Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 53 . ________IIMRÆÐAN______ Foreldrar - Læknar - Alþingismenn „Á ÉG að gæta bróð- ur míns?“ Þetta flaug mér í hug, þegar ég las samþykkt frá lands- fundi Sjálfstæðisflokks- ins hinum síðasta. Ég gríp hér inn í fréttina, þar sem ályktað er, að það sé á valdi hvers ein- staklings að velja og hafna hvaða íþrótt hann stundar hverju sinni. Hnefaleikar eru stór- hættuleg íþrótt og mun ég sýna fram á það hér á eftir, en eftirfarandi klausa hefur verið þýdd fyrir mig úr blaði Breska læknafélagsins. Olympískt box eykur hættuna á heilaskaða vegna þess að boxari er dæmdur út frá því hversu mörgum höggum hann kemur á andstæðing- inn, þannig að takmarkið er að koma eins mörgum höggum á andstæðing- inn og mögulegt er á þeim tíma sem lotan stendur yfir. Margir bardagar á nokkrum dögum þýðir að þeir sem komast lengst þurfa að þola stans- laus högg á mjög stuttum tíma og ef heilinn hefur orðið fyrir hinum minnsta skaða í fyrri bardögum þá gæti það auðveldlega leitt til dauða. Olíkt líkamlegum skaða er ekki hægt að sjá heilaskaða í hringnum og ekki græðist heilinn af sjálfu sér. Nútíma læknisfræðileg tækni sýnir hátt yfir allan vafa að krónísk- ur heilaskaði hlýst af endurteknum höggum sem allir hnefaleikarar fá hvort sem þeir eru atvinnumenn eða áhugahnefaleikarar. Mörg dæmi eru um langtímaáhrif eftir hnefaleika svo sem minnisleysi, höfuðverkur lélegt jafnvægi og sam- hæfing og óskýr talandi. Breska læknafélagið vill banna hnefaleika jafnt hjá atvinnu- og áhugamönnum því læknisfræðilegar sannanir eru fyrir því að heilaskaði er algengur í báðum tilfellum ...“ „... A meðan líkaminn er varinn af beinum, húð og fítu og vöðvum er heilinn aðeins varinn af höfuðkúp- unni og tengist henni að innanverðu með háræðum og fínum taugum. Þegar boxari fær högg beint á höf- uðið snýst höfuðið mjög snögglega og fer síðan í venjulega stöðu á mun hægari hraða. Að auki hreyfast mis- munandi svæði heilans á mismunandi hraða og veldur þetta allt mikl- um hræringum í heil- anum. Þetta veldur skemmdum, til dæmis á yfirborði heilans sem slæst í innra lag höfuð- kúpunnar; tauganet rifna; spenna milli heilavefjar og háræða geta valdið blæðingum; þrýstibylgjur geta valdið mismunandi blóðþrýstingi til hinna ýmsu hluta heilans og einnig geta myndast blóð- kekkir inni í heilanum." Mistök lífs míns Ein stærstu mistök lífs míns voru þau að ég byrjaði að æfa hnefaleika Hnefaleikar Ein stærstu mistök lífs míns voru þau, segir Marteinn B. Björgvins- son, að ég hóf hnefa- leika 15 ára gamall. 15 ára gamall, á árinu 1944. Ég keppti nokkrum sinnum um íslands- meistaratitilinn og innanfélagstitil. Þar að auki keppti ég oft fyrir bandaríska herinn, sem hélt hnefa- leikakeppni á Hálogalandi. Einnig keppti ég á Keflavíkurflugvelli og fleiri stöðum úti á landi. Mér telst til, að ég hafi keppt hátt í 50 sinnum alls. Seinna í lífi mínu, nánar tiltekið 23 árum eftir að ég hætti í hnefaleik- um, fór að bera á hjá mér minnis- leysi og miklum höfuðverk. Síðan ágerðist það þannig, að ég var far- inn að gleyma svo miklu, að ég var orðinn hættulegur sjálfum mér og vinnufélögum mínum. A sama tíma fór einnig að bera á krampaflogum. Þetta ágerðist sífellt og var ég far- inn að nota mikið magn af sterkum verkjalyfjum og flogaveikislyfjum. Á endanum varð ég að hætta í minni iðngrein sem var húsgagnasmíði, en var jafnframt ófær um að sinna létt- um störfum. Gagnrýni Ég stenst ekki mátið að gagnrýna Ómar Ragnarsson og Bubba fyrir þeirra þátt í að endurnýja áhuga manna fyrir hnefaleikum, þó ég hafi ekkert á móti þessum mönnum að öðru leyti. Mér þótti leitt þegar Óm- ar fór að líkja hnefaleikum við knattspyrnu, þegar hann í sjónvarp- inu sagði, að tveir tengdasynir hans, sem leika knattspymu, yrðu oft vankaðir við að skalla bolta í knatt- spymuleikjum. Ég hef síðan spurt fimm valinkunna knattspymumenn um það, hvort þeir verði oft fyrir því að vankast við að skalla bolta. Að- eins einn þeirra tjáði mér, að hann hefði orðið fyrir því nokkrum sinn- um á sínum ferli. Bubba vil ég gagnrýna fyrir lýs- ingar hans á hnefaleikum sem sýnd- ir em á sjónvarpsstöðinni Sýn. Ég vil leyfa mér að segja, að Bubbi hafi mjög lítið vit á hnefaleikum, því oft notar hann röng orð eða nöfn yfir þau högg, sem hann er að lýsa. Lokaorð Að lokum vil ég beina orðum mín- um að foreldrum, læknum og alþing- ismönnum, og þá sérstaklega lækn- um, um að leggja mér lið í baráttu minni gegn hnefaleikum. Læknar hafa faglega þekkingu á og reynslu af skaðsemi hnefaleika. Þeir geta því orðið að miklu liði við að sann- færa þá sem hlut eiga að máli um að hnefaleikar em íþrótt sem ekki á rétt á sér. Hnefaleikur er harmleikur, sem oft býður upp á örkuml og dauða. Ekki verður um að ræða frekari skrif af minni hálfu um þetta efni, þó svo að grein þessari verði svarað. (Með aðstoð við ritun vegna titr- ings í hendi og talerfiðleika). Höfundur er húsgagnasmiður. Marteinn B. Björgvinsson Shellys skór verð kr. 6.900 Difference sandalar verð kr. 4.500 Henne sandalar verö kr. 8.900 Bull Boxer skór verð kr. 4.900 Bull Boxer skór verð kr. 4.900 FRABÆRIR SUMARSKOR MIKIÐ ÚRVAL AF FÍNNI SKÓM OG SANDÖLUM Tökum upp nýjjar sendingar daglega. SAUTJAN SKODEILD Laugavegí 91. sími 511 1727. Kringlunni. sími 533 1727. Veður og færð á Netinu ^mbl.is 4Í.LWF errrH\sA& nýti NÓATXJN " NÓATÚN117 • ROFABÆ 39 • LAUGAVEG1116 • HAMRABORG 14 KÓP. • FURUGRUND 3, KÓP. ÞVERHOLTI 6, MOS. • JL-HÚSI VESTUR ( BÆ • KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68 HEIMASÍÐA NÓATÚNS WWW.noatUn.ÍS stórhumrr 798 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.