Morgunblaðið - 20.04.1999, Síða 68
68 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Michael Adams
sigrar í Dos
Hermanas
SKAK
S p á n n
DOS HERMANAS
5. - 18. apríl
ENSKI stórmeistarinn Michael
Adams sigi’aði á stórmeistaramót-
inu í Dos Hermanas og náði þar
með einhverjum besta árangri
sínum á skákferlinum. Adams
fékk sex vinninga í níu umferðum
og tapaði ekki skák.
Fyrirfram var búist við að bar-
áttan mundi standa á milli þeirra
Anand og Kramnik, sem voru
stigahæstu skákmenn mótsins og
auk þess í öðm og þriðja sæti á
heimslistanum, næst á eftir Ka-
sparov. Sú varð þó ekki raunin,
a.m.k. ekki hvað Anand varðar, en
hann lenti í neðsta sæti á mótinu
ásamt þeim Judit Polgar og Peter
Svidler. Anand tókst ekki að vinna
eina einustu skák og tapaði fyrir
þeim Judit Polgar og Kramnik.
Kramnik gekk mun betur en An-
and og náði öðru sæti á mótinu,
hálfum vinningi á efth- Adams.
Hann vann tvær skákir, en gerði
jafntefli í hinum sjö. Þegar
Kramnik náði öðm sæti á Linares
skákmótinu í febrúar fór hann
reyndar svipað að, vann tvær
skákir og gerði tólf jafntefli.
Adams hækkar um 13 stig á skák-
stigalistanum fyrir frammistöðuna,
en Anand lækkai- hins vegar um 20
stig. Hann heldur þó áfram öðra
sætinu á stigalista FIDE, þar sem
Kramnik hækkar einungis um örfá
stig. Það er Illescas Cordoba sem
hækkar mest, en hann bætir við sig
tæplega 20 stigum.
Úrslit á mótinu má að öðru leyti
sjá í meðfylgjandi töflu.
Davíð og Bergsteinn
í landsliðsflokk
Davíð Kjartansson og Berg-
steinn Einarsson hafa tryggt sér
Dos Hermanas 1 Spánn 5.-18. aprí 999
Nr. Nafn Stig 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Vinn. Röð
1 lliescas Cordoba 25851 1/2 1 1/2 0 1 1/2 1/2 1/2 1/2 5 3.-4.
2 Boris Gelfand 2691 1/2 1/2 1/2 1/2 1/2 0 1/2 1 1/2 41/2 5.-6.
3 Judit Polgar 2677 0 1/2 0 1/2 1/2 1 1 0 0 31/2 00 p
4 Michael Adams 2716 1/2 1/2 1 1/2 1/2 1 1/2 1 1/2 6 1.
5 Vladimir Kramnik 2751 1 1/2 1/2 1/2 1/2 1/2 1 1/2 1/2 51/2 2.
6 Anatoly Karpov 2710 0 1/2 1/2 1/2 1/2 1 1/2 1/2 1/2 41/2 5.-6.
7 Peter Svidler 2713 1/2 1 0 0 1/2 0 1/2 1/2 1/2 31/2 8.-10.
8 Viswanathan Anand 2781 1/2 1/2 0 1/2 0 1/2 1/2 1/2 1/2 31/2 8.-10.
9 Viktor Korchnoi 2673 1/2 0 1 0 1/2 1/2 1/2 1/2 91 Ú2 4 7
10 Veselin Topalov 2700 1/2 1/2 1 1/2 1/2 1/2 1/2 1/2 1/2 5 3.-4.
sæti í landsliðsflokki í haust.
Þeir urðu efstir í áskorenda-
flokki ásamt Jóhanni H. Ragn-
arssyni. Tveir efstu skákmenn úr
áskorendaflokki fá rétt til að
taka þátt í landsliðsflokki og
urðu þessir þrír skákmenn þvi að
tefla aukakeppni um sæti í
landsliðsflokki. Þeir tefla tvö-
falda umferð. Þegar fjórum um-
ferðum var lokið var staðan
þessi:
1. Bergsteinn Einarss. i'k v. af 3
2. Davíð Kjartanss. Þ/2V. af 2
3. Jóhann H. Ragnarss. 0 v. af 3
Það er því ljóst að úrslitin em
ráðin og Bergsteinn og Davíð
munu tefla í landsliðsflokki.
Okkar menn, félag fréttaritara Morgunblaðsins, og Morgunblaðið efndu
til samkeppni um bestu Ijósmyndir fréttaritara frá árunum 1997 og 1998.
I anddyri Morgunblaðshússins, Kringlunni I, hefur verið komið upp sýningu
á þeim myndum sem dómnefnd taldi bestar.
Myndefnið er fjölbreytt og gefst því kostur á að sjá brot af viðfangsefnum
fréttaritara Morgunblaðsins sem eru um 100 talsins og gegna mikilvægu
hlutverki í fréttaöflun blaðsins á landsbyggðinni.
Sýningin stendur til fimmtudagsins 6. maí og er opin á afgreiðslutíma
blaðsins kl. 8 - 18 virka daga og laugardaga kl. 9 - 12.
Myndirnar á sýningunni eru til sölu.
Fjórtán sveitir
skráðar
Fjórtan sveitir era
nú skráðar í
klúbbakeppni Hellis
sem verður haldin í
þriðja sinn föstudag-
inn 23. api-íl klukkan
20. Eftirtaldar sveitir
era skráðar:
BDTR a-sveit
BDTR b-sveit
Grand Rokk
Nafla-Jón
Peðaklúbburinn a-sveit
Peðaklúbburinn b-sveit
Verð að fara
Iðnskólaklúbburinn
Fischer-klúbburinn
Félag íslenskra fræða
Díónýsus a-sveit
Díónýsus b-sveit
Lundarnir
Michael
Adams
Forgjafarklúbburinn
Keppt verður í
fjögurra manna sveit-
um. Tefldar verða 9
umferðir með 7 mín-
útna umhugsunar-
tíma.
Tekið er á móti
skráningum í mótið í
síma 581-2552 (Gunn-
ar) og 557-7805
(Daði). Einnig er
hægt að skrá sig með
tölvupósti: hell-
irEsimnet.is.
Skákmót
á næstunni
22.4. Skákskólinn. Skák í hreinu lofti
25.4. Hellir. Kvennamót
26.4. Hellir. Voratskákmót
Daði Örn Jónsson
Hannes Hlífar Stefánsson
DISNEY FYLGI-
HLUTIR Á HJÓL:
Brúsar, bjöllur, töskur,
körfur, varúðarfánar og
fleira með Disney mynd-
skreytingum úr Herkúles,
Bangsímon (Winnie the Pooh),
Sesam opnist þú (Sesam Street), Pocahontas,
Lion King og Hundalíf (101 Dalmatians) o.fl.
... Reiðhjólaverslunin ~
opninnP'
STOFNAÐ1925
Skeifunni 11, sími 588 9890
& n & & n & k & n- h
---SJAE>U
giðO,
sími 561 0075.
Laugavegi 40, S’f f j y\V.
Upplýsingakerfi
KERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 • Sími 568 8055
www.islandia.is/kerfisthraun