Morgunblaðið - 11.04.1999, Page 3

Morgunblaðið - 11.04.1999, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 3 Ur ræðu Margrétar Frímannsdóttur á kosningahátíð Samfylkingarinnar 10. apríl 1999 „Þegar mánuður er til kosninga stöndum við hér baráttuglöð og full eftirvæntingar. Við kröfðumst Samfylkingar. Hún er oróin að veruleika og nýtur fylgis almennings. Samfylkingin skorar SjáLfstæðisflokkinn á hólm. Samfylkingin skorar Sjálfstæðisflokkinn á hólm með því að kreijast þess að eignarhald þjóðarinnar á sameiginlegum auðlindum verði bundið í stjórnarskrá og verði ekki sérhagsmunaöflum að bráð. Samfylkingin skorar Sjálfstæðisflokkinn á hólm fyrir hönd þeirra sem valdamenn hafa haft út undan þrátt fyrir góðærið sem hefur fallið þjóðinni í skaut. Samfylkingin skorar SjálfstæðisfLokkinn á hólm fyrir hönd barnafólks og ungra fjöLskyLdna sem við viLjum að njóti fæðingarorlofs og aðhlynningar en ekki refsingar með skattakerfinu. Samfylkingin krefst þess fyrir hönd óborinna kynslóða að móðir náttúra verði heióursborgari í samfélagi okkar en ekki hornkerling. SamfyLkingin skorar á hagsmunabandaLag íhaLds og afturhalds að takast á við þessa stærstu ögrun okkar tíma eins og fólk sem þekkir sinn vitjunartíma en ekki steingervingar aftan úr öLd sem er að hverfa. Og Samfylkingin skorar Sjálfstæðisflokkinn á hólm þegar við spyrjum alla landsmenn: teljió þið þörf á að taka ærlega til hendinni gegn spillingu og óráðsíu í íslensku samfélagi? Og síðast en ekki síst: SamfyLkingin skorar á formann stærsta kvenfélags landsins að átta sig á því að konur eiga að vera fulLir þátttakendur i þessu þjóðfélagi. Hann lofar engu frekar en venjuLega en þætti „skemmtilegt" ef ein kona úr flokknum hans yrði kannski ráðherra. Formaður Sjálfstæðisflokksins verður að skiLja að kalL tímans er kall kvenna. Við biðjum ekki um neitt. Vió krefjumst jafnréttis." Breytum rétt Igg www.samfyLking.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.