Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 1
111. TBL. 87. ÁRG. FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS NATO vísar klofnings- fréttum á bug Belgrad, Bonn, Róm. Reuters, AFP. TALSMENN Atlantshafsbanda- lagsins fullyrtu í gær að stefna þess gagnvart Kosovo skilaði árangri og vísuðu á bug frásögnum þess efnis, að klofningur væri kominn upp í röðum NATO-ríkjanna. Sögðu þeir loftárásirnar, sem nú hafa staðið í nærri tvo mánuði, vera við það að buga herstyrk Serba. Tilraunum til að finna leið til samningslausnar á Kosovo-deilunni var haldið áfram af miklu kappi í gær. Sérlegur erindreki Rússlands- stjómar í málefnum Júgóslavíu, Viktor Tsjernomyrdín, hóf viðræður í Belgrad við Slobodan Milosevic Jú- góslavíuforseta og í Bonn var málið rætt á fundi G8-hópsins, samtaka sjö helztu iðnríkja heims auk Rúss- lands. Talsmaður sendinefndar Rússa þar, Borís Majorskí, viðurkenndi fyrir fjölmiðlafólki að allnokkuð bæri enn í milli afstöðu Rússa og fulltrúa vesturveldanna til þess Færeyjar Engar stúd- entshúfur? Þdrshöfn. Morgunblaðið. VERA kann að ný verkfallsógn valdi því að engar stúdentshúf- ur sjáist á götum Færeyja þetta vorið. Færeyskir fram- haldsskólakennarar hóta að hefja verkfall í vikunni, en verði af því falla meðal annars niður lokapróf stúdentsefna. í gærmorgun höfnuðu samn- ingamenn kennara málamiðlun- artilboði um nýjan kjarasamn- ing. Verði viðræður ekki teknar upp að nýju fyrir miðnætti á morgun, fimmtudag, leggja kennarar niður störf. I gær var ekki útlit fyrir annað en að verkfall hæfist. hvernig fara bæri að til að koma á friði í Kosovo. „Svo lengi sem loftárásimar halda áfram (...) er ekki hægt að tala um niðurstöður viðræðna okkar sem frá; gengið plagg,“ sagði Majorskí. í sterkri mótsögn við þetta sagði Stro- be Talbott, aðstoðarutanríkisráð- herra Bandaríkjanna, eftir viðræður við Tsjernomyrdín og Martti Ahtisa- ari, forseta Finnlands, í Helsinki fyrr um daginn, að enginn gmndvallará- greiningur væri lengur milli Rússa og Bandaríkjamanna í deilunni. Horft til forystu Bandaríkjamanna Brezkir ráðamenn bragðust við fregnum þess efnis, að þeir þrýstu nú á um að meiri áherzla yrði lögð á undirbúning þess að senda landher inn í Kosovo. Robin Cook utanríkis- ráðherra sagði NATO verða að koma sér saman um á hvaða punkti deilunnar aðstæður teldust réttar til að landher ætti erindi inn í Kosovo. Tony Blair forsætisráð- herra sagðist setja traust sitt á að Bill Clinton Bandaríkjaforseti „gerði það rétta“. Clinton hefur fram að þessu eytt öllu tali um að beita landher í her- förinni gegn Júgóslavíu og Frakkar hafa einnig ítrekað lýst sig andvíga slíku. Og Gerhard Schröder, kanzl- ari Þýzkalands, sagðist ekki hafa trú á því að landher yrði beitt; fyrir því væri öragglega ekki meirihluti á þýzka þinginu. ítalska þingið samþykkti í gær ályktun, þar sem hvatt er til þess að hlé verði gert á loftárásum NATO og stuðningi lýst við áskoran Massimo D’Alemas forsætisráð- herra um friðaráætlun fyrir Kosovo, þar sem Sameinuðu þjóðunum væri ætlað stórt hlutverk. ■ Serbar/26 ■ Hernaðaríhlutun/38 Reuters Hollands- stjórn seg- ir af sér Haag. Reuters, AP. STJÓRN Hollands ákvað í gær að segja af sér eftir að Wim Kok for- sætisráðherra mistókst að fá einn af stjórnarflokkunum, miðflokkinn D66, til að hætta við að slíta stjóm- arsamstarfinu. Stjómin féll vegna deilu um tillögu þess efnis að stjórn- arskránni yrði breytt þannig að hægt yrði að efna til þjóðaratkvæða- greiðslu um ákveðin mál og kjósend- ur fengju vald til að hnekkja ákvörð- unum þingsins. Með afsögninni er samsteypu- stjórn Koks, sem var mynduð fyrir tæpu ári, ein af skammlífustu ríkis- stjórnunum í sögu Hollands. Ekki var Ijóst í gær hvort ný stjóm yrði mynduð eða hvort boða þyrfti til kosninga, en Kok gaf í skyn að síðari kosturinn yrði ofan á. „Kjósendur verða að fá að segja sitt álit.“ D66 er með 14 af 97 þingsætum stjómarflokkanna þriggja í neðri deild þingsins. Hinir stjómarflokk- arnir tveir hafa meirihluta í neðri deildinni og geta því myndað nýja stjóm en ekki er víst að þeir geti starfað saman án miðflokksins, sem hafði oft dregið úr togstreitu milli Verkamannaflokks Koks og hægri- manna í WD. ■ Kjósendur áttu/26 Barak minntur á skuldbindingar Jerúsalem, Washington. AFP. Kosninga- baráttan haf- in í Indónesíu STUÐNINGSMENN indónesíska „Lýðræðisflokksins - Baráttu“ fara fylktu liði eftir breiðstræti í Djakarta, höfuðborg Indónesíu, í gær. Þúsundir áhangenda alls 48 sljórnmálaflokka, sem bjóða fram í þingkosningunum er fram fara í landinu 7. júm nk., tóku þátt í fjöldagöngu um götur Djakarta í gær til að marka upphaf kosn- ingabaráttunnar. Vonir standa til að þetta verði fyrstu sannarlega frjálsu kosningarnar í Indónesíu frá því landið hlaut sjálfstæði. PALESTINUMENN hvöttu í gær nýkjörinn forsætisráðherra Israels, Ehud Barak, til að bregðast fljótt við, afhenda Palestínumönnum þeg- ar land á Vesturbakkanum og sleppa hundruðum palestínskra fanga, eins og Israelar skuldbundu sig til í samningunum sem kenndir eru við Ósló. A sama tíma varaði Abdullah Jórdaníukonungur við því að kæmust friðarumleitanir í Mið- Austurlöndum ekki á skrið á nýjan leik í kjölfar þingkosninganna í Isra- el mætti búast við því að Palestínu- menn sýndu óþolinmæði sína í verki. „Við viljum engar samningavið- ræður, við viljum einfaldlega að fyr- irliggjandi samningum sé hrint í framkvæmd,“ sagði Ahmed Qorei, forseti þings Palestínumanna, í gær, tveimur dögum eftir stórsigur Baraks á Benjamin Netanyahu, leiðtoga Likud-flokksins, í forsætis- ráðherrakosningum í Israel. ■ Mikil ólga/24 Dúman samþykkir Stepashín í embætti forsætisráðherra Gefur heit u: þjóðmnt fyrir- m bætt lífskjör Moskvu. Reuters, AFP. DÚMAN, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti Sergej Stepas- hín í embætti forsætisráðherra með miklum meirihluta atkvæða í gær. Nýi forsætisráðherrann lofaði að bæta lífskjör milljóna Rússa sem hafa orðið fyrir barðinu á efnahags- þrengingunum eftir hran Sovétríkj- anna. Borís Jeltsín Rússlandsforseti hafði tilnefnt Stepashín í embættið eftir að hafa rekið Jevgení Prímakov í vikunni sem leið. Tilnefningin var samþykkt með 301 atkvæði, en a.m.k. 226 þingmenn af 450 þurftu að styðja hana. Aðeins 55 þingmenn greiddu atkvæði gegn Stepashín. „Þetta er mikill sigur fyrir forset- ann, annar sigur hans á einni viku,“ sagði fulltrúi Jeltsíns í dúmunni, Alexander Kotenkov. Fjóram dögum áður hafði tilraun andstæðinga for- setans til að svipta hann embættinu með málshöfðun farið út um þúfur. Forsetinn hefði getað leyst upp dúmuna og boðað tO kosninga innan þriggja mánaða ef hún hefði hafnað tilnefningunni. Vladímír Ryzhkov, leiðtogi miðflokksins Heimili okkar er Rússland, sagði að dúman hefði átt einskis annars úrkosti en að sam- þykkja tilnefninguna. „Samkvæmt stjómarskránni er það forsetinn sem ákveður hver verður skipaður for- sætisráðherra. Það þjónar engum tilgangi að streitast á móti.“ „Þetta þýðir eitt. Við eram sam- einaðir í umhyggjunni íyrir landi okkar og þjóð, þannig að land okkar megi loksins verða eðlilegt, sið- menntað, auðugt og öflugt," sagði Stepashín eftir atkvæðagreiðsluna. Forseti dúmunnar, kommúnistinn Gennadí Seleznjov, kvaðst ánægður með loforð nýja forsætisráðherrans en var ekki viss um að hann gæti efnt þau. Stepashín ræddi við Jeltsín í tvær klukkustundir í Kreml eftir atkvæðagreiðsluna og kvaðst þurfa um það bil viku til að mynda nýja stjórn. Nýtt Stjörnustríðsæði TVEIR aðdáendur Stjörnustríðs- kvikmyndanna, búnir sem geim- stormsveitarmenn, ræða við lög- reglu fyrir utan kvikmyndahús í New York í fyrrinótt, er nýjasta Stjörnustríðsmyndin, „Episode 1 - The Phantom Menace", var frumsýnd. Þúsundir manna höfðu lagt á sig að bíða vikum saman fyrir utan kvikmyndahús í Bandaríkjunum og Kanada til að tryggja sér miða á frumsýningu þessarar fyrstu Stjörnustríðs- myndar í 16 ár. Þótt gagnrýnendur færu ekki fögrum orðum um myndina virtust aðdáendurnir ánægðir. „Þetta er það frábærasta sem ég hef nokkurn tímann séð,“ sagði ungur Ástrali, sem beið í 6 vikur fyrir ut- an bíó í HoIIywood til að verða ör- ugglega í hópi frumsýningargesta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.