Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 55‘
CAMILLA
BJARNASON
skyldunnar við þennan
illvíga sjúkdóm, sem
hún barðist svo hetju-
lega við. Styrkur henn-
ar og uppörvun er
ómetanleg reynsla fyr-
ir verðandi presta, sem
þurfa að veita styrk á
erfiðum stundum við
erfið áfóll. Á þessari
samleið gaf hún mikið
og við lærðum að
þiggja og meta. Slíkt
verður ekki lært af
bóknámi einu saman.
+ Camilla Bjarna-
son fæddist 8.
mars 1949. Hún lést
á St. Jósefsspítala í
Hafnarfirði 7. _ maí
síðastliðinn. títför
Camillu var gerð
frá Vídalfnskirkju í
Garðabæ mánudag-
inn 17. maí.
Sú frétt að Camilla,
vinkona okkar og sam-
herji í guðfræðideild,
væri látin kom okkur
ekki á óvart, svo hart
sem hún var leikin af sjúkdómi
þeim, sem hún varð að glíma við frá
haustinu 1994.
Við undirrituð kynntumst Ca-
millu í guðfræðideild Háskóla ís-
lands, en þar hófum við nám haust-
ið 1993. Hún hafði þá stundað nám
við deildina nokkru lengur ásamt
Birgi Thomsen.
Þrátt fyrir sjúkdóminn stundaði
hún námið í deildinni af miklum
áhuga. Hún sótti tíma fram á
haust 1997 þótt kraftar hennar
hefðu þá farið það þverrandi að
hún treysti sér ekki til að taka
próf síðustu misserin. I glímu við
tilvistarspurningar og efa var Ca-
milla aldrei í neinum vafa um það
hvað biði okkar, þrátt fyrir erfið-
leika í lífinu, sem við mörg höfum
einnig glímt við. Hún átti mikla og
staðfasta trú á Jesú Krist og miðl-
aði mjög af þeirri trú sinni bæði í
samtölum og með nærveru sinni.
Oft ræddum við saman, ýmist í
hópi eða einslega, og fórum við
alltaf ríkari af fundum okkar við
hana.
Reynslan kennir okkur að við för-
um tæpast í gegn um deildina án
þess að trúarefi setjist einhvem
tíma að. Við, sem vorum svo lánsöm
að fá að umgangast Camillu og
verða vitni að trúarstyrk hennar og
öruggri vissu um eilíft líf, okkur
hvarf þessi efi sem dögg fyrir sólu. I
návist hennar varð efinn að fullvissu
og bjargföst trú hennar opnaði nýj-
ar víddir.
Þegar svo var komið að Camilla
treysti sér ekki lengur til að taka
próf þá buðu þau Garðar okkur til
morgunsamveru í upphafi
próflestra og voru þessar stundir
okkur mjög dýrmætar. Þar var öll-
um prófkvíða og veikindum vikið til
hliðar en þess í stað mikið skrafað
og hlegið. Heim fórum við svo
reiðubúin að takast á við undirbún-
ing prófa. Þessar stundii- og marg-
ar aðrar með þeim hjónum eru og
verða ljúfar minningar.
Við sóttum mörg og margvísleg
námskeið í deildinni og með þá
þekkingu förum við út til starfa.
Það eru okkur forréttindi að hafa
fengið tækifæri til að kynnast Ca-
millu og baráttu hennar og fjöl-
Við eigum Ijós er lýsir okkar heim,
og líkn þess tekur öllum höndum tveim.
Það lýsir hverjum þeim er sorgir þjá,
en sjúkdómar mörg jarðarbömin hrjá.
Nú frelsarinn þér faðm sinn býður hér,
og færir líf að nýju í fallna rós.
Hann linar stríð þess sem í bökkum berst,
hann mannsins neyð og böl vort þekldr gerst.
Guð er það ljós.
(Sigurður Rúnar Ragnarsson.)
Kæri Garðar, börn og aðrir ást-
vinir Camillu. Þið hafið misst mikið.
Við vottum ykkur okkar dýpstu
samúð og biðjum góðan Guð að
vitja ykkar og vera ykkur styrkur
um ókomin ár. Megi minningin um
Camillu verða ykkur Ijós á þeim
tímum sem framundan eru.
Auður Inga Einarsdóttir,
Birgir Thomsen,
Sigurður Rúnar Ragnarsson,
Sveinbjörn Bjamason.
Hún Camilla frænka er látin eftir
langa og hetjulega baráttu við erfið-
an sjúkdóm. Mér þykir almættið
höggva í sama knérunn með of
stuttu millibili í þetta sinn, því það
eru ekki mörg misseri síðan Hörð-
ur, pabbi Camillu og móðurbróðir
minn, lést eftir stutta sjúkdóms-
legu, langt um aldur fram. Camilla
var stóra frænka mín frá því að ég
man fyrst eftir mér í Suðurgötunni,
en á þeim tíma bjuggu Hörður og
Binna ásamt bömum á Birkimeln-
um og var mikill samgangur á milli
fjölskyldna okkar á þeim árum.
Efst í barndómsminningunum
standa árlegar vorferðir okkar í
bankahúsið uppi í Lækjarbotnum
þar sem dvalið var við leik og ýmis
uppátæki í viku eða tvær. Eftir sem
árin liðu tvístraðist hópurinn í allar
áttir eins og gengur og gerist. Ca-
milla og Garðar hittust, felldu hugi
saman og hurfu fljótlega til náms í
Noregi. Eftir heimkomu fluttu þau
til Mývatns og er mér minnisstæð
heimsókn mín og Péturs bróður
haustið 1976 þar sem við dvöldum í
góðu yfirlæti yfir helgi og hugðumst
stunda rjúpnaveiðar á daginn undir
öruggri leiðsögn húsbóndans. Er
við yfirgáfum bílinn fyrsta morgun-
inn og héldum inn í hraunið í átt að
Öskju spurði Garðar okkur hvort
við hefðum tekið áttavita með því
erfitt væri að rata í hrauninu ef ekki
sæist í Öskjuna og játtum við því
báðir. Það fór nú svo að bróðir skil-
aði sér ekki að bíl fyrir myrkur og
svona rétt áður en við kölluðum út
leitarflokka fannst hann áttavita-
laus nokkrum kílómetrum austar
þar sem hann hafði ratað á þjóðveg-
inn fyrir algera tilviljun - áttavitinn
fannst síðar í aftursæti bflsins. Hún
frænka mín var nokkuð þung á
brún þegar við loksins skiluðum
okkur í hús og fékk húsbóndinn
ákúrur fyrir að bregðast ábyrgðar-
hlutverkinu þrátt fyrir að við reynd-
um að kenna eigin klaufaskap um.
Vart þarf að nefna að ekki var hald-
ið til veiða morguninn eftir. Stuttu
seinna hvarf ég til náms í Dan-
mörku og reyndist dvölin erlendis
nokkru lengri en ætlað var í upphafi
og því lítið samband á þeim árum.
Fjölskyldur okkar hafa þó ávallt
haldið mjög nánu sambandi og því
auðvelt fyrir mig að fylgjast með
þróun mála í frændgarði.
Nokkrum árum eftir að ég fluttist
heim á ný greindist Camilla með ill-
vígan sjúkdóm sem hún barðist
hetjulega á móti lengi vel en varð að
játa sig sigraða að lokum. Á sjúk-
dómstímanum öðlaðist hún virðingu
allra fyrir viljastyrk og ákveðni í að
lifa lífinu af fullum krafti fram á síð-
ustu stund þrátt fyrir síþverrandi
líkamlegan styrk. Það var einnig að-
dáunarvert hvemig fjölskylda henn-
ar og fjöldi vina og aðstandenda
sameinuðust í að gera henni lífíð
léttbærara á sjúkdómstímanum.
Kæri Garðar, Hrönn, Bryndís og
Hörður, og kæra Binna. Við Helga
og Laufey litla vottum ykkur inni-
lega samúð okkar á þessum erfiða
tíma í lífi ykkar.
Sverrir.
Hún stóð kyrr og beið.
Hún þekkti sig hér. Hér á þeim
stað þar sem engu var lengur að
tapa. Nú var hún ekki lengur
hrædd. Það var ekkert framar að
óttast. Hún hafði alltaf vitað að fyrr
eða síðar kæmi hún að þessum stað.
Því að ekkert er öruggt. Ekkert.
Dauðinn og lífið ganga hönd í hönd.
Sólin kastar skuggum sínum - og
fyrr eða síðar fallast þau í faðma.
Tvennt en um leið eitt. Var það svo
skelfilegt? Nei. Nei, það var ekki
skelfilegt. Að vita það var að lifa.
Bros fól í sér tár - sorg, gleði. Að
standa uppréttur og taka á móti lífi
og dauða með ft-amréttar hendur -
móti sól og skugga - það var það
eina sem hægt var að gera. Muna
að allt er hluti af sömu hringrás.
Sömu endurnýjun. Ekkert var ör-
uggt - nema það.
Svo stóð hún hér og beið. Með
framréttar hendur.
(Sólin og skugginn, eftir
Fríðu Á Sigurðardóttur).
Elsku Garðar, Hrönn, Bryndís,
Hörður og aðrir ástvinir, við vott-
um ykkur okkar dýpstu samúð.
Takk fyrir.
Bryndís Lára, María og Vilborg.
MARÍA
BENEDIKTSDÓTTIR
borðum og heitt súkkulaði. Við
röbbuðum um daginn og veginn og
þú varst hress og kát eins og alltaf.
Þú varst þá eins og ég mun ávallt
muna eftir þér, amma mín, amma
Mæja í Furugerðinu með bros á vör
og kökur á borðum.
Það er skrýtið að hugsa til baka tfl
þess er ég sit nú í aftursætinu í bfl á
leiðinni yfir þvera Ameríku með far-
tölvu á hnjánum og tár á kinn. Mér
datt ekki í hug þá að þú yrðir farin
þegar ég kæmi aftur heim. Tárin
læðast fram er ég hugsa um þig,
amma mín. Ekki vegna þess að þú
sért farin, því ég veit að þú ert á
betri stað núna, stað þar sem þú hitt-
ir gamla vini og ættingja á ný og get-
ur lifað áhyggjulausu lífi um alla ei-
lífð. Tárin brjótast fram er ég hugsa
um hversu yndisleg þú varst og
hversu marga þú gladdir með glettni
þinni í gegnum árin, hversu góð þú
varst við bömin þín, barnabörnin og
barnabarnabörnin, og hversu miklu
þú hefur skilað á langri ævi. Þín mun
verða minnst og saknað, bæði hérna
í Ameríku og heima.
Birna María Björnsdóttir.
+ María Bene-
diktsdóttir
fæddist í Ytra-
Tungukoti í Biöndu-
dal, A-Húuavatns-
sýslu, 25. maí 1910.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur 3.
maí síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Fossvogs-
kirkju 12. maí.
Elsku besta amma
mín.
Þegar fréttin af
brottför þinni barst mér alla leið til
Ameríku fannst mér óhugsandi að ég
ætti ekki eftir að sjá þig aftur. Það
var afskaplega erfitt að geta ekki
komið heim og kvatt þig í hinsta
sinn. Lokaprófin stóðu sem hæst í
háskólanum og brottför
þín olli mér miklu hug-
arangri. Eftir nokkra
umhugsun varð mér
hins vegar ljóst að þú
hefðir umfram allt vilj-
að að ég héldi mínu
striki og kláraði skól-
ann með sæmd. Eg
gerði það og þakka fyr-
ir að hafa átt þig sem
fyrirmynd í þeim efnum
því ég veit að þú gafst
aldrei upp og kláraðir
ávallt það sem þú ætl-
aðir þér.
Ég vildi svo sannar-
lega hafa séð þig einu sinni enn,
elsku amma mín, en ég mun ávallt
minnast þess þegar ég kvaddi þig í
síðasta sinn áður en ég fór aftur út í
janúar á þessu ári. Að venju varstu
með margar tegundir af kökum á
BJÖRG RANNVEIG
BÓASDÓTTIR
+ Björg Rannveig
Bóasdóttir fædd-
ist á Reyðarfirði 15.
febrúar 1911. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 9. maí
síðastliðinn og fór
útfor hennar fram
frá Fossvogskirkju
14. maf.
Lokið er langri veg-
ferð og gifturíkri sem
mörgum mætum verk-
um er vörðuð.
Hugur leitar heim í
átthagana til þess góða
samferðafólks sem nú kveður eitt af
öðru. Og nú er það hún Björg, mín
góða vinkona, sem kölluð er af sviði og
vissulega er það svo þegar skæður vá-
gestur herjar á heilsu og líf, þá getur
dauðinn orðið sem líknsamur gestur.
Hún Björg var ekki þeirrar gerðar
að láta bugast eða hugfallast, bjartsýni
og lífsvflji voru n'kir þættir í hennar
fari. Lífsgleði átti hún ríkulega og
saman fóru elja athafna og einlægni
hlýjunnar að hveiju sem gengið var,
hvar sem á vettvangi var eijað. Eg
kynntist henni Beggu eins og hún var
jafnan af kunnugum kölluð bezt á síð-
ari árum, þeim þó helzt þegar dóttir
mín leigði með fjölskyldu sinni neðri
hæðina í húsi þeirra heiðurshjóna,
Beggu og Sigurðar M. Sveinssonar
manns hennar. Þau eiga öll einstak-
lega bjartar og ljúfar minningar frá
þessum tíma, umhyggju og alúð þeirra
beggja og ég fann að gagnkvæm var
hin góða kynning.
Þau hjón voru einstök heim að
sækja og erill húsmóður mikill því
bæði voru vinmörg og margur kaffi-
sopinn og bitinn góðum gestum gef-
inn.
Hún Begga var einkar myndvirk
kona, húsmóðurstarfið var hlutskipti
hennar og það rækti hún af mikilli
prýði, heimili hennar með hollum
anda gefandi gestrisni
og hirðusemi góðri. Það
var sérstök upplifun að
eiga með þeim hjónum
fund í eldhúsinu eða
stofunni, þar sem Sig-
urður gaf orðheppni
sinni fullri af velvild í
gamansemi sinni lausan
taum og Begga kom
með þessar notalegu,
hnyttnu athugasemdir
um lífið og tilveruna og
hló svo sínum bjarta '
dillandi hlátri. Það var
skemmtilega notalegt í
návist þeirra, ein-
drægnin ríkti í ranni, rausn þeirra
mikil og jafnræði með þeim hjónum.
Hún Begga var sérlega fríð kona
og bar sig vel, hóglát og ákveðin í
senn, brosmild og hlý í viðmóti, átti
strengi velvildar og trúmennsku í
brjósti sér, samvizkusöm og einlæg.
Hún hafði góða söngrödd og söng um
árabil í Kirkjukór Reyðarfjarðar, var
enda félagslynd mjög og naut þess að
deila með fólki gleði þess sem amstri
dægranna.
I önn dagsins er ekld unnt að skrifa
sem skyldi um mæta samferðakonu.
Hún var gæfúsöm í sínu einkalífi, átti ,
elskuríkan, mætan eiginmann og sex w
efnileg böm sem voru henni góður
gæíúauki. Bömum hennar sendum
við Hanna, sem og Helga Björk dóttir
okkar og synir hennar, okkar einlæg-
ustu samúðarkveðjur. Hún Begga
varð öllum hugumkær er kynntust
henni og munabjartar era minning-
arnar um þessa skemmtflega vel
gerðu konu sem lét hvarvetna gott af
sér leiða, trú í hverju því sem henni
var í hendur fengið. Þaktóátum huga
kveð ég þessa vinkonu mína og bið
henni allrar blessunar á leið hennar
um lönd ódauðleikans, sem hún átti
svo einlæga trú til.
Blessuð sé björt minning.
Helgi Seljan.
Móðir okkar, systir, tengdamóðir, amma og
langamma,
KARÍTAS GUÐBJÖRG GUÐLEIFSDÓTTIR,
andaðist á sjúkrahúsinu á ísafirði að kveldi
mánudagsins 17. maí.
Útförin fer fram frá Súðavíkurkirkju laugardag-
inn 22. maí kl. 12.
Jarðsett verður í Eyrarkirkjugarði í Seyðisfirði.
Agnes Guðmundsdóttir, Þórður Sveinsson,
Ásgeir Guðmundsson, Sigrún Guðbjartsdóttir,
Jón Guðmundsson, Ingibjörg Sigurjónsdóttir,
Sigríður Guðmundsdóttir,
Guðlaug Guðmundsdóttir, Kristinn Briem,
Gabriel Guðmundsson, Auðbjörg Hannesdóttir,
Haraldur Guðmundsson, Brynja Gunnarsdóttir,
Guðmann Guðmundsson, Ragnheiður Jóhannsdóttir,
Guðrún Guðmundsdóttir, Einar Benediktsson,
Bárður Guðmundsson,
Ólafur Guðmundsson, Helga Aðalsteinsdóttir,
Sólrún Guðmundsdóttir,
Guðfinna Guðleifsdóttir, Magnús Guðnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og
langafi,
INGÓLFUR SIGURBJÖRNSSON,
Vesturgötu 7,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 21. maí kl. 10.30.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir,
en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Líknardeild Landspítalans í
Kópavogi.
Anna Margrét Ingólfsdóttir, Kristinn Pálmason,
Jón Ingibjörn Ingólfsson,
Þurfður Ingólfsdóttir,
Sigurþór Ingólfsson,
Ingibjörg R. Ingólfsdóttir,
Friðrik Sigurbjörnsson,
Nina Sverrisdóttir,
Magnús Ólafsson,
Elísa Sigurðardóttir,
Herbert Guðmundsson,
Kristbjörg Kristjánsdóttir,
barnabörn og barnabarnbörn.