Morgunblaðið - 11.04.1999, Page 17

Morgunblaðið - 11.04.1999, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 17 LISTIR Greta Guðnadóttir og Helga Bryndís Magnúsdóttir Tímarit Tónleikar í Hvera- gerði og Kópavogi Morgunblaðið/Kristján GRETA Guðnadóttir fiðluleikari og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari. GRETA Guðnadóttir fiðluleikari og Helga Bryndís Magnúsdóttir pí- anóleikari halda tónleika í Hveragerðiskirkju í dag, sunnudaginn 11. apríl, kl. 14.00 og á morgun, mánu- daginn 12. apríl, í Salnum í Kópavogi kl. 20.30. Þær stöllur voru á ferð um Norðurland í vikunni og héldu tónleika í Olafsfirði og á Húsavík. Greta sagði í samtali við Morgunblaðið, að þessi tónleikaröð væri lið- ur í samstarfi Félags ís- lenskra tónlistarmanna, FÍT, og tónlistarféiaga út um land. Hún sagði að á tónleikunum væru leikin verk eftir þrjá tónlistar- menn, frá Þýskalandi, Frakklandi og Póllandi, sem allir hafi jafn- framt verið mjög góðir píanóleikar- ar. Um er að ræða sónötur eftir Ludwig van Beethoven og Francis Poulenc og verkið Notturno e tar- antella, eftir Karol Szymanowski. „Þetta er fyrsta sónata Beet- hovens fyrir fiðlu og píanó, ópus 12, númer 1 í d-dúr og er mjög klassískt verk. Verkið eftir Szymanowski er á austrænum nótum en mjög skemmtilegt en hann hefur orðið nokkuð fyrir austurlenskum áhrifum. Poulenc, sem hefði orðið 100 ára á þessu ári, tileinkaði þessa sónötu skáld- inu Fernando Garcia Lorca, sem myrtur var í Borgarastyrjöldinni á Spáni og er mjög áhrifamikið verk,“ sagði Greta. Helga Bi-yndís hefur stundað pí- anókennslu á Akureyri og spilað með ýmsum tónlistarmönnum en verið í barneignarfríi í vetur en Greta spilai- með Sinfóníuhljómsveit Islands og er leiðari í 2. fiðlu. Þær hafa áðm- spilað saman á tónleikum, eða fyrir 9 árum en stilla nú saman strengi sína á ný reynslunni ríkari. Greta sagði alveg nauðsynlegt að brjóta aðeins upp hefðina með svona tónleikahaldi. „A svona tón- leikum er maður sjálfs sín herra og ræður verkunum sem flutt eru en í Sinfóníunni er það stjórnand- inn sem ræður. Það er því gott að vera svolítið sjálfstæð af og til.“ • ARCHAELOGIA Islandica fyrsta hefti tímarits Fornleifastofn- unar íslands er nú komið út. í þessu fyrsta hefti tímaritsins er m.a. að finna yfirlitsgrein um sögu fornleifaskráningar á Islandi og hugleiðingu um rannsóknargidli fornleifaskráningar. Stærsti hluti ritsins er helgaður fornleifarann- sóknum á fornbýli á Hofstöðum í Mývatnssveit og er gerð grein fyrir niðurstöðum undirbúningsrann- sókna sem fram fóru á árunum 1991-1995 og greint fi-á ýmsum nýjum aðferðum sem beitt hefur verið við rannsóknimar síðan 1996. Þá eru í tímaritinu ritdómar um ný- legar bækur á sviði íslenskrar fom- leifafærði og skýrsla um starf Fornleifastofnunar Islands frá upp- hafi. Tímaritið er á íslensku og ensku. Ritstjóri tímaritsins er dr. Gavin Lucas og ritstjóm skipa Adolf Frið- riksson, Garðar Guðmundsson og Orri Vésteinsson. Fyrirhugað er að tímaritið komi út einu sinni á ári. í kynningu segir: „Hvatinn að út- gáfu tímaritsins er m.a. sú mikla gróska sem er í íslenskri fornleifa- fræði. Mikilvægt er að skapa vett- vang fyrir alþjóðlega umræðu á sviði íslenskrar fornleifafræði, miðla árangri íslenskra fomleifa- rannsókna til hins alþjóðlega vís- indasamfélags og skila erlendri um- fjöllun um íslenskar fornleifar til Islendinga." Utgefandi er Fornleifastofnun íslands. 59 mb l.is ALUrAf= GtTTH\4\£? HÝTl Nýkomin sending af StÓr glæsílegum ítölslcum usqogn Ármúla 8 - 108 Reykjavík Sími 581-2275 ■ 568-5375 ■ Fax 568-5275 Verslunin Asgeir G. Gunnlaugsson & co Skipholti 9, sími 551 3102 Nýjar vörur Mikið úrval LIF • STARF • NAM í BANDARÍKJUNUM 50.000 innflytjendaáritanir (Green Card) eru í boði í nýju ríkishappdrætti „U.S. Governmerrt Lottery". Möguleiki á ríkisborgararétti. Ókeypis opinb. uppl. um happdrættið. Sendið aðeins póstkort með nafni og heimilisfangi til: 4200 WISCONSIN AVENUE N.W. WASHINGTON, D.C. • 20016 U.S.A. ______________Fax: 001 202 298 5601 • Sími 001 202 298 5600 01997 IMMIGRATION SERVICES WWW.dV-2001.COm. NATIONfll^ VISA SERVICÉ HÁTÍÐARFATNAÐUR herradeild, Laugavegi, sími 511 1718, herradeild, Kringlunni, sími 568 9017. Hátíðarföt m/vesti 100% ull kr. 22.900 Tölur á vesti þrykktar með íslenska skjaldarmerkinu Stærðir 46—64 ISLENSKRA KARLMANNA Ný sending Pantanir óskast sóttar Hátíðarfatnaður íslenskra karlmanna hefur notið mikilla vinsælda frá því farið var að framleiða hann. Færst hefur í vöxt að íslenskir karlmenn óski að klæðast búningnum á tyllidögum svo sem við dtskriftir, giftingar, á 17. júní, við opin- berar athafnir hérlendis og erlendis og við öll önnur hátíðleg tækifæri. johann strauss

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.