aldar- loka. Hún lifði gífurlegt breytinga- skeið í sögu lands og þjóðar og var góður fulltrúi þeirrar sterku kyn- slóðar sem lagði grunninn að vel- ferð okkar á þessari öld. Hún háði lífsbaráttuna að miklu leyti vestur á ísafirði, þar sem hún bjó með manni sínum Kjartani. Þó hún tæki tryggð við Isafjörð er ég ekki í noklu’um vafa um það að sál hennar átti sína húnvetnsku strengi og á þá sló aldrei neinum fölva. Þau hjónin eignuðust fjóra syni, sem allir hafa reynst miklir og góðir drengir. I fyrrasumar kom Jónína með sonum sínum og tengdadætrum í Kántrýbæ og þar naut maður yndis- legrar samverustundar með frænd- fólkinu að sunnan. Þá kom vel í ljós sú mikla virðing sem synirnir og tengdadæturnar auðsýndu gömlu konunni. Ég varð snortinn af þeirri lifandi hugulsemi sem birtist þar í öllu og sá þar hvernig góð og sönn manneskja fær það til baka sem hún hefur lagt inn hjá öðrum. Nú þegar séð er að þessi stund í Kántrýbæ var á vissan hátt sérstök kveðjustund, verður hún í minning- unni enn dýrmætari. Jónína frænka mín er í mínum huga „The Grand Old Lady“, hún stóð lífsvaktina með þeirri reisn sem aldrei bilaði. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast henni og eiga innra með mér þau áhrif sem sú kynning gaf mér. Blessuð veri minning hennar. Ég færi sonum hennar, tengda- dætrum og öllu skylduliði, mínar hlýjustu samúðarkveðjur og bið þeim allra heilla í nútíð og framtíð. Rúnar Kristjánsson. t JAKOB TRYGGVASON, organleikari, Byggðavegi 101a, Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Seli laugardaginn 13. mars. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 22. mars kl. 13.30. Tónlist verður fiutt á undan athöfninni. Jarðsett verður að Völlum í Svarfaðardagl síðar sama dag. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á að láta Vallakirkju njóta þess. Soffía Jakobsdóttir, Margrét Kr. Pétursdóttir og fjölskylda, Tryggvi Jakobsson, Jakob Tryggvason, Unnur Ingibjörg Gísladóttir og fjölskylda, Sólveig Pétursdóttir og fjölskylda, Svanhildur Jóhannesdóttir, Jóhannes Tryggvason, Gísli G. Kolbeinsson, Hildur Gísladóttir. t Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför GUÐRÚNAR STEINSDÓTTUR, Reynistað, Skagafirði. Guð blessi ykkur öil. Sigurður Jónsson, Jón Sigurðsson, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Steinn L. Sigurðsson, Salmína S. Tavsen, Hallur Sigurðsson, Sigríður Svavarsdóttir, Helgi J. Sigurðsson, Sigurlaug Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg eiginkona min, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, JÓNÍNA VIGFÚSDÓTTIR, dvalarheimilinu Dalbæ, Dalvík, er lést mánudaginn 8. mars, verður jarðsett frá Dalvíkurkirkju á morgun, laugardaginn 20. mars, kl. 13.30. Sævaldur Sigurðsson, Sigmar Sævaldsson, Ásta Einarsdóttir, Vigdís Sævaldsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Karl Sævaldsson, Helga Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞURÍÐAR INGJALDSDÓTTUR, Kríuhólum 2, Reykjavík, áður til heimilis á Grenstanga, A-Landeyjum. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki heimahlynningar Krabbameinsfélagsins og deildar 11-E á Landspítalanum. Auðunn Valdimarsson, Sigríður Gréta Oddsdóttir, Kristjana U. Valdimarsdóttir, Snorri Þ. Tómasson, Guðlaug H. Valdimarsdóttir, Sigmar Ólafsson, Svandís R. Valdimarsdóttir, Karl O. Karlsson, Sólrún B. Valdimarsdóttir, Ingjaldur Valdimarsson, Susi Haugaard, Dagný Ág. Valdimarsdóttir, Erlendur Guðbjörnsson, Bryndís S. Valdimarsdóttir, Andri H. Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. €

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.