Morgunblaðið - 20.04.1999, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 20.04.1999, Qupperneq 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 MORGUNB LAÐIÐ MENNTUN Kennslubók Kynnumst Suðurnesjum er kennslubók sem gerir náttúrufari Suðurnesja skil. Bókin er á tveimur tungumálum og í vandaðri útgáfu. Gunnar Hersveinn las bókina og hitti ritstjóra hennar að máli. Suð- urnes leyna á sér fyrir mikla náttúrufegurð: Fuglabjörg, jarðvegsmyndanir, eldgíga og sandeyðimörk. Athyglisvert náttúrufar á Suðumesjum • Yst á skaganum skríður Atlantshafs- hryggurinn á land • Bókin er með litmyndum og allan texta á ensku og íslensku ASUÐURNES leggja flest- allir íslendingar leið sína og á flugvöllinn fara um milljón farþegar árlega. Suðurnes eru aðeins um 1-2% af flat- armáli ísiands, en þar og á suðvest- urhomi landsins búa um 70% þjóðar- innar. Suðumes er á Reykja- nesskaga og er mjög áhugavert svæði m.t.t. jarðfræði, veðurfars, gróðurs, dýralífs og sögu og þar eru einnig áhugaverðar útivistarleiðir. Suðurnes er dæmi um svæði með faldri fegurð því þótt flestir eigi þar leið nota ef tii vill fæstir tækifærið til að njóta þess. Ný kennslubók varpar góðu ljósi á Suðumes. Bókin er bæði á ensku og íslensku og heitir Kynnumst Suðumesjum, íræðsluefni um náttúru og sögu og Exploring Sudurnes Iceland, An En- vironmental Handbook. Kristján Björn Þórðarson hannaði þannig að á blaðsíðum bókarinnar eru iðulega litmyndir á vinstri síðu, enski textinn á efri hluta hægri síðu og íslenski á þeim neðri með orðaskýringum á spássíu. Nemendur í skóla varnarliðsins á Keflavíkurvelli munu læra bókina. Hún verður einnig notuð í grunn- skólum á Suðurnesjum og stendur reyndar öllum áhugasömum kennur- um um Suðumes til boða sem kennslubók. Hún er líka hugsuð sem fræðslu- og kynningarefni fyrir íbúa svæðisins, ferðamenn og aðra sem áhuga hafa á náttúm þessa svæðið. Hún er gefin út af umhverfisdeild flotastöðvar varnarliðsins í Keflavík. Hún fæst ekki í búðum - heldur án endurgreiðslu hjá þessari deild. „Einn meginkostur hennar er að vera tvítyngd,“ segir Ingvi Þor- steinsson náttúrufræðingur og rit- stjóri bókarinnar, „sambærilegar bækur hafa verið gerðar fyrir banda- rískar varnarstöðvar í Portúgal, Þýskalandi og á Spáni.“ Bækurnar eiga þó aðeins það sameiginlegt að vera á tveimur tungumálum, efnis- tökin em önnur og hönnunin ný í hverri bók. „Við lögðum einnig sér- staka áherslu á góðar ljósmyndir og prentun (Steindórsprent Guten- berg),“ segir Ingvi. Stærsta fuglabjarg Evrópu? I bókinni er fjallað um ýmsa um- hverfisþætti Suðurnesja og einnig um ísland almennt. Ingvi Þorsteinsson og Haukur Jóhannesson jarðfræðing- ur skiifa kafla um Island. Haukur rit> ar um jarðfræði Reykjanesskaga, Þóranna Pálsdóttir veðurfræðingur um veðurfai-, Ingvi um jarðveg og gróður, Páll Hersteinsson prófessor um dýralíf, Bjami Guðmarsson sagn- fræðingui- um söguna og Friðþór Ey- dal upplýsingafulltrái um vamarstöð- ina og Keflavíkurflugvöll. Ingvi, sem á ættir að rekja í Garð- REYKJANESVITI um sólsetur. Morgunblaðið/Sverrir INGVI: „Suðurnes bjóða upp á merkilega náttúru," segir hann, „t.d. fuglabjörg og sandstrendur með fjölbreyttum hryggleysingjum." inn, ritar einnig um áhugaverðar leiðir á Suðurnesjum. „Suðumes bjóða upp á merkilega náttúra,“ seg- ir hann, „t.d. fuglabjörg og sand- strendur með fjölbreyttum hrygg- leysingjum.“ Hann nefnir einnig at- hyglisverð náttúrafyi’irbrigði: Jarð- fræðimyndanir, eldgíga, víðáttumikla sandeyðimörk, háhitasvæði, sem nýtt var til framleiðslu á náttúralegu sjáv- arsalti, auðugt fuglalíf, fuglaberg, sjávarlón, fagurt umhverfi vitans og víðáttumikið útsýni. Ein af vettvangsleiðunum sem Ingvi skrifar um liggur til austurs frá Grindavík til Kiýsuvíkur. Þar er Krýsuvíkurberg, sem er eitt af stærstu fuglabjörgum landsins og sennilega alh’ar Evrópu. „Atlantshafshryggurinn gengur á land á Reykjanesi," segir Ingvi. Hann vitnar í jarðfræðina og að Reykjanesskaginn sé háhitasvæði en einkenni þess eru gufuaugu, leir- og brennisteinshverir. I Krýsuvík eru til dæmis leirhverir og gufuaugu en í þeim sést gulur brennisteinn. Veður, gróður, dýralíf, saga 1. Veðrið á Suðurnesjum er tvísýnt eins og annars staðar á landinu en Þóranna Pálsdóttir segir samt um það: „Breytileiki er mikill í veðráttu Suðumesja. En þegar á heildina er litið er þetta veðursvæði með þeim mildari á landinu." (Bls. 59.) 2. Endurheimt gróðurs á Suður- Mikill áhugi á fram- haldsnámi við KHÍ Tímarit • 2. TBL. Uppeldis 1999 er komið út. Blaðið er litprentað og kennir ýmissa grasa í efn- isvali. Þar má telja meðal annars tengsl móður og barns, hvaða áhrif hafa þau á heilaþroska bamsins, sagt frá námskeið- inu Börn eru líka fólk, sem Stefán Jóhannsson fjölskyldu- ráðgjafi stendur fyrir, en þar er bömum kennt að tilfinning- ar séu eðlilegar og að börn geti ekki borið ábyrgð á hegð- un foreldra sinna. Það fæðast ekki öll börn heilbrigð, en hvað með foreld- rana? Hugsar einhver um þá? Guðrán Bryndís Karlsdóttir, sjúkraliði og móðir, segir frá reynslu sinni eftir að barn hennar greindist einhverft. Auður Haralds rithöfundur liggur ekki á skoðunum sínum frekar en fyrri daginn og svo er það hann Höskuldur litli sem hefur gíraffa í svefnher- berginu sínu, en honum þykir afar vænt um frumskógardýr af öllum gerðum. Af öðra efni má nefna tón- list fyrir alla, ungbarnanudd, baðað í fótu og viðtal við þau Vöndu Sigurðardóttur, þjálf- ara meistaraflokks kvenna hjá KR og Jakob Frímann Þor- steinsson, fræðslustjóra hjá ITR, sem nýverið eignuðust sitt fyrsta barn. FRAMHALDSDEILD hins nýja Kennaraháskóla Islands býður þeim stéttum sem skólinn þjónar framhaldsnám á nokkram náms- brautum. 170 nemendur stunda nú nám við deildina, ýmist í fjarnámi eða staðbundnu námi. Unnt er að ljúka framhaldsnámi við Kennara- háskólann með tvennum hætti, formlegri viðurkenningu (diplómu) eða meistara-prófi (M.Ed.). Alls hafa tuttugu nemendur lokið meistaragráðu frá skólanum. í febrúar síðastliðnum voru aug- lýstar sjö námsbrautir og við það miðað að bjóða 60-70 kennurum og þroskaþjálfum að hefja framhalds- nám næsta haust. Eftirfarandi námsbrautir voru auglýstar: * Böm og unglingar með sér- þarfir í skóla og samfélagi (30 ein- inga fjarnám, tvö ár), námsbraut sem einkum er ætluð leikskóla- kennuram, grunnskólakennuram og þroskaþjálfum. * íslenskukennsla (15 eininga fjarnám, eitt ár), einkum ætluð ís- lenskukennurum í grann- og fram- haldsskólum. * Stjómun (forysta, þróunar- starf, matsfræði og gæðastjórnun; 30 eininga íjarnám, tvö ár eða stað- bundið nám, eitt ár). Námið er ætl- að skólastjóram og stjómendum deilda og stofnana, fag- og ár- gangastjóram, ráðgjöfum, kennur- um og þroskaþjálfum sem stefna á stjómunarstörf. * Tölvu- og upplýsingatækni (15 eininga fjarnám, eitt ár). Náminu er einkum ætlað að mennta frum- kvöðla í upplýsingatækni í skóla- starfi sem geta skipulagt og unnið að framkvæmd upplýsingamála í skóla- og uppeldisstofnunum og leiðbeint samstarfsfólki um notkun á tölvum og upplýsingatækni. * Uppeldis- og kennslufræði (30 eininga fjarnám, tvö ár). I náminu, sem ætlað er öllum starfsstéttum sem Kennaraháskólinn þjónar, er leitast við að dýpka þekkingu og skilning á undirstöðuatriðum upp- eldis og menntunar, s.s. uppeldis- heimspeki, uppeldissögu, uppeldis- sálarfræði og námskrárfræðum. * Þroskaþjálfun fullorðinna (30 eininga fjarnám, tvö ár), einkum ætlað þroskaþjálfum. * Meistaranám til M.Ed.-prófs (30 eininga fjarnám, tvö ár). Greinilegt er að framhaldsnámið hefur vakið mikinn áhuga því alls bárast 258 umsóknir og hafa um- sóknir um framhaldsnám aldrei verið fleiri. Um námið sóttu 39 leikskóla- kennarar, 34 þroskaþjálfar, 141 grannskólakennari, 30 framhalds- skólakennarar, 7 sérkennarar og 7 með aðra menntun. I þessum hópi era margir skólastjórar og stjórn- endur stofnana fyrir fatlaða. Mestur áhugi er á tölvu- og upplýsingatækni, en þá náms- braut völdu 66. Þá er mikill áhugi á stjórnun, en um þær brautir sóttu 59 kennarar. 58 völdu náms- braut um börn og unglinga með sérþarfir. „Þó að það sé fagnaðarefni hversu margir sækjast eftir fram- haldsnámi á sviði uppeldis- og menntunarfræða veldur það áhyggjum að ekki skuli hægt að koma til móts við fleiri umsækj- endur,“ segir Ingvar Sigurgeirs- son dósent við Kennaraháskóla Is- lands, „og hlýtur að teljast brýnt að ráða bót á því og gera fleirum kleift að stunda framhaldsnám hér á landi.“ Nýjar bækur • ÚT ER komin hjá Rannsóknar- stofnun Kennaraháskóla Islands bókin Skólastarf og gæðastjórnun eftir dr. Börk Hansen dósent við Kennaraháskólann og Smára S. Sigurðsson gæðastjóra við Iðn- tæknistofnun. I bókinni eru skýrð á aðgengi- legan hátt tiltekin sjónarmið við stjórnun skóla sem sótt eru til hugmynda um gæðastjórnun. Fjallað er um skólaþróun og breyt- ingar á skólastarfi og greint frá rannsóknum á skilvirkni skóla og eðli breytingastarfs. Reifuð era helstu hugtök gæðastjórnunar, m.a. gæðahugtakið, gæðastjórnun og gæðakostnaður. Einnig er sjón- um beint að þýðingarmiklum hug- tökum sem varða stjórnun skóla, svo sem markmiðum, forystu, framtíðarsýn og stofnanabrag. Vikið er að hefðbundnum vinnuað- ferðum við gæðastjómun og upp- byggingu gæðakerfis fyrir skóla. Bókinni lýkur með umræðu um gildi þessa vinnulags fyrir mark- vissa stjórnun skóla. Skólastarf og gæðastjórnun er ætluð skólastjómendum, kennur- um og öðru áhugafólki um umbæt- ur í skólamálum. Rannsóknarstofnun Kennarahá- skóla Islands gefur bók- ina út. Skólastarf oggæða- stjórnun er 192 bls. og fæst í Bók- sölu stúdenta, Bóksöiu kennara- nema, stærrí bókaverslun- um og hjá útgefanda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.