Morgunblaðið - 22.04.1999, Side 96

Morgunblaðið - 22.04.1999, Side 96
Þjóðleikhúsið 50 ára Markaðshlutdeild Tals eykst Morgunblaðið/Kristján Lækka verð um allt að 26 prósent SÍMAFYRIRTÆKIÐ Tal lækkar í dag gjaldskrá sína um allt að 26%, mismunandi mikið eftir þjónustu- leiðum. Arnþór Halldórsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðs- sviðs Tals, segir að markaðshlut- deild fyrirtækisins sé nú um 17,5%, hafí verið 15% um síðustu áramót, og stefnt sé að því að hún verði yfír 25% fyrir lok ársins. Sem dæmi um lækkunina má nefna að þjónustuleið sem áður nefndist Tímatal 180, þar sem gjaldfrjálsar mínútur voru 180, fær nú heitið Tlmatal 200, og gjald- frjálsum mínútum fjölgar í sam- ræmi við það. Mánaðargjaldið lækkar einnig, úr 3.800 krónum í 3.500 krónur. Dagtaxti lækkar úr 19,50 krónum á mínútu í 15 krónur en kvöld- og helgartaxti helst óbreyttur. Arnþór segir að lækkunin sé til komin vegna góðs gengis fyrirtæk- isins en einnig sé hún svar við ný- legri gjaldskrárlækkun Landssím- ans. „Tal hefur einsett sér að bjóða viðskiptavmum sínum bestu kjör hverju sinni og þessi verðbreyting er nauðsynleg til þess að geta stað- ið við það loforð sem við höfum gef- ið viðskiptavinum okkar.“ Áskrifendur Tals eru nú um 15 þúsund og hefur fjölgað um fjögur þúsund frá áramótum. „Pað munar töluvert um Talfrelsið sem er fyrir- fram greidd símakort. Við sáum töluvert mikia sölu á þeim í kring- um fermingarnar sem sýnir okkur að notkun á GSM-símum er að fær- ast mjög niður til yngri aldurs- hópa. Við hjá Tali spáum því að markaðurinn eigi eftir að halda áfram í örum vexti en aukningin á síðasta ári var um 90%.“ Uppfærsla frá Breska þjóðleikhúsinu Breska þjóðleikhúsið hefur staðfest komu sína til íslands í maí árið 2000 og standa vonir til að sýnd verði ný uppfærsla á gríska þríleiknum Oresteia eft- ir Eskylos. Leiksljóri sýningar- innar verður Katie Mitchell. Heimsóknin er að frumkvæði Þjóðleikhússins sem fagnar 50 ára afmæli næsta vor en þetta viðamikla verkefni er unnið í samvinnu Þjóðleikhússins við Reykjavík Menningarborg 2000 og Listahátíð í Reykjavík. Stefán Baldursson þjóðleik- tOtF- hússtjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að viðræður hefðu staðið yfír að undanförnu um hvort af þessu gæti orðið og þá hvaða sýning yrði fyrir val- inu. „Okkur barst svo staðfest- ing frá London í gær og erum að sjálfsögðu afskaplega ánægð með að geta boðið íslenskum leikhúsunnendum upp á sýn- ingu eins þekktasta og eftir- sóttasta leikhúss heimsins í til- efni af 50 ára afmæli Þjóðleik- VST*< hússins.“ Stefán sagði að allt benti tíl þess að sýndur yrði gríski þrí- leikurinn Oresteia eftir harm- leikjahöfundinn Eskylos og leik- stjómin verður í höndum eins af þekktari leiksljómm Breta um þessar mundir, Katie Mitchell. „Hún hefur stjómað við góðan orðstír hjá Konunglega Shakespeare-leikhúsinu, Breska þjóðleikhúsinu og víðar. Hún hefur sérhæft sig, ef svo má segja, í uppsetningum á sígild- um verkum.“ Að sögn Stefáns hefjast æf- ingar á verkinu ekki fyrr en í haust svo ekki er vitað á þessu stigi hveijir munu leika en um 15 leikarar taka þátt í sýning- unni. Ein planta á mann frá Yrkjusjóði 105 GRUNNSKÓLAR fengu plöntur kostaðar af Yrkjusjóði til gróðursetningar árið 1998. Uthlutað var samtals 35 þús. plöntum, einkum birki, og tóku 8.200 nemendur þátt í verkefninu. Flestir skólanna skiluðu inn skýrslu um framkvæmdir og er auðséð að almennur áhugi er ríkjandi, segir m.a. í grein- inni Yrkju í sérblaði Skógar á íslandi - hugsjón í 100 ár, sem fylgir Morgunblaðinu í dag. ■ Yrkja/D6 Hagnaður Samskipa nam 154 milljónum króna á síðasta ári Gert er ráð fyrir meiri hagnaði í ár REKSTUR Samskipa hf. á árinu 1998 skilaði tæplega 154 milljóna króna hagnaði en rekstrarhagnaður félagsins var um 120 milljónir króna á árinu 1997. Petta er ein besta af- koma félagsins frá upphafi, þrátt fyrir tiltekna erfiðleika í starfsemi erlendis, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu. Gert er ráð fyrir meiri hagnaði af rekstri félagsins á þessu ári en því síðasta. Hagnaður af reglulegri starfsemi varð 101 milljón króna á móti 106 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Hagnaður af reglulegri starfsemi móðurfélags var meiri en nokkru sinni fyrr samkvæmt tilkynning- unni eða 340 milljónir króna á móti 175 milljónum króna árið 1997. Afkoma samstæðu ekki sam- kvæmt vonum Ólafur Ólafsson, forstjóri Sam- skipa, segir að heildarafkoma sam- stæðunnar sé heldur lakari en gert var ráð fyrir í áætlunum en afkoma -^móðurfélagsins sé hins vegar betri Tsn gert var ráð fyrir. Velta samstæðunnar var tvöfalt meiri árið 1998 en árið þar á undan. Rekstrartekjur samstæðunnar voru alls 12.028 milljónir króna árið 1998 en 6.393 milljónir króna árið 1997. Tekjurnar jukust því á einu ári um rúmlega 88% sem skýrist fyrst og fremst af sameiningu Samskipa og þýska flutningafyrirtækisins Bischoff Group snemma á síðasta ári. Ólafur segir að auk sameiningar- innar við Bischoff Group skýrist aukin velta félagsins einnig af flutn- ingum út af vesturströnd Noregs, þar sem félagið er með tvö skip í rekstri, auk þess sem velta innan- lands hafí aukist um 840 m.kr. Aukningu í innlendum flutningum segir Olafur skýrast af almennri aukningu í innflutningi til landsins. Tap á Bischoff Tap varð á rekstri Bischoff Group á árinu 1998. Það má að mestu leyti rekja til efnahagsþrenginga og póli- tískrar kreppu í Rússlandi en breyt- ingar á siglingaleiðum Bischoff Group skýra tapið að hluta. Aðspurður segir Ólafur að árið í ár líti vel út. „Við erum sæmilega bjartsýnir. Ég geri þó ráð fyrir að hægi á flutningum til landsins er líður á árið, en það sem af er árinu hefur samdráttar þó ekki orðið vart.“ Óláfur segir að gert sé ráð fyrir meiri hagnaði hjá félaginu í ár, en var í fyrra. „Við erum fyrst og fremst að kljást við viðfangsgefni erlendis á þessu ári og höfum verið að vinna okkur út úr breytingum sem urðu á rekstrarumhverfi okkar í baltnesku löndunum þar sem við þurftum meðal annars að segja upp fjölda starfsmanna. Sú vinna mun enn taka nokkum tíma. Meirihluti veltu okkai- í dag er er- lendis og við erum stolt af þeim ár- angri sem við höfum náð frá því starfsemin hófst þar árið 1993,“ sagði Ólafur. Hann segir að af 16 skipum fé- lagsins séu einungis 4 á íslandi og einungis 2 þeirra í siglingum til og frá landinu. Andrésar andar-leik- arnir á skiðmn Um 760 taka þátt ANDRÉSAR andar-leikarnir á skiðum, hinir 24. í röðinni, fara fram í Hlíðarfjalli við Akureyri dagana 22.-24. apríl. Setningar- athöfn leikanna fór fram í gær- kvöld og hófst með glæsilegri skrúðgöngu frá KA-heimiIinu að Iþróttahöllinni, þar sem setning- arathöfnin fór fram. Til leiks eru skráðir rúmlega 760 kepp- endur frá 23 skíðafélögum. Að þessu sinni koma einnig 16 þátt- takendur frá Græniandi, 6 frá Nuuk og 10 frá Ammassalik. Keppt verður í svigi, stórsvigi, risasvigi, göngu með frjálsri og hefðbundinni aðferð og boð- göngu. Búast má við að hátt í 2.000 manns komi til Akureyrar í tengslum við þessa miklu skíðahátíð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.