Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 62
—<52 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MESTI hrakfallabálk- ur íslenskra bókmennta- gagnrýnenda, Heimir Pálsson, hefur seni frá sér nýja bók: Sögur, ljóð •^►og líf Undirtitill: ís- lenskar bókmenntir á 20. öld. Og hann er sann- arlega við sama hey- garðshomið hvað snertir rangfærslur og at- vinnuróg. I 1. útgáfu Strauma og stefna eftir Heimi var hvergi getið um Gunnar Gunnarsson, Kristmann eða Guðmund Daníels- son. Þeirra er nú getið. Kaílinn um Hagalín er líka þokkalegur og í allt öðrum dúr en Kristinn E. skrifaði. Það er að sjálfsögðu til of mikils mælst, að verkalýðshöfundar eins og _ Vilhjálmur S. Vilhjáhnsson og Oskar Aðalsteinn fljóti með í bókmennta- sögu eftir Heimi Pálsson. Það versta við Heimi er að hann hefur litla sem Bókmenntir Sovétkerfíð í íslenskum skólum, segir Hilmar Jónsson, er enn við lýði. enga sögulega sýn, hann veit ekki og skilur ekki hvað hefur verið að gerast í heiminum á þessari öld. Upp úr 1930 verður hin rauða fylk- ing ráðandi afl í bókmenntum og list- um Evrópu og Ameríku. Gorki, Rol- land, Bemard Shaw, Nexp, Steinbeck, Picasso og García Lorca eru nöfo, sem staðfesta það. Þessi stefoa sækir æ meiri vind í seglin eftir að Churchill og Roosevelt gera Stalín að liðsmanni sín- um og nær hámarki eftir stríð, þegar Stalín var búinn að setja stóran hluta Evrópu á bak við lás og slá. En brátt fóm augu pólitíkusa og rithöfunda að opnast: Churchill heldur sína frægu ræðu í Fulton 1946. Þar hvatti hann fijálsar þjóð- ir til að stofaa hemaðar- bandalag gegn hinni rauðu ógn. Köstler skrif- ar Myrkur um miðjan dag 1938-40 í tilefoi af réttarhöldum Stalíns yfír fyrri félögum og sendir bókina á markað 1945, sama árið kemur Dýra- bær eftir Orweli. Hér á Islandi höfðu Rauðir pennar unnið afgerandi sigur undir forystu Hall- dórs Kiljans, Þórbergs og Kristins E. Höfuð- andstæðingur rauðliða og sá eini íslenski póli- tíkus sem hafði sögulega yfirsýn, Jónas frá Hriflu, var í lok stríðs áhrifalítill og einangraður. Um þetta leyti klofnar Rithöfundafélagið vegna ofríkis kommúnista. Flestir borgaralegir höfundar undir foiystu Hagalíns og Davíðs Stefánssonar mynda sér félag. En þróunin frá Rauðum pennum á íslandi er hæg. Það er t.d. ekki fyrr en 1963, sem Hall- dór Kiljan mannar sig upp í að skrifa Skáldatíma og vitna um eigin fávisku og þjónustu við einn blóðugasta morð- hund sögunnar. Það fer ekki mikið fyrir bamabókahöfondum í riti Heim- is. Hann rámar í Hjaita-bækur eftir Stefán Jónsson og að Guðrún Helga- dóttir hafi skrifað eitthvað, það er á tæm. Nýjar og áhugaverðar bama- bækur, eins og Emil og Skundi og Benjamín dúfa, em að sjálfsögðu ekki nefndar. Mörg bestu ljóðskáld þjóðar- innar em í þessu riti úti í myrkrinu: Kristján frá Djúpalæk, Guðmundur Frímann, Öm Amarson, Þorsteinn Valdimarsson, Hjörtur Pálsson, Er- lendur Jónsson, Kristinn Reyr, Þor- geir Sveinbjamarson og Kristján Karlsson. Sama gildir um marga skáldsagnahöfúnda: Jón Dan, VSV, Stefán Júlíusson, Loft Guðmundsson, Guðmund L. Friðfinnsson og Þórleif Bjamason. Þetta er vitaskuld ekki tæmandi upptalning. Hverjum er þá hossað? Fyrir hveija er barist? Við lifum á tíma æskufasismans. Vinir og baráttufélagar Heimis Pálssonar eru fyndna kynslóðin - menn, sem halda að heimurinn hafi orðið til um líkt leyti og þeir fædd- ust, og svo fljóta fylgitunglin með, Thor og Guðbergur. Eitt stórstirnið í þessum hópi er Steinunn Sigurðar- dóttir. Ég tvílas Tímaþjófinn. Bókin fjallar um lífsleiða millistéttarkonu sem heldur við giftan samkennara. Sagan minnir á bækur Francoise Sagan. Steinunn skrifaði líka for- kostulega bók um Vigdísi forseta. Sú bók hefur sennilega verið send á enskan markað, því gagnrýnandi Times Literary Magazine gaf henni lægstu einkunn, taldi hana bæði lé- lega og leiðinlega. Djöflaeyja Einars Kárasonar er enn þekktara verk. Þar er fjallað um utangarðsfólk. Heimilisfaðirinn reynir að halda fjölskyldunni saman en yngri kyn- slóðin drekkur og drabbar. Höfund- urinn byggir verkið á bröndurum. Einar Kárason er snjall auglýsinga- og sölumaður. Talið er að bókin hafi selst í 40 þúsund eintökum og hefur lengi verið skyldulesning í skólum. Mér finnst þetta 2. flokks verk en bókin hefur bæði verið sett á svið og kvikmynduð. Einn mikilvirkasti maður hópsins er Þórarinn Eldjárn. Hann er góður hagyrðingur. Bestu verk á síðari hluta aldarinnar eru að mínum dómi: Vegurinn að brúnni, Borgarlíf og Svört messa, Snai-an og Land og synir, Að elska er að lifa, Öld fíflsins og Maður og jörð, 1919 - árið eftir spönsku veikina, Smiður- inn mikli, ljóð Jóns Óskars og Ólafs Jóhanns, Hrafnamál og Á Gnita- heiði, leikritin: Inúk, Kaj Munk og Fjögur hjörtu. Á fæst þessi verk minnist Heimir Pálsson einu orði. Einhver Morgunblaðsmaður sagði að Mál og menning væri vel rekið fyrirtæki. Er það einhver vandi að gefa út og selja bækur, sem flestar eru skyldulesning í öllum fram- haldsskólum landsins? Sovétkerfið í íslenskum skólum er enn við lýði. Þar er engin viðhlítandi bókmennta- eða Islandssaga á boðstólum, enda nemendur á algeru gati, ef þeir eru spurðir um listir og íslensk verk og íslenska rithöfunda. Listamanna- laun ríkisins fara til fyndnu kynslóð- arinnar og annarra getulausra höf- unda. Um þetta reginhneyksli vita allir skólamenn landsins, þingmenn og ráðherrar. Eitt fyrsta verk Björns Bjarnasonar, núverandi menntamálaráðherra, var að verð- launa Vilborgu Dagbjartsdóttur fyr- ir kunnáttu í íslensku máli. Höfundur er rítliöfundur. Heimir Pálsson veldur nýju hneyksli Hilmar Jónsson PilíílU M ^ V P flvnr»iridrit & J Aðrar norpn-Tðnir ta* átfffláhdBg, Idkk og aðrfr litfr í tanMninga era með Annað sterkasta aflið í íslenskum stjórnmálum Oft er ég spurður að því hvers vegna ég styðji Samfylkinguna í komandi kosningum. Aðdragandinn að framboði Samfylking- arinnar mótaðist af átökum og erfíðleikum þar sem á ýmsu gekk. En liðin tíð er liðin. Framtíðin skiptir öllu og framundan eru ör- lagaríkar ákvarðanir í íslenskum stjórnmál- um. Litlir flokkar hafa eðli sínu samkvæmt skarpari stefnu en stórir flokkar en eru á hinn bóginn áhrifalitlir og sitja sjaldan í ríkisstjórn. í breiðum, voldugum stjómmála- samtökum sætta menn sig við skiptar skoðanir í ýmsum málum en ná um leið að hafa miklu meiri áhrif á þróun landsmála. Samfylk- ingin verður bersýnilega annað sterkasta aflið í íslenskum stjórn- málum eftir næstu kosningar. Hún hefur alla burði til að verða það sterkasta þegar fram líða stundir Stjórnmál Alþýðubandalagsmenn ákváðu með miklum meiríhluta atkvæða, sefflr Ragnar Arnalds, að taka þátt í stofnun þessa volduga stjórn- málaafls. og á eftir að knýja fram stórfelldar breytingar til batnaðar á íslensku þjóðfélagi. Alþýðubandalagsmenn ákváðu með miklum meirihluta atkvæða að taka þátt í stofnun þessa vold- uga stjórnmálaafls og því er nú brýnt að sem flestir úr okkar röð- um taki þátt í starfí Samfylkingar- innar og tryggi að baráttumál Al- þýðubandalagsins eigi þar sem tryggastan sess. A Norðurlandi vestra er listi Samfylkingarinnar afar vel skipað- ur með þau Kristján Möller og Önnu Kristínu Gunnarsdóttur í tveimur efstu sætum. Staðan þar er sú að Framsóknarflokkurinn hlýtur að teljast öruggur með tvo kjör- dæmiskjörna þing- menn eins og ávallt áð- ur en Sjálfstæðisfiokk- urinn og Samfylkingin fá líklegast einn kjör- dæmiskjörinn mann hvor fyrir sig. Þá er fimmta þingsætið eftir og það er jöfnunarsæti sem deilist út bæði með hliðsjón af heild- arúrslitum á landinu öllu og hlutfallslegu fylgi framboða í kjör- dæminu. Anna Kristín sem sldpar annað sæt- ið á lista Samfylking- arinnar og kemur úr röðum okkar Alþýðu- bandalagsmanna hefor mikla möguleika á að hljóta þetta fimmta þingsæti en þó er ljóst að það getur orðið tvísýnt. Anna Kristín á sannarlega er- indi á Alþingi. Hún hefur marg- sýnt það í störfum sínum að hún er afar öflugur málflytjandi og vand- ar allt vel sem hún tekur sér fyrir hendur. Þar að auki er hún eina konan úr þessu kjördæmi í bar- áttusæti. Ný kjördæmaskipun er enn ekki fullfrágengin. Allt útlit er fyrir að í þarnæstu kosningum, sem gætu orðið þegar í haust, eftir eitt ár eða í seinasta lagi eftir fjögur ár, verði Norðurland vestra hluti af miklu stærra kjördæmi. Eg er að vísu mjög ósáttur við þessi vænt- anlegu risakjördæmi, en þetta er það sem við blasir. Við ákvörðun framboðslista í nýju kjördæmun- um hafa þeir mesta möguleika sem þegar hafa náð kjöri á þing og vak- ið hafa athygli kjósenda utan síns gamla kjördæmis. Frá því sjónar- miði er einnig afar mikilvægt, ef við eigum að njóta starfskrafta Önnu Kristínar á Alþingi á kom- andi árum, að hún nái kjöri í kosn- ingunum í vor. Eg hvet kjósendur á Norður- landi vestra eindregið til að styðja lista Samfylkingarinnar og tryggja þannig kjör Önnu Kristínar. Eg veit að hún verður öflugur fulltrúi kjördæmisins. Hún mun berjast ötullega fyrir þeim málum sem Al- þýðubandalagið hefur ávallt lagt höfuðáherslu á, þ.e. að stuðla að jafnrétti og bæta lífskjör fólksins í landinu og standa vörð um sjálf- stæði þjóðarinnar. Höfundur er þingmaður. Ragnar Arnalds HUGBUNAÐUR FYRIR WINDOWS Frábær þjónusta KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 • Simi 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun mbl.is Hvernig væri að láta drauminn rætast? „ . . Hrmgdu Stanislas Bohic • Landsiagsarkitekt • ( 898 4332
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.