Morgunblaðið - 11.04.1999, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 29
samfara þessu neitað tilvist ýmissa
þekktra króatískra og múslamskra
höfunda.
Námsdeildir lagðar niður
Námsdeildum hefur einnig fækk-
að til muna og hefur deild saman-
burðarbókmennta til að mynda að
mestu verið lögð niður og því lýst ít-
rekað yfir, m.a. af Miru Markovic,
eiginkonu Milosevic, og Vojislav
Seselj, aðstoðarforsætisráðherra,
að serbnesk fræðimennska hafi beð-
ið hnekki frá „fimmtu herdeildinni".
Með fimmtu herdeildinni er átt við
„óvini fóðurlandsins [Serbíu] sem
eru undir áhrifum vestrænnar
menningar."
Fráfarandi deildarforseti þessar-
ar deildar, Vladeta Jankovic, sem er
stjórnarandstæðingur og stofnandi
Lýðræðisflokks Serbíu, hafði þetta
um aðgerðina að segja:
„Ég er hræddur um að mínar
stjómmálaskoðanir séu ástæðan
fyrir því að deildin varð svona illa
úti.“ En Jankovic var rekinn úr
starfi í nóvember sl.
Það að virða tjáningarfrelsi há-
skólakennara að vettugi með því að
reka þá úr starfi, hrekja þá burt eða
áreita þá á annan hátt vegna and-
stöðu þeirra við ríkisstjórnina brýt-
ur í bága við alþjóðlegan sáttmála
um borgaraleg og pólitísk réttindi,
sem Júgóslavía er aðili að. Laga-
setningin er einnig á skjön við
stjórnarskrá Serbíu þar sem kenn-
urum er sagt upp þrátt fyrir að fyr-
ir liggi eldri starfssamningur.
Andspyrnuhreyfing gegn
háskólalöggjöfinni
Nemendur og kennarar hafa sett
á stofn andspymuhreyfmgu gegn
löggjöfinni og hertum aðgerðum
stjómvalda. Til að mynda hafa
námsmenn gengið í mótmælagöngu
þar sem þeir eru merktir númerum
til að vekja athygli á því sem þeir
kalla „fangelsisrist þeima í eigin
landi“. Mótmælaaðgerðimar hafa
hins vegar farið fram á minna áber-
andi hátt sl. mánuði þar sem rið-
brögð stjórnvalda verða sífellt harð-
ari. Sem dæmi voru fjórir nemendur
teknir höndum 4. nóvember sl. af
fimmtíu vopnuðum lögreglumönnum
auk nokkurra leynilögreglumanna
íyrir að mála merki andspymuhreyf-
ingarinnar á vegg í Belgrad.
Námsmennirnir voru dæmdir í
tíu daga fangelsi eftir réttarhöld,
sem haldin voru í beinu framhaldi af
handtökunni, fyrir að „sýna stefnu
serbneskra stjórnvalda óhlýðni".
Mannréttindanefnd Sameinuðu
þjóðanna fylgdist náið með hand-
tökunni og réttarhöldunum og lýsti
óánægju sinni yfir dómnum, af þri
er upplýsingaskrifstofa andspyrnu-
hreyfmgarinnar, Otpor, skýrði frá.
Andspyrnan orðin
að kæfðu ópi
Kjör almennings í Serbíu hafa
versnað jafnt og þétt síðustu ár og
sífellt færri hætta á að missa rinn-
una, vera fangelsaðir eða líflátnir
vegna mótmæla þeirra rið ríkis-
stjórnina. Aðrir eru einfaldlega
orðnir vonlitlir um árangur and-
spyrnu þeima sem rirðist leiða til
aukinnar kúgunar yfirvalda gegn
almenningi. Aðgerðirnar hafa
einnig haft það í fór með sér að fjöl-
margir kennarar og aðrir mennta-
menn hafa flúið Serbíu.
Meðal þeirra kennara sem undir-
ritað hafa starfssamninginn, em
margir sem ekki eru fylgjandi stefnu
stjómvalda. Þeir telja hins vegar, að
undirriti þeh' ekki samninginn geti
það haft verri afleiðingar í fór með
sér þar sem óhæfir einstaklingar
komi að öllum líkindum í þeima stað.
Segjast þeir vonast til að ástandið
líði hjá og að fi'amundan séu bjartai-i
stjórnartímai' sem hafi í for með sér
að sú lýðræðisþróun sem átt hafði
sér stað í Serbíu áður en Miloseric
komst tO valda, taki sig upp á ný.
Sem stendur er ekki hægt að
segja til um frekari afleiðingar og
eftirmála laganna þar sem öllum
skólum í Belgrad hefur verið lokað
vegna loftárása NATO.
• Heimildir: Human Rights Watch, Chronicle
of Higher Education, Financial Times, The
Wall Street Journal, Time Atlantic,
Belgrad Circle.
&
GÓLFEFNABÚÐIN
Borgartáni 33
íjjiæða flísar
iTÍyæða parket
^yóð verð
^yóð þjónusta
No^
StórtiQundi!
2 Nýjasti GSM-
farsíminn frá
SSiemens, C25,
erkominn!
yj
«— Lítill,
léttur,
ódýr og
ómót-
stæði-
legur!
Ftétt stærð
C25
SMITH &
NORLAND
NÓATÚNI 4
105 REYKJAVlK
SÍMI 520 3000
FAX 520 301 1
www.sminor.is
(í Q4> . 2«: f3 cli
(4 6Hl ( § JU 6“"°
: o + ■
23.655 Ur.
leí? í l5orffíirne-?
Blóðbankinn verður með blóðsöfnun
og skráningu nýrra blóðgjafa í Borgarnesi,
þriðjudaginn 13. apríl kl. 10-18
í húsi Björgunarsveitarinnar Brákar.
Blóðgjöf er lífgjöf!
CélBLÓÐBANKINN
^ - gefðu með hjarta
anu!
Kaupendahegðun
og nýit verslunarhættir
ÞÆGINDAVERSLUN
FRAMTÍÐARINNAR
Fimmtudagur 15. apríl
Kl. 09:00-13:00
Staður: Hótel Loftlelðir,
Þingsalur 1
Hveinig á að stjórna
í verslun framtíðarinnar?
Samkeppnishæfni fyrirtækja byggist að miklu leyti á
þekkingu“Búið ykkur undir að verða hrist óþyrmilega” segir
Jef Harris, einn athyglisverðasti ráðgjafi og fyrirlesari um
nútímaverslun, um væntanlega námstefnu þar sem fjallað
verður um kaupendahegðun og nýja verslunarhætti.
Jef Harris dregur ályktanir sínar af yfirgripsmiklum rannsóknum
á viðskiptavinum verslana í 25 ár, að viðbættum nýjum
rannsóknum á 50 þúsund kaupendum, yfir 5 þúsund
starfsmönnum og nær 2 þúsund stjórnendum eða eigendum
hraðbúða/þægindaverslana.
Þarfir og forgangsröðun kaupandans virðast ekki vera svo ólík
á milli landa, miðað við greiningarvinnu Jef Harris og félaga.
Hann mun sýna margsönnuð viðhorf kaupenda sem koma
mörgum reyndum verslunarmönnum á óvart. Þessar kannanir
byggja á skoðun á breskum kaupendum í gegnum tvö leitarkerfi
sem fyrirtæki hans vinnur með. Frá þeim straumum sem þar
hafa greinst, fylgja spár sem ítrekað hafa hitt í mark. Þær varða
breytingar á innkaupum og innkaupahegðun og hvernig
kaupmenn eiga að bregðast við til að ná að stjórna verkefninu
og ná betri árangri.
Þessi námstefna er hlaðin einstæðum upplýsingum um
kaupendahegðun, leiðina til framtíðar og hvernig hin nýja
verslun getur styrkt stöðu sína.
Um fyrirlesarann:
Á Interfair ’98, sem haldin var í Danmörku í október s.l„ þóttu
skilaboð eins fyrirlesarans bera af öðrum ágætum fyrirlestrum.
Þetta var Jef Harris frá HIM í Bretlandi.
Stjórnunarfélag íslands hefur boðið honum hingað til að kynna
efni sitt ítarlegar en gert var í Danmörku. Jef er eigandi
ráðgjafafyrirtækisins Harris International Marketing, í Bretlandi.
Eina verkefni þessa fyrirtækis er að einbeita sér að hegðun
kaupandans og læra að lesa úr henni líklegustu
framtíðarmyndina. HIM er er hluti af Ebeltoft Group, alþjóðlegu
ráðgjafaneti sem einbeitir sér að smásöluverslun og
þjónustuiðnaði.
Ráðgjafasérstaða Jef Harris er ekki
síst hin einstæða áhersla á kaupendur
og innkaup. Hann hefur áratugareynslu
af ráðgjöf til kaupmanna og
framleiðenda er byggir á mjög
ítarlegum greiningarverkefnum, sem
fyrirtæki hans hefur unnið. Fyrirtæki
hans býryfir 10 milljón
“kaupendaviðtölum”. Þessi reynsla
kemur ekki aðeins frá Bretlandi, heldur
víða að í gegnum Ebeltoft Group, og
m.a. frá Danmörku.
Skráning og nánari upplýsingar
í síma: 533 4567 og
www.stjornun.is
Stjórnunarfélag
íslands