Morgunblaðið - 20.04.1999, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
macro
VIÐSKIPTI
Páll Kr. Pálsson og eignarhaldsfélagið Hof hf. stofna áhættufjármagnsfyrirtæki
Fjárfest í verkefnum með
mikla vaxtarmöguleika
Sænskir klefar í hæsta
gæðaflokki
Auðveldir í uppsetningu
Stálbotn með stillanlegum
fótum
Margar stærðir og gerðir
10 ára ábyrgð
Fáið sendan íslenska Macro-
bæklinginn
VATNS VIRKINN ehf
Armúla 21-108 Reykjavík
Pósthólf 8620 - 128 Reykjavík
Sími 533 2020 - Bréfsími 533 2022
PÁLL Kr. Pálsson, framkvæmda-
stjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífs-
ins, mun á næstunni láta af störfum
sem framkvæmdastjóri sjóðsins og
taka að sér starf framkvæmdastjóra
nýs áhættufjármagnsfyrirtækis
sem hann er að stofna ásamt eig-
endum eignarhaldsfélagsins Hofs
hf. Að sögn Páls er stefnt að fjölgun
hluthafa í nýja félaginu síðar á ár-
inu. Nýja fyrirtækið, sem enn hefur
ekki verið gefið nafn, mun einkum
fjárfesta í áhugaverðum nýsköpun-
arverkefnum sem eiga mikla vaxt-
armöguleika.
Páll sagði í samtali við Morgun-
blaðið að það hefði lengi blundað í
sér að verða meðeigandi í áhættu-
fjárfestingarfyiirtæki óg hann hefði
áður þreifað á möguieikanum að
stofna fjTÍrtæki af þessu tagi.
„Nú býðst mér tækifæri á að
koma að svona fyrirtæki með mjög
traustum og öflugum aðilum sem
hafa mikla reynslu af fyrirtækja-
rekstri, fyrirtækjastjórnun og fjár-
festingum. Mér fannst það einfald-
lega vera tækifæri sem ég gæti
Rýmingarsala vegna breytinga
Bangsaefni og snið, leirskálar, kransar, tréhlutir, postulínsmálníng
og margt fleira með allt að 50% afslætti næstu daga.
Föndur
PALOMINO
ekki látið framhjá mér fara,“ sagði
Páll.
Morgunblaðið/Ásdís
Aðferðafræði sem lítið hefur
verið beitt hériendis
Hann sagði ætlun þeirra sem að
nýja fyrirtækinu standa vera þá að
búa til öflugt fyrirtæki á áhættu-
fjármagnsmarkaði sem starfaði eft-
ir aðferðafræði sem hingað til hefði
ekki verið beitt nema að hluta til
hér á landi. Fylgt yrði þeirri að-
ferðafræði sem þróuð hefði verið í
svokölluðum „Venture Capital
Funds“, sérstaklega í Bandaríkjun-
„Ég hef verið mjög hlynntur því
að beita aðferðafræði sem þróuð
hefur verið í Bandaríkjunum við
uppbyggingu Nýsköpunarsjóðs, en
það er ekki aðeins á sviði opinbers
stuðnings við atvinnulífið sem
Bandaríkjamenn hafa náð mun
betri árangri en víðast annars stað-
ar, heldur hafa þeir líka náð slíkum
árangri í uppbyggingu áhættufjár-
festingarsjóða sem reknir eru af
einkaaðilum. Við stefnum því að því
að fylgja í sem ríkustum mæli þeirri
aðferðafræði sem þar hefur verið
beitt,“ sagði Páll.
Eignarhaldsfélagið Hof hf. á og
rekur ýmis fyrirtæki, en Páll sagði
að fyrirtækið sem hann er að stofna
með eigendum Hofs myndi beina
fjárfestingum sínum í áhugaverð
nýsköpunartækifæri, þ.e. lausnir
sem hefðu verið þróaðar og líkur
væru á að hægt væri að fara með á
alþjóðlegan markað og ná þar mikl-
um vexti.
„Við munum leita eftir slíkum
fjárfestingartækifærum og fara inn
í þau eftir ákveðnu líkani um að-
komu að rekstri, áhrif á rekstur og
annað í þeim dúr. Við munum
leggja áherslu á að koma að fyrir-
tækjum þar sem þekking okkar og
reynsla nýtist, en eignarhaldsfé-
lagið Hof býr yfir gríðarlega mikilli
reynslu, bæði meðal eigenda og
lykilstarfsmanna félagsins. Þetta
eru þeir aðilar sem undir hand-
leiðslu bræðranna Sigurðar Gísla
Pálmasonar og Jóns Pálmasonar
byggðu upp Hagkaup eins og það
er í dag, skópu grunninn að Ný-
kaup, byggðu upp Kringluna og
Ikea og gerðu tilkomu Baugs hf.
mögulega, auk þess að eiga eitt
stærsta fasteignafjárfestingafyrir-
tæki landsins og hlut í fjölmörgum
fyrirtækjum í flestum greinum at-
vinnulífsins. Þeir hafa því mikla yf-
irsýn yfir fjölbreyttan atvinnu-
rekstur og það mun nýtast okkur
við mat og val fjárfestingarkosta.
Mitt hlutverk er síðan að leiða
þátttöku okkar í þeim verkefnum
sem við förum inn í, en mín reynsla
liggur í nýsköpunarumhverfinu,
einkum hvað varðar tæknilega
þáttinn og uppbyggingu og stjórn-
un,“ sagði Páll.
Ekki í samkeppni við Nýsköp-
unarsjóð um verkefni
Páll Kr. Pálsson: Hefur lengi blundað í mér að verða meðeigandi í áhættu-
flárfestingarfyrirtæki og gat ekki látið tækifærið fram hjá mér fara.
Aðspurður sagði Páll að ekki væri
hægt að líta svo á að hið nýja fyrir-
tæki sem hann mun veita forstöðu
væri í samkeppni við Nýsköpunar-
sjóð um verkefni. Menn væru að
vísu alltaf að leita að bestu tækifær-
unum hverju sinni, en vandinn á ný-
sköpunarmarkaðnum væri sá að
áhættan væri yfirleitt mjög mikil og
menn vildu dreifa áhættunni með
því að vinna saman.
„Nýsköpunarsjóður hefur það
hlutverk að örva nýsköpun í at-
vinnulífinu og í flestum þeim verk-
efnum sem við erum hluthafar í eru
aðrir fjárfestar með okkur. Það er
yfirleitt vilji og áhugi áhættufjár-
festa að vera ekki einir um hvert
mál, því þótt arðsemisvonin sé oft
mikil í þessum geira er áhættan
undantekningalaust mjög mikil.
Umbunin er góð ef vel tekst til, en
það tekst hinsvegar ekki alltaf vel
til. Þess vegna vilja menn vinna
saman til að dreifa áhættunni,"
sagði hann.
Páll hefur verið framkvæmda-
stjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífs-
ins frá stofnun sjóðsins árið 1997,
en áður var hann framkvæmda-
stjóri Sólar hf. og Vífilfells samtals
um tæplega sjö ára skeið og þar á
undan forstjóri Iðntæknistofnunar
íslands í um ö ár. Páll sagði að
Forstjóri Compaq
segir upp vegna
lélegrar afkomu
Hagnaður
mun minni
en spáð var
Compact bión usta
HÖNNUN / SMÍÐI / VIÐGERÐIR / ÞJÓNUSTA
= HÉÐINN =
Stórás 6 «210 Garðabæ
sími 569 2100 • fax 569 2101
#
!
I
staða framkvæmdastjóra Nýsköp-
unarsjóðs yrði auglýst til umsókn-
ar á næstu dögum og hann gerði
ráð fyrir að búið yrði að ganga frá
ráðningu eftirmanns síns um miðj-
an næsta mánuð. Sjálfur myndi
hann gegna starfinu þar til nýr
framkvæmdastjóri hefur tekið til
starfa, enda væru mörg verkefni í
gangi hjá Nýsköpunarsjóði sem
hann hefði komið að því að móta og
hann vildi „koma þeim farsællega í
höfn“ áður en hann léti af störfum
sem framkvæmdastjóri sjóðsins.
-----------------------
TÖLVURISINN Compaq, sem er
stærsti framleiðandi einkatölva í
heiminum, tilkynnti á sunnudag að
forstjóri fyrirtækisins, Eckhard
Pfeiffer, hefði sagt upp störfum og
eru ástæður uppsagnar taldar vera
slæmar afkomutölur fyrir íyrsta
fjórðung ársins. Fyrir helgina gaf
Compaq út afkomuviðvörun sem
gaf til kynna að hagnaður yrði ekki
nema helmingur þess sem búist
hafði verið við en stjórn fyrirtækis-
ins hafði reyndar áður íhugað að
segja Pfeiffer upp, m.a. vegna þess
hve illa yfirtaka Compaq á Digital
Equipment hefur gengið og versn-
andi stöðu fyrirtækisins í sam-
keppni við aðra framleiðendur.
I kjölfar frétta af uppsögn Pfeif-
fers féll gengi hlutabréfa í hátækni-
fyrirtækjum nokkuð á erlendum
mörkuðum.
I