Morgunblaðið - 11.04.1999, Page 16
16 SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Teiknimyndasöguspuni
í Norræna húsinu
Söngnámskeið
fyrir byrjendur
INGVELDUR Ýr
söngkona heldur
söngnámskeið dag-
ana 14. og 15. apríl
fyrir byrjendur í
Gerðubergi.
Námskeiðin eru
ætluð byrjendum á
öllum aldri og eru
byggð upp til að
Ingveldur Yr vejta þátttakendum
innsýn í grunnatriði í söng og tón-
list.
Morgunblaðið/Ásdís
ESBJÖRN Jorsater og Bert Gradin bregða á leik.
TEIKNIMYNDASÖGUSPUNI
verður haldinn í Norræna hús-
inu í dag, sunnudag, kl. 14 og
kl. 15 í tengslum við sýninguna
Myndasögur í Mýrinni sem
stendur yfir til 23. maí.
I fréttatilkynningu segir:
„Esbjörn Jorsáter og Bert Gra-
din frá Svíþjóð verða með
teiknimyndasöguspuna og sýna
okkur á fyndinn og skemmti-
legan hátt hvernig skrípókall
verður til. Bert sprellar og
spinnur og Esbjörn teiknar um
leið. Áhorfendur fá síðan að
spreyta sig á að teikna sjálfir
og búa til sína/sínar eigin per-
sónur.“
Esbjörn Jorsáter er lærður
teiknari og leikskólakennari og
hefur fengist við teiknimyndir
sl. 15 ár. Hann vinnur við
„Serieskolan“ í Stokkhólmi sem
hefur sérhæft sig í kennslu
teiknimyndagerðar bæði fyrir
börn og fullorðna. Esbjörn hef-
ur kennt víða þessa list og
einnig gert sjónvarpsþætti um
þetta efni fyrir sænska kennslu-
sjónvarpið.
Bert Gradin er leikari og hef-
ur unnið við teiknimyndagerð
lengi en undanfarin ár hefur
hann snúið sér meira að leiklist-
inni og unnið aðallega sem
trúður og við allskyns uppá-
komur í Stokkhólmi og víðar.
Bert og Esbjörn hafa unnið
saman við skrípó sl. 10 ár með
ýmsum hætti og teiknuðu
reglulega fyrir „Dagens Nyhet-
er“ og „Vár bostad" sem eru
meðal stærstu blaðanna í Sví-
þjóð.
Verk eftir þá má sjá á sýning-
unni „Norrænar myndasögur í
dagblöðum" sem er í anddyri
Norræna hússins og stendur til
25. aprfl. Þetta er ætlað eldri
börnum og fullorðnum.
Uið sttjðjum Stjörnuna
* «
cór
STJARNAN - VALUR
12. aprií Asqarði kl. 20.00
14. apríl Valshús kl. 20.00
Ef oddaleikur:
16. apríl Ásgarði kl. 20.00
[Úrslit hefjast svo 21. apríl)
Stjörnufólk, fjölmennum á úrslitakeppnina og huetjum okkar lifl til sigurs
Illætum öll í bláu!
llpjihitun í Stjfnmheimilimi
kl. 18.30, bnðid upp
aamiliismálun.
IWfiK yr7 •
TAm ^ -r
Gorðabær ISLANDSBANKI
Volkswagen
Öruggur á alla vegul
Landsbanki Islands
Fréttir á Netinu /§> mbl.is
AL.L.TAf= e/-TTH\SAT> NÝTl
Mynstraður
heimur
MYNPLIST
Listasafn ASÍ, Ás-
mnndarsal, Freyjngötu
MÁLVERKVALGARÐUR
GUNNARSSON
Til 18. aprfl. Opið þriðjudaga
til sunnudaga frá kl. 14-18.
Aðgangur kr. 200.
VALGARÐUR Gunnarsson lét
fyrst að sér kveða á öndverðum 9.
áratugnum eins og svo margir
kollegar hans og jafnaldrar. Það
var í árdaga þeirrar alþjóðlegu
sveiflu sem var kölluð „nýja mál-
verkið" hér á landi, og boðaði
skammlíft en athyglisvert andóf
gegn upphafmni efnisneind hug-
myndlistarinnar á ofanverðum 8.
áratugnum. Þegar horft er um öxl
getur maður vart varist þeirri
hugsun að obbanum af þeim sem
fögnuðu nýja málverkinu sem end-
urlausn undan ládeyðu hugmynd-
listarinnar hafí láðst að nýta sér
umskiptin í þeim mæli sem efni
stóðu til.
Of margir listamenn tileinkuðu
sér uppgang nýja málverksins til
þess eins að halda til streitu
„gamla góða málverkinu"; hefð
eins og það var kallað þar sem
ekki var bryddað upp á neinu
nýju, hvorki í aðferðum né inntaki.
Oðru nær var kapp lagt á straum-
línulögun gagnvart markaðinum.
Frelsinu og ferskleikanum sem
vissulega fylgdi ieiftursókn þýskra
og ítalskra listamanna beggja
vegna Atlansála var ekki til að
dreifa nema að litlu leyti í mynd-
list íslenskra nýmálara. Sem betur
fer eigum við þó nokkrar dásam-
legar undantekningar frá þessari
leiðindareglu; listmálara sem hafa
þorað að skapa sér djarfa og per-
sónulega braut í trássi við almenn-
ar kröfur um litlausa meðal-
mennsku.
Valgarður skar sig úr sínum hópi
iyrir sakir næmleiks í lit, áferð og
grafískri áherslu. Verk hans voru
smágerð og allfínleg; gjarnan löguð
að þeim draumkenndu og frelsis-
fagnandi fígúrum sem teygðu sig
til og frá á myndfletinum með svif-
kenndu og merkingarþrungnu lát-
bragði.
Með hliðsjón af eftirminnanlegri
byrjun á síðasta áratug er erfítt að
hrósa Valgarði fyrir þau verk sem
hann sýnir núna í Ásmundarsal. I
staðinn fyrir litlar, fígúratífar perl-
ur með líflegri áferð og einföldu, af-
gerandi litaspili, fylla nú salinn mun
stæni málverk en listamaðurinn
ræður við með góðu móti. Myndflet-
inum er skipt upp í einingar sem
eru afmarkaðar af kerfisbundnum
pensildráttum sem mynda þétt og
blæbrigðalaust, grafískt mynstur.
Slík tækni hentar vel myndskreyt-
ingum eða auglýsingaspjöldum en
sómir sér ekki á striga. Til þess er
hún of stöðluð og líflaus.
Vissulega er það til bóta þegar
Valgarður sleppir skiptingu mynd-
flatarins og hverfur frá allri fígúra-
sjón. Þá næst heild sem ekki er
spillt af stirfinni og kerfisbundinni
teikningu. Slík einbeiting að áferð-
in gæti verið skref í rétta átt; í átt-
ina frá þurru og auglýsingakenndu
yfírbragði. Hvort listamaðurinn
leitar í þá áttina eða reynir að feta
sig aftur til líflegri og leikandi
áferðarhátta er algjörlega undir
sjálfum honum komið, en eitthvað
krassandi verður hann að gera til
að endurheimta horfinn anda og
snerpu.
Halldór Björn Runólfsson