Morgunblaðið - 20.04.1999, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 45
áðiheimildum sé einn stærsti ókostur núverandi kvótakerfis
skattleggja
eiðiheimilda?
, Morgunblaðið/Jón Svavarsson
STEINGRIMUR J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar, segist
fram að þessu hafa talað fyrir daufum eyrum í þau fjögur ár sem hann hafi
verið að mæla fyrir sérstakri skattlagningu hagnaðar af sölu veiðiheimilda.
I umræðum um kvótakerfið hafi menn frekar viljað fara aðrar leiðir.
Ríkisskattstj óri útilokar ekki að hægt sé
að skattleggja söluhagnað veiðiheimilda
Gagnlegt að skoða
þetta viðfangsefni
Æskilegt að skattlagningin nái einnig til
innleysts hagnaðar í formi hlutabréfa
ISVARI ríkisskattstjóra við
fyrirspurn frá Steingrími J.
Sigfússyni alþingismanni
kemur fram að erfiðasta við-
fangsefnið við hugsanlega skatt-
lagningu á hagnaði af sölu veiði-
heimilda er sá hagnaður sem þeg-
ar hefur verið innleystur í formi
hlutabréfaverðs í sjávarútvegs-
fyrirtækjum. Ríkisskattstjóri tel-
ur nauðsynlegt að. þessi hluti
hagnaðarins verði einnig skatt-
lagður til að gæta jafnræðis. Hér
fer á eftir þessi hluti svarsins.
„Ríkisskattstjórí tekur undir að
í raun væri skattlagning á þessum
nótum æskileg út frá jafnræðis-
sjónarmiðum ef af skattlagningu
verður í samræmi við það sem um
hefur verið fjallað varðandi tölu-
liði 1-4. Hins vegar yrði þetta
mjög erfitt í framkvæmd. Hér
kemur líka upp spuming um
hvernig á að framkvæma þetta og
ná fram jafnræði milli lögaðila og
einstaklinga. Hjá einstaklingum
er þetta hluti af fjármagnstekju-
skattsskattlagningunni en ekki
hjá lögaðilum. Hvað með líka t.d.
ef selt ef hlutabréf í fyrirtæki sem
á stóran hluta í sjávarátvegsfyrir-
tæki sem hefur mjög góða kvóta-
stöðu. A að elta þetta þannig að
við sölu í félaginu A (sem ekki er í
útgerð) þá verði hluti af söluhagn-
aðinum skattlagður hærra á þeim
forsendum að hann sé vegna
óbeinnar kvótaeignar.
Ef af skattlagningu yrði í þessu
formi þá væri ómögulegt að ætla
að framkvæma það þannig að við
hverja og eina sölu þá færi fram
mat á fyrírtækinu og fundið út
hve stór hluti söluhagnaðarins
væri v’egna aflaheimilda. Slíkt
væri mjög tímafrekt þar sem
mjög flóknir útreikningar lægju
þessu til grundvallar. Omögulegt
væri að ætla skattkerfinu miðað
við núverandi mannafla að taka
þetta verkefni á sig. Þá hlýtur
einnig að koma upp við hvaða
tímapunkt ætti að miða skattlagn-
inguna. Ef þetta ætti að miðast
við þann tíma sem sala bréfanna
fer fram þá þyrfti að fara fram út-
tekt á fyrirtækinu nákvæmlega á
þeim tímapunkti. Þetta væri auð-
vitað óhugsandi í dag þegar al-
gengt er að bréf í einstökum fyr-
irtækjum séu seld daglega. Eina
leiðin til að koma við skattlagn-
ingu í þessa veru væri væntanlega
ef fram færi í eitt skipti úttekt á
fyrirtækjum og fundnir yrðu út
stuðlar sem ætti að nota við þessa
útreikninga sem yrðu þá mismun-
andi eftir því t.d. hvort um hrein
útgerðarfyrirtæki væri að ræða
eða blandaða starfsemi. Svona
skattlagning yi'ði aldrei návæm
en hún yrði einfaldari fyrir alla
aðila þótt hún myndi kosta gríðar-
lega vinnu í upphafi.
Eins og hér kemur glögglega
fram telur ríkisskattstjóri að það
yrði mjög erfitt í framkvæmd að
skattleggja sérstaklega við sölu á
hlutabréfum þann hluta söluhagn-
aðarins sem telja má að stafi af
aflaheimildum viðkomandi fyrir-
tækis. Ef aftur á móti er vilji til að
skattleggja þetta í ríkari mæli en
annan söluhagnað hlutabréfa þá
gæti t.d. komið til greina að taka
þetta út úr skattlagningu fjár-
magnstekna og skattleggja þetta
með venjulegri skattprósentu, eða
breyta þessu þannig að allur sölu-
hagnaður umfram 3.000.000 kr.
hjá einstaklingum eða 6.000.000
kr. hjá hjónum komi til skattlagn-
ingar með almennri skattpró-
sentu, án þess að heimilt sé að
fresta um tvenn áramót skatt-
lagningu eða án þess að heimilt sé
að færa niður stofnverð annarra
hlutabréfa sem keypt verða.
Ríkisskattstjóri vill taka fram
að um margt er hér að ræða
skattalega mjög flókið úrlausnar-
efni sem gagnlegt væri að fengi
mjög nákvæma skoðun áður en
þetta yrði að lögum.“
væri hægt að jafna öðrum fjárfesting-
um eða rekstrartapi á móti söluhagn-
aði veiðiheimilda. Hann kæmi til
skattlagningar án frádráttarheimilda
fyrir utan keyptar veiðiheimildir.
„Við erum því þegar komnir út á þá
braut að meðhöndla veiðiheimildir
sem alveg sérstakt skattalegt fyrir-
bæri. Það á líka að vera þannig því að
kvóti er mjög sérstakt fyrirbæri. Ég
sé ekki að það sé ástæða til að óttast
að þessi skattlagning sé brot á stjórn-
arskránni eða almennum jafnræðis-
reglum. Það þarf vissulega að hafa
þær í huga. Ríkisskattstjóri nefnir
þær í þessu eina sambandi að æskilegt
væri að koma þeim við gagnvart öll-
um, bæði liðinni tíð og því sem
framundan er,“ sagði Steingrímur.
Fyrir fáum árum var tekin ákvörð-
un um að breyta lögum um trygginga-
gjald m.a. á þeim rökum að þær reglur
sem notast hefði verið við stæðust
ekki jafnræðisreglu stjórnarskrárinn-
ar. Sjávarútvegur og landbúnaður
greiddu þá lægra tryggingagjald en
aðrar atvinnugreinar. Þess má einnig
geta að oft hafa verið uppi efasemdir
um að sjómannaafslátturinn stæðist
jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.
Vill banna leigu á kvóta
en leyfa sölu
Steingrímur vill að öll leiga á veiði-
heimildum verði bönnuð. Hann segir
þessa leigu siðleysi, en hann vill að
áfram verði heimilt að selja og kaupa
varanlega aflahlutdeild. Hann vill hins
vegar skattleggja hagnað af slíkri
sölu. Hann segir að skattlagning þessa
hagnaðar sé tæknilega möguleg og
vitnar til bréfs ríkisskattstjóra máli
sínu til stuðnings.
„Ég vil banna leigu á veiðiheimild-
um. Það á að leyfa mönnum að skipta,
geyma, taka fram fyrir sig og hugsan-
lega leigja kvóta ef þeir verða fyi-ir
meiriháttar bilunum, en að öðni leyti á
engin leiga að vera. Aðlögunin á að
gerast á mai'kaði með varanlega hlut-
deild. Þessi leigumöguleiki verður
aldrei annað en siðleysi. í þeim tilvik-
um eru menn með réttindi án þess að
hafa borgað fyrir þau og láta svo aðra
nota þau fyrir sig og græða á öllu sam-
an.
Það er mikill munur á varanlegri
sölu á kvóta og leigu. Menn hafa ekki
möguleika á að selja nema einu sinni
og eru þar með að láta varanlega frá
sér réttindi, en með leigunni eru menn
að leigja ár eftir ár. Mér finnst útilok-
að að réttlæta slík viðskipti," sagði
Steingrímur.
Hagræðing og réttlæti takast á
Steingrímur var spm'ður hvort til-
laga hans um að sala á öllum varanleg-
um veiðiheimildum færi fram á opin-
beru kaupþingi ætti ekki eftir að
draga úr hagræðingu í sjávarútvegi
vegna þein-a kvaða sem þingið setti
um sameiningu fyrirtækja. Hann
sagði að hagræðingin mætti ekki
ganga svona stórkostlega á hlut rétt-
lætisins eins og gerst hefði. Menn
mættu ekki gefast upp við að sameina
þetta tvennt, hagræðingu og réttlæti,
þó einhver segði að það væri erfitt.
„Samkvæmt mínum tillögum gæti
útgerðarmaður ekki sameinað fyrir-
tækið öðru fyrirtæki og innleyst hagn-
aðinn þannig, né selt það öðruvísi en
kvótinn yrði skattlagður. Ég get tekið
dæmi um sameiningu Hrannai' á ísa-
firði og Samherja. Við sameininguna
hefði Samherji getað fengið Guðbjörg-
ina, veiðarfæri, birgðir, fasteignir og
fleii'a. Hins vegar hefði þurft að setja
4.000 tonna kvóta Guðbjargar á mark-
að. Samherji hefði þá ekki fengið
veiðiheimildii'nar heldui' endurgjaldið
á markaðinum. Einhver kann að segja
að við þessai' aðstæður hefðu fyi'ir-
tækin ekki sameinast, en ég spyi-, var
þá engin hagi-æðing af sameining-
unni? Voru það bara veiðiheimildirnar
sem menn voru að ná í?“
Aðspurður sagði Steingrímur að
menn hefðu átt að athuga þetta mál
fyrir löngu. „Ég fór að skoða þetta
vegna þess að mér þóttu aðrar breyt-
ingar sem voru til umræðu sumpart
svo ógæfulegar. Mér fannst nauðsyn-
legt að reyna að koma með skynsam-
legri tillögur. Ég hef alltaf talið að
meginmeinsemdin í þessu séu þeir
fjármunir sem menn hirða út úr grein-
inni þegar þeir hætta. Að mínu mati er
ekki hægt að réttlæta það. Svo má
spyrja; ef það er ekki hægt að skatt-
leggja þetta, á þá ekki að slá kerfið
af?“
Islenskur hjúkrunarfræðingur starfar
meðal berklaveikra fanga í Georgíu
Lyfín notuð
sem gjaldmiðill
Berklar eru eitt helsta heilbrigðisvandamál
í Rússlandi og lýðveldum Sovétríkjanna
fyrrverandi. Sjúkdómurinn breiðist ört út
um þessar mundir og er ástandið í fangels-
um sérstaklega slæmt. Ragna Sara Jóns-
dóttir ræddi við hjúkrunarfræðinginn As-
laugu Arnoldsdóttur sem starfar meðal
berklaveikra fanga í Georgíu.
Hjúkrunarfræðingurinn Ás-
laug Arnoldsdóttir hefur
starfað í fangelsi iyrir
berklaveika fanga í Georg-
íu undanfarna sex mánuði. Áslaug
starfar á vegum Rauða kross íslands
en Alþjóða rauði krossinn leggur nú
sitt af mörkum við að uppræta
berkla í Georgíu, einu af lýðveldum
Sovétríkjanna fyrrverandi.
Verkefnið hófst fyrir sex mánuð-
um og er hlutverk Rauða krossins að
koma verkefninu af stað, þróa það og
láta síðan í hendur georgískra
stjórnvalda. Sams konar verkefni
hefur verið starfrækt í Aserbaídsjan
í þrjú ár og hefur íslensk hjúkrunar-
kona einnig starfað við það verkefni.
Omurlegar
aðstæður fanganna
Áslaug hélt til Georgíu í júní sl. og
verður þar líklega næstu þrjá mán-
uði. Hún var stödd í vikufríi hérlend-
is þegar Morgunblaðið tók hana tali.
Að sögn Áslaugar er fangelsið sem
hún starfar í eingöngu fyrir berkla-
veika fanga. Greinist þeir með
berkla í öðrum fangelsum landsins
era þeir sendir í meðferð í þetta til-
tekna fangelsi sem er það eina sinn-
ar tegundar í Georgíu og stendur
skammt utan við höfuðborgina Tíflis.
Áslaug starfar sem annar tveggja yf-
irmanna sem sjá um framkvæmd
verkefnisins í fangelsinu, en með
þeim starfa einnig innlendir aðilar
sem era á vegum Rauða krossins.
Meðferðin stendur yfir í sex mán-
uði og fyrstu fjóra mánuðina koma
fangarnir á hverjum degi á stofu Ás-
laugar til þess að fá lyf. Að loknum
fyrstu mánuðunum koma þeir
þrisvar til fjóram sinnum í viku. „Að-
stæður í fangelsinu era ömurlegar.
Maturinn er slæmur, þeir fá hvorki
mjólkurmat né kjöt og ekkert er um
skipulagða dægrastyttingu af hálfu
fangelsisyfirvalda. Það er því milal
tilbreyting fyrir þá að koma til okkar
og þeir safnast gjaman saman inni á
stofunni. I raun eiga einn til tveir að
koma í einu en þeir fjölmenna iðu-
lega á stofuna og hanga yfir okkur á
meðan við gefum hinum lyfin,“ segir
Áslaug.
Margir smitast
aftur eftir meðferð
Hlutverk starfsfólksins er að
koma lyfjunum niður í fangana og
verða þau að horfa á eftir hverri
töflu ofan í hvern og einn. „Lyfin era
dýrmæt fyrir fangana og nota þeir
þau gjarnan fyrir gjaldmiðil, til
dæmis þegar þeir spila og svoleiðis.
Þess vegna er mjög mikilvægt að við
göngum úr skugga um að þeir kyngi
töflunum,“ segir Áslaug.
300 manns eru í fangelsinu en það
er aðeins brot af þeim sem ganga
með berlda í landinu en talið er að
6-7.000 af hverjum 100 þúsund sem
vistaðir era í georgískum fangelsum
séu með berkla. Áslaug hefur starfað
að verkefninu frá því það hófst og
segir að fyrstu niðurstöður um ár-
angur lofi góðu. Hins vegar sé margt
sem vinni á móti þeim við að ná ár-
angri í starfinu:
Áslaug
Arnoldsdóttir
„Sumir ná bata eftir meðferð hjá
okkur en era síðan sendir aftur í sitt
uppranalega fangelsi til þess að
ljúka afplánun og þar smitast þeir
aftur. Ég hef þó sem betur fer séð
tilvik um fanga sem nær bata og lýk-
ur afplánun að lokinni meðferð. Það
sem er erfiðast við þetta starf er að
sjá ekki árangurinn. Við eigum til
dæmis erfitt með að aðskilja smit-
andi berkla frá ósmitandi berklum
og það veldur okkur ákveðnum
áhyggjum. Síðast en ekki síst stend-
ur samfélagsskipanin í fangelsinu í
vegi fyrir starfi okkar,“ segir Áslaug
og útskýrir það nánar.
Sterk stéttaskipting
„Það er mjög sterk stéttaskipting
meðal fanganna og þar má greina
fjórar stéttir. Efsta stéttin era for-
ingjar sem ráða öllu og fá einstak-
lingsklefa með þægindum eins og
sjónvarpi og myndbandstæki. Þeir
sem era í lægsta þrepi era oftast
kynferðisglæpamenn eða samkyn-
hneigðir og þar deila milli 30 og 40
manns klefa. Það er alger gróðrastía
fyrir berkla og ýmsa aðra sjúk-
dóma,“ segir Áslaug og ítrekar að
þetta innra kerfi geri þeim erfitt fyr-
ir.
Fangarnir eru nokkuð frjálsir inn-
an veggja fangelsisins og öryggis-
gæsla er mjög léleg. Fangaverðirnir
era til dæmis ekki vopnaðir, en það
eru fangarnir hins vegar. Áslaug
segir að fangarnh- séu mjög þakklát-
ir fyrir það starf sem hún og aðrir
starfsmenn verkefnisins vinna og
þeir beri mikla virðingu fyrh’ þeim.
Hún segir að það taki á með tíman-
um að starfa á þessum sama stað þar
sem hún sé farin að þekkja suma
fangana og horfir upp á slæmar að-
stæður þeirra. Áslaug segist þó vera
tilbúin að starfa áfram á þessum
vettvangi en hvort hún staldrar lengi
við í Georgíu sé óvíst.