Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Stjórnendur Sölumiðstöðvarinnar skýra frá lokun starfsstöðvar á Akureyri
Fyrirtæki verða að laga
sig að nýjum aðstæðum
Morgunblaðið/Kristján
GUNNAR Svavarsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, ræðir við þá Magnús Þór Magnússon,
til vinstri, og Baldur Marinósson í starfsstöð SH á Akureyri í gær. Magnús hefur starfað hjá SH frá árinu
1996, en Baldur í samtals 17 ár, flutti með fyrirtækinu norður í upphafi og er sá eini sem enn er eftir af
þeim starfsmönnum sem komu með Sölumiðstöðinni norður fyrir tæpum fjórum árum.
Frekar þungt hljóð
var í starfsfólki SH á
Akureyri eftir að
stjórnendur SH höfðu
skýrt því frá breyting-
um sem leiða til þess
að starfsstöðin á Akur-
eyri verður lögð niður.
Forystumenn í bæjar-
stjórn lýsa yfir von-
brigðum sínum og fyrr-
verandi bæjarstjóri
segir ákvörðun SH
hrein svik. Margrét
Þóra Þórsdóttir
ræddi við stjórnendur
SH og starfsfólk og
fyrrverandi og núver-
andi forystumenn í
bæjarstjórn.
STJÓRNARFORMAÐUR og for-
stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna hf. (SH) kynntu í gær
starfsfólki á skrifstofum SH á
Akureyri um endurskipulagningu á
rekstri fyrirtækisins sem felur
meðal annars í sér að starfsstöð SH
á Akureyri verður lögð niður um
næstu mánaðamót. Frekar þungt
hljóð var í starfsfólkinu eftir að það
fékk þessi tíðindi. Jakob Bjömsson,
fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri,
sagði að ákvörðunin væri hrein svik
við samkomulag það sem gert var
um flutning starfa til Akureyrar
fyrir tæpum fjórum árum. Aðrir
forystumenn í bæjarstjórninni á
þeim tíma, sem talað var við í gær,
sögðu að ákvörðun um að fækka
starfsfólki SH í bænum hefði komið
á óvart og væri dapurleg en lögðu
jafnframt áherslu á að SH hefði
lagt mikið af mörkum til atvinnu-
lífsins á erfiðum tímum. Róbert
Guðflnnsson, formaður stjórnar
SH, sagði ekki hægt að kalla það
mistök að setja upp starfsemi á
Akureyri á sínum tíma en lagði á
það áherslu að fyrirtæki yrðu að
laga sig að breyttum aðstæðum.
Fækkar um nítján
Stjórn Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna ákvað á fundi sínum f
fyrradag að endurskipuleggja
starfsemi þess sem og hjá dóttur-
fyrirtæki sínu, Sæmarki. I endur-
skipulagningunni felst að starfsstöð
félagsins á Akureyri verður lögð
niður, en nokkrir starfsmenn þar
munu áfram starfa fyrir félagið. Þá
verður þróunardeild SH í Reykja-
vík lögð niður, en þróunarstarf hef-
ur í auknum mæli flust til dóttur-
fyrirtækja og framleiðenda. Einnig
verður hagrætt í starfsemi SH og
Sæmarks með fækkun og samnýt-
ingu starfa í þjónustu, bókhaldi,
skjalagerð og fjárreiðum.
Stjórnin veitti einnig heimild til
þess að selja þriðju hæð húsnæðis
SH í Aðalstræti 6 í Reykjavík og
verður starfseminni þjappað betur
saman með bættri nýtingu húsnæð-
is. Alls fækkar störfum um 19 við
þessar aðgerðir, 8 á Akureyri og 11
í Reykjavík. Þeim starfsmönnum
sem láta af starfi verður gert létt-
ara að finna nýtt starf við hæfi með
greiðslum út uppsagnafrest án þess
að vinnuskylda fylgi. A síðasta ári
voru starfsmenn SH 103 talsins en
verða eftir breytingu 73.
Starfsemin færð út til
framleiðendanna
Róbert Guðfinnsson, formaður
stjórnar SH, og Gunnar Svavars-
son forstjóri voru á Akureyri í gær
og gerðu starfsfólki á starfstöð fyr-
irtækisins þar grein fyrir stöðu
mála. Róbert sagði að væntingar
hefðu verið um að Sölumiðstöðin
næði til sín meiri viðskiptum með
því að setja upp starfsstöð á Akur-
eyri. Þróunin hefði hins vegar orðið
sú að fyrirtæki hefðu í ríkum mæli
sameinast og þau stækkað þannig
að þjónusta sem þurfti að veita á
Norðurlandi minnkaði. „Við erum
að færa hluta af starfsemi Sölumið-
stöðvarinnar út til framleiðend-
anna, þau fá aukin verkefni. Það
sama má segja um dótturfélög okk-
ar, þannig við erum að skapa beinni
tengsl milli framleiðslufyrirtækj-
anna og markaðsfyrirtækjanna,“
sagði Róbert.
Starfsemi SH á Akureyri hófst
síðla árs 1995 að undangengnum
miklum átökum um sölumál Ut-
gerðarfélags Akureyringa, en SH
og Islenskar sjávarafurðir börðust
um bitann. ÍS hugðist flytja höfuð-
stöðvar sínar norður til Akureyrar
fengi fyrirtækið forræði yfir sölu á
afurðum ÚA. Bæjarstjórn Akur-
eyrar samþykkti að sala á afurðum
UA yrði áfram hjá SH gegn því að
sölumiðstöðin legði atvinnulífi í
bænum lið en forsvarsmenn SH
gáfu fyrirheit um að skapa 80 störf
í bænum, þar af um 30 á starfsstöð
sinni. SH hefur veitt umtalsvert fé
til þessarar uppbyggingar.
Róbert sagði að ekki væri hægt
að túlka þá atburðarás sem nú hef-
ur orðið sem mistök. „I öllum
rekstri verða fyrirtæki að laga sig
að breyttum aðstæðum. Ef SH
heldur uppi óhagkvæmum rekstri
er nokkuð ljóst að við eigum engin
tækifæri í framtíðinni. Það hefur
orðið feikileg hagræðing í sjávarút-
vegi á síðustu misserum. Inn í sjáv-
arútveginn hefur komið betur
menntað starfsfólk, fólk sem vill
hafa meiri tengsl við markaðinn.
Það tíðkast ekki lengur að halda úti
rekstri bara til að halda honum
uppi,“ sagði Róbert.
Þörf fyrir sölumiðstöð af þessari
stærð ekki sú sama og áður
Hann sagði að á sínum tíma
hefðu menn haft verulega trú á að
hægt yrði að byggja starfsemina á
Akureyri upp út frá þeim aðstæð-
um sem uppi voru á þeim tíma sem
ákvörðunin var tekin og full mein-
ing hefði verið á bak við hana. „Þró-
unin í fyrirtækjunum sem eiga að
skipta við okkur hefur hins vegar
orðið svo ör að þörf fyrir sölumið-
stöð af þessari stærð er ekki sú
sama og áður,“ sagði Róbert.
Gunnar Svavarsson forstjóri
sagði að verið væri að fækka störf-
um hjá fyrirtækinu, hjá því hefði
starfað mjög hæft starfsfólk sem
ekki væri verið að segja upp vegna
persónulegrar frammistöðu, heldur
væri einfaldlega verið að fækka
störfum þvert á fyrirtækið. „Við er-
um ekki að draga saman seglin,
heldur viljum við vinna betur úr
málum með tilliti til breytts
ástands. Það er meira um beint
samband milli framleiðenda og
markaðsfyrirtækjanna en það hef-
ur í för með sér að við þurfum
færra fólk,“ sagði Gunnar.
Þeir Róbert og Gunnar voru
sammála um að þrátt fyrir þessa
ákvörðun mætti ekki vanmeta
framlag SH til atvinnulífsins í bæn-
um. Astandið hefði ekki verið ýkja
gott þegar SH kom að málum á erf-
iðum tíma. Nefndi Róbert m.a.
Slippstöðina og ÚA sem dæmi um
fyrirtæki sem byggju við gjör-
breyttan rekstur eftir aðkomu SH.
„Þau áhrif verða eftir í byggðarlag-
inu og munu endast lengi. Sú
vítamínsprauta mun vara um
ókomna framtíð,“ sagði Róbert.
Starfsstöðinni á Akureyri verður
lokað 1. júní næstkomandi, en þrír
eftirlitsmenn á vegum SH verða
áfram að störfum fyrir fyrirtækið á
Akureyri. Tengsl SH við Akureyri
og Norðurland allt verða eftir sem
áður góð, að sögn Róberts.
Þungt yfir starfsfólki
Fremur þungt var yfir starfsfólki
SH á Akureyri þegar það gekk af
fundi með stjórnendum í gærmorg-
un þar sem tilkynnt var um upp-
sagnir. Fram kom í samtölum að
lokun starfsstöðvarinnar væri visst
áfall, en starfsemin hefði á síðustu
misserum farið minnkandi þannig
að marga grunaði að svona gæti
farið einhvern daginn. í fyrstu
fluttu þónokkuð margir starfsmenn
með fyrirtækinu úr Reykjavík
norður, en þegar þeir létu af störf-
um voru heimamenn ekki ráðnir í
þeirra stað líkt og boðað hafði ver-
ið. Nokkrir lýstu yfir áhyggjum yfir
að fá ekki sambærilega atvinnu á
Akureyri, en menn voru þó ekki
svartsýnir og tóku fram að starfs-
lokasamningar fyrirtækisins væru
til fyrirmyndar.
Hreinustu svik
„Mér þykir þetta afar sárt og tel
þetta í raun hreinustu svik miðað
við það sem um var talað, þetta
átti að vera uppbygging til fram-
tíðar en ekki skammtímadúsa sem
kippt yrði burt við fyrsta tæki-
færi,“ sagði Jakob Björnsson sem
var bæjarstjóri á Akureyri þegar
samkomulag var gert um upp-
byggingu SH í atvinnulífi bæjar-
ins. Hann sagði að stærsti einstaki
liðurinn í atvinnuuppbyggingunni
hefði verið flutningur á hluta af
starfsemi SH-skrifstofunnar norð-
ur en nú tæpum fjórum árum eftir
að starfsemin hófst ætti að loka
henni, „og mér hlýtur að þykja það
hið versta mál, því um annað var
talað, þannig að í mínum huga eru
þetta svik,“ sagði Jakob. Hann
sagði að aldrei hefði verið gerður
skriflegur samningur um málið,
fulltrúar SH hefðu gengið fast eft-
ir því að fá staðfestan samning um
að fyrirtækið hefði sölu á afurðum
ÚA til ákveðið langs tíma, en bæj-
arstjórn ekki talið sér fært að gera
slíkar skuldbindingar og á sama
hátt hefði ekki verið unnt að krefja
SH-menn um skriflegan samning
um að þeir stæðu við sín loforð.
Bæjarstjórn hefði þó í kjölfar
þessa máls haldið sig til hlés í mál-
efnum ÚA og þannig staðið við
sinn hlut.
Kom á óvart
Gísli Bragi Hjartarson, bæjar-
fulltrúi Alþýðuflokks, sat í meiri-
hluta með Framsóknarflokki í bæj-
arstjórn Akureyrar á þessum tíma.
Hann sagði að lokun starfsstöðvar-
innar á Akureyri kæmi sér á óvart.
„Eg hélt hún myndi starfa hér
lengur, þetta var einn liður í at-
vinnuuppbyggingu SH hér í bæn-
um,“ sagði Gísli Bragi. „SH kom að
atvinnulífinu hér með margvísleg-
um hætti og lét ýmislegt gott af sér
leiða. Auðvitað átti maður kannski
að segja sér sjálfur að ekki var
hægt að festa þetta niður til fram-
tíðar, landslagið í þessum málum er
svo fljótt að breytast en á þeim
tíma sem gengið var frá samkomu-
laginu var ómögulegt að sjá þessa
þróun fyrir.“
Gleymum ekki því sem SH
gerði í atvinnulífinu
Sigurður J. Sigurðsson, forseti
bæjarstjórnar Akureyrar, sagði að
nýir stjórnendur væru að fækka
starfsfólki og ekki undarlegt að
hluti af því kæmi niður á starfsstöð-
inni á Akureyri, „en auðvitað kem-
ur það við mann,“ sagði hann. „Þó
að það sé dapurlegt að horfa á eftir
þessum störfum má ekki gleyma
því að SH hefur gert mikið í at-
vinnulífinu hér í bænum. Hvort sem
mönnum líkar betur eða verr verða
menn að þola þær breytingar sem
hafa orðið í þessum rekstri. Hvorki
þeir né við gerðum okkur á þessum
tíma grein fyrir þeirri þróun sem
varð,“ sagði Sigurður.
Sigurður J. Sigurðsson sagði um-
deilanlegt hvort hægt væri að full-
yrða að verið væri að ganga á bak
gefnum fyrirheitum. Nýir stjórn-
endur Sölumiðstöðvarinnar yrðu að
meta hvaða skuldbindingum þeir
teldu sig bundna af þegai- horft
væri til rekstrarins. „Til allrar
hamingju er atvinnuástandið allt
annað nú en var á þessum tíma, en
það sem gert var hjálpaði vonandi í
þeirri uppbyggingu sem átt hefur
sér stað á síðustu áram,“ sagði Sig-
urður.
Kristján Þór Júlíusson, núver-
andi bæjarstjóri á Akureyri, sagð-
ist ekki þeklqja þær forsendur sem
lágu að baki þegar ákvörðunin var
tekin. „Eg þekki ekki aðdraganda
þessa máls og get því ekki tjáð mig
um þetta. Fyrir mér lítur málið út
þannig að fyrirtækið er að hagræða
í sínum rekstri og það kemur út
með þessum hætti,“ sagði Kristján
Þór.
sumarbGbir skAta
ÚLFUÚTSVATNI
SUMARBUÐIR SKATA ULFLIOTSVATINI
VIKU UTILIFS- OG ÆVINTYRANAMSKEID
Innritun er hafin fyrir 6-16 ára í Skátahúsinu Snorrabraut 60 í síma 562 1390
IA
O
(O