Morgunblaðið - 22.04.1999, Side 20

Morgunblaðið - 22.04.1999, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Júlíus varð af titlinum ST. OTMAR, lið Júlíusar Jón- assonar, tapaði oddaleiknum við TV Suhr í úrslitum um svissneska meistaratitilinn í handknattleik í gærkvöldi, 19:18. Leikurinn fór fram á heimavelli St. Otmar og var hann hnífjafn og spennandi allan tímann. Sigurinn féll Su- hr í skaut en liðin höfðu áður unnið einn leik hvort í einvíg- inu. St. Otmar hafði ekki tap- að á heimavelli síðan í nóvem- ber. Þetta var síðasti leikur Júh'- usar með St. Otmar. Hann hef- ur ákveðið að flytja heim í vor og leika með Val á næsta vetri eftir tíu ára atvinnumennsku í Evrópu. Draurnur Júlíusar var að enda með meistaraititli í Sviss en honum varð sem sagt ekki að ósk sinni. Kiel komst á toppinn ÞYSKU meistaramir í hand- knattleik, Kiel, komust í gær í efsta sæti þýsku 1. deildarinn- ar er þeir lögði Flensburg í Kiel, 24:19, í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar. Kiel hafði örugga forystu í Ieikn- um og var með annars 15:9 yf- ir í hálfleik. Þegar þijár um- ferðir eru eftir af deildar- keppninni hefur Kiel 42 stig, Flensburg hefur 41 og Lemgo sem lagði Schutterwald, 26:21, heima er í þriðja sæti með 40 stig. Öll hafa liðin leik- ið 27 leiki og er því ljóst að ekkert verður gefið eftir í ein- vígi þessara liða á lokasprett- inum. Duranona lagði Ólaf JULIAN Róbert Duranona skoraði 4 mörk, þar af eitt úr vítakasti, í 22:20 sigri Eisenach á heimavelli á Ólafi Stefánssyni og samheijum í Magdeburg. Ólafur náði að- eins að setja eitt mark fyrir lið sitt í leikuum en liðið hampaði um sl. helgi sigri í Evrópu- keppni félagsliða, EHF-keppn- inni. Eisenach var 14:7 yfir í hálf- leik. Eisenach er með 24 stig í 12. sæti, en Magdeburg er sem fyrr í 7. sæti með 27 stig. Arnar var í sigurliði ARNAR Gunnlaugsson var í byrjunarliði Leicester sem lagði Liverpool á Anfield Road í gærkvöldi, 1:0. Arnar lék í 55. mínútur en var þá skipt út af fyrir Stuart Camp- bell. Sigurmark Leicester skoraði Ian Marshall á síðustu mínútu leiksins. Liverpool en nú í 10. sæti með 44 stig og hefur ekki staðið verr að vígi í áratugi. Anderson framlengir SVÍINN Kent-Harry Anderson framlengdi í gær þjálfara- samning sinn við nýliða 1. deildar þýska handknattleiks- ins, Nordhorn. Anderson hefur verið þjálfari liðsins sl. tvö ár og var með samning við liðið til næstu tveggja ára. í fram- haldi af góðum árangri liðsins buðu forráðamemi félagsins honum samning til vorsins 2004 sem var umsvifalaust samþykktur. Guðmundur Hrafnkelsson leikur með Nordhom næstu tvö árin. w W 11 . P W m „ Morgunblaðið/Golli INGA FRIÐA Tryggvadóttir úr Stjörnunni reynir að komast í gegnum vörn FH en Hildur Erlíngsdóttir, fyrirliði FH, hefur náð tökum á henni og Drífa Skúladóttir og Gunnur Sveinsdóttir bíða átekta. Taugar þandar í Garðabænum HELDUR fóru FH-stúlkur illa að ráði sínu í Garðabænum í gær- kvöldi - þær fengu þrjú tæki- færi á síðustu fimm mínútunum til að jafna leikinn en létu verja frá sér í hraðaupphlaupi, köst- uðu beint í hendur Stjörnu- stúlku í öðru og skutu í slá og yfir í því þriðja. Fyrir vikið vann Stjarnan, 20:19, í fyrsta úrslita- leik liðanna en miðað við þenn- an leik er Ijóst að áhorfendur verða ekki sviknir um ekta spennuþrungna úrslitaleiki. Frá fyrstu mínútu reyndu Hafn- firðingar að taka stórskyttuna Ragnheiði Stephensen úr umferð og það sló Garðbæinga Stefán út af laginu svo að Stefánsson FH náði með liprum skr'far lgik að skora fyrstu fjögur mörk leiksins. Stjarnan komst ekki á blað fyi-r en eftir 8 sóknir og tíu mínútur en komst þá að skrið með sex næstu mörkum leiksins enda höfðu leik- menn fært Margréti Theódórsdóttir framar á völlinn í vörninni til að trufla sóknarleik gestanna. Eftir það SÓKNARNÝTING Fyrsti úrslitaleikur kvennaliðanna, leikinn í Garðabæ 21. apríl 1999 Stjarnan FH Mörk Sóknir % Mörk Sóknir % 11 9 20 27 26 53 41 F.h 7 35 S.h 12 38 Alls 19 27 26 27 44 54 35 6 Langskot 5 3 Gegnumbrot 4 1 Hraðaupphlaup 0 5 Horn 7 4 Lína 2 1 Víti 1 Landsliðshópur 18 ára og yngri valinn EINAR Þorvarðarson, handknatt- leiksþjálfari, hefur valið 24 manna hóp í unglingalandslið karla - 18 ára og yngri - í handknattleik fyrir Evrópumót landsliða, sem fram fer í Póllandi 20. maí næstkomandi. Þar mun liðið etja kappi við Pól- verja, Júgóslava og Úkraínumenn en aðeins eitt lið kemst upp úr riðl- inum og fær sæti í úrslitakeppninni í Portúgal í ágúst. Að sögn Einars er hægt að vera bjartsýnn á að lið- ið komist áfram þó að mótherjar séu sterkir - flestir leikmenn hafi reynslu úr 1. deildinni, sem hafí mikið að segja. Liðið skipast þannig að mark- verðir eru Stefán Hannesson og Benedikt Olafsson úr Val, Hreiðar Guðmundsson úr Gróttu/KR og Hans Hreinsson úr KA. Útileik- menn eru Bjarni Fritsson, Einar Hólmgeirsson, Ingimundur Ingi- mundarson og Sturla Asgeirsson úr ÍR, Haukur Sigurvinsson, Hilmar Stefánsson og Níels Reyn- isson úr Aftureldingu, Bjarki Sig- urðsson, Snorri Guðjónsson, Markús Mikaelsson og Davíð Höskuldsson úr Val, Sverrir Pálmason og Gísli Kristjánsson úr Gróttu/KR, Róbert Gunnarsson og Níels Benediktsson úr Fram, Brjánn Bjarnason og Hjalti Pálmason úr Víkingi, Valdimar Þórsson frá Selfossi, Jónatan Magnússon úr KA og Sigursteinn Arndal úr FH. jafnaðist leikurinn meira, sóknar- leikur beggja varð tilþrifalítill þó að sjá mætti stöku fallegt mark. FH- stúlkur voru frekar ragar við að sækja á markið en Stjörnustúlkur þó búnar að ná áttum, bættu við forystu sína og höfðu fimm marka forskot þegar tíu mínútur voru til leiksloka. En þá fóru taugar þeirra að bresta, FH raðaði inn fimm mörkum í röð á sjö mínútum og jafnaði leikinn en glutraði sem fyrr segir þremur hraðaupphlaupum. Þar kom við sögu Ragnheiður úr Stjörnunni því í einu stjakaði hún löglega við FH-stúlku og í annað sinn greip hún inn í send- ingu fram völlinn. Hlutur Jolöntu Slapikiene í marki FH var líka drjúgur því á þessum kafla varði hún sex góð skot og Anna Blöndal inn- siglaði góðan leik sinn með sigur- markinu rúmum tveimur mínútum fyrir leikslok því fimm sekúndum fyrir leikslok lauk hraðaupphlaupi FH og möguleika á framlenginu með skoti í slá og yfir. „Við eigum ekki að fara á taugum og verðum að fara að læra það enda tími til korninn," sagði Sóley Hall- dórsdóttii’ markvörður andstutt af spenningi efth- leikinn. „Svona verða leikirnir sem eftir eru. Þó að þetta hafi verið tæpt og sigmánn getað lent hvorum megin sem er erum við samt nokkuð góðar en til að byrja með vorum við eins og sjö styttur inni á vellinum," bætti Sóley við en hún, Ragnheiður, Anna og Inga Fríða Tryggvadóttir voru góðar. Ekki var sama hljóð í strokknum hjá Björku Ægisdóttur úr FH og hraðaupphlaup henni ofarlega í huga. „Við vorum klaufar í hraða- upphlaupunum og það setti strik í reikninginn, við verðum að laga það í næsta leik og ná fleirum til viðbótar. Við erum hvergi smeykar við þessa úrslitaleiki og munum undh-búa okk- ur enn betur fyrir næsta leik því við eigum alveg jafna möguleika á sigri,“ bætti Björk við. Hafnfirðingar byrj- uðu nógu vel en virtust eiga erfitt með að halda haus þegar leið á leik- inn og mótspyrnan jókst en það sýndi sig líka að sigur er innan seil- ingar. Björk og Jolanta í markinu voru ágætai’ og Drífa Skúladóttir og Hildur Erlingsdóttir stóðu fyrir sínu. Stjaman-FH 20:19 Iþróttahúsið Ásgarður í Garðabæ, ís- landsmótið í handknattleik - 1. deild kvenna, fyrsti úrslitaleik, miðvikud. 21. apríl 1999. Gangur Iciksins: 0:4, 6:4, 8:5, 8:7, 11:7, 12:8,13:10, 16:13, 19:14, 19:19, 20:19. Mörk Stjörnunnar: Anna Blöndal 6, Margrét Vilhjálmsdóttir 3, Ragnheið- ur Stephensen 3/1, Inga Fríða Tryggvadóttir 2, Margrét Theódórs- dóttir 2, Guðný Gunnsteinsdóttir 2, Inga Steinunn Björgvinsdóttir 1, Nína K. Björnsdóttir 1. Varin skot: Sóley Halldórsdóttir 14/1 (þar af 6/1 til mótherja) - 8 (2) lang- skot, 2(1) hraðaupphlaup, 2 (2) af línu, 1 úr horni, 1 (1) vítakast. Utan vallar: 8 mínútur. Mörk FH: Björk Ægisdóttir 5, Drífa Skúladóttir 4, Hildur Pálsdóttir 2, Hildur Erlingsdóttir 2, Guðrún Hólm- geirsdóttir 2, Þórdís Brynjólfsdóttir 2/1, Hafdís Hinriksdóttir 1, Gunnur Sveinsdóttir 1. Varin skot: Jolanta Slapikiene 18 (þar af átta til mótherja) - 12 (5) langskot, 3 (1) úr horni, 3 (2) af línu. Utan vallar: Aldrei. Dómarar: Ólafur Haraldsson og Guð- jón L. Sigurðsson voru ágætir í heild- ina. Áhorfendur: Um 310. Víðavangshlaup ÍR VÍÐAVANGSHLAUP ÍR fer fram að venju í dag, sumardaginn fyrsta og hefst kl. 13. Hlaupin er 5 km leið umhverfis Tjörnina og er upphaf og endir hlaupsins við Ráðhúsið. Þetta er í 84. sinn sem Víðavangshlaup ÍR fer fram, en keppt er bæði í flokki einstaklinga og þriggja og fímm manna hópa. Skráning hefst kl. 11 í dag í Ráðhúsinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.