Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ ^48 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 UMRÆÐAN Varnarbanda- lag í vígahug SÚ VAR tíð að ís- lendingar töldu sig vera hlutlausa þjóð ok voru stoltir af þeirri af- stöðu, sérstaklega í vit- skertum heimi síðari heimsstyrjaldar. Hlut- leysisstefnan var tekin svo alvarlega, að ekki 'kom til álita að þjóðin gerðist stofnaðili Sa- meinuðu þjóðanna 1945, þar sem sigur- vegarar stríðsins gerðu þá kröfu að Þýð- skalandi væri sagt stríð á hendur. Þátt- taka Islands að SÞ árið 1946 var gerð með yfir- lýsingu um hlutleysi. Ef farið er lengra aftur í tímann má minna á yfirlýsingar Islands um hlutleysi við fullveldissamningana 1918. Samþykki Islands á yfirstandandi árásum NATO á Júgóslavíu er því skýlaust brot á friðarhefðum þjóðar- innar ok sáttmálum sem hún er aðili að, sem þátttakandi að Sameinuðu þjóðunum ok NATO sjálfs. Á meðan liðhlaupinn frá Arkansas lætur sprengjum rigna yfir þjóðir Jú- góslavíu, Albana jafnt sem Serba, þrátta Is- lendingar um fánýta hluti í kosningabaráttu sem sett er á svið af aug- lýsingastofum. Getur verið að þjóðin sé reiðu- búin að leyfa skammsýn- um stjórnmálamönnum að sparka burt einni af burðarstoðum íslenskrar tilveru? Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna í sáttmála SÞ segir svo um tilgang samtak- anna: „Kafli I - Tilgangur SÞ er: 1. Að viðhalda alþjóðlegum friði ok öryggi ok í þeim tilgangi: að beita áhrifaríkum ok sameiginlegum að- ferðum til að hindra ok fjarlægja ófriðarhættu ok til að bæla niður árásir eða annað friðrof ok að setja niður alþjóðlegar deilur eða milda aðstæður sem gætu leitt til ófriðar, í samræmi við réttarreglur ok alþjóð- leg lög. 2. Til að ná fram þeim markmið- um, sem getið er um í kafla I, skulu Loftur Altice Þorsteinsson samtökin ok aðildarríki þess fylgja eftirfarandi siðareglum. 3. Öll aðildarríkin skulu útkljá al- þjóðlegar deilur sínar með friðsam- legum hætti ok á þann hátt að ekki ógni alþjóðlegum friði ok réttlæti. 4. I alþjóðlegu samhengi skulu öll aðOdarríkin sneiða hjá hótunum um valdbeitingu ok notkun vopnavalds gegn landfræðilegum yfirráðum eða stjómmálalegu sjálfstæði annarra ríkja eða haga athöfnum á nokkurn annan hátt sem ekki eru í samræmi Utanríkismál * Samþykki Islands á yfírstandandi árásum NATO á Júgóslavíu, segir Loftur Altice Þorsteinsson, er því skýlaust brot á friðar- hefðum þjóðarinnar ok sáttmálum sem hún er aðili að. við tilgang hinna Sameinuðu þjóða.“ Þannig er Ijóst að árásir af því tagi sem NATO stendur fyrir í Jú- góslavíu brjóta algjörlega í bága við sáttmála SÞ ok jafnframt að í fram- haldinu hljóta Sameinuðu þjóðirnar að liðast í sundur. Enginn þjóð mun barninu þínu forskot í skólanum Þáttur tölva í daglegu lífi fer æ stækkandi og tölvukunnátta því nauðsynleg. Þess vegna er eins gott að byrja snemma að auka við sig þekkingu til að ná forskoti. Tölvuskóli Reykjavíkur býður upp á gagnleg og skemmtileg tölvunámskeið fyrir börn og unglinga í allt sumar. 1. Börn 6 -10 ára, 24 stundir. Kynning á Windows og notendaforritum sem fylgja því. Ýmis kennslu- og leikjaforrit skoðuö og þar á meðal forrit sem þjálfa rökhugsun. Kynning á Netinu og kennd er leit þannig að nemendur getir sótt skrár, leiki o.fl. inn á Netið. Nauðsynlegt er að nemendur séu orönir læsir. 2. Windows 10 -14 ára, 24 stundir. Megin áhersla er lögð á að nýta tölvu sér til gagns og er kennt á PC tölvur. Farið er í fingrasetningu, vélritunaræfingar, Windows stýrikerfi, ritvinnslu, teikningu, almenna tölvufræði, töflureikni, Netið og leiki. Áhersla er lögð á að leita á Netinu og ná í skrár, eins og leiki o.fl. Námið miðar að almennri tölvuþekkingu þannig að nemendur geta að því loknu nýtt sértölvuna við nám og leik. 3. Tölvuforritun fyrir 11-15 ára, 24 stundir. Kennt er að forrita í Visual Basic. Farið er í grunnatriði forritunar og stefnt að því að nemendur geti sett saman einfalda leiki meö hreyfimyndum og hljóði. í lok námskeiðs fá allir nemendur afrit af leikjunum sem hópurinn smíðar á námskeiðinu og um 1 MB af forritunarkóðum sem eru lítil forrit eða forritabútar sem nota má við frekari forritun. Kr. 13.900,- Kr. 13.900,- Kr. 15.900,- 4. Framhaldsnám fyrir 11-15 ára, 24 stundir. Kr. 15.900,- Vefsíðugerð með Frontpage Express, vistun á Netið o.fl. Myndvinnsla með Photoshop og Microsoft Gif Animator, kennt að ná í myndir af Netinu, breyta þeirri og laga og nota síur. Hljóðvinna, tekin upp tónlist af geisladiskum, hljóði breytt yfir í Mp3, vinnsla með hljóöbrot og tónlistarheimasíður. Útvarpsstöðvar á Netinu skoðaðar. 2 Tölvuskóli Reykjavíkur Borgartúni 28, síml 561 6699 www.tolvuskoli.ls tolvuskoll @ tolvuskoll.ls lengur hafa hvatningu tO að virða sáttmálann. Forustumenn NATO munu einnig verða að svara til saka fyrir afbrot sín. Sannast sagna eru lögformlegar forsendur fyrir hendi til að leiða Davíð Oddsson ok Hall- dór Árgrímsson fyrir stríðsglæpa- dómstólinn í Haag. Sáttmáli NATO í sáttmála NATO segir svo um til- gang „varnarbandalagsins: „Formáli: - Aðildarþjóðir að þess- um sáttmála staðfesta stuðning sinn við tilgang ok grunnreglur sáttmála hinna Sameinuðu þjóða ok löngun sína til að halda frið við allar þjóðir ok ríkisstjómir. Þær eru ákveðnar að tryggja frelsi, sameiginlegan menningararf ok menningarhefðir þátttökuþjóðanna, sem byggðar eru á lýðræðisreglum, frelsi einstaklinga ok lagarétti. Þær munu leitast við að auka stöðugleika ok velmegun á Norður-Atlandshafssvæðinu. Þær era ákveðnar í að sameina krafta sína til sítmeiginlega varna ok til að viðhalda friði ok öryggi. Þær sam- þykkja því þennan Norður-Atlands- hafs sáttmála. Grein 1. Með tilvísun til sáttmála Sameinuðu þjóðanna lofa þátttak- endur að leysa allar alþjóðlegar deil- ur, sem þeir eru aðilar að, með frið- samlegum hætti ok haga aðgerðum þannig að alþjóðlegum friði, öryggi ok réttlæti sé ekki ógnað. Þeir heita jafnframt að sneiða hjá hótunum um valdbeitingu, á alþjóðlegum vett- vangi, á nokkum þann hátt sem ekki er í samræmi við tilgang Sameinuðu þjóðanna." Ekki þarf sérstaka lagaþekkingu til að skilja að yfirstandandi árásir á Júgóslavíu brjóta í bága við yfirlýst- an tilgang NÁTO. Hinsvegar er eðli NATO allt annað en Sameinuðu þjóðanna hvað varðar ábyrgð gagn- vart umheiminum. NATO er lokaður klúbbur sem getur tekið upp árásar- stefnu þrátt fyrir fógur fyrirheit um hið gagnstæða. Ábyrgð aðildarþjóða NATO er þess vegna gagnvart SÞ ok þeim skuldbindingum sem aðild að þeim fylgir. Ábyrgðin er bundin við einstakar þjóðir ok aðild að NATO veitir ekkert skjól fyrir refs- ingum vegna glæpa, þótt unnir séu í nafni NATO. Stríðsglæpir íslands Það er erfitt að horfast í augu við þá staðreynd að Island tekur nú þátt í stríðsglæpum, með samþykki okkar á hernaðaraðgerðum gegn Jú- góslavíu. Hlutleysisstefna landsins er svívirt með þessu framferði ok það svo blygðunarlaust að furðu sæt- ir. Hvorki Alþingi né utanríkismála- nefnd fá tækifæri til að fjalla um málið. Framkvæmdavaldið tekur sér umboð til að umbylta utanríkisstefnu landsins án minnsta tillits til stjórn- arskrárbundinna takmarkana á valdsviði þess. Hvað tekur svo við að loknu ger- eyðingarstríði gagnvart Júgóslavíu? Þeir milljarðar sem hemaðurinn kostar munu blikna við hliðina á kostnaði við uppbygginu landsins, sem að mestu mun verða kostaður af Vesturlöndum. Hinar kristnu þjóðir Júgóslavíu munu að sjálfsögðu verða aðstoðaðar við að komast af hungur- stiginu, hvaða afstöðu sem menn kunna að hafa til Júgóslava í dag. Nú ættu íslendingar að hafa manndóm til að mótmæla brjálæði liðhlaupans frá Arkansas. Okkar sóma er hugs- anlega enn hægt að bjarga. Höfundur er verkfræðingur og stuðningsmaður varnarsamstarfs vestrænna lýðræðisþjóða. Att þú ástvin með geðsjúkdóm? ÞEIR sem svara þessari spumingu ját- andi hljóta að skipta þúsundum, því sam- kvæmt skýrslu starfs- hóps heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um stefnumótun í mál- efnum geðsjúkra eru geðraskanir meðal al- gengustu sjúkdóma sem hrjá þjóðina, eink- um ungt fólk og aldr- aða. Geðsjúkir einstak- lingar þurfa góða og áreiðanlega heilbrigðis- þjónustu, en engum eru þeir þó háðari en sínum nánustu. Aðstandend- um geðsjúkra er mikill vandi á höndum því langvarandi eða endurtekin veikindatímabil taka af þeim drjúgan toll og geta jafnvel stefnt þeirra eigin heilsu í tvísýnu. Þetta þekkir hópur fólks sem Fjölskyldulínan Það er reynsla margra, segir Sæunn Kjartans- dóttir, að auðveldara geti reynst að tala um viðkvæm mál við ókunnuga heldur en vini eða fj ölskyldu. starfar hjá Geðhjálp af eigin raun. Þau eiga sjálf ástvini sem þjást af geðröskun, en hjá Geðhjálp hafa þau sótt fræðslufundi og námskeið fyrir aðstandendur geðsjúkra. Þar hafa þau fengið tækifæri til að ræða um reynslu sína og fljótlega kom í ljós að þau áttu ýmislegt sameiginlegt. Öll höfðu þau fundið fyrir mikilli ein- semd, sérstaklega fyrst þegar sjúk- dómseinkenni fóru að koma í ljós, og öll þekktu þau þörfina fyrir að tala við einhvern sem skildi hvað þau væru að ganga í gegnum. Þessi umræða varð hvatinn að stofnun Fjölskyldu- línunnar. Fjölskyldulínan er símaþjónusta sjálfboða- liða Geðhjálpar sem er ætluð öllum aðstand- endum fólks með geð- sjúkdóma, mökum, börnum, foreldrum, systkinum, ættingjum, vinum, samstarfsfólki og öðrum. Svarað er í símann á miðvikudags- kvöldum á mOli klukkan 20 og 22, en aðra daga er hægt að hringja og skilja eftir skilaboð á símsvara og er þeim svarað eins fljótt og auðið er. Óll símtöl eru undir nafnleynd og all- ar upplýsingar eru trúnaðarmál. Síminn er 800 5090, en símanúmer Fjölskyldulínunnar er í dagbók Mbl. Það er reynsla margra að auðveld- ara geti reynst að tala um viðkvæm mál við ókunnuga heldur en vini eða fjölskyldu, svo framarlega sem fyllsta trúnaðar er gætt. Hægt er að létta á sér og skoða hug sinn, án þess að hafa áhyggjur af áliti eða líðan viðmælandans. Sumir eru þó vantrú- aðir á gildi samræðna og spyrja „hverju eins og það breyti að tala um hluti sem maður fær ekki breytt?" Vissulega eru takmörk fyrir því sem orð fá áorkað, en þegar þau eru not- uð af einlægni og fólk finnur að á það er hlustað, verða margir undrandi á að heyra sjálfa sig segja hluti sem þeir höfðu aldrei hugsað. Við það breytist sýn þeirra og líðan og því má sannarlega segja að orð geti ver- ið til alls fyrst. Sjálfboðaliðar Fjölskyldulínunnar leggja ekki fram lausnir á vanda fólks, en þeir eru búnir reynslu, skilningi og þolinmæði til að hlusta og meðtaka hvernig öðrum líður. Ég hvet aðstandendur geðsjúkra til að þiggja stuðning þeirra. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og sálgreinir. Sæunn Kjartansddttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.