Morgunblaðið - 20.04.1999, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 20.04.1999, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 15 FRÉTTIR Ný skoðanakönnun Gallup Sjálfstæðis- flokkur með meira fylgi FYLGI Sjálfstæðisflokksins mælist heldur meira í nýlegri skoðanakönnun Gallup en í sam- bærilegri könnun Gallup sem gerð var um tveimur vikum fyrir alþingiskosningarnar 1995. Framsóknarflokkurinn nýtur svipaðs fylgis nú og í könnuninni fyrir síðustu alþingiskosningar, en Samfylkingin nýtur heldur minna fylgis en flokkarnir fjórir sem að henni standa. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur 44,9% fylgis af þeim sem afstöðu taka í skoðanakönnun Gallup, sem gerð var dagana 9.-18. apríl sl. I skoðanakönun Gallup, sem gerð var 23.-28. mars 1995, um tveimur vikum fyrir síðustu al- þingiskosningar mældist fylgi flokksins 37,9%. Munurinn er sjö prósentustig. Framsóknarflokkurinn nýtur nú 17,3% fylgis, en í könnun Gallup fyrir alþingiskosningarn- ar síðustu mældist fylgið 20,2%. Flokkurinn nýtur því aðeins minna fylgis nú eða um 3% en munurinn er þó innan skekkju- marka. Þá nýtur Samfylkingin 30,1% fylgis nú, samkvæmt könnun Gallup og Vinstrihreyfíngin - grænt framboð 5% fylgis. Sam- anlagt njóta þessi stjórnmála- samtök 35,1% fylgis. Fylgi Al- þýðuflokks, AJþýðubandalags, Kvennalista og Þjóðvaka, þeirra flokka sem standa að Samfylk- ingunni var hins vegar alls 39,8% í könnun Gallup fyrir síðustu al- þingiskosningar. Samfylkingin og Vinstrihreyfingin hafa því samanlagt heldur minna fylgi nú en flokkarnir fjórir höfðu fyrir síðustu alþingiskosningar. Mun- urinn er 4,7%. Stuðningur við stjóm 66% í könnun Gallup frá 9. til 18. apríl sl. mældist fylgi við ríkis- stjórnina tæplega 66%. Urtakið var 1.119 manns af öllu landinu á aldrinum 18-75 ára, sem voru valin með tilviljun úr þjóðskrá. Af þeim svöruðu tæplega 71%. Frjálslyndi flokkurinn nýtur samkvæmt könnuninni 2,4% fylgis og Anarkistar 0,2% fylgis. Aðrir flokkar mældust ekki í skoðanakönnun Gallup. DAGBOK Ölmusa eda laun? • Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð boðar til fundar í fundaröðinni „Rauða smiðjan - jafnrétti til lífs“ um velferðarmál þriðjudagskvöldið 20. apríl kl. 20.30. Frummælendur verða Garðar Sverrisson varaform. Öryrkja- bandalagsins, Margrét Guðmunds- dóttir og „brotamaður kerfisins", einstaklingur sem kerfið hefur neytt út í brotamennsku til að geta lifað af. Fundarstjóri verður Guðmundur Magnússon, forstöðu- maður dagvistar Sjálfsbjargar og 5. maður á U-listanum í Reykjavík. Fundurinn verður haldinn í kosn- ingamiðstöð U-listans í Reykjavík, að Suðurgötu 7. Allir velkomnir. Sighvatur I Hrútafirði • Sighvatur Björgvinsson og Karl V. Matthíasson, efstu menn á lista Samfylkingar á Vestfjörðum, fara yfir stefnumál Samfylkingar- innar og svara fyrirspurnum í veit- ingaskálanum Brú, Hrútafirði kl. 15 í dag. Opinn fundur stjórnmála- fræðinga • Félag stjórnmálafræðinga stend- ur fyrir opnum fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld kl. 20 undir yf- irskriftinni „Alþingiskosningar 1999“. Stjórnmálafræöingarnir dr. Svan- ur Kristjánsson, dr. Stefanía Óskarsdóttir, dr. Ólafur Þ. Harðar- son og dr. Auður Styrkársdóttir halda framsögur um uppstokkun fiokkakerfisins, „Nýju miðjuna", hugmyndafræði stjórnmálaflokk- anna með hliðsjón af þróun stjórn- málanna í Bandaríkjunum og á meginlandi V-Evrópu, hlutskipti kvenna í stjórnmálum og kosn- ingahegðun íslendinga. Að loknum framsögum fræði- mannanna munu talsmenn stjórn- málaflokkanna, sem bjóða fram á landsvísu í komandi kosningum, svara spurningunni: Um hvað snú- ast kosningarnar I vor? Að lokum verða opnar umræður. Fundarstjóri verður dr. Jón Ormur Halldórsson. Fundurinn er öllum op- inn. Sjálfstæöismenn Framboðs- fundurá Bíldudal • Sjálfstæðismenn á Vestfjörðum halda framboðsfund á Bíldudal þriðjudaginn 20 apríl, i félagsheim- ilinu kl. 20.30. Ræðumenn verða Einar K. Guð- finnsson aiþingismaður, Þórólfur Halldórsson sýslumaður og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir. Samfylkingin á Seyðisfirði • Opinn stjórnmálafundur verður í Slysavarnafélagshúsinu, Seyðis- firði kl. 20.30 í kvöld. Málshefj- endur verða Guðmundur Árni Stef- ánsson, frambjóðandi Samfylking- ar í Reykjaneskjördæmi, og Einar Már Sigurðarson, frambjóðandi Samfylkingar á Austurlandi. Stjórnmála- fundur á Reyðarfirði • Opinn stjórnmálafundur verður á Tærgesen, Reyðarfirði kl. 20.30 i kvöld. Málshefjendur verða Bryn- dís Hlöðversdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík, og Gunnlaugur Stefánsson, frambjóð- andi Samfylkingarinnar á Austur- landi. Samfylkingin á Vesturlandi Opinn fundur og skemmti- kvöld • Samfylkingin á Vesturlandi efnir til opins fundar um sjávarútvegs- og byggðamál á veitingastaðnum Kristjáni IX í Grundarfirði föstudag- inn 23. apríi kl. 20. Frambjóðend- ur gera grein fyrir áherslum Sam- fylkingarinnar í þessum efnum og svara fyrirspurnum fundarmanna. Allir eru velkomnír. Þá efnir Stígandi, félag ungs Samfylkingarfólks á Akranesi, til skemmtikvölds í félagsheimilinu Rein síðasta vetrardag kl. 20.30. Þar verður boðið upp á fjölbreytta skemmtidagskrá og hljómsveitin Mínus leikur en hún sigraði í Mús- íktilraunum í Tónabæ í vetur. VTi I&jO l-ie^Ssföfl furlr L8<?9.000 kr. ' - ''i, < ' •/' , HONDA - betri bill Honda á íslandi ■ Vatnagðröum 24 Sími 520 1100 Optð virka daga kL 8-18 og kl. 12-16 á laugardogum www.honda.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.