Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 KIRKJUSTARF I DAG MORGUNBLAÐIÐ Safnaðarstarf Kirkjuferð aldr- aðra Keflvíkinga KEFLAVÍKURKIRKJA býður eldri borgurum í kirkjuferð á Sel- tjarnamesi miðvikudaginn 26. maí nk. Rútur leggja af stað frá Kirkju- lundi við Kirkjuveg kl. 13 og taka síðan upp ferðalanga á Suðurgötu (við Hvamm) og Faxabraut (við ; Hlévang og á stoppistöð). Áætluð i heimkoma er kl. 18. A Seltjamarnesi verður m.a. skoðað Lyfjafræðisafnið og Lækna- minjasafnið. Seltjamameskirkja ^verður heimsótt, sr. Guðný Hall- grímsdóttir tekur á móti hópnum með helgistund og þátttakendum verður boðið upp á kaffiveitingar í safnaðarheimilinu. Allir eldri borgarar í Keflavíkur- sókn em hjartanlega velkomnir og era þeir beðnir um að tilkynna þátt- töku sína í síma 4214327 eða 855 0834, sem fyrst. F.h. Keflavíkurkirkju, Lilja G. Hallgrímsdóttir, djákni. Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 14-17. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. jDómkirkjan. Opið hús í safnaðar- heimilinu kl. 14-16. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun, altaris- ganga. Léttur málsverður í safnað- arheimili eftir stundina. Háteigskirkja. Taize-messa kl. 21. Langholtskirkja. Opið hús fyrir for- eldra yngri bama kl. 10-12. Söng- stund. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.00. Gunnar Gunnarsson leikur á orgel frá kl. 12. Prestur sr. Bjami Karlsson. Léttur málsverður í safn- aðarheimOinu að stundinni lokinni. Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn á föstudögum kl. 10-12. Digraneskirkja. Foreldramorgnar kl. 10-12 i umsjá Fjólu Grímsdóttur og Bjargar Geirdal. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11- 12 ára kl. 17. Grafarvogskirkja. Mömmumorgn- ar kl. 10-12. Áhugaverðir fyrirlestr- ar, létt spjall og kaffi og djús íyrir bömin. Kópavogskirkja. Starf eldri borgara í dag ki. 14-16 í safnaðarheimilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund í dag ki. 18. Fyrirbænaefnum má koma til prests eða kirkjuvarðar. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 10-12 ára börn frá kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu, Linnetsstíg 6. Æskulýðsfundur kl. 20-22. Hafnarfjarðarkirkja. Mömmumorgnar kl. 10-12 í Vonar- höfn. ÁTN-starf fyrir 8-9 ára kl. 17- 18.30 í Vonarhöfn. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 22. Kaffi eftir athöfn. Bibl- íulestur kl. 21. Víðistaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Lágafellskirkja. Kyrrðar- og bæna- stundir alla fimmtudaga kl. 18. Keflavíkurkirkja. Sjónvarpsupptaka á hátíðarguðsþjónustu kl. 17. Fólk er hvatt til að taka þátt í guðsþjónust- unni. Sr. Ólafur Oddur Jónsson pré- dikar og þjónar fyrir altari ásamt Lilju G. Hallgrímsdóttur, djákna. Andrés Bjömsson leikur einleik á trompet. Kór Keflavíkurkirkju leiðir söng. Organisti Einar Öm Einars- son. Guðsþjónustunni verður sjón- varpað kl. 17 á hvítasunnudag. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Helgistund í Hraunbúðum ld. 11. Opið hús unglinga í KFUM & K húsinu kl. 20.30. Hjálpræðisherinn. Kl. 20 „Mann- sambandet" frá Noregi leiðir lof- gjörðarsamkomu á Hjálpræðishem- um. Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl. 18.30. MORGUNHANI fær 20% afslátt af viðskiptum milli kl. 9 og 11 GLERAUGNABÚDIN Helmout KreidicT VELVAKAMII Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Svo lögum hlýðið eða land flýið „Skik folg eller land fly“. Hver sagði þessi fleygu orð og hvað merkja þau? Ég hef oft velt því fyrir mér hvort hér sé átt við að fólk sem flytur eða flýr til annarra landa og sest þar að, verði að afneita trú sinni eða fá þeir að rækja hana áfram, til dæmis með fjölkvæni og um- skurði sveinbama? Verð- ur það leyft? Eða eiga inn- flytjendur að hlíta sömu reglum og sömu trúar- brögðum og þegnar lands- ins sem þeir flytja til? Trúarbragðastríð hafa geisað um heiminn frá aldaöðli og á írlandi hafa kaþólikkar og kristið fólk ekki getað lifað í sátt og samlyndi. Múhameðstrú- armenn hata kristna menn og drepa. Hvenær skyldi trúarbragðastríð brjótast út á Norðurlönd- um, eða ættum við að berja í borðið og segja „Skik folg eller land fly“ sem á íslensku útleggst „Svo lögum hlýðið eða land flýið“? Sigríður. Tapað/fundið Skíðaúlpa týndist í Seljahverfi Brúnleit O’NeOl skíðaúlpa týndist nýverið í Selja- hverfi. Upplýsingar í síma 587 2274 eftir kl. 19. Fundarlaun. Silfureyrnalokkur í óskilum Silfureymalokkur, eins og blóm í laginu, fannst fyrir utan Framhúsið sl. þriðju- dag. Upplýsingar í síma 588 1661. Grænt G-Shock úr týndist STÓRT grænt G-Shock úr týndist í mátunarklefa í tískuversluninni Oasis sl. mánudag. Þeir sem kann- ast við úrið hafi samband í síma 698 8023. Fundar- laun. Dúri er týndur DÚRI týndist frá Álfholti 56a i Hafnarfirði. Hann er svartur og hvitur, með gyllta ól og rautt merki. Ef einhver hefur orðið hans var þá vinsamlega hafið samband í síma 565 2528 eða 515 1417. Svört læða týndist í Kópavogi LÍTIL svört læða týndist í vesturbæ Kópavogs sl. laugardagsmorgun. Hún er á flakki í hverfinu. Þeir sem verða hennar varir láti vita í síma 564 2723 eftir kl. 15. Skógarköttur týndist frá Lindargötu ÞOKA, 1 árs norskur skógarköttur, týndist frá Lindargötu 25 sl. laugar- dag. Hún er loðin, grá- bröndótt læða, ómerkt en auðþekkjanleg því hún er rökuð á kvið og með skallablett á baki. Þeir sem hafa séð Þoku vin- samlegast látið vita í síma 5521387 eða 551 1511. Dýrleif. Kettlingar fást gefins FJÓRIR guOfallegir kett- lingar fást gefins. Upplýs- ingar í síma 587 3599. Kettlinga vantar heimili ÞRJÁ átta vikna kettlinga vantar heimili. Upplýsing- ar í síma 699 2771. AÐEINS 2990! Spuming er hvort þær falla fyrir tilboðinu. Morgunbiaflið/Ómar Vorfundur Útflutningsráös SV/FÍS Verömat og skráning fyrirtækja á veröbréfaþingi Vorfundur Útflutningsráðs SV/FÍS verður haldinn f dag, fimmtudaginn 20. maí, kl. 12.00 í Skálanum, Hótel Sögu. Gestur fundarins verður Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar hf, og fjallar hann um verðmat og skráningu fyrirtækja á Verðbréfaþingi. Þátttökugjald með hádegisverði er kr. 2.500. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á skrifstofu samtakanna í sfma 588 8910. Fundurinn er öllum opinn. Víkverji skrifar... ALÞINGI hefur gefið út árs- skýrslu um störf 123. þingsins og reksturinn á síðasta ári og er þetta í fyrsta skipti sem slík skýrsla er gefin út. Víða er komið við og fróðlegt að fletta þessu riti. Á síðasta þingi var heildarfundar- tíminn 384 klukkustundir, en 654 tímar á þinginu á undan. Langmest- ur tími þingfunda á síðasta vetri fór í ræður um framvörp eða 220 klukkustundir eða hátt í sex vinnu- vikur. Mestar annir voru í desem- bermánuði. Þá vora haldnir 20 þing- fundir á 16 dögum og stóðu þing- fundir samtals í 120 tíma í þeim mánuði. Aðeins hluti þingstarfanna fer þó fram á sjálfum þingfundunum og sést það vel á yfirliti um störf ein- stakra nefnda þingsins. Þannig vora haldnir 285 nefndafundir sem stóðu í 562 klukkustundir og bárast 1.666 erindi til þingnefnda. Svo dæmi séu tekin sat fjárlaganefnd á 43 fundum í 90 klukkustundir, allsherjarnefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og heil- brigðis- og trygginganefnd sátu á fundum í um 60 klukkustundir hver nefnd. GREINILEGT er að áhugi er á störfum þingsins. Þetta kemur m.a. fram í vaxandi fjölda fólks sem fer inn á heimasíðu Alþingis. Sam- kvæmt ársskýrslunni vora hátt í 12 þúsund heimsóknir þangað í janúar- mánuði og um 17 þúsund í febrúar. Þetta er umtalsverð aukning frá ár- inu á undan. Árið 1998 heimsóttu 4.345 manns Alþingishúsið, mest skólanemar. Gestum fjölgaði um tæplega 400 frá árinu á undan. XXX * IBLAÐINU Bæjaríns besta á Isa- firði birtist lítið horn vikulega undir heitinu „orð vikunnar". Fyrir- sögn síðasta þáttar er A.v.á. Skrif- ari er vanur að fást við skammstaf- anir, eins hvimleiðar og þær geta nú verið, en á þessari áttaði hann sig ekki fyrst í stað. I Bæjaríns besta segir: „Ofanrituð skammstöfun var algeng í auglýsing- um á fyrri hluta aldarinnar en sést ekki lengur. Þegar gömlum Skutli eða gömlu Vesturlandi er flett, má iðulega sjá litlar auglýsingar á borð við „Kjólföt til sölu. A.v.á.“ eða „Her- bergi tii leigu. A.v.á.“ Þessi skammstöfun hefur stund- um vafist fyrir þeim sem líta í göm- ul blöð. Hér skal leyst úr þeim vanda. Skammstöfunin stendur fyr- ir orðin ,Afgreiðslan vísar á“. Nið- urstaða: Áhugasamir skulu leita til afgreiðslu blaðsins. Þar er vísað í auglýsandann." XXX UNG vinkona skrifara, sem fermdist á dögunum, fékk margt fallegra gjafa. Eins og geng- ur þurfti hún að skila nokkram þeirra, m.a. vegna þess að hún fékk fleiri en eitt stykki af sömu tegund. Gekk það vandræðalaust og geymir hún vandlega nokkra inneignar- seðla til betri tíma. Það vakti athygli stúlkunnar og fjölskyldu að á einni inneignarkvitt- uninni stendur skrifað „Gildir í eitt ár“. Víkverji veltir fyrir sér hvort slík skilyrði teljist eðlilegir við- skiptahættir. Rýrnar innstæðan virkilega svo á einu ári að hún verði verðlaus að því liðnu? Einhver hefði nú haldið að verðmætið ykist með því að geyma ákveðna peningaupp- hæð í ákveðinn tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.