Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999
UR VERINU
MORGUNBLAÐIÐ
ísfélagið stefnir ríkinu vegna
afnáms úreldingarreglna
Sfldarsmugan
Ný torfa
RANNSÓKNASKIPIÐ Ámi Frið-
riksson fann nýja sfldartorfu þó nokk-
uð norðar í Sfldarsmugunni en veiðin
hefur verið til þessa. Sfldin var stygg
og erfið viðureignar en norskt rann-
sóknaskip er væntanlegt á svæðið í
dag til að kanna málið frekar. Hins
vegar er Ami Friðriksson á landleið.
Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræð-
ingur sagði að um stakar torfur hefði
verið að ræða og langt á milli þeirra
en svo virtist sem önnur ganga væri á
ferðinni. „Við náðum ekki sýnum því
hún var mjög stygg og erfitt að eiga
við svona stakar torfur með trolli en
gaman verður að sjá hvað norska
skipið finnur út úr þessu.“
15 íslenskir bátar voru í Sfld-
arsmugunni í gær en veiðisvæðið hef-
ur færst sunnar og er nú nánast beint
í austur frá Langanesi. Hjálmai- sagði
að svo virtist sem sfldin væri á hraðri
leið suðsuðvestur í átt að færeysku
lögsögunni.
í gærmorgun var búið að flaka um
60 tonn af sfld um borð í Bjarna
Ólafssyni AK á tæpum tveimur sólar-
hringum. Skipið hafði þá kastað
tvisvar en fengið lítinn afla. Sfldin er
sett í kælitanka skipsins sem lætur
reka á meðan sfldin er flökuð.
Vill úreldingu
endurgreidda
ÍSFÉLAG Vestmannaeyja hf. hefur
krafið ríkissjóð um endurgreiðslu á
um 145 milljónum króna vegna af-
náms reglna um endmmýjun fiski-
skipa með dómi Hæstaréttar í desem-
ber sl. Ætla má að fjölmargar útgerð-
ir sem varið hafa hundruðum milljóna
króna til kaupa á úreldingarrétti á
undanfórnum árum, fylgist grannt
með framvindu málsins.
Isfélag Vestmannaeyja hf. flutti
fyrir tveimur árum nýtt skip til lands-
ins, Antares VE, og keypti um 2.000
rúmmetra endumýjunarrétt tfl úreld-
ingar á móti skipinu sem flutt var inn,
samkvæmt reglum sem þá giltu um
endurnýjun fiskiskipa. í desember sl.
voru reglur um úreldingu fiskiskipa
afnumdar með dómi Hæstaréttar og
þurfti því ekki lengur að kaupa úreld-
ingu á móti nýju skipi. Hafði ísfélagið
þá keypt úreldingu fyrir um 145 millj-
ónir króna og gerir nú kröfu um að fá
þær endurgreiddar úr ríkissjóði. Sig-
urður Einarsson, framkvæmdastjóri
Isfélagsins, segir að í raun sé höfðað
mál á hendur ríkinu vegna þess að úr-
eldingarreglur hafi verið afnumdar.
„Við sættum okkai- ágætlega við regl-
umar eins og þær voru, en um leið og
þær vom afnumdar voram við að
eyða peningum sem við hefðum ekki
þurft að eyða.“
tírelding keypt dýru verði
Málið var dómtekið sl. þriðjudag og
er gert ráð fyrir að ríldslögmaður
skili um það greinargerð í haust.
Erfitt er því að segja til um hvenær
dómur fellur í málinu. Hinsvegar
þykir ljóst að hópur útgerðarmanna
muni fylgjast grannt með framvindu
mála, enda hafa fjölmargar útgerðir
varið tugum og hundraðum milljóna
króna í kaup á rúmmetram vegna
endumýjunar. Skömmu áður en dóm-
ur Hæstaréttar féll hafði nefnd á veg-
um sjávarútvegsráðherra komist að
þeirri niðurstöðu að ekki skyldi
breyta reglum um úreldingar fiski-
skipa og að áfram mætti stækka skip
um 25% við endumýjun en kaupa
rúmmetra til móts við frekari stækk-
un. Þannig þurftu útgerðarmenn að
úrelda fleiri báta, annaðhvort í eigin
eigu eða kaupa báta til úreldingar.
Verð á úreldingarrúmmetra var mjög
mismunandi en fór hæst í 85.000
krónur árið 1997. Runólfur Hall-
freðsson, útgerðarmaður á Akranesi,
segist munu fylgjast með framvindu
mála með hugsanlega málsókn í huga.
Runólfur greiddi um 120 milljónir
króna fyrir úreldingu vegna endur-
nýjunar á nótaskipinu Bjama Ólafs-
syni AK um einu og hálfu ári áður en
dómur Hæstaréttar féll. „Miðað við
þær aðstæður sem þá vora var ekki
hægt að sjá fram á að staðan myndi
breytast."
Þá segist Pétur Stefánsson, útgerð-
armaður, einnig hafa lagt fram háar
fjárhæðir vegna úreldingarkostnaðar
vegna endumýjunar á frystitogaran-
um Pétri Jónssyni RE og hann muni
kanna rétt sinn til málshöfðunar.
Morgunblaðið/Benedikt
HALLDÓR Jónasson, skipstjóri á Sveini Benediktssyni SU, er ánægð-
ur með kolmunnaveiðamar til þessa.
Kolmunninn
færist norðar
SÆMILEGA hefur gengið á
kolmunnaveiðunum suðvestur af
Færeyjum undanfarna daga, en svo
virðist sem kolmunninn sé að færast
norðar. Samkvæmt upplýsingum frá
Samtökum fiskvinnslustöðva hafa ís-
lensk skip landað um 18.000 tonnum
af kolmunna á Islandi frá áramótum
og erlend skip um 8.000 tonnum, en
auk þess hafa íslensk skip landað
milli 2.000 og 3.000 tonnum í
Færeyjum.
„Við fengum um 1.150 tonn í fimm
hölurn," sagði Halldór Jónasson,
skipstjóri á Sveini Benediktssyni
SU, sem var á Reyðarfirði í gær og
ætlaði aftur á miðin í gærkvöldi.
Hann var almennt ánægður með
veiðamar og sagði að það að hafa
unnið með flottroll í mörg ár væri
mjög góð undirstaða. „Það var bræla
fyrsta daginn en svo fengum við um
120 tonn og síðan frá 200 og upp í
350 tonn í hali. Við höfum verið suð-
ur og suðvestur af Færeyjum en
þetta virðist vera að þokast norðar.“
Óli í Sandgerði AK var kominn
með 750 tonn í gær eftir þriggja
daga veiði. Hann landaði í Færeyj-
um um helgina og verið var að at-
huga hvort hann ætti að halda þang-
að aftur í gærkvöldi. „Útlitið var
ekki mjög bjart en ef dregur úr veið-
inni við Færeyjar skoðum við vænt-
anlega Rósagarðinn næst,“ sagði St-
urlaugur Sturlaugsson hjá Haraldi
Böðvarssyni hf. á Akranesi.
Hákon ÞH landaði tæplega 700
tonnum í Neskaupstað í vikubyrjun
og er farinn aftur á miðin. Sighvatur
Bjamason VE landaði um 1.000
tonnum í Vestmannaeyjum I fyrra-
dag og fer næst á síldina, en hann
hefur fengið samtals um 1.600 tonn
af kolmunna. Stefán Friðriksson, út-
gerðarstjóri hjá Vinnslustöðinni hf. í
Vestmannaeyjum, sagði að þótt eitt-
hvað virtist vera af kolmunnanum
hefði verið ákveðið að veðja frekar á
sfldina.
Júpiter og Neptúnus frá Þórshöfn
era að búa sig undir að fara saman á
kolmunnaveiðar. Þeir hafa verið að
prófa trollin í Jökuldýpinu fyrir utan
Reykjavík í vikunni, en að sögn Jó-
hanns A. Jónssonar, framkvæmda-
stjóra Hraðfrystistöðvar Þórshafnar
hf., fara þeir ekki á miðin fyrr en allt
verður komið í lag. „Skoti hefur ver-
ið þeim til leiðsagnar og ekki verður
farið á miðin nema hann fari með.
Annars verður farið í nokki’a sfldar-
túra.“
§
Melka
MENSWEAR
HAGKAUP
Mejra úrvaí - betri kaup