Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Slysavarnir SLYS eru algengasta dánaror- sök bama og unglinga í okkar heimshluta. Slys geta einnig haft í fór með sér ýmsar aðrar alvarlegar afleiðingar, sársauka og þjáningu, langa sjúkrahúsvist og endurhæf- ingu og sumir áverkar eru þess eðlis að um fullan bata verður aldrei að ræða, heldur líkamlega eða andlega fötlun af ýmsu tagi. Kostnaður fyrir fjölskyldur og þjóðfé- lagið í heild vegna slysa er mikill á hverju ári og verður seint reiknaður til enda. Því er augljóst mikilvægi þess að halda uppi öfl- ugum slysavömum. A Islandi eru slys á börnum og unglingum algengari en á hinum Norðurlöndunum. I rannsókn sem Anna Stefánsdóttir og Brynjólfur Mogensen gerðu fyrir nokkmm ámm kom í Ijós að á Is- landi slasast árlega 275 af hverjum þúsund börnum 0-14 ára. Sam- bærileg tala er 120 í Svíþjóð, 160 í Noregi og 200 í Danmörku. Nýleg- ar tölur benda til þess að slysum hér á landi hafi heldur farið fækk- andi. Rekin hefur verið öflug og vel skipulögð umferðarfræðsla fyrir börn á vegum Umferðarráðs og slysum á börnum í umferðinni fækkað og tíðni þeirra virðist ekki að ráði hærri en í Noregi. Það er hins vegar athyglisvert að flest böm sem slasast í umferðarslysum hér em farþegar í bíl og slasast vegna þess að þau em ekki í bílstól eða belti við hæfi. Slysum í heima- húsum fer heldur fækkandi, enda fræðsla og áróður vegna þeirra verið áberandi og margir aðilar þar lagt hönd á plóginn. Tegundir slysa og orsakir em augljóslega marg- víslegar, slysstaðir margir og margt sem hefur áhrif, ekki síst aldur barnsins. Nauðsynlegt er að leita skýringa á hárri slysatíðni bama og unglinga hér samanborið við nágrannalönd- in. Ekki virðist um að ræða mis- munandi eða gallaðar aðferðir við skráningu. Ymislegt má nefna sem hugsanlegar skýringar, t.d. að ekki sé hugað nægilega að þörfum bama við hönnun útivistarsvæða, umferð- armannvirkja, húsnæðis, skóla, o.s.frv. Aðrir nefna langan vinnu- dag foreldra og að böm séu látin sjá um sig sjálf lengur hér en er- lendis. Þá er oft rætt um sinnuleysi íslendinga, litið sé framhjá augljós- um slysagildrum og ekki farið eftir einföldum og sjálfsögðum reglum um slysavamir. Mörgum sem flytja heim frá útlöndum verður tíðrætt um agaleysi í þjóðfélaginu, fullorðið fólk fari ekki eftir reglum og leið- beiningum ef það telur það ekki henta sér og slíkt framferði hafi óhjákvæmilega áhrif á bömin og þeirra hegðun. Fleira mætti tiltaka, en það er augljóst að skýringin er margþætt og einnig ljóst að marg- ir aðilar þurfa að vinna saman að því markmiði að fækka slysum eins og kostur er. Ríkisstjóm Islands ákvað í október 1997 að tillögu Ingibjargar Pálmadóttur, heil- brigðis- og trygginga- málaráðherra, að hrinda af stað átaki til að fækka slysum á bömum og unglingum. í apríl 1998 var skipuð verkefnisstjóm um slysavamir barna og unglinga með fulltrúum sex ráðu- neyta og einum fulltrúa frá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga. Und- Slys Slys eru algengasta dánarorsök barna og unglinga í okkar heims- hluta, segir Olafur Gísli Jónsson. Mikil- vægi þess að halda uppi öflugum slysavörnum er því augljóst. irbúningsvinna er komin vel á veg og leitað verður eftir samvinnu við sem flesta aðila í þjóðfélaginu, bæði opinberar stofnanir, sveitar- félög, félagasamtök, faghópa og einstaklinga. Mikilvægur þáttur starfseminnar er að tryggja að skráning barna- og unghngaslysa sé ítarleg, markviss og aðgengileg. Herdís Storgaard hefur verið ráðin framkvæmdastjóri verkefnisins og hefur hún aðsetur í Heilsuverndar- stöðinni við Barónsstíg, sími 552- 4450. Þangað er hægt að hringja ef þörf er upplýsinga um slysavamir eða fólk vill koma ábendingum á framfæri. Með árvekni og sam- stilltu átaki má fækka slysum á bömum og unglingum verulega. Höfundur er bamalæknir við Sjúkrahús Reykjavíkur og formaður verkefnisstjómar um slysavamir bama og unglinga. Ólafur Gísli Jónsson Handboltinn á Netinu v§> mbl.is ALLTAf= eiTTHVAO A/ÝT7 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 49*. BEVERLY sófi, með lausu bómullariklæði með upphleyptri áferð. Sessur og bakpúðar bólstraðir með polýdún. Fæst ( ýmsum litum og með mismunandi gerðum af áklæði. 3ja sæta sófi. L200 sm, kr. 78.S90,- íjasætasófi.LI75 sm,kr.76.390,- VERONA sófi, með endingargóðu mlkróvelúrefni. Fæst f ýmsum litum. 3ja sæta sófi. L217 sm, kr. 49,520,- 2ja sæta sófi. Ll 95 sm, kr. 44.420,- Ef þú ert í leit að fallegum sófa sem endist vel þá ættir þú að lfta tii okkar. Við bjóðum margar tegundir af stökum sófum og íjölbreytta möguleika hvað varðar áklæði. mcs) Rabgreiðslur HÚSGAGNAHÖLLiN -þar sem úrvalið er meira! Bíldshöfði 20-112 Reykjavik Sími 510 8000 CHELSY sófi, klæddur upphleyptu efni, sem hrindir frá sér vætu (Scotchguard-vöm), i fallegum filabeinshvitum lit Sessur bólstraðar með kaldsteyptum svampi og bakpúöar með polýdún. Ýmslr lltir og gerðir áklæða. 3ja sæta sófi. L210 sm, kr. 77.180,- 21 /2 sæta sófi. LI85 sm, kr. 69.510,- ROGER sófi, burstað bómullaráldæði. Sessur bólstraðar með kaldsteyptum svampi, bakpúðar bólstraðir með polýdún. Fatst í ýmsum litum og með mismunandi áklæði. 3ja sæta sófi. L220 sm, kr. 74.860,- 2ja sæta sófi. L200 sm, kr. 68.520,- Ný kynslóð línuskauta Þú kemst áfram þar sem aðrir þurfa að stoppa ítölsku Hypno skautarnir eru engir venjulegir línuskautar. Þegar þú kemur á áfangastað smellirðu skautunum einfaldlega undan Hypno skónum og gengur af stað. Þú sleppur alveg við að burðast með aukaskó með þér. Væntanlegir ísskautar undir sömu skóna! Hypno - hreint frábær nýjung fyrir fólk á ferðinni. ÖRNINN - allar götur síðan 1925 Skeifunni II - Sfmi 588 9890 - Netfang ominn@mmedia.is Opið 9-18 virka daga og 10-16 laugardaga m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.