Morgunblaðið - 20.04.1999, Page 15

Morgunblaðið - 20.04.1999, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 15 FRÉTTIR Ný skoðanakönnun Gallup Sjálfstæðis- flokkur með meira fylgi FYLGI Sjálfstæðisflokksins mælist heldur meira í nýlegri skoðanakönnun Gallup en í sam- bærilegri könnun Gallup sem gerð var um tveimur vikum fyrir alþingiskosningarnar 1995. Framsóknarflokkurinn nýtur svipaðs fylgis nú og í könnuninni fyrir síðustu alþingiskosningar, en Samfylkingin nýtur heldur minna fylgis en flokkarnir fjórir sem að henni standa. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur 44,9% fylgis af þeim sem afstöðu taka í skoðanakönnun Gallup, sem gerð var dagana 9.-18. apríl sl. I skoðanakönun Gallup, sem gerð var 23.-28. mars 1995, um tveimur vikum fyrir síðustu al- þingiskosningar mældist fylgi flokksins 37,9%. Munurinn er sjö prósentustig. Framsóknarflokkurinn nýtur nú 17,3% fylgis, en í könnun Gallup fyrir alþingiskosningarn- ar síðustu mældist fylgið 20,2%. Flokkurinn nýtur því aðeins minna fylgis nú eða um 3% en munurinn er þó innan skekkju- marka. Þá nýtur Samfylkingin 30,1% fylgis nú, samkvæmt könnun Gallup og Vinstrihreyfíngin - grænt framboð 5% fylgis. Sam- anlagt njóta þessi stjórnmála- samtök 35,1% fylgis. Fylgi Al- þýðuflokks, AJþýðubandalags, Kvennalista og Þjóðvaka, þeirra flokka sem standa að Samfylk- ingunni var hins vegar alls 39,8% í könnun Gallup fyrir síðustu al- þingiskosningar. Samfylkingin og Vinstrihreyfingin hafa því samanlagt heldur minna fylgi nú en flokkarnir fjórir höfðu fyrir síðustu alþingiskosningar. Mun- urinn er 4,7%. Stuðningur við stjóm 66% í könnun Gallup frá 9. til 18. apríl sl. mældist fylgi við ríkis- stjórnina tæplega 66%. Urtakið var 1.119 manns af öllu landinu á aldrinum 18-75 ára, sem voru valin með tilviljun úr þjóðskrá. Af þeim svöruðu tæplega 71%. Frjálslyndi flokkurinn nýtur samkvæmt könnuninni 2,4% fylgis og Anarkistar 0,2% fylgis. Aðrir flokkar mældust ekki í skoðanakönnun Gallup. DAGBOK Ölmusa eda laun? • Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð boðar til fundar í fundaröðinni „Rauða smiðjan - jafnrétti til lífs“ um velferðarmál þriðjudagskvöldið 20. apríl kl. 20.30. Frummælendur verða Garðar Sverrisson varaform. Öryrkja- bandalagsins, Margrét Guðmunds- dóttir og „brotamaður kerfisins", einstaklingur sem kerfið hefur neytt út í brotamennsku til að geta lifað af. Fundarstjóri verður Guðmundur Magnússon, forstöðu- maður dagvistar Sjálfsbjargar og 5. maður á U-listanum í Reykjavík. Fundurinn verður haldinn í kosn- ingamiðstöð U-listans í Reykjavík, að Suðurgötu 7. Allir velkomnir. Sighvatur I Hrútafirði • Sighvatur Björgvinsson og Karl V. Matthíasson, efstu menn á lista Samfylkingar á Vestfjörðum, fara yfir stefnumál Samfylkingar- innar og svara fyrirspurnum í veit- ingaskálanum Brú, Hrútafirði kl. 15 í dag. Opinn fundur stjórnmála- fræðinga • Félag stjórnmálafræðinga stend- ur fyrir opnum fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld kl. 20 undir yf- irskriftinni „Alþingiskosningar 1999“. Stjórnmálafræöingarnir dr. Svan- ur Kristjánsson, dr. Stefanía Óskarsdóttir, dr. Ólafur Þ. Harðar- son og dr. Auður Styrkársdóttir halda framsögur um uppstokkun fiokkakerfisins, „Nýju miðjuna", hugmyndafræði stjórnmálaflokk- anna með hliðsjón af þróun stjórn- málanna í Bandaríkjunum og á meginlandi V-Evrópu, hlutskipti kvenna í stjórnmálum og kosn- ingahegðun íslendinga. Að loknum framsögum fræði- mannanna munu talsmenn stjórn- málaflokkanna, sem bjóða fram á landsvísu í komandi kosningum, svara spurningunni: Um hvað snú- ast kosningarnar I vor? Að lokum verða opnar umræður. Fundarstjóri verður dr. Jón Ormur Halldórsson. Fundurinn er öllum op- inn. Sjálfstæöismenn Framboðs- fundurá Bíldudal • Sjálfstæðismenn á Vestfjörðum halda framboðsfund á Bíldudal þriðjudaginn 20 apríl, i félagsheim- ilinu kl. 20.30. Ræðumenn verða Einar K. Guð- finnsson aiþingismaður, Þórólfur Halldórsson sýslumaður og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir. Samfylkingin á Seyðisfirði • Opinn stjórnmálafundur verður í Slysavarnafélagshúsinu, Seyðis- firði kl. 20.30 í kvöld. Málshefj- endur verða Guðmundur Árni Stef- ánsson, frambjóðandi Samfylking- ar í Reykjaneskjördæmi, og Einar Már Sigurðarson, frambjóðandi Samfylkingar á Austurlandi. Stjórnmála- fundur á Reyðarfirði • Opinn stjórnmálafundur verður á Tærgesen, Reyðarfirði kl. 20.30 i kvöld. Málshefjendur verða Bryn- dís Hlöðversdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík, og Gunnlaugur Stefánsson, frambjóð- andi Samfylkingarinnar á Austur- landi. Samfylkingin á Vesturlandi Opinn fundur og skemmti- kvöld • Samfylkingin á Vesturlandi efnir til opins fundar um sjávarútvegs- og byggðamál á veitingastaðnum Kristjáni IX í Grundarfirði föstudag- inn 23. apríi kl. 20. Frambjóðend- ur gera grein fyrir áherslum Sam- fylkingarinnar í þessum efnum og svara fyrirspurnum fundarmanna. Allir eru velkomnír. Þá efnir Stígandi, félag ungs Samfylkingarfólks á Akranesi, til skemmtikvölds í félagsheimilinu Rein síðasta vetrardag kl. 20.30. Þar verður boðið upp á fjölbreytta skemmtidagskrá og hljómsveitin Mínus leikur en hún sigraði í Mús- íktilraunum í Tónabæ í vetur. VTi I&jO l-ie^Ssföfl furlr L8<?9.000 kr. ' - ''i, < ' •/' , HONDA - betri bill Honda á íslandi ■ Vatnagðröum 24 Sími 520 1100 Optð virka daga kL 8-18 og kl. 12-16 á laugardogum www.honda.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.