Morgunblaðið - 20.04.1999, Side 67

Morgunblaðið - 20.04.1999, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Aðalfundur Félags hrossabænda Lagt til að sam- ræma fótabúnað í kynbótadómum og gæðingakeppni HROSSABÆNDUR héldu aðal- fund samkvæmt samþykkt síðasta fundur en þar var ákveðið að breyta fundartíma. I stað þess að halda fundinn um miðjan nóvem- ber verður hann haldinn framvegis síðla vetrar. Ástæðan er sú að á haustfundunum var alltaf verið að samþykkja tæplega ársgamla reikninga en nú eru bornir upp til- tölulega nýlegir reikningar. Tillögur og samþykktir fundar- ins voru heldur færri en verið hef- ur á fyrri fundum félagsins vegna þess hve stutt er síðan síðasti aðal- fundur var haldinn. Af helstu sam- þykktum má nefna að fundurinn beinir þeim tilmælum til Bænda- samtaka Islands að fylgjast með þróun mála varðandi örmerkingu hrossa og hafa frumkvæði um að notkun örmerkja verði sem örugg; ust og hagkvæmust í framtíðinni. I greinargerð með tillögunni segir að hrossabændur fagni samkeppni í framboði á örmerkjum en leggi áherslu á að merki sem notuð eru standist alþjóðlegar kröfur. Einnig að leggja þurfí áherslu á að ekki séu önnur aflestrartæki í notkun en þau sem lesa af öllum gerðum örmerkja. Fram kom breytingatil- laga þar sem lagt var til að síðasta málsgi-ein greinargerðarinnar yrði felld út en hún felld og tillagan samþykkt óbreytt. Þá var þeim tilmælum beint til Bændasamtakanna að þau kanni réttarstöðu hrossaeigenda í um- ferðinni og lagði fundurinn enn- fremur áherslu á að hestar og hestamenn hafi sinn ákveðna rétt í umferðinni eins og aðrh- og að brýn þörf væri á uppbyggingu reiðleiða sem óháðar eru bflaumferð. Varð- andi dóma á tveggja og þriggja vetra stóðhestum var samþykkt að leggja til við Fagráð að þær vinnu- reglur verði viðhafðar að í fyi'sta lagi sé mönnum gefinn kostur á að fá umsögn ráðunauta um ungfola og þá sé ekki krafist blóðflokka- greiningar eða hinsvegar að menn geti látið byggingardæma folana og þá sé skylt að láta blóðflokka- greina folana. Samþykkt voru tilmæli til stjórnar Landsambands hesta- mannafélaga um að reglur um fóta- búnað í gæðingakeppni yrðu sam- ræmdar þeim reglum sem gilda í sýningum kynbótahrossa. Segir í samþykktinni að með því móti megi nýta dómsniðurstöður í gæð- ingakeppni til framfara í ræktun- arstarfinu. Þessi tillaga var sam- þykkt samhljóða og á hún sjálfsagt eftir að vekja mikla athygli. Verður fróðlegt að sjá hvaða undirtektir og meðferð þessi hugmynd fær á vett- vangi LH. Vert er að geta þess að reglur um fótabúnað í gæðingakeppni og íþróttakeppni hafa fyrir all- nokkrum árum síðan verið sam- ræmdar og síðan þá verið sam- hljóða. Ef breyta á reglum um fótabúnað í gæðingakeppni verða samhljóða breytingar væntanlega gerðar í íþróttakeppninni. Ætla má að þessi hugmynd hrossabænda muni falla í grýttan jarðveg því erfitt er að horfa framhjá þeirri staðreynd að hrossin á íslandi í dag eru enn of gangsöm til að þetta sé gerlegt. Fjöldi hrossa gæti orðið nánast ósýningarhæfur ef þau ekki fá það svigrúm sem leyft er í gæð- inga- og íþróttakeppni. Þá ber að sjálfsögðu að taka með í reikning- inn getu knapa sem er mjög mis- munandi og þeim mikla fjölda sem er að stíga sín fyrstu spor í keppni veitir heldur ekkert af því að hafa þetta hóflega svigrúm sem regl- urnar gefa. Hugmyndin er eigi að síður góðra gjalda verð en búast má við að mörgum þyki ekki tíma- bært að koma henni í framkvæmd. Fjárhagsstaða Félags hrossa- bænda hefur verið mönnum lengi áhyggjuefni, félagið hefur enga fasta tekjustofna og var samþykkt á fundinum að taka upp tímabund- ið félagsgjald. Verður það krónur 1500 á hvern félagsmann en þess í stað falli niður gjald á hvern aðal- fundai'fullti-úa eins og innheimt hefur verið. Þess má geta að tillaga um gjald á grunnskráningu hrossa var felld. Þá beindi fundurinn því til stjórnar að unnið yrði að breyt- ingum á reglugerð um Útflutnings- og markaðssjóð þannig að fjár- magn í hann kemur renni óskipt til markaðsstarfs Félags hrossa- bænda. Valdimar Kristinsson 50-70% afsláttur Sæktu kjarabótina til okkar núna! Bóksala stúdenta efnir til stórútsölu á þúsundum titla. Bækur um allt milli himins og jarðar! Þú getur pantað útsölubækurnar á netinu og fengið þær sendar hvert á land sem er fyrir aðeins 200 króna sendingargjald. Útsalan stendur 19.-30. apríl! /v»r^Áy-i. v i. KO.M.V.N IU I NM jv| ; í ; The Htwth Guide n?|} to Literature bók/a,la, /túdervta. www.lioksala.is ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 67 OLL F í LYFJU (F Á STAONUM Bjóddu \ örunum upp á sannkaliaða litaveislu Re-Nutriv All day lipstick trá Estée Laudei j Líttu barn á þetta stórkostlega úr\al vínrauðra, kastaníubrúnna, hárauðra, glúbleikra, kóralgullinna og náttúrulegra tóna. Leytðu \örunum að njóta mvktarinnar og t’allegrar áferðar þessara nýju varaiita. Þeir innihalda andoxunarefni sem stuðla að því að halda vörunum nijúkum og unglegum. Líttu inn og íáðu persónulega ráðgjöf um litnvnl. Litaveisluborðið bíður þín. Estée Lauder ráðgjafi verður í versluninni Bankastræti 8, sími 551 3140 • dag °S á morgun. Veöur og færö á Netinu ýj> mbl.is -J\LL-TAf= €/7TT/M4£7 A/YTT~

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.