Morgunblaðið - 20.05.1999, Side 2

Morgunblaðið - 20.05.1999, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Ljósmynd/Arctic Trucks LEIÐANGURSMENN fylgdu ánni sem rennur úr Tasersuaq-vatni og í Nuuk-fjörð. Einn bfllinn stakkst ofan í svo óttast var að skemmdir hefðu orðið á vélbúnaði. Nákvæm skoðun sýndi að allt var í lagi. ICE225 jeppaleiðangurinn Ætla á jökul í dag JEPPALEIÐANGURINN ICE225 ráðgerir að aka upp á Grænlands- jökul í dag, að því er Arngrímur Hermannsson leiðangursstjóri sagði í gær. Ferðin sóttist seint úr fjörunni innst í Nuuk-fírði og upp að Tasersuaq-vatni sem er við jökuljaðarinn. Ekið var á 5 km hraða mest alla leið og þræddir ár- farvegir til að valda ekki land- spjöllum. Um kvöldmat í gær, að íslensk- um túna, voru leiðangursmenn ný- famir yfir siðasta vaðið á ánni sem rennur úr Tasersuaq-vatni og komnir á ísilagt vatnið. Arngrímur sagði að þeir hefðu mælt ísþykkt- ina og væri hún 50-60 sentímetr- ar. Eftir vatninu er um 25 km greið leið að jökulsporðinum. Leið- angursmenn ráðgerðu að hafa næturstað á miðju vatninu og leggja siðan á jökulinn í dag. I fyrradag varð sex klukku- stunda töf eftir að vélin í einum af jeppunum þremur blotnaði í fyrr- nefndri á. Bfllinn var þurrkaður rækilega, farið yfir öll drif og gír- kassa og rifið ofan af vélinni. Ekki varð vart við neinar skemmdir og gekk bfllinn eins og klukka eftir að hann var settur saman á ný. FRÉTTIR Telur líkamlegt ofbeldi á börnum algengara en tölur sýna Grunur um að tvö börn hafi dáið GESTUR Pálsson, bamalæknir á Bamaspítala Hringsins, telur að ill meðferð á bömum, og þar með talið líkamlegt ofbeldi, sé algengari á Is- landi en opinberar tölur gefi til kynna. Líkamlegt ofbeldi á bömum sé hins vegar í eðli sínu dulið vanda- mál og því verði hin raunverulega tíðni slíkra tilfella alltaf óþekkt. Petta kom m.a. fram í máli Gests á ráðstefnu um líkamlegt ofbeldi gegn bömum, sem haldin var á veg- um Bamavemdarstofu, Bamaspít- ala Hringsins og Félags íslenskra bamalækna, á Grand hóteli í gær. I erindi hans kom einnig fram að á 20 ára tímabili hefðu tvö böm á ís- landi, annað þriggja vikna og hitt tólf mánaða gamalt, dáið af völdum áverka sem gmnur hafi vaknað um að mætti rekja til líkamlegs ofbeld- is. Gestur skýrði frá þvi að 308 böm hefðu verið rannsökuð sérstaklega á Bamaspítala Hringsins á síðustu 20 áram, flest að beiðni bamavemdar- yfirvalda, vegna gruns um illa með- ferð. Flest þessara bama hafa orðið fyrir meintri kynferðislegri mis- notkun eða ofbeldi en 15% þeirra hafa orðið fyrir meintu líkamlegu ofbeldi eða 43. Flestir þeirra síðast- nefndu vora sjö ára eða yngri þegar meint ofbeldi átti sér stað og eru 60% þeirra stúlkur og 40% drengir. Að sögn Gests var hægt að stað- festa með óyggjandi hætti að átján þessara 43 barna hefðu orðið fyrir líkamsmeiðingum. Alvarlegustu áverkamir voru höfuðáverkar, síð- an komu beinbrot, branasár og að lokum algengustu áverkarnir sem voru marblettir, rispur og bit. Annað Utlu bamanna, sem áður var getið, dó af höfuðáverkum og hitt af kviðarholsáverkum. Deyr eitt bam á ári? Gestur segir að granur leiki á að mun fleiri böm verði fyrir líkam- legu ofbeldi en fyrrgreindar tölur gefi til kynna og bendir á í því sam- bandi að fyrir fáeinum áratugum hafi verið talið að kynferðisleg mis- notkun á börnum ætti sér ekki stað hér á landi. Á undanfórnum árum hefði hins vegar komið í ljós að tíðnin væri svipuð og í nágranna- löndum okkar. „Bretar fullyrða að fjögur böm deyi á viku þar í landi vegna illrar meðferðar og við vitum að í Svíþjóð deyja 10 til 20 börn á ári vegna þessa. Miðað við þessar tölur getum við búist við því að milli 10 og 20 börn á íslandi verði fyrir alvarlegum líkamlegum áverkum vegna ofbeldis á ári hverju.“ Samkvæmt þessu, segir hann, gæti verið að að meðaltaU eitt barn dæi á ári í kjölfar líkam- legs ofbeldis hér á landi. Gestur segir í lokin að líkamlegt ofbeldi sé í eðli sínu duhð vandamál, eins og áður var getið, og að tíðni slíkra ofbeldisverka verði aUtaf óþekkt. Hins vegar bendir hann á að þeir „fiski sem rói“ og á þá við að fleiri slík tilfelli muni finnast leiti menn að þeim. LæknisfræðUeg þekking sé þó forsenda þess að greiningin sé rétt. „Það þaif þekk- ingu og reynslu tU þess að komast að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um slys að ræða sem hafi valdið áverkunum, því foreldrar segja jú yfirleitt að það hafi verið slys.“ Gestur leggur sömuleiðis áherslu á að slík tUvik verði greind sem fyrst áður en varanlegt tjón hljótist af. Davíð Oddsson um deiluna um lögsögu- mörk Islands og Færeyja Ekkert til fyrir- stöðu að leita samkomulags Hundrað manns yfir á rauðu ljósi UM 100 ökumenn, sem ekið hafa yfir gatnamót á rauðu ljósi, eiga vona á kæram í pósti ásamt gíró- seðli á næstu dögum. I öllum tUvik- um er stuðst við myndir sem tekn- ar vora á myndavélar lögreglunnar sem era á gatnamótum borgarinn- ar. Að sögn Karls Steinars Vals- sonar hjá forvarnadeild lögregl- unnar er þessi tala nokkuð há en mest er um umferðarlagabrot á vorin þegar veður og akstursskil- yrði batna. Karl sagði að reynslan af myndavélunum væri góð og að þær væru mikilvæg viðbót við löggæslu í borginni. Sauðfé við Vestur- landsveg MARGT sauðfjár er um þessar mundir á ferli við Vesturlandsveg og þykir lögreglu í Borgamesi rétt að vara fólk við, þar sem oft getur skapast hætta þegar sauðfé hleyp- ur yfir vegi. Að sögn lögreglunnar er þetta árstíðabundinn vandi en á vorin þegar sauðburður er í hámarki er hættan mest. Alvarlegt vinnuslys í Kópavogi RÚMLEGA fimmtugur maður féll af vinnupalli um þrjá metra niður á stétt í vesturbæ Kópa- vogs í gær, en maðurinn var sendur á gjörgæslu þar sem hann liggur nú með alvarlega höfuðáverka. Slysið átti sér stað um klukk- an 11 í gærmorgun við Vestur- vör í Kópavogi. Maðurinn var að vinna við brunaþéttingu þeg- ar vinnupallur sem hann stóð á rann til, þannig að maðurinn féll niður og skall með höfuðið í stéttina. Að sögn læknis á gjörgæslu er líðan mannsins eftir atvikum. Harmoniku- leikarar til Færeyja ÞRJÁTÍU harmonikuleikarar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur héldu í gær af stað til Færeyja þar sem þeir munu meðal annars halda tónleika í Norræna húsinu. Þeir lögðu upp frá Umferðarmið- stöðinni og sigla til Færeyja. Þar munu þeir hitta færeyska harm- onikuleikara og verða að sögn Karls Jónatanssonar, forsvars- manns Harmonikufélags Reykja- víkur, haldnir sameiginlegir tón- leikar með Harmonikufélagi Færeyja. Sagði hann að þetta væri skemmtiferð og ætlunin að efla tengsl við færeyska harmon- ikuleikara. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að ekkert sé því tU fyrirstöðu af Islands hálfu að leitað verði leiða til að ná samkomulagi við Færeyinga um mörk lögsögunnar á mUU Islands og Færeyja. Anfinn Kallsberg, lög- maður Færeyja, lýsti því yfir í gær að mikilvægt væri að hefja viðræður við íslendinga um hvar fastsetja eigi lögsögumörkin á miUi Islands og Færeyja í framhaldi af samkomulagi sem Færeyingar, Danir og Bretar hafa undirritað um miðlínu á milli Færeyja og Bretlands. íslendingar og Færeyingar hafa deilt um hvar draga eigi lögsögu- mörkin á milli landanna um langt árabil en Danir, sem fara með utan- ríkismál Færeyinga, hafa aldrei vilj- að viðurkenna austasta hluta ís- lands, Hvalbak, 10 metra hátt sker um 35 km suðaustur af Kambanesi, sem grannlínupunkt. Eftir að íslendingar, Norðmenn og Danir, fyrir hönd Grænlendinga, náðu samkomulagi 1997 um afmörk- un fiskveiðilögsögu milli landanna þriggja var eina óleysta deilan um mörk íslensku fiskveiðilögsögunnar deUa íslands við Færeyjar. Tekið var fram í samningi Islands og Dan- merkur 1997 um afmörkun á um- deUdu hafsvæði við miðlínuna milli Islands og Grænlands að hann hefði ekki fordæmisgildi varðandi afmörk- un hafsvæðisins milli íslands og Færeyja. Þá hefur deila Færeyinga og Bretlands á undanfómum árum um mörk landsgrunnslögsögu land- anna milli Skotlands og Færeyja valdið þvi að færeysk stjórnvöld voru treg til að gera samning við Is- land um lögsögumörk fyrr en niður- staða hefði fengist í deiluna við Bret- land. Davíð Oddsson sagði í gær að þetta mál hefði verið til skoðunar „en það var Ijóst að það var ekki heppUegt fyrir Færeyinga að vera að semja á tvennum vígstöðvum. Þess vegna létu menn nægja að Ijúka deU- unni við Grænlendinga á sínum tíma en ég held að menn séu alveg reiðu- búnir til þess af okkar hálfu að svara jákvætt hugmyndum af þessu tagi,“ sagði Davíð vegna yfirlýsinga lög- manns Færeyja um að ná þurfi sam- komulagi við Islendinga. Viðskiptablað Morgunblaðsins Sérblað um viðskipti/atvinnulíf ; Viðtal við Katrínu Jóns- : dóttur í Noregi/B2 ....................... • Viggó Sigurðsson vann mál • ið gegn Wuppertal/B1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.