Morgunblaðið - 11.04.1999, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 39*'
+ Tómas Sigxir-
jónsson fæddist
á Minni-Bæ í Grúns-
nesi 3. október
1922. Hann andað-
ist á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur í Foss-
vogi 20. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Sigurjón Jónsson og
Guðrún Guðmunds-
dóttir, ábúendur á
Minni-Bæ. Hann var
næstyngstur sextán
systkina. Eftirlif-
andi eru fimm
þeirra.
Hinn 18. maí 1946 kvæntist
Tómas eftirlifandi konu sinni,
Jóhönnu Oskarsdóttur, f. 14.
ágúst 1924, og er hún dóttir
hjónanna Óskars Gíslasonar og
Pétrúnar Þórarinsdóttur, ábú-
enda á Hellu í Bervík á Snæ-
fellsnesi. Tómas og Jóhanna
eignuðust sjö börn: 1) Andvana
dóttir, f. 2. desember 1945. 2)
Nú þegar kveðjustundin er runn-
in upp vil ég með fáum orðum
minnast tengdaföður míns og vinar.
Tengdapabbi var einn af nemend-
um gamla skólans sem nú eru óðum
að týna tölunni. Hann var einn af
Guðrún Björg, f. 17.
nóvember 1946, gift
Hjálmtý Axel Guð-
mundssyni og eiga
þau fímm börn. 3)
Birgir Már, f. 21.
mai 1950 og á hann
þrjú börn, þar af
eitt með sambýlis-
konu sinni Britt
Ylvu Susan Löff. 4)
Sigríður Guðlaug, f.
16. september 1954,
gift Jóni Christen-
sen og eiga þau þijú
börn. 5) Óskar Pét-
ur, f. 29. janúar
1956, kvæntur Fjólu Bender og
eiga þau þijú börn. 6) Jón Ingi,
f. 12. desember 1960 og á hann
þijú börn, kvæntur Erlu Guðna-
dóttur. 7) Tómas Sigurjón, f. 12.
júní 1962, kvæntur Laufeyju
Benediktsdóttur og eiga þau
þijú börn.
Útför Tómasar fór fram í
kyrrþey frá Fossvogskapellu
26. mars.
þeim sem horfðu á lífsgæðakapp-
hlaupið úr fjarlægð og henti gaman
að þátttakendum þess. Hans kapp-
hlaup var að brauðfæða stóra fjöl-
skyldu, það var hans sómi. Og þrátt
fyrir að annar fótur hans væri
styttri vdr gengið til allra verka.
Nánast allan sinn starfsdag vann
hann við ullarvinnslu. Að standa við
kembivélamar allan daginn hentaði
ekki manni sem þurfti að mestu
leyti að treysta á annan fótinn, en
þrátt fyrir það var ekki kvartað.
Kjamgóður sveitamaturinn úr
Grímsnesinu hafði byggt upp
hraustan líkama sem vann upp á
móti fötluninni og svo var það góða
skapið, það létti ekki aðeins lífsbar-
áttuna heldur laðaði ungviðið að
honum.
Barnabörnin og barnabama-
börnin áttu alltaf hauk í horni þar
sem afi var. Þau yngri vissu um
nammidósina sem alltaf var á sín-
um stað en þau eldri ræddu málin
við hann og þá var kynslóðabil ekki
til, hann skildi þau og þau skildu
hann.
Fyiir um það bil fjóram áram fór
heilsan að gefa sig en alltaf bar
hann sig vel og alltaf var létta lund-
in til staðar. Fram til hinstu stund-
ar var gert að gamni sínu.
Og nú þegar komin er kveðju-
stund og okkur sem eftir sitjum
sem ekki er gefið að sjá yfir móð-
una miklu þá er bara að láta hug-
ann reika og sjá hann tengdapabba
spá í bolla, kíkja í lófa eða dunda
sér við eitthvað af þessum áhuga-
málum sínum. En leið okkar allra á
eftir að liggja þangað og þá
komumst við að hinu sanna. Þang-
að til, tengdapabbi, takk fyrir vin-
áttu þína í þessu jarðlífi. Megi guð
blessa minningu þína.
Axel.
TOMAS
SIG URJÓNSSON
T Aðalbjörg Guð-
" mundsdóttir
fæddist á Gilsár-
stekk 25. nóvember
1908. Hún lést á
Eskifirði 1. mars.
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Eskifjarðar-
kirkju 9. mars.
Mig langar til að
minnast minnar góðu
vinkonu, Aðalbjargar
Guðmundsdóttur frá
Eskifirði, með fáeinum
línum, þótt nokkur tími
sé liðinn síðan hún lést. Ég vissi lítið
um hana annað en það að móðir mín
var í bréfaskriftum við konu austan
af landi, nánar tiltekið frá Eskifirði,
í nokkur ár. Tildrög þess að þær
kynntust vora þau að móðir mín
lenti í bílslysi seint í nóvember 1968.
Mamma var lögð inn á Landakots-
spítala og var á stofu þar sem Aðal-
björg lá. Mamma fékk afar slæmt
höfuðhögg, var nær óþekkjanleg í
andliti, svo mikil var
bólgan. Þrátt fyrir
þetta slys komst
mamma heim til sín
fyrir jól sem var okkur
bömum hennar gleði-
leg jólagjöf. Eitt varð
mömmu undranarefni:
Að fá jólakort með
jólakveðju ásamt ósk
um góðan bata frá Að-
albjörgu - þessari
ókunnu konu sem hún
dvaldi aðeins með á
sjúkrahúsi í nokkrar
nætur, en Aðalbjörg
hafði fótavist á spítal-
anum og útskrifaðist nokkru síðar.
Eftir að mamma fékk bréfið frá
Aðalbjörgu urðu þær pennavinir,
því mamma var fljót að senda henni
línu með þökk fyrir þessa hlýju
kveðju, þótt hún hefði varla þrek
eða mátt til þess, svo máttfarin var
hún eftir þetta slys.
Nokkrum áram seinna fékk
mamma áfall, hjartakast, gat ekki
skrifað svo hún bað mig að skrifa
fyrir sig og segja Aðalbjörgu frá
heilsufari sínu. Eg gat ekki neitað
mömmu um það, sem ég tel að hafi
jafnframt orðið mér til mikillar
gæfu því við urðum góðar vinkonur
í gegnum þessar bréfaskriftir. Nú
síðustu árin voram við Aðalbjörg
latar við skriftirnar, höfðum símann
sem var mun þægilegri og persónu-
legri. Við höfðum ekki sést nema
þrisvar fjórum sinnum að mig minn-
ir öll þessi ár okkar.
Hinn 28. febrúar sl. talaði Aðal-
björg við mig, en svo illa stóð á að
þann dag var ég ansi mikið veik svo
samtalið var stutt. Aðalbjörg sagð-
ist tala við mig næsta dag til að vita
hvernig mér liði. Hún hringdi aldrei
þann dag, og fannst mér það ólíkt
henni að standa ekki við orð sín.
I dánartilkynningum útvarpsins
heyrði ég lát hennar. Ég trúði í
fyrstu ekki mínum eigin eyrum,
hélt jafnvel að mér hefði misheyrst.
Hún dó þann dag sem ég bjóst við
símtali frá henni. Ég kveð hana
með sárum söknuði og einnig er
minning mín um hana mér ógleym-
anleg. Hafi hún hjartans þökk fyrir
allar hennar góðu óskir og bænir
mér til handa. Guð blessi minningu
hennar.
Þín vinkona,
Gíslína (Didda).
AÐALBJÖRG
GUÐMUNDSDÓTTIR
ÁSTA
GARÐARSDÓTTIR
+ Ásta Garðarsdóttir fæddist í
Vestmannaeyjum 12. maí
1965. Hún lést á Landspítalanum
27. mars síðastliðinn og fór útför
hennar fram frá Landakirkju 3.
apríl.
Ég trúði því ekki fyrir nokkrum
dögum þegai- pabbi sagði að Ásta
frænka ætti aðeins nokkra daga ólif-
aða. Ég hugsaði bara: „Þessir lækn-
ar vita ekkert, hún læknast öragg-
lega bráðum. Hún fer bara í geisla
eða verður skorin upp og læknast við
það.“ Alla vikuna gat maður samt
ekkert gert annað en beðið til Guðs
og vonað að enginn myndi hringja
með vondar fréttir, og alltaf hrökk
maður við þegar síminn hringdi. En
svo kom sjokkið í gær á afmælinu
hans afa, Asta var dáin, ég fékk sting
í magann og hugsaði nei, þetta er
bara vitleysa, það átti ekki að gerast.
Pabbi ætlaði að tala við þennan og
hinn og redda þessu öllu.
Svo fer maður að hugsa: Af hverju,
af hverju hún? Það var aðeins fyrir
Qóram áram að ég stóð í sömu spor-
um. Bergrún vinkona mín lést aðeins
36 ára frá tveimur börnum, þá sátum
við yfir henni ég, dóttir hennar og
sonur, þetta var líka í mars.
Ásta var alveg yndisleg mann-
eskja og ég þakka henni fyrir allt
sem hún kenndi mér. Ég er svo
ánægð yfir að þú gafst þér tíma til að
líta aðeins til mín og sjá nýju frænk-
una þína, Alexör.dru Rán. Þá varstu
búin að sjá bæði afabörnin hans
Sigga bróður þíns. Ég gleymi ekki
fyrstu skiptunum sem ég man eftir
mér. Þá var ég sem oftar hjá ömmu
og var uppi í herbergi með Ástu á
Illugagötunni, sat hjá henni og ég
hugsaði: „Voðalega ætli það sé erfitt
að vera táningur og þurfa alltaf að
bera þessi krem framan í sig.“ Svo
man ég eftir að það var þvflíkt reynt
að troða ofan í mig kjöti með fitu, en
ég vildi það alls ekki, þá var sagt:
„Hún er bara að herma eftir Ástu
frænku að vflja ekki fituna.“
Svo þegar ég fór að eldast hitti ég
hana miklu meira, t.d. þegar hún,
Kalli og Bjöm Ivar komu til Reykja-
víkur vegna þess að Kalli átti eftir að
klára læknanámið. Þá voru þau
Björn ívar yfirleitt svona eins og
pabbi segir, heimaalningar hjá okk-
ur, því Kalli var í erfiðu námi og
þurfti oft næði til að lesa.
Svo gleymi ég ekki góðu stundun-
um uppi í sumarbústað með þeim.
Eitt skiptið er mér minnisstætt, þeg-
ar Ásta var í sólbaði og var of lengi
og brann. Þá var hún ekki ráðalaus í
bústaðnum og bar á sig jarðarberja-
jógúrt til að brenna ekki meira, ekki
man ég hvort það dugði eitthvað, en
það kældi vel.
Þegar svona yndisleg og ung kona
deyr úr svona hræðilegum sjúkdómi
er maður orðlaus og sár, og ef maður
hugsar aðeins meira, þá ætti maður
að finna til smáléttis af því að öllum
sársaukanum sem hún þurfti að
ganga í gegnum er nú lokið.
En það versta núna er allur sárs-
aukinn sem Kalli, Björn ívar, Berg-
lind, afi, amma og öll fjölskyldan er
að ganga í gegnum.
Vertu sæl, elsku Ásta mín, ég
gleymi þér aldrei. Megi góður Guð
taka vel á móti þér. Ég veit líka að
Þórhallur bróðir minn tekur vel á
móti þér. Svo vil ég biðja góðan Guð
að styrkja okkur öll í þessari miklu
sorg.
Ásta Salný, Viðar Snær og Alex-
andra Rán Viðarsdóttir.
+
Ástkaer eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
GUÐMUNDUR ÁSGEIRSSON
pípulagningameistari,
Sörlaskjóli 70,
Reykjavík,
lést að morgni skirdags.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 12. apríl kl. 13.30.
Ingibjörg J. Jónsdóttir,
Ásgeir Guðmundsson, Guðrún Úlfhildur Ömólfsdóttir,
Jóna I. Guðmundsdóttir,
Soffía R. Guðmundsdóttir, Ólafur Jónsson,
Guðmundur Kari Guðmundsson, Bippe Morke,
Þórunn B. Guðmundsdóttir, Runólfur Smári Steinþórsson
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HANSÍNA BJARNADÓTTIR,
lést á heimili sínu sunnudaginn 4. apríl.
Útförin fer fram frá Neskirkju mánudaginn
12. apríl kl. 15.00.
Blóm og kransar eru afbeðnir en þeir, sem
vildu minnast hinnar látnu, láti Krabbameins-
félag íslands njóta þess.
Sturlaugur Jón Einarsson, Valgerður Þóra Guðbjartsdóttir,
Elísabet Sigrún Einarsdóttir,
Bjarni Júlíus Einarsson, Margrét Sigurðardóttir,
Einar Einarsson, Guðbjörg Lilja Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar,
SVEINN JÓNSSON
vélstjóri,
Breiðagerði 7,
Reykjavfk,
lést á Hrafnistu laugardaginn 3. apríl sl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Ester Sigurbjörnsdóttir,
Ólafía Sveinsdóttir,
Haukur Sveinsson,
Jón Árni Sveinsson
og fjölskyldur.
+
Elskuleg móðursystir okkar,
MAGNEA S. HALLDÓRSDÓTTIR,
áður til heimiiis á
Kaplaskjólsvegi 1,
sem andaðist sunnudaginn 4. apríl, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
13. apríl kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Dóra Gunnarsdóttir Jónasson,
Hilmar Gunnarsson.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, sonur,
sonarsonur, tengdasonur, bróðir og mágur,
JÓN STEFÁNSSON,
Tindum 1,
Kjalarnesi,
sem lést af slysförum laugardaginn 3. apríl,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánu-
daginn 12. aprfl kl. 10.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Slysavarnafélag íslands.
Herdís Guðjónsdóttir,
Jón Sveinbjörn Jónsson,
Stefán Atli Jónsson,
Marteinn Helgi Jónsson,
Sigríður Sveinsdóttir, Stefán Jónsson,
Jón Stefánsson,
Nina Schjetne, Guðjón Haraldsson,
Anna Björg Stefánsdóttir, Eiður Kristinsson,
Sveinn Stefánsson, Dagný Arnþórsdóttir,
Súsanna Harpa Stefánsdóttir,
Helga Guðjónsdóttir, Geir H. Geirsson,
Marta G. Guðjónsdóttir, Kristján H. Guðbrandsson,
Haraldur H. Guðjónsson,
Leífur Guðjónsson, Helga Kristjánsdóttir.