Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
VORVINDAR
2 fyrir 1 á Vorvinda!
K VIK M Y NDAHÁTÍÐ
í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGANUM
20. maí - 9. júní
Gegn framvísun þessarar auglýsingar
býöur Morgunblaöiö lesendum sínum
tvo miöa á verðl eins á kvikmyndahá-
tíöina Vorvinda sem haldin er í Regn-
boganum og Háskólabíói.
Góða skemmtun!
HÁSKÓLABÍÓ
Fyrir 33 cl og 50 cl dósir
Stórsparar geymslurýmið
Mjög auðveld í notkun
PFA F
cHeimilisUekjaverslun
Grensásvegur 13 -Reykjavík
Sínu 533 2222
Spenna á N-Irlandi eftir átök í Portadown
Trimble sakaður
um að ganga á
bak orða sinna
TONY Blair boðaði leiðtoga stjóm-
málaflokkanna á Norður-írlandi á
sinn fund í London í gær til að reyna
enn að leysa afvopnunardeiluna
svokölluðu, sem stendur friðarsam-
komulaginu á N-írlandi fyrir þrifum.
David Trimble, forsætisráðherra og
leiðtogi stærsta flokks sambands-
sinna (UUP), ítrekaði fyrir fundinn
þá afstöðu sambandssinna að ekki
kæmi til greina að setja á laggimar
heimastjórn í héraðinu með aðild
Sinn Féin, stjórnmálaarms Irska
lýðveldishersins (IRA), nema IRA
byrjaði afvopnun fyrst. Trimble hef-
ur hins vegar verið sakaður um að
hafa svikið samkomulagsdrög sem
fulltrúar stríðandi fylkinga töldu sig
hafa náð á fundi í London um síðustu
helgi.
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, lagði fram úrslitakosti í
deilunni á sunnudag eftir að Trimble
hafði mistekist að fá flokk sinn til að
samþykkja samningsdrög sem náð-
ust á tíu tíma löngum samningafundi
deilenda á fóstudag. Setti Blair helg-
ina 30. júní sem „endanleg“ tíma-
mörk þess að flokkunum á N-írlandi
takist að leysa ágreiningsefni sín og
hefja stjórnarsamstarf.
Fulltrúar kaþólikka greindu frá
því að Trimble hefði virst hlynntur
samkomulagsdrögunum, sem lögð
höfðu verið fram, á fundum í London
um helgina og það mun einnig hafa
komið Blair í opna skjöldu að
Trimble lýsti sig seinna andsnúinn
drögunum. Sögðu fréttaskýrendur
að trúnaðartraust milli þeirra
Trimbles og Blairs hefði beðið
nokkum skaða af þessu máli.
Tólf særðust þegar átök brutust út
milli kaþólikka og mótmælenda í
bænum Portadown á þriðjudagskvöld
og undirstrikuðu atburðirnir mikil-
vægi þess að lausn íyndist á afvopn-
unardeilunni, en ekki síður í deilum
um svokallaða Drumcree-göngu sam-
bandssinna í gegnum hverfí kaþ-
ólskra í Portadown fyrstu helgina í
júlí. Undanfarin sumur hefur N-ír-
land rambað á barmi borgarastyrj-
aldar þessa helgi, vegna deilna um
rétt Óraníumanna til að ganga fylktu
liði niður Garvaghy-veginn, og virðist
sem stríðandi íylkingar séu að búa sig
undir hefðbundin átök í sumar.
NOATUN
BtfllNpð
MMrMwKSnVER
'Smmmt
NÓATÚN117 • R0FABÆ 39 • LAUGAVEG1116 • HAMRAB0RG 14 KÓP. • FURUGRUND 3, KÓP.
• ÞVERH0LTI 6, M0S. • JL-HÚSI VESTUR í BÆ • KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68
heimasíða nóatúns www.noatun.is