Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 33 Yfírlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar opnuð í dag Morgunblaðið/Ásdís GAGNGERAR lagfæringar á garðinum umhverfis Ásmundarsafn og höggmyndunum f honum hafa staðið yfir að undanförnu og sér nú brátt fyrir endann á þeim. Garðurinn verður vfgður í dag, samtímis því sem opnuð verður yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Höggmyndagarð- urinn endurbættur og aðgengilegri ÁSMUNDUR fær sér í nefið. Morgunblaðið/Ól.K.M. Morgunblaðið/Ól.K.M. LISTAMAÐURINN að störfum í höggmyndagarðinum seint á sjötta áratugnum. Ein fjölmargra ljösmynda Ólafs K. Magnússonar, sem birtar eru í nýrri útgáfu Bókarinnar um Ásmund. Endurnýjaður högg- myndagarður Asmund- arsafns við Sigtún verður vígður í dag, á fæðingardegi mynd- s höggvarans Asmundar Sveinssonar. Þá verð- ur jafnframt opnuð yfirlitssýning á verk- um listamannsins og endurútgefín Bókin um Ásmund eftir Matthías Johannessen. Margrét Sveinbjörns- dóttir skoðaði gamlar myndir og grennslað- ist fyrir um sýninguna og framkvæmdirnar í garðinum. Á SÝNINGUNNI, sem verður opnuð í dag kl. 17 og mun standa fram til vorsins 2000, eru um fimm- tíu verk sem spanna allan feril listamannsins og sýna þróun listar hans. Par á meðal eru nokkrar af- straktteikningar sem hvergi hafa verið sýndar áður. Listamaðurinn hannaði og byggði að mestu sjálfur húsið sem nú er Ásmundarsafn, á lóð sem hann fékk úthlutað við Þvottalaugaveg árið 1942. Húsið setti strax sterkan svip á umhverfi sitt og sífellt fjölgaði verkunum í garðinum umhverfis, sem varð brátt að heilum högg- myndaskógi. Að undanförnu hafa staðið yfir gagngerar lagfæringar á garðinum og verkunum í honum og sér nú brátt fyrir endann á þeim. Hátt og þétt limgerði hefur verið fjarlægt, bekkir settir í garðinn og hann gerður aðgengilegri. Þá stendur til að lýsa upp verkin í garðinum svo þau verði einnig vel sýnileg þegar rökkva tekur á kvöld- in og á vetrum. „Þetta er allt orðið opnara og nú sést húsið líka miklu betur frá göt- unni. Þetta er svo fallegt hús að það er gaman að það sé svolítið áber- andi,“ segir Olöf K. Sigurðardóttir, deildarstjóri fræðsludeildar Lista- safns Reykjavíkur, sem hefur um- sjón með sýningunni, og bætir við að framkvæmdirnar hafi verið löngu tímabærar. Garðinn prýða 27 af verkum Ásmundar og hafa stein- steypuverkin sem þar voru fyrir verið löguð auk þess sem bætt hef- ur verið við bronsverkum. I and- dyri safnsins hefur verið sett upp lítil sýning um húsið og tilurð þess. ,Á- yfírlitssýningunni eru verk sem spanna feril Asmundar frá því hann stundaði nám við Listaháskól- ann í Stokkhólmi og fram undir lok starfsævinnar. Nokkur verkanna eru unnin á Parísarárunum, þar sem listamaðurinn leitar og aflar sér þekkingar og gerir tilraunir, m.a'. með kúbíska formskrift. Hluti sýningarinnar er helgaður þeim verkum Ásmundar sem lofa ís- lenska alþýðu og náttúru og eru e.t.v. á meðal þekktari verka lista- mannsins. I verkum sem Ásmund- ur vinnur þegar kemur fram á fimmta áratuginn sækir hann myndefni iðulega til bókmennta og er sá hluti sýningarinnar nokkuð veigamikill. Síðasti hluti sýningar- innar er svo aftur helgaður af- straktverkum listamannsins sem hann vann á árunum eftir 1955 og kemur það mörgum á óvart hve stóran hluta starfsævi sinnar Ás- mundur vann þannig. Afstraktlist hans er sérstæð fyrir margra hluta sakir og þá sérstaklega vegna þess að þar sækir hann oft ekki síður myndefni í sögur, bókmenntirnar eða náttúruna," segir Olöf. Endurútgefín bók um listamanninn Samtalsbókin Bókin um Ásmund eftir Matthías Johannessen kemur út í dag, endurútgefin af Ásmund- arsafni. Hún kom fyrst út árið 1971 en hefur um langt skeið verið ófá- anleg. Hina nýju útgáfu prýðir fjöldi ljósmynda úr safni Olafs K. Magnússonar, Ijósmyndara Morg- unblaðsins, sem fæstar hafa birst opinberlega áður. Starfsemi Ásmundarsafns hefur vaxið jafnt og þétt á undanfórnum árum og að sögn Ólafar hefur að- sóknin aukist að sama skapi. Á síð- ustu árum hefur heimsóknum skólanema t.d. fjölgað til muna. „Ásmundarsafn er n\jög aðgengi- legt og gott safn fyrir börn til að eiga sína fyrstu reynslu af safni og því höfum við tekið á móti fjölda skólanemenda, aðallega úr 2.-4. bekk grunnskólans. Þá er það orð- inn fastur liður hjá Vinnuskóla Reykjavíkur að hingað komi allur yngsti árgangur skólans í heim- sókn, sem eru um þúsund krakkar yfír sumarið. Ekki má heldur gleyma að safnið er mjög mikið sótt af eriendum ferðamönnum," heldur Ólöf áfram. Eins og áður sagði verður sýn- ingin opnuð og höggmyndagarður- inn vígður kl. 17 í dag. Ásmundar- safn er opið alla daga kl. 10-16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.