Morgunblaðið - 22.04.1999, Blaðsíða 96

Morgunblaðið - 22.04.1999, Blaðsíða 96
Þjóðleikhúsið 50 ára Markaðshlutdeild Tals eykst Morgunblaðið/Kristján Lækka verð um allt að 26 prósent SÍMAFYRIRTÆKIÐ Tal lækkar í dag gjaldskrá sína um allt að 26%, mismunandi mikið eftir þjónustu- leiðum. Arnþór Halldórsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðs- sviðs Tals, segir að markaðshlut- deild fyrirtækisins sé nú um 17,5%, hafí verið 15% um síðustu áramót, og stefnt sé að því að hún verði yfír 25% fyrir lok ársins. Sem dæmi um lækkunina má nefna að þjónustuleið sem áður nefndist Tímatal 180, þar sem gjaldfrjálsar mínútur voru 180, fær nú heitið Tlmatal 200, og gjald- frjálsum mínútum fjölgar í sam- ræmi við það. Mánaðargjaldið lækkar einnig, úr 3.800 krónum í 3.500 krónur. Dagtaxti lækkar úr 19,50 krónum á mínútu í 15 krónur en kvöld- og helgartaxti helst óbreyttur. Arnþór segir að lækkunin sé til komin vegna góðs gengis fyrirtæk- isins en einnig sé hún svar við ný- legri gjaldskrárlækkun Landssím- ans. „Tal hefur einsett sér að bjóða viðskiptavmum sínum bestu kjör hverju sinni og þessi verðbreyting er nauðsynleg til þess að geta stað- ið við það loforð sem við höfum gef- ið viðskiptavinum okkar.“ Áskrifendur Tals eru nú um 15 þúsund og hefur fjölgað um fjögur þúsund frá áramótum. „Pað munar töluvert um Talfrelsið sem er fyrir- fram greidd símakort. Við sáum töluvert mikia sölu á þeim í kring- um fermingarnar sem sýnir okkur að notkun á GSM-símum er að fær- ast mjög niður til yngri aldurs- hópa. Við hjá Tali spáum því að markaðurinn eigi eftir að halda áfram í örum vexti en aukningin á síðasta ári var um 90%.“ Uppfærsla frá Breska þjóðleikhúsinu Breska þjóðleikhúsið hefur staðfest komu sína til íslands í maí árið 2000 og standa vonir til að sýnd verði ný uppfærsla á gríska þríleiknum Oresteia eft- ir Eskylos. Leiksljóri sýningar- innar verður Katie Mitchell. Heimsóknin er að frumkvæði Þjóðleikhússins sem fagnar 50 ára afmæli næsta vor en þetta viðamikla verkefni er unnið í samvinnu Þjóðleikhússins við Reykjavík Menningarborg 2000 og Listahátíð í Reykjavík. Stefán Baldursson þjóðleik- tOtF- hússtjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að viðræður hefðu staðið yfír að undanförnu um hvort af þessu gæti orðið og þá hvaða sýning yrði fyrir val- inu. „Okkur barst svo staðfest- ing frá London í gær og erum að sjálfsögðu afskaplega ánægð með að geta boðið íslenskum leikhúsunnendum upp á sýn- ingu eins þekktasta og eftir- sóttasta leikhúss heimsins í til- efni af 50 ára afmæli Þjóðleik- VST*< hússins.“ Stefán sagði að allt benti tíl þess að sýndur yrði gríski þrí- leikurinn Oresteia eftir harm- leikjahöfundinn Eskylos og leik- stjómin verður í höndum eins af þekktari leiksljómm Breta um þessar mundir, Katie Mitchell. „Hún hefur stjómað við góðan orðstír hjá Konunglega Shakespeare-leikhúsinu, Breska þjóðleikhúsinu og víðar. Hún hefur sérhæft sig, ef svo má segja, í uppsetningum á sígild- um verkum.“ Að sögn Stefáns hefjast æf- ingar á verkinu ekki fyrr en í haust svo ekki er vitað á þessu stigi hveijir munu leika en um 15 leikarar taka þátt í sýning- unni. Ein planta á mann frá Yrkjusjóði 105 GRUNNSKÓLAR fengu plöntur kostaðar af Yrkjusjóði til gróðursetningar árið 1998. Uthlutað var samtals 35 þús. plöntum, einkum birki, og tóku 8.200 nemendur þátt í verkefninu. Flestir skólanna skiluðu inn skýrslu um framkvæmdir og er auðséð að almennur áhugi er ríkjandi, segir m.a. í grein- inni Yrkju í sérblaði Skógar á íslandi - hugsjón í 100 ár, sem fylgir Morgunblaðinu í dag. ■ Yrkja/D6 Hagnaður Samskipa nam 154 milljónum króna á síðasta ári Gert er ráð fyrir meiri hagnaði í ár REKSTUR Samskipa hf. á árinu 1998 skilaði tæplega 154 milljóna króna hagnaði en rekstrarhagnaður félagsins var um 120 milljónir króna á árinu 1997. Petta er ein besta af- koma félagsins frá upphafi, þrátt fyrir tiltekna erfiðleika í starfsemi erlendis, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu. Gert er ráð fyrir meiri hagnaði af rekstri félagsins á þessu ári en því síðasta. Hagnaður af reglulegri starfsemi varð 101 milljón króna á móti 106 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Hagnaður af reglulegri starfsemi móðurfélags var meiri en nokkru sinni fyrr samkvæmt tilkynning- unni eða 340 milljónir króna á móti 175 milljónum króna árið 1997. Afkoma samstæðu ekki sam- kvæmt vonum Ólafur Ólafsson, forstjóri Sam- skipa, segir að heildarafkoma sam- stæðunnar sé heldur lakari en gert var ráð fyrir í áætlunum en afkoma -^móðurfélagsins sé hins vegar betri Tsn gert var ráð fyrir. Velta samstæðunnar var tvöfalt meiri árið 1998 en árið þar á undan. Rekstrartekjur samstæðunnar voru alls 12.028 milljónir króna árið 1998 en 6.393 milljónir króna árið 1997. Tekjurnar jukust því á einu ári um rúmlega 88% sem skýrist fyrst og fremst af sameiningu Samskipa og þýska flutningafyrirtækisins Bischoff Group snemma á síðasta ári. Ólafur segir að auk sameiningar- innar við Bischoff Group skýrist aukin velta félagsins einnig af flutn- ingum út af vesturströnd Noregs, þar sem félagið er með tvö skip í rekstri, auk þess sem velta innan- lands hafí aukist um 840 m.kr. Aukningu í innlendum flutningum segir Olafur skýrast af almennri aukningu í innflutningi til landsins. Tap á Bischoff Tap varð á rekstri Bischoff Group á árinu 1998. Það má að mestu leyti rekja til efnahagsþrenginga og póli- tískrar kreppu í Rússlandi en breyt- ingar á siglingaleiðum Bischoff Group skýra tapið að hluta. Aðspurður segir Ólafur að árið í ár líti vel út. „Við erum sæmilega bjartsýnir. Ég geri þó ráð fyrir að hægi á flutningum til landsins er líður á árið, en það sem af er árinu hefur samdráttar þó ekki orðið vart.“ Óláfur segir að gert sé ráð fyrir meiri hagnaði hjá félaginu í ár, en var í fyrra. „Við erum fyrst og fremst að kljást við viðfangsgefni erlendis á þessu ári og höfum verið að vinna okkur út úr breytingum sem urðu á rekstrarumhverfi okkar í baltnesku löndunum þar sem við þurftum meðal annars að segja upp fjölda starfsmanna. Sú vinna mun enn taka nokkum tíma. Meirihluti veltu okkai- í dag er er- lendis og við erum stolt af þeim ár- angri sem við höfum náð frá því starfsemin hófst þar árið 1993,“ sagði Ólafur. Hann segir að af 16 skipum fé- lagsins séu einungis 4 á íslandi og einungis 2 þeirra í siglingum til og frá landinu. Andrésar andar-leik- arnir á skiðmn Um 760 taka þátt ANDRÉSAR andar-leikarnir á skiðum, hinir 24. í röðinni, fara fram í Hlíðarfjalli við Akureyri dagana 22.-24. apríl. Setningar- athöfn leikanna fór fram í gær- kvöld og hófst með glæsilegri skrúðgöngu frá KA-heimiIinu að Iþróttahöllinni, þar sem setning- arathöfnin fór fram. Til leiks eru skráðir rúmlega 760 kepp- endur frá 23 skíðafélögum. Að þessu sinni koma einnig 16 þátt- takendur frá Græniandi, 6 frá Nuuk og 10 frá Ammassalik. Keppt verður í svigi, stórsvigi, risasvigi, göngu með frjálsri og hefðbundinni aðferð og boð- göngu. Búast má við að hátt í 2.000 manns komi til Akureyrar í tengslum við þessa miklu skíðahátíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.