Morgunblaðið - 20.04.1999, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 20.04.1999, Qupperneq 70
70 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Vorferð sunnu- s dagsskóla Ar- bæjarkirkju EFTIR góðan vetur í starfi sunnu- dagsskólans verður uppskeruhátíð fjölskyldunnar haldin í Ölveri (miðja vegu milli Akraness og Borgamess) laugardaginn 24. apr- íl. Ath. breyting frá áður auglýst- um tíma. Lagt verður af stað frá Árbæjarkirkju kl. 12.30. Áætluð heimkoma verður u.þ.b. kl. 17. Viljum við hvetja foreldra, afa og ömmur til að koma með börnum sínum. í Ölveri er góð aðstaða til að neyta nestis og staður til leikja. Böm úr TTT-starfi kirkjunnar í Ártúnsskóla, leiðtogar, Guðni og Bendt og prestar munu taka á móti ferðalöngum á áfangastað. Allar nánari upplýsingar og skráning er í síma 587 2405. Gott væri að skrá sig fyrir kl. 16 fóstu- daginn 23. apríl. Fjölmennum! Ama Grétars, Guðrún og prestarnir. Askirkja. Opið hús fýrir alla ald- urshópa kl. 10-14. Léttur hádegis- verður. Samverastund foreldra ungra bama kl. 14-16. Fundur í æskulýðsfélaginu kl. 20. Bústaðakirkja. Æskulýðsstarf kl. 20.30. Dómkirkjan. Barnastarf fyrir 6-9 ára börn ki. 10.15 og kl. 14.15 í safnaðarheimilinu. Grensáskirkja. Kyrrðarstund ki. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Hailgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Æskuiýðsfélagið Órk (yngri deild) kl. 20. Háteigskirkja. Starf fyrir 6-9 ára böm kl. 17. Laugarneskirkja. „Þriðjudagur með Þorvaldi“ kl. 21. Lofgjörðar- stund. Seltjarnameskirkja. For- ejdramorgunn kl. 10-12. Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar í safnaðarheimilinu kl. 10-12. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir guð- fræðingur fjallar um böm og trú. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja. Starf aldraðra kl. 11.15. Leikfimi, léttar veitingar, helgistund og samvera. Æskulýðs- starf kl. 20 á vegum KFUM & K og Digraneskirkju. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 9- 10 ára stúlkur kl. 17.30. Æskulýðs- starf fyrir 8. bekk kl. 20.30. Grafarvogskirkja. Eldri borgarar, opið hús kl. 13.30-15.30. Helgi- stund, söngur, handavinna, létt spjall og kaffiveitingar. Æskulýðs- starf fyrir 8. bekk kl. 20-22 í kirkj- unni. KFUM fyrir drengi 9-12 ára kl. 17.30-18.30. „Kirkjukrakkar" í Rimaskóla fyrir böm 7-9 ára kl. 17-18. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Prédikunarklúbbur presta kl. 9.15 í umsjá dr. Sigur- jóns Árna Eyjólfssonar. Kópavogskirkja. Mæðramorgunn í safnaðarheimilinu Borgum í dag kl. 10-12. Seljakirkja. Mömmumorgnar kl. 10-12. Fríkirkjan / Hafnarfirði. Opið hús fyrir 7-9 ára böm frá kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu, Linnetstíg 6. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Ilafnarfjarðarkirkja. TTT-starf fyrii-10-12 ára kl. 17-18.30 í Von- arhöfn Strandbergs. Kristin íhug- un í Stafni, Kapellu Strandbergs, kl. 21.30-22. Heimsborgin - Róm- verjabréfið, lestur í Vonarhöfn kl. 18.30-20. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opin kl. 14-16. Starfsfólk verður á sama tíma í Kirkjulundi. Grindavíkurkirkja. For- eldramorgunn kl. 10-12. Borgarneskirkja. Mömmumorg- unn í safnaðarheimilinu milli kl. 10 og 12. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.30. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. AUir vel- komnir. KEFAS. Þriðjudagur: bænastund kl. 20.30. Lágafellskirkja. Æskulýðsstarf fermingarbama á miðvikudögum kl. 20. Umsjón Sigurður Rúnar Ragnarsson. Hólaneskirkja, Skagaströnd. KFUM og K fyrir 9-12 ára kl. 16. Biblíulestur í Sæborg kl. 20. Vorboði - Eranthis hyemalis ÁGÆTI lesandi. Það fer vel á því að fylgja Blómi vikunnar úr hlaði á þessu ári með ósk um gleðilegt og gott sumar. Veturinn hefur verið misjafn eftir lands- hlutum eins og gengur, skipst á skin og skúrir, ég ætti heldur að segja hret og þíðviðri og oft hef- ur vorað fyrr en nú þar sem vetrarveður hafa geisað alveg fram á sumarmál og illveðurskafli liðlega viku fyrir sumarkomu með tilheyrandi snjó- komu, veðurofsa og ófærð vakti upp nafn- ið hrafnahret, sem er tengt því að þjóðsag- an segir að hrafninn verpi níu nóttum fyrir sumarmál. Veturinn hefur verið þungur í skauti Blóms vikunnar. Þessi þáttur er á vegum Garðyrkjufélags íslands og hef'ur allt frá upphafi verið í umsjón eins af okkar ágætu félögum, Ágústu Bjömsdóttur. Ágústa lést 15. janú- ar. Hér vil ég aðeins minnast þess mikla starfs sem hún leysti af hendi varðandi Blóm vikunnar, en þessi þáttur hóf göngu sína 1975 og greinar um gróður hafa birst síðan reglulega mikinn hluta ársins, þótt hlé hafi orðið á nokkur ár á 9. ára- tugnum. AIls annaðist Ágústa 700 greinar á þessum tíma og skrifaði mikinn hluta þeirra sjálf. Þær eru að vonum margar stundimar sem hún varði í þágu þeirra, sem hafa áhuga á gróðri og ófáar tegundir jurta sem hún kynnti lesendum Morgunblaðsins. Garðyrkjufélagið stendur í mikilli þakkarskuld við þessa góðu konu og syrgir farinn félaga. Það er von mín að við sem ætl- um að reyna að halda merki Ágústu á lofti með skrifum í Blóm vikunnar bemm gæfu til að gera það svo vel fari. En til þess er gott að fá hjálp lesenda. Állar ábend- ingar um efni eða efn- istök era vel þegnar og gott að koma þeim til skrifstofu Garð- yrkjufélagsins að Frakkastíg 9. Sumardagurinn fyrsti er afmælisdag- ur Garðyrkjuskólans að Reykjum í Ölfusi. Nú fagnar skólinn 60 ára afmæli. Félagið vill nota þetta tæki- færi að senda skólan- um, núverandi og fyrrverandi kennur- um og nemendum góðar kveðjur og árn- aðaróskir. Garðyrkju- skólinn og GÍ hafa frá upphafi átt gott samstarf og fjölmargir garð- yrkjufræðingar verið virldr innan Garðyrkjufélagsins, sem er félag áhugafólks um gróður, hvort sem það er menntað á því sviði eða ekki. Vonandi á samstarf garð- yrkjufræðinga og félagsins eftir að aukast á ókomnum áram til hagsbóta fyrir þá sem hafa gaman af gróðri. Þrátt fyrir frost og kulda eru margir farnir að huga að kom- andi sumri. Það eru allra síðustu forvöð að sá fyrir sumarblómum, sem era forræktuð inni og betra að athuga vel að þau þurfa mjög mislangan vaxtartíma áður en þau eru sett út. Enn er hins veg- ar góður tími til að klippa tré og ranna, sem hafa vaxið úr sér. Þetta er annars dálítið skrítið, fyrst bíður maður í ofvæni eftir að eitthvað teygist úr þessum ve- sælu hríslum sem settar eru nið- ur en svo er nær strax orðið tímabært að munda klippurnar. En það er með trjákenndan gróð- ur eins og börnin, það þarf að beita ákveðnu aðhaldi og ekki skilja eftir umhirðulaust og láta guð og lukkuna ráða hvernig tekst til. Vorboðarnir, farfuglarnir, flykkjast nú til landsins hver af öðrum og vorboðarnir, litlu vor- blómstrandi laukarnir era líka famir á stjá í garðinum og brosa við okkur um leið og frost og snjór lyfta hendinni. Eitt þeirra blóma sem er fyivst á ferðinni heit- ir reyndar Vorboði - Eranthis hyemalis, nafnið er dregið af grísku, en fyrra orðið þýðir vor- blóm og það seinna vetur. Vorboði blómstrar mjög snemma, jafnvel í febrúar-mars ef vetur eru mildir, en apríl er þó algengasti blómg- unartími sunnanlands. Blómin era gul og minna fljótt á litið á sóleyj- arblóm en undir blóminu situr krans af grænum, mjóum háblöð- um. Aðallaufblöðin era hins vegar handskipt og flipótt. Vorboðinn er lágvaxinn, aðeins 5-10 sm á hæð. Á haustin era sett niður örsmá rótarhnýði, um 1 sm á stærð, á um 5 sm dýpi. Séu hnýðin sett of djúpt er hætta á að þau blómstri ekki næsta ár. Sunnanlands er vorboði fyllilega harðgerður, en viðkvæmari norðanlands. Vorboð- inn þolir illa að rótað sé í moldinni á vaxtarstaðnum, en erfitt er að greina hnýðin frá moldai-köggl- um. Hann er mjög fallegur undir trjám og rannum, þar sem hann fær laufbreiðu til að skýla sér á vetram. Vorboðinn íjölgar sér og myndar smám saman fallegar breiður. BLOM VIKUMAR 404. þáttur llmsjón Sigríður Hjartar Grjóthálsi 1 Sími 575 1200 www.bl.is FREELANDER MEÐ SP0LVÓRN FRA 2.650.000 kr. FREELANDER
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.