Morgunblaðið - 22.04.1999, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Úr skýrslu Auðlindanefndar
Guðiaugur Björgvinsson, forstjóri
Mjólkursamsölunnar:
Fyrrverandi skrifstofustjóri landbúnaðar- og sjávarútvegs-
ráðuneytis Nýja-Sjálands kynnti sér fískveiðistjórnun hér
Enginn ágreining-
ur um eignarhald
og rekstrarform
HARKALEG gagnrýni á „land-
búnaðarkei’fið" kemur fram í við-
tali við Jón Ásgeir Jóhannesson,
forstjóra Baugs hf., í Morgunblað-
inu, síðastliðinn sunnudag. Jón As-
geir segir afurðastöðvar hagnast
án þess að skila bændum nokkru.
Kerfínu verði að breyta og bændur
þurfi að eignast hlutabréf í sínum
afurðastöðvum. Guðlaugur Björg-
vinsson, forstjóri Mjólkursamsöl-
unnar, segir að enginn ágreiningur
sé um eignarhald og rekstrarform
MS.
Jón Ásgeir bendir sérstaklega á
Mjólkurbú Flóamanna og Mjólkur-
samsöluna með samanlagða eign
upp á 8 milljarða. Þessi eign sé
hins vegar óskilgreind, þó að sagt
sé að bændur eigi fyrirtækin. Af
hverju fá þeir þá ekki hlutabréf í
þeim, spyr Jón Ásgeir. Hann telur
að ekkert verði hagrætt á fram-
leiðslustigi afurðastöðvanna fyi-r
en bændur fái þessi hlutabréf og
geti selt þau.
Guðlaugur Björgvinsson and-
mælir því að bændur fái ekkert út
úr Mjólkursamsölunni. „Við erum
nú að skila þónokkuð á annað
Blaðberar
fá nýjar
kerrur
BLAÐBERAR Morgunblaðsins
höfðu í gær sótt um 200 nýjar
kerrur, sem byrjað var að af-
henda um liðna helgi, og á
næstu vikum verður áfram
hægt að skipta á þeim nýju og
gömlu kerrunum.
Á nýju kerruna er hægt að
hengja tvo blaðapoka. Hvor
þeirra tekur 50 blöð. Kerrurnar
eru bæði léttari og hljóðlátari
en þær gömlu og endurskins-
merki eru bæði á pokum og
handfangi til að auka öryggi
blaðberans. Þá er hægt að fella
kerruna saman þegar bera á út
færri blöð. Kerrurnar eru æt.I-
aðar þeim, sem bera út meira
en 30 blöð.
hundrað milljónum í arðgreiðslur
vegna síðasta árs. Þannig að ef það
heitir að skila engu til bænda þá
veit ég ekki alveg um hvað málið
snýst.“
Guðlaugur telur fráleitt að halda
því fram að engin hagræðing hafi
átt sér stað í afurðasölunni. „Þegar
ég kom að þessum hlutum voru sjö
mjólkursamlög stai-fandi á þessu
starfssvæði okkar. Nú er búið að
leggja niður fjögur af sjö samlög-
um. Eftir eru Mjólkurbú Flóa-
manna, Mjólkurstöðin í Reykjavík
og Mjólkursamlagið í Búðardal.
Þetta kalla ég hagræðingu."
Varðandi staðhæfingu um að
bændur þurfi að eignast hlutabréf
hafði Guðlaugur þetta að segja.
„Það er enginn ágreiningur um það
að mjólkurbændur eiga Mjólkur-
stöðina og Mjólkurbú Flóamanna.
Þeir fara með æðstu stjórn í þess-
um fyrirtækjum og taka ákvarðan-
ir um hvaða rekstrarform þeir telja
að henti sér best. Þetta er niður-
staðan í dag og ef bændur telja sér
hag í því að breyta þessum fyrir-
tækjum í hlutafélög þá gera þeir
það.“
Morgunblaðið/Ásdís
HÆGT er að setja tvo poka
undir blöð á nýju blaðbera-
kerruna, sem nú er verið að af-
henda blaðberum Morgunblaðs-
ins. Einnig er hægt að breyta
hæð handfangsins.
Laugavegur 53b
Þrír dagar til
að gELnga frá
JÓN Sigurjónsson, einn bygg-
ingaraðila hússins við Laugaveg
53b, segir að það taki þrjá daga
að ganga frá á byggingarstað
þannig að mönnum stafi ekki
hætta af en sl. fimmtudag úr-
skurðaði Úrskurðarnefnd skipu-
lags- og byggingarmála að
stöðva skyldi framkvæmdirnar.
„Við vissum af úrskurði Úr-
skurðarnefndar á fimmtudag,"
sagði Jón. „Þá var byrjað að
undirbúa stöðvun byggingar-
framkvæmda en föstudagur er
stuttur vinnudagur hjá bygging-
armönnum þannig að við þurft-
um lengri tíma til að ganga frá
vinnusvæðinu. Þrír dagar fóru í
að ioka svæðinu til þess að valda
ekki tjóni eða slysahættu, það
var alveg lágmark."
Jón sagðist vilja svara bygg-
ingarfulltrúa því að hann kunni
að lesa en ekki sé hægt að lesa
bréf á mánudegi sem komi
boðsent á miðvikudegi en haft
var eftir byggingarfulltrúa í frétt
Morgunblaðsins í gær, að hann
reiknaði með að byggingaraðil-
inn væri læs og að hann hefði
fengið úrskurð úrskurðarnefnd-
ar í hendurnar. „Byggingarfull-
trúa ætti að vera fullkunnugt um
að lokun á byggingarsvæðum á
svona stað tekur alltaf nokkra
daga,“ sagði Jón. „Þetta er dóna-
skapur í okkar garð sem er al-
gerlega óþarfur."
Kostnað við fisk-
veiðistjórnun ætti að
innheimta að fullu
Innheimta ætti þann kostnað sem hlýst af
fískveiðistjórnun að fullu af sjávarútvegin-
um, auk þess sem ekki ætti að vera um
niðurgreiðslur til hans að ræða, að mati
Phil Major, fyrrverandi skrifstofustjóra
landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytis
Nýja-Sjálands, sem kynnti sér fískveiði-
stjórnunina hér á landi.
NOKKUR munur er á því
fiskveiðistj órnunarkerfi
sem notað hefur verið á
íslandi og því sem kalla
mætti besta kerfið út frá fræðilegu
sjónarmiði, að mati Phil Major,
fyrrverandi skrifstofustjóra í land-
búnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti
Nýja-Sjálands. Hins vegar er ljóst
að kvótakei-fið á íslandi hefur verið
árangursríkt við að gera fiskveið-
arnar ábatasamari en áður, auk
þess sem það stuðlar að verndun
fiskistofna með því að takmarka
veiði.
„Þegar um slíkt er að ræða og
óvissa er um áhrif stefnubreytinga
varðandi það að láta atvinnugrein-
ina borga fyrir þjónustuna og
óvissa er um áhrif stefnubreytinga
varðandi það að lagfæra stjórnun-
arkerfið, ætti ekki að útiloka að
gera alls ekki neitt þangað til frek-
ari reynsla hefur fengist og hægt
er að leggja mat á áhrif breytinga
með meiri vissu. Verður að viður-
kenna að atvinnugreinin er enn að
laga sig að lagabreytingunum árið
1990,“ segir í umfjöllun Majors,
sem birt er sem fylgiskjal með
skýrslu Auðlindanefndar, sem kom
út í mars, en hann kom hingað til
lands á liðnu hausti og flutti erindi
á ráðstefnu Hagfræðistofnunar
Háskóla Islands um fiskveiði-
stjómun. Major kynnti sér vand-
lega fiskveiðistjórnun hér landi
með fundum við hagsmunaaðila,
stjómvöld og fræðimenn og skilaði
að því loknu skýrslu til Auðlinda-
nefndar um niðurstöðu sína.
Skattaafsláttur sendir
röng skilaboð
I greininni ber Major saman
fiskveiðistjómunarkerfíð á Islandi
við það sem kalla mætti besta kerfi
fiskveiðistjórnunar fræðilega séð.
Hann telur upp nokkur atriði sem
betur mættu fara, meðal annars að
ekki hafi farið fram almenn um-
ræða um um rannsóknir eða tillög-
ur um leyfilegan hámarksafla með
þátttöku óháðra vísindamanna og
ráðgjafa og mögulegum ávinningi
sé því fórnað.
I öðra lagi segir hann að eigna-
réttur í atvinnugreininni sé óör-
uggur og illa skilgreindur og einnig
að hann sé takmarkaður að því
leyti að hann sé háður bátaeign,
sem leiði til markaðsbrenglunar.
Það að allur kostnaður við fisk-
veiðistjómunina sé ekki innheimt-
ur leiði til óhagkvæmni í atvinnu-
greininni og að fé sé ekki varið á
sem bestan hátt. Þetta leiði einnig
til þess að aukahagnaður verði til í
atvinnugreininni, sem hægt sé að
nota sem rök fyrir því að leggja á
hana auðlindaskatt.
Hann segir að skattaafsláttur og
aðrar niðurgreiðslur sem tíðkist í
atvinnugreininni sendi röng skila-
boð til hennar að því er varði
stefnu hins opinbera og færi ýmsir
sér það í nyt og komi það fram í
kvótaverði. Fram kemur að Þjóð-
hagsstofnun verði að gera grein
fyrir þeim niðurgi-eiðslum sem fyr-
ir hendi séu og síðan þurfi að af-
nema þær.
Þá segir Major að það að kvóta
þurfi til áður en veiðar hefjist upp-
fylli eina af kröfum fræðanna fyrir
sem mestri hagkvæmni. Hins veg-
ar brjóti það í bága við kröfur
fræðanna að ekki séu allar veiðar
innan kvótakerfisins. Hann bendir
á að ákvörðun leyfilegs hámarks-
afla haldi ekki veiðum innan leyfi-
legra marka, þar sem óveiddur afli
sé færður á milli ára þegar hann
minnki auk þess sem smábátar séu
utan kvótakerfisins. Þetta atriði
verði að taka til gaumgæfilegrar
athugunar, þar sem það uppfylli
ekki kröfur fræðanna um að
ákvörðun á leyfilegum hámarksafla
takmarki veiðar.
Ovíst hvernig kvóta verði
úthlutað í framtíðinni
Major bendir einnig á að óvíst sé
hvernig kvóta verði úthlutað í
framtíðinni í núverandi stjórn-
málaumhverfi, þó svo að hátt verð
á kvótamarkaði gefi vísbendingu
um að fólk hafi trá á að það muni
ekki missa kvótann. Áðstæður
gætu því breyst nokkuð í framtíð-
inni þar sem þessi óvissa leiði ekki
til eins mikillar hagkvæmni og ann-
ars gæti orðið.
Hann gerir líka athugasemdir
við að margar hindranir séu í vegi
frjálsra viðskipta með þjónustu við
útgerðarfýrirtæki og aðgangi að
erlendu fjármagni. Auk þess séu
takmarkanir á viðskiptum með
kvóta vegna vannýtingar á honum,
takmarkanir á samansöfnun kvóta
og sektir við að landa aíla erlendis.
Allt þetta leiði til minni hag-
kvæmni en annars gæti orðið sam-
kvæmt fræðunum.
Að lokum segir Major að sett
séu fram mörg markmið í fyrstu
grein fiskveiðistjórnunarlaganna,
sem geti stangast á við aðrar
greinar. Það endurspeglist í hug-
tökunum verndun, almennings-
eign, stöðug atvinna og sátt annars
vegar og í hugtökunum notkun,
einkanýting og hagkvæmni hins
vegar.
Major bendir á að núverandi
hlutverk hins opinbera í fiskveiðum
sé óljóst og til þess að taka á því
leggur hann til að sjávarátvegs-
ráðuneytið eða óháð nefnd sér-
fræðinga endurskoði fiskveiði-
stjómunarlögin með það að leiðar-
ljósi að skýra tilgang og markmið
þeirra. Einnig með tilliti til að þróa
umhverfi til þess að gera kleift að
atvinnugreinin taki á sig meiri
ábyrgð en nú með sjálfstjórn.
Nefndin skoði einnig þær takmark-
anir sem nú séu fyrii' hendi í við-
skiptum með þjónustu við útgerð-
arfyrirtæki, auk þess sem hún
skoði hversu æskilegt sé að skipta
stofnum upp í undirstofna. Það
gæti leitt til meiri verndunar
stofna inn á fjörðum, en ef þeir
væra hluti af heildarafla.
Major segh- að áður en þessi
endurskoðun geti átt sér stað þurfi
að leysa þrjú atriði sem snerti al-
menning, en þau séu í fyrsta lagi
mögulegur flutningur á umsvifum
frá einstökum byggðarlögum
vegna sölu á kvóta til hagkvæmari
eininga á fjölmennari svæðum. I
öðru lagi samsöfnun auðs til frekar
fárra þjóðfélagsþegna sem leiði til
þess að samfélag jafnaðar sem fyr-
ir var raskist og í þriðja lagi að
fjarstaddir eigendur sem stjórni
eignum samfélagsins geti hirt
ábatann af veiðunum án þess að
leggja neit áþreifanlegt af mörkum
til samfélagsins.
Major segir að þessi vandamál
virðist tilkomin af tvennu, annars
vegar fámennum hópi sem báta-
kvóta var úthlutað til og hins vegar
vilja til þess að notast við opinber
afskipti í þessum málum frekar en
horfa til markaðslausna.
Niðurgreiðslur eiga
ekki að tíðkast
Hann segir að samkvæmt fræð-
unum ætti innheimta auðlinda-
gjalds ekki að koma til, en hins
vegar ætti að innheimta þann
kostnað sem hljótist af fískveiði-
stjórnun að fullu af atvinnugrein-
inni, auk þess sem ekki ætti að
vera um niðurgreiðslur til hennar
að ræða. Niðurgi-eiðslunum eigi að
hætta, þ.á m. skattaafslætti sjó-
manna fyrir um það bil 1,5 millj-
arða króna. Þá þurfi að endur-
heimta kostnað vegna þjónustu
sjávarátvegsráðuneytis, Fiskistofu
og Hafrannsóknastofnunar við út-
gerðarfyrirtæki fyrir u.þ.b. 2,5
milljarða króna. Halda þurfi áfram
að innheimta kostnað vegna fyi'ri
endurbóta fyrir um 750 milljónir
kr., auk þess sem hugleiða þurfi
hvort innheimta eigi hlua af kostn-
aði eða allan kostnað við strand-
gæslu upp á um 800 milljónir
lcróna.
Major segir að þetta myndi auka
framlag atvinnugreinarinnar til
hins opinbera úr 1 milljarði króna í
5,5 milljarða króna. Þar sem það
myndi dragast frá áætluðum hagn-
aði í greininni sem sé um 4 millj-
arðar króna myndi það leiða til
þess að veiðarnar yrðu óarðbærar
fyrir eigendur og þess vegna sé
æskilegt að hefja endurheimt
þessa kostnaðar í áföngum.
„Ef sú endurgreiðsla sem fjallað
var um hér að framan er ekki næg
til þess að samfélagið telji að það
fái sanngjarnan ábata getur verið
viðeigandi að leggja á auðlinda-
gjald í meira mæli en nú er gert
þó svo að það brjóti í bága við
fræðin, komi ekki í veg fyrir sam-
söfnun auðs, leiði ekki til beins
ábata fyrir samfélagið með auk-
inni atvinnu, sé erfitt að ákvarða
og muni líklega ekki hafa áhrif á
kvótaverð þar sem það virðist
ákvarðast af spákaupmennsku
frekar en raunverulegum hagn-
aði,“ segir síðan.