Morgunblaðið - 20.04.1999, Síða 88

Morgunblaðið - 20.04.1999, Síða 88
MORGUNBLAÐW, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Nýtt afbrigði lungnapestar komið upp í borgfírsku sauðfé Bólusetja þarf þúsundir fjár AFBRIGÐI lungnapestar sem ekki hefur verið gi'eint í sauðfé á Islandi áður og talið er alvarlegra en það afbrigði, sem þekkt er hér, hefur komið upp á bæ í Borgar- firði. Sigurður Sigurðarson, dýra- læknir á Keldum, og Halldór Run- ólfsson yfirdýralæknir munu í dag funda með þeim bændum af Hvít- ársíðu, úr Hálsasveit, Reykholtsdal a og Flókadal sem reka fé sitt á af- rétt, um bólusetningu sauðfjár þeirra. Að sögn Sigurðar þarf að bólu- setja nokkur þúsund sauðfjár, en bændur bera allan kostnað af bólu- setningunni, og leitað verður eftir samstöðu bændanna á svæðinu um hana. Ekki víst að afbrigðið sé nýtt á Islandi Lungnapestar hefur aðeins orðið Om>» vart þrisvar áður í Borgarfirði, árið 1979 í Lundarreykjadal, 1989 á Hvítársíðu og um áramótin 1996/1997 í Stafholtstungum. Með bólusetningu á nokki'u svæði í kringum bæina þar sem veikin kom upp tókst að afstýra því að hún breiddist út og yrði landlæg. Lungnapest er meðal annars land- læg á Norðurlandi, Austurlandi og Suðurlandi vestanverðu. „Það er vonandi hægt að afstýra því að þetta verði landlægt í Borg- arfirði og eilífur tjónvaldur úr því,“ segir Sigurður. „Þetta sýnir hvað fyrir okkur getur komið ef opnaðar eru of harkalega og ógætilega vamir landsins gagnvart útlöndum með innflutningi sauðfjár. Erlendis era tugir sjúkdóma sem geta borist hingað með ógætni.“ Sigurður segir ekki víst að þetta afbrigði lungnapestarsýkilsins sé nýtt hér á landi. „Það getur vel verið að þetta afbrigði hafi áður komið upp þó við vitum ekki af því, því að við fáum ekki til okkar nema brot af öllum tilfellum lungnapest- ar,“ segir Sigurður. Hann segir að erlendis, þar sem bæði afbrigðin þekkjast, sé það sem nú er komið upp í Borgarfirði talið alvarlegra. Getur valdið dauða á hálfum sólarhring Lungnapestarinnar varð vart í febrúar sl. en senda þurfti sýni til útlanda til rannsóknar. Sigurður segir að þegar niðurstöður hafi borist í mars, hafi bóluefni verið út- búið á Keldum og féð á bænum verið bólusett. Lungnapestarsýkillinn veldur bólgu og drepi í framblöðum lungnanna og brjósthimnubólgu og getur dregið sauðfé til dauða á hálfum sólai-hring frá því að fyrst sér á því, en algengt er að það drepist á 1-2 dögum úr veikinni. „Þetta byrjar oft með því að það finnst dauð kind án þess að ein- kenna hafi orðið vart,“ segir Sig- m-ður. Mikilvægt að vera á varðbergi „Þegar menn athuga það nánar verða þeir varir við að ein eða örfáar kindur era deyfðarlegar og éta ekki eða draga sig út úr. Svo fara menn að taka eftir hósta sem kindumar reyna að bæla niður vegna sársauka af völdum brjósthimnubólgunnar. Með því að vera á varðbergi er oft hægt að bjarga kindunum með lyfja- gjöf og hjúkrun og síðan bólusetn- ingu eins og fljótt og hægt er. Það er mjög mikilvægt í þessu sambandi að menn séu ekki að hýsa ókunnugt fé, og þetta undirstrikar það hversu bráðnauðsynlegt er að menn merki fé sitt með löggiltum merkjum,“ segir Sigurður. s Þakkar Islendingum stuðninginn GUNTIS Ulmanis, forseti Lett- lands, bar Islendingum þökk frá lettnesku þjóðinni fyrir viður- kenningu þeirra á sjálfstæði Lett- lands í ágúst árið 1991 í ræðu, sem hann flutti í móttöku fyrir hann og eiginkonu hans, Ainu Ulmane, á Bessastöðum í gær- kvöld. I ræðu forsetans kom einnig fram að hafist hefði verið handa við að semja íslensk-lett- neska og lettnesk-íslenska orða- bók í Lettlandi. I gærkvöld var hátíðarkvöld- verður haldinn á Bessastöðum forsetahjónunum til heiðurs. í ræðu Olafs Ragnars Grímssonar, forseta íslands, kom m.a. fram að forseti Lettlands væri fyrsti þjóð- höfðingi nýfijálsra ríkja við Eystrasalt sem sækti ísland heim. í ræðunni kom fram að íslending- ar mundu styðja umsóknir Eystrasaltsríkjanna um aðild að Atlantshafsbandalaginu og að í Ijósi atburðanna á Balkanskaga væri brýnt að ná samstöðu um nýja skipan sem mundi tryggja öryggi og frið í álfunni. I dag verður farið með hjónin í skoðunaferð um Reykjavík, þá verður haldið til Grindavíkur og Bláa lónið heimsótt, orkuverið í Svartsengi skoðað, sem og Gull- foss, Geysir og Þingvellir, þar sem snæddur verður kvöldverð- ur. Forsetahjónin fara af landi brott á fimmtudag. ■ Aðild að NATO/6 Virða fyrir sér útsýnið MARGIR höfuðborgarbúar fóru í sund á sunnudaginn, enda viðraði þá mætavel til þess konar þolrauna. A slíkum degi stinga sér margir beint til sunds og synda sem ákafast um stund á meðan aðrir sóla sig í skjóli eða virða fyrir sér sundgarpana og reyna að ráða í það hvenær henti best að sæta færis að koma sér í um- ferð í þéttskipaðri lauginni - sumum til hinnar mestu for- vitni, eins og meðfylgjandi mynd vitnar um. Grunur um íkveikju GRUNUR leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða þegar eldur kviknaði í kjallara íbúðar- húss við Miðstræti í Vestmanna- eyjum síðdegis í gær. Var eldur- inn byrjaður að læsa sig í loft og veggi kjallarans er hann var slökktur en að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum mátti litlu muna að stórbrani yrði. Enginn var í húsinu er eldurinn kviknaði en vegfarandi, sem sá reyk stíga út úr kjallaranum, tilkynnti lög- reglu um eldinn og kallaði hún út slökkvilið skömmu síðar. Reykur fór um allt húsið og reykræsti slökkviliðið það að loknu slökkvi- starfi í kjallaranum. Rannsókn málsins stendur yfir hjá lögreglunni í Vest- mannaeyjum. Morgunblaðið/Kristinn Afkomuviðvörun frá Vinnslustöðinni Hlutabréf lækka um 7,7% VINNSLUSTÖÐIN hf. í Vest- mannaeyjum sendi í gærmorgun frá sér afkomuviðvörun þar sem ljóst er að afkoma félagsins fyrstu sex mánuði rekstrarársins er langt und- ir þeim væntingum sem gerðar voru til rekstrar þess á tímabilinu. Verð hlutabréfa í Vinnslustöðinni lækk- aði í gær um 7,7% á Verðbréfaþingi Islands eftir að afkomuviðvöranin var birt. Sex mánaða uppgjör fé- lagsins verður birt í næstu viku. Að sögn Sigurgeirs Brynjars Kristgeirssonar, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar, er helsta ástæða fyrir lakari afkomu félagsins sú að loðnufrystingin brást alger- lega og einnig gríðarleg verðlækkun sem orðið hefur á mjöli og lýsi. ■ Meira tap/20 Ríkisskattstjóri útilokar ekki að skattieggja megi söluhagnað veiðiheimilda Yerkefnið flók- ið en bent á leið RÍKISSKATTSTJÓRI segir það flókið úrlausnarefni skattalega að setja reglur um skattlagningu hagnaðar sem myndast við sölu veiðiheimilda og erfiðast verði að skattleggja hagnað af sölu veiði- heimilda sem innleystur hafi verið í verði hlutabréfa sjávarútvegsfyr- irtækja. Hann bendir á að eina leiðin væri að gera úttekt í eitt skipti á fyrirtækjum og finna stuð- ul sem notaður yrði við útreikn- inga vegna skattlagningar. Hann telur þó gagnlegt að fram fari ná- kvæm skoðun á þessu viðfangs- efni. Þetta kemur fram í skriflegu svari hans til Steingríms J. Sigfús- sonar alþingismanns við fyrir- spurn sem Steingrímur sendi emb- ættinu. I bréfi sínu segir ríkisskattstjóri m.a. um þetta álitamál: „Ef aftur á móti er vilji til að skattleggja þetta í ríkari mæli en annan söluhagnað hlutabréfa þá gæti t.d. komið til greina að taka þetta út úr skatt- lagningu fjármagnstekna og skatt- leggja þetta með venjulegri skatt- prósentu, eða breyta þessu þannig að allur söluhagnaður umfram 3.000.000 kr. hjá einstaklingum eða 6.000.000 kr. hjá hjónum komi til skattlagningar með almennri skattprósentu, án þess að heimilt sé að fresta um tvenn áramót skattlagningu eða án þess að heim- ilt sé að færa niður stofnverð ann- arra hlutabréfa sem keypt verða. Ríkisskattstjóri vill taka fram að um margt er hér að ræða skatta- lega mjög flókið úrlausnarefni sem gagnlegt væri að fengi mjög ná- kvæma skoðun áður en þetta yrði að lögum.“ ■ Er hægt að/44
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.