Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ómar Geispi á Austurvelli Kannski var hann að vakna af geispaði svo hraustlega þegar vetrardvala, líkt og trén á auga Uósmyndarans beindist að Austurvelli, þessi maður sem honum. Safnað fyrir börn á Indlandi ÚTVARPSSTÖÐIN Lindin, sem sendir út á bylgjulengdinni 102,9, stendur fyrir söfnun til styrktar munaðarlausum bömum á Indlandi í dag, fimmtudag. Söfnunin er í sam- vinnu við ABC hjálparstarf, en sl. laugardag hljóp Eiður Aðalgeirsson 102,9 km og safnaði áheitum fyrir samtökin. Eiður hóf ferð sína á Reykjanestá, hljóp vítt og breitt um Reykjanesið og lauk fórinni nálægt Rauðavatni. Peim fjármunum sem safnast verður varið til byggingar heimilis fyrir munaðarlaus og yfirgefin böm á Indlandi. Söfnunin er með reikn- ing í íslandsbanka nr. 515-14-280 000. FRÉTTIR Yerðstríð stórverslana á höfuðborgarsvæðinu Samkeppmn ræður verðinu ÁSTÆÐUR þess að stórmarkaðir á höfuðborgarsvæðinu bjóða mis- munandi verð á ávöxtum eins og verið hefur undanfarna daga er hörð samkeppni þeima. Verslanir Bónuss og Hagkaups hafa síðustu daga boðið epli og appelsínur á 75-86 krónur en t.d. verslanir Nóa- túns og Nýkaups á 198 krónur. Miðað við 130 kr. heildsöluverð, sem dæmi em um, er ljóst að ekki era allar verslanir að hafa mikið út úr sölu á þessum vöram meðan slík tilboð era í gangi. Jón Bjömsson, framkvæmda- stjóri Hagkaups, tjáði Morgunblað- inu í gær að mótuð hefði verið sú stefna fyrirtækisins að bjóða mikið vöraúrval á lágu verði. „Við getum boðið ódýrari lausnir en margir aðrir á framsetningu á vöranni, við eram með stórar verslanir og inn- kaup okkar era hagkvæm vegna þess,“ segir Jón meðal annars. Hann segir samkeppni alltaf vera fyrir hendi en þar fyrir utan hafi hver verslun og verslunarkeðja markað sér ákveðinn sess í verðlag- inu almennt. Jón vildi ekki fara ná- kvæmlega út í útskýringar á ein- stökum tilboðum en sagði ljóst að verslanir bæra mismikið úr býtum í slíkum tilboðum en þau væra nauð- synlegur þáttur í samkeppninni. Svigrúmið væri hins vegar oft ekki mikið, það réðist þó mikið af hag- kvæmni þeirra innkaupa sem gerð væra hverju sinni. „Markmið okkar er að bjóða mikið úrval á lágu verði, það er það sem viðskiptavinir okkar sækjast eftir,“ sagði Jón Björnsson. „Mismunandi verðlag í stórmörk- uðum skýrist meðal annars af því að við leggjum áherslu á gæði, til dæmis í innkaupum á ávöxtum og við eram með kjöt- og fiskborð í verslunum okkar og veitum því meiri þjónustu en lágverðsverslanir sem ekki veita slíka þjónustu," seg- ir Jón Þorsteinn Jónsson, markaðs- stjóri Nóatúns-verslananna, meðal annars er hann er spurður út í mun á verðlagi Nóatúns og t.d. verslana Hagkaups og Bónuss. Jón Þorsteinn segir að í verslun- um Nóatúns séu keyptir ávextir í fyrsta flokki og þeir gjarnan og í vaxandi mæli fluttir til landsins með flugi. „Viðskiptavinir okkar vilja góða vöra og það er sérstak- lega horft til þess varðandi ávexti. Þeir vilja fyrsta flokk en ekki ann- an og era tilbúnir til að greiða hærra verð fyrir það,“ segir Jón og nefnir að iðulega sé ekki litið til þessara atriða í verðsamanburði verslananna. Sem dæmi um það megi nefna samanburð sem gerður var á kartöfluverði og bornar sam- an tveggja kílóa pakkningar af þvegnum og flokkuðum kartöflum hjá Nóatúni við 25 kg sekk af óflokkuðum og óþvegnum kartöfl- um hjá Bónusi. Jón Þorsteinn segir að verðlag í verslunum Nóatúns sé líkast því sem gerist hjá Nýkaupi enda sé í báðum tilvikum rekið kjöt- og fisk- borð með tilheyrandi þjónustu og mun fleira starfsfólki en t.d. sé í Hagkaupi og Bónus. Hærra verð á for- pökkuðum ávöxtum Varðandi verðmun á innpökkuð- um ávöxtum og þeim sem seldir eru í lausu segja forráðamenn stór- markaða að meiri vinna felist í pökkun ávaxtanna en að selja þá í lausu. Velur viðskiptavinurinn sjálfur skammt sinn í poka sem vigtaður er um leið og greitt er við kassann. Fram kom í Morgunblað- inu í gær að verð á pökkuðum ávöxtum getur verið allt að tvöfalt á við þá lausu. Heildsölurnar annast iðulega pökkun og frágang og er innkaups- verð þeirra þá nokkra hærra. Þá er stundum pakkað saman þremur tegundum sem þeir segja að við- skiptavinum þyki oft þægilegt að grípa með sér. Nokkuð sé um að neytendur kjósi heldur forpakkaða ávexti, kannski af hreinlætisástæð- um, ljóst að margar hendur hafi þá ekki farið höndum um þá eins og eigi við um ávexti í lausu. Skotarnir fundust á göngu niður af Vatnajökli Gistu nótt í snjóhúsi SKOTARNIR þrír, sem skiluðu sér ekki niður af Vatnajökli á til- skildum tíma á mánudag, fundust um klukkan 11 í gærmorgun er þeir vora á leið niður jökulinn hjá Sandfelli, en þar höfðu þeir tjaldað í fyrrinótt og vora nýlagðir af stað er þeir mættu björgunarsveitar- mönnum. Skotarnir lögðu af stað upp á Vatnajökul hinn 11. maí og létu þeir Landsbjörg fá leiðaráætlun, en samkvæmt henni ætluðu þeir að vera komnir tU byggða mánudag- inn 17. maí og vildu að sín yrði leit- að ef þeir yrðu ekki komnir þriðju- daginn 18. maí. Þeir skiluðu sér ekki á mánudaginn og vora enn ekki komnir á þriðjudaginn, þannig að farið var að leita að þeim. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg höfðu mennirnir ætlað að ganga niður af jöklinum hjá Þor- steinshöfða, en vegna snjóflóða- hættu og slæmra skilyrða hættu þeir við það. Þeir reyndu þá að fara niður Skaftafellsjökulinn, en urðu einnig að hætta við það vegna að- stæðna. Þeir ákváðu því að halda aftur upp í Hermannaskarð, sem var um dagleið, en þegar Skotarnir komu þangað skall á brjálað veður og þeh grófu sig í fönn og gistu þar í um 30 klukkustundir. Eftir næturdvöl í snjóhúsi héldu þeir ferð sinni áfram niður Sand- fellsleiðina en vora orðnir öimagna af þreytu og ákváðu því að gista í tjaldi um nóttina og halda áfram morguninn eftir. Eins og áður sagði vora þeir nýlagðir af stað í gærmorgun þegar björgunarsveit- armenn gengu fram á þá. Skotarnir halda heim á leið í dag. Hafa varað við verð- bólgu í á annað ár ÞJOÐHAGSSTOFNUN og Seðla- bankinn hafa í á annað ár varað ein- dregið við þenslu í hagkerfinu og hættu á verðbólgu. Stofnanirnar hafa eindregið hvatt til að aðhalds sé gætt í ríkisútgjöldum og Seðla- bankinn hefur tvívegis hækkað vexti til þess að slá á eftirspum. í skýrslu Þjóðhagsstofnunar um þjóðarbúskapinn 1997, sem út kom í mars 1998, er vakin athygli á því að beita þurfi ólíkum áherslum í hag- stjóm í takt við hagsveifluna. Framan af hagsveiflunni þurfi að halda uppi eftirspuminni, en eftir það að tryggja fulla nýtingu fram- leiðsluþáttanna án þess að þensla myndist. „Enginn vafi er á því að hagsveiflan hér á landi er komin á það stig að aðhalds er þörf til að halda aftur af öram vexti þjóðarút- gjalda," segir í skýrslunni. I þjóðhagsspá sem kom út 1. júlí í fyrra var bent á að þjóðarútgjöld ykjust tvöfalt hraðar en tekjumar. Þetta endurspeglaði að spamaður í landinu væri of lítill. Haft er eftir Friðriki Má Baldurssyni, forstjóra Þjóðhagsstofnunar, að mikill við- skiptahalli geti valdið minni hag- vexti þegar til lengri tíma sé litið. „í staðinn fyrir að greiða niður skuldir erum við að bæta við þær. Og ef eft- irspumin heldur áfram að aukast með sama hætti og verið hefur und- anfama mánuði era verulegar líkur á að við sjáum meiri þenslumerki og aukna verðbólgu." Varað við miklum viðskiptahalla í september í fyrra birti Seðla- bankinn tölur um viðskiptahalla á fyrstu sex mánuðum ársins. Hallinn var þá þegar orðinn 24 milljarðar sem var það sama og Þjóðhags- stofnun spáði fyrir árið í heild. Seðlabankinn gerði viðskiptahall- ann að umfjöllunarefni í haust- skýrslu sinni sem kynnt var um miðjan nóvember, en því var þá spáð að viðskiptahallinn á árinu yrði um 40 milljarðar. í inngangskafla hennar segir: „Ekki er hægt að bú- ast við að jafnöflugur hagvöxtur og verið hefur síðustu þrjú ár geti til lengdar farið saman við lága verð- bólgu.“ Bankinn hvatti til aukins aðhalds í ríkisfjármálum og lánsfjármálum. Einnig væri nauðsynlegt að koma fram með aðgerðir sem væru falln- ar til að örva spamað einkaaðila samhliða þess að dregið yrði úr út- lánum lánastofnana. Viðskiptahall- inn er þó sagður vera alvarlegasti veikleikinn í stöðu þjóðarbúsins. Sérstakt áhyggjuefni væri útlána- aukning innlánsstofnana, sem hefði verið 18,5% á síðustu 12 mánuðum. Bent er á að einkaneysla hefði auk- ist tvöfalt meira en reiknað var með og útlit væri fyrir að skuldir heimil- anna ykjust um 43 milljarða á árinu. Spáð aukinni verðbólgu í skýrslu Seðlabankans var því spáð að verðbólga á árinu 1999 yrði 1,9%. í endurskoðaðri efnahagsspá Þjóðhagsstofnunar, sem lögð var fram í desember í fyrra, hækkaði stofnunin verðbólguspá sína fyrir árið úr 2% í 2,5%. Jafnframt var hvatt til aðhalds við afgreiðslu fjár- laga. Seðlabankinn hækkaði verð- bólguspá sína fyrir árið um miðjan janúar og spáði þá 2,2% verðbólgu. Már Guðmundsson, aðalhagfræð- ingur bankans, sagði í samtali við Morgunblaðið að þörf væri á auknu aðhaldi í ríkisfjármálum og pen- ingamálum ef koma ætti í veg fyrir ofhitun og brotlendingu hagkerfis- ins. Aðrir hagfræðingar sem blaðið ræddi við vöraðu við því að hættu- merki væra í efnahagslífinu og þörf væri á meira aðhaldi. I febrúar hækkaði Seðlabankinn vexti um 0,4% í þeim tilgangi að reyna að draga úr eftirspurn eftir lánsfé. Jafnframt tilkynnti bankinn að hann hygðist setja hertar reglur um lausafjárkvöð bankanna. Birgir ísleifur Gunnarsson seðlabanka- stjóri sagði af þessu tilefni: „Við þau skilyrði sem nú ríkja í þjóðar- búskapnum, sem einkennast af hárri nýtingu framleiðslugetu og litlu atvinnuleysi, gæti áframhald- andi mikill eftirspurnai’vöxtur raskað þeim verðstöðugleika sem hér hefur ríkt að undanförnu. Vöxt- ur peningastærða og útlána gefur vísbendingu um undirliggjandi vöxt eftirspurnar en kyndir um leið und- ir honum.“ Um miðjan mars gaf Þjóðhags- stofnun út skýrslu um efnahagsmál og hækkaði þá verðbólguspá sína upp í 2,5%. Bent var á að farið væri að síga á seinni hluta hagvaxtar- skeiðsins og ítrekaðar vora fyrri viðvaranir um hættu á verðbólgu ef ekki tækist að draga úr eftirspurn. í lok apríl birti Seðlabankinn nýja verðbólguspá sem gerði ráð fyrir 2,8% verðbólgu á árinu. í byrj- un þessa mánaðar birti Islands- banki spá þar sem reiknað var með 3% verðbólgu á árinu. Að mati Efnahags- og framfara- stofnunar Evrópu, OECD, sem sagt var frá í blaðinu í gær, er einnig hætta á verðbólgu á íslandi með stigmagnaðri hækkun launa og verðlags. Við slíkar aðstæður geti orðið erfitt að hafa stjóm á gengi krónunnar, segir í greinargerð OECD.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.