Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Nýjar bækur • „ETHICS and action in thirteenth-century Iceland“ er eftir Guðrúnu Nordal sér- fræðing á Arnastofnun. Bókin er 11. bindið í ritröðinni The Viking Collection. Studies in Northern civilization. Ritstjórar ritraðarinn- ar eru Preben Meu- lengracht Serensen og Gerd Wolfgang Weber. Bókin er byggð á doktors- ritgerð höíúndar sem varin var við Oxford háskóla árið 1988.1 bókinni er leitast við að lýsa siðferði og hegðun manna á þrettándu öld með því að gera nákvæma rann- sókn á íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar sem varðveitt er sem hluti Sturlunga sögu. I bókinni er lögð áhersla á kerf- isbundna könnun á siðferði- legum álitamálum og vitnis- burður sögunnar notaður sem mælistika á siðferði í þeim Is- lendingasögum er spretta upp úr jarðvegi þrettándu aldar. Höfð er hliðsjón af aðferðum mannfræðinnar þar sem miklu skiptir að meta hegðun manna út frá fjölskyldu- og þjóðfélagsstöðu. Fjallað er um fjölskyldutengsl og sýnt hve sterk þau voru í raun á þessum tíma þrátt fyrir róst- ur milli ættingja. Með þeirri greiningu fylgja ítarlegar skrár. Þá eru sambönd kynj- anna skoðuð, og athugað hvemig hegðun kvenna er skilyrt af samböndum þeirra við karla, þ.e. eftir því hvort þær eru ógiftar, frillur, í hjónabandi, fráskildar eða ekkjur. Höfundur gerir grein fyrir ástæðum deilna í þjóðfé- lagi Sturlungaaldar, afstöðu manna til drápa og trúarvið- horfum á dauðastundu. Meg- inþráðurinn í gegnum bókina alla er að túlka beri atburði í Ijósi þess að íslendinga saga er verk lærðs miðaldamanns og útsmogins rithöfundar. Utgefandi er Odense Uni- versity Press. LISTIR Lj óðasöng’leikj atónlist 'UÍMivr Salurinn EINSÖNGSTÓNLEIKAR Hlín Pétursdóttir og Gerrit Schuil fluttu söngverk eftir íslenska og er- lenda höfunda. Þriðjudagurinn 18. maí, 1999. SÍÐUSTU Tíbrár-tónleikarnir að þessu sinni voru söngtónleikar, þar sem Hlín Pétursdóttir sópransöng- kona og Gerrit Schuil píanóleikari fiuttu söngverk eftir Mozart, Mendelssohn, Strauss, Weill, Þor- kel Sigurbjörnsson og Pál Isólfs- son. Hlín starfar sem óperusöngv- ari í Þýskalandi en á tónleikunum sl. þriðjudag haslar hún sér völl sem ljóðasöngkona, því að á efnis- skránni voru söngverk eftir Mendelssohn og Strauss í meiri- hluta, ásamt verkum eftir Pál ís- ólfsson, leikrænum gamanlögum eftir Þorkel Sigurbjörnsson og revíusöngvum eftir Weill. Að þessu leyti var söngskráin nokkuð óvenjuleg, sambland af ljóða- og söngleikj atónlist. Tónleikarnir hófust á tveimur söngverkum, Nemmt meinem dank, K.383, og Vorrei spiegarvi, oh Dio, K.418, sem Mozart samdi fyrir Aloysiu Weber, verðandi mágkonu sína, til brúks í „opera buffa“, II curioso indiscreto, eftir Pasquale Anfossi. Hlín söng þessar aríur vel, sérstaklega hraða „codann“ í seinni aríunni, sem er erfíð, oft með háu tóntaki og ef Aloyse hefur glatt söngnæmt eyra Mozarts, hefur hún verið góð söngkona. Fjórir „Liederar“, Bei der Wi- ege, Romanze, Frage og Neue Liebe, eftir Mendelssohn, voru næst á efnisskránni. Þessi lög eiga mjög vel við fíngerða rödd Hlínar og í þeim ríkir hinn klassíski hrein- leiki, sem Hlín náði að skila einkar fallega. í síðata laginun, In dem Mondenschein im Walde, eftir Mendelssohn, sem er samið við „Stóð ég úti í tunglsljósi", eftir Heine, var flutningur Hlínar sér- lega skemmtilegur og naut hún þar afburða undirleiks Gerrit Schuil. Eftir Pál ísólfsson voru sungin lög- in í dag skein sól, Ég kom í garð þinn og Kossavísurnar. Öll lög Páls voru sungin af fínlegum þokka en sérstaklega þó Ég kom í garð þinn, sem er sérkennilegt lag, er Hlín söng einstaklega vel. Tvö leikræn og skemmtileg smálög, Trúður og Tilbrigði, eftir Þorkel Sigurbjöms- son, við skringitexta Þorsteins Valdimarssonar, voru sérlega vel flutt og auðheyrt að Hlín lætur vel að leika. Eftir hlé voru sjö ljóðalög eftir Richard Strauss á efnisskránni. Sönglögin eftir Strauss eru mjög kröfuhörð og þó þau væru vel flutt, á Hlín eftir að þroska sig enn frekar í þeirri erfiðu list túlkunar, sem er aðal Strauss. Fyrsta lagið eftir Strauss er úr op. 29, við kvæði eftir Bierbaum og samið 1895. Það var ágætlega sungið, þó leikur skáldsins með „kling klang“ væri heldur tón- stuttur. Annað lagið, Nichts, er eitt af 8 lögum úr op. 10, fyrstu ópus- merktu sönglögunum eftir Strauss og var það leikræna í laginu mjög vel mótað. Næstu þrjú lögin eru öll samin 1918, við texta eftir Brenta- no, merkt op. 68, og eru meðal síð- ustu söngverka Strauss. Ich wollt’ ein Striisslein binden, Súsle, liebe Myrte! og Amor, eru meistaralega gerð, viðfeðm í túlkun, tæknilega erfið og sérkennilega samofin text- anum, eins og t.d. í gamansömum söngnum um ástareldsmitandi hrekkjalóminn, Amor. Öll lögin voru af beggja hálfu vel flutt, þó lík- lega sé Strauss ekki sá tónhöfund- ur, sem hentar fíngerðri og fallegri rödd Hlínar enn sem komið er.Tvö síðustu Strauss-lögin voru perlurn- ar Die Nacht og Morgen, er voru mjög fallega mótuð, sérstaklega Morgen en þar lék Gerrit Schuil hið fræga og í raun erfiða forspil með glæsibrag. Tónleikunum lauk með Jennýar- sögu, eftir þá félaga Kurt Weill og Ira Gershwin og þar skipti Hlín um söngstíl og sýndi á sér nýja hlið í flutningi bandarískrar söng- leikjatónlistar, sem Weill lagði sig eftir, er hann starfaði í Bandaríkj- unum. Það er auðheyrt að leikræn túlkun hæfir Hlín einstaklega vel, svo sem ráða má af verkefnum hennar á óperusviði víða í Þýska- landi. Hlín hefur fínlega og fallega rödd, ræður yfir góðri tækni í söng og túlkun og var samspil hennar og Gerrit Schuil sérlega vel samstillt og á stundum einstaklega fallegt. Jón Asgeirsson Geimferð til Sólheima LEIKLIST Leikfélag Sólheima í Grfmsnesi ÚT í GEIM Leiksljórn: Gunnar Sigurðsson. Leik- mynd: Gerhard König. Lýsing: Gra- ham Meginley, Peter Leonard. Förð- un: Guðrún Halldórsdóttir. Leikend- ur: Árni Georgsson, Haukur Þor- steinsson, Eyrún Briem, Anja Egils- dóttir, Ármann Eggertsson, Kristján Ólafsson, Sigurður Gíslason, Valgerð- ur Pálsdóttir, Erla Sigmundsdóttir, tíifhildur Stefánsdóttir, Gísli Hall- dórsson, Erla Leifsdóttir, Ólafur Benediktsson, Edda Guðmundsdóttir, Lárus Fjeldsted, Rúnar Magnússon, Sigurhn Sigurgeirsdóttir, Brynhildur Björnsdóttir, Hanný Haraldsdóttir, Guðlaug Jónatansdóttir, Kristin Ólafsdóttir, María Kristjánsdóttir, Guðrún Tómasdóttir, Helga Alfreðs- dóttir, Kristjana Larsen, Svandís Sig- urðardóttir, Pálína Erlendsdóttir, Esther Jökulsdóttir. Sýning 16. maí. í ÞESSARI sýningu leggur Sól- heimagengið geim undir væng og ferðast milii pláneta og hittir þar margvíslegar verur og sumar furðu- legar: Á einni plánetunni eru trúðar. Þeir eru staffirugir og fara hálfa þingmannaleið í skrefi; á annarri eru óperusöngkonur, svo raddmiklar að þær þurfa hvorki Tal né Landssím- ann, á þeirri þriðju hittum við fyrir gleðina og kynnumst því að hún býr í okkur sjálfum. Og að lokum liggur leiðin til Sólheima, því eins og allir vita, þá er heima best. Þessi sýning Sólheimaleikhússins er viðameiri en sú sem ég sá í fyrra og augljóst að hér hafa allir lagst á eitt um að gera skemmtilega sýningu, bæði fyrir sjálfa sig og aðra. Mikil vinna hefur verið lögð í búninga, leik- mynd og förðun, og skilar hún sér ágætlega. Yfir sýningunni vakir andi samhygðar allra þátttakenda og hún ber svo greinilega merki skilyrðis- lausrar alúðar starfsfólksins með Val- gerði Pálsdóttur í broddi fylkingar að manni hlýnar um hjartarætur. Og ekki spillir þegar áhorfendur eru látnir taka þátt í framvindu ferðar- innar. Þá kasta allir af sér oki hvers- dagsins og bregða á leik. Guðbrandur Gíslason Ráðstefna um land- nám norrænna manna Moðhausar á mörkunum STOFNUN Sigurðar Nordals gengst fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um landafundi og landnám nor- rænna manna við Norður-Atlants- haf dagana 9.-11. ágúst nk. Ráð- stefnan hefur yfírskriftina Vestur um haf og mun viðfangsefnið verða: a) fomleifar og ritheimildir um siglingar norrænna manna, landafundi þeirra og veru fyrir vestan haf; b) hvemig þessar heimildir hafa verið túlkaðar á 19. Lesið úr ljóðabókinni Urðargaldur HJALTI Rögnvaldsson leik- ari les úr Ijóðabókinni Urðar- galdur eftir Þorstein frá Hamri á Næsta bar, Ingólfs- stræti la, í kvöld, fimmtudag kl. 21.30. Urðargaldur kom út árið 1987. og 20. öld; c) staða rannsókna í ís- lenskum fræðum í hinum ensku- mælandi heimi, einkum í Banda- ríkjunum, Kanada og á Bret- landseyjum. Heiðursundirbúningsnefnd skipa: Ólafur Halldórsson, Mari- anne E. Kalinke, Robert Kellogg, Andrew Wawn, Kirsten Wolf og Birgitta Wallace Ferguson. Fyrirlestra flytja: Bo Almquist, Jette Ameborg, Ámi Bjömsson, Ámý Sveinbjömsdóttir, Birgitta Wallace Ferguson, Guðmundur Ólafsson, Helgi Þorláksson, Inga Dóra Bjömsdóttir, Jenny Jochens, Marianne E. Kalinke, Christian Keller, Robert Kellogg, Thomas McGowem, Christopher Morris, Astrid E. J. Orgilvie, Ólafur Hall- dórsson, Sveinn Haraldsson, Sverrir Jakobsson, Soren Thirslund, Andrew Wawn, Diana Whaley og Kirsten Wolf og Þor- steinn Vilhjálmsson. Sunnudaginn 8. ágúst gefst þátttakendum kostur á að fara í ferð að Eiríksstöðum í Haukadal. Þátttöku í ráðstefnunni þarf að til- kvnna fyrir 1, iúli. KVIKMYJVIHR Laugarásbfó FREE MONEY ★ Leikstjóri Yves Simoneau. Handrits- höfundar Joseph Brutsman, Tony Peck. Kvikmyndatökustjóri David Franco. Tónlist Mark Ishman. Aðal- leikendur Marlon Brando, Charlie Sheen, Donald Sutherland, Thomas Haden Church, Mira Sorvino, Martin Sheen. 96 mín. Kanadísk. Malofílm Distr., 1998. TVEIR aulabárðar (Charlie Sheen og Thomas Haden Church), era gabbaðir í hnapphelduna af tveimur álíka torgefnum tvíbura- systram. Una því vel ef undan er skilinn „Svíinn“ (Marlon Brando), fangelsisstjórinn faðir þeirra. Hann sér ekki sólina fyrir litlu dætranum og trukknum sínum. Tengdasonunum leiðist lífið en for- heimskan hjálpar þeim í gegnum daginn. Lestarránshugmynd lýstur þó niður í gegnum harða hauskúpu annars beirra en framkvæmdirnar draga dám af greindarvísitölunni. Myndir gerast fjandakomið ekki verri en þetta og eini kostur þess- arar ótýndu raslframleiðslu er ein- faldlega sá að hún er svo vond að það má hafa nokkurt gaman af. Free Money nýtur þeirrar hæpnu vegsemdar hérlendis að fá sýningu á tjaldi, annars staðar hefur hún farið beint í sjónvarpið. Þar og á myndbandi á hún mun betur heima. Efnið, leikurinn, úrvinnsl- an, ekkert af þessu getur talist kvikmyndahúsgestum sæmandi. Verst af öllu er þó að horfa uppá Brando keppast við að ávinna sér hálfvitaímynd, rústa orðstírinn og minninguna um einn besta og glæsilegasta leikara aldarinnar. Að þessu sinni frítt, því fátt, þar með talið leikaravalið, bendir til þess að framleiðendumir hafí átt bót fyrir borana á sér, frekar en metnað, skopskyn eða skjmsemisvott. Svo virðist sem myndin sé framleidd fyrir auglýsingafé frá Chrysler, nánar tiltekið Ram Division. Sæbjörn Valdimarsson Smámynda- sýning í Sneglu í SNEGLU listhúsi er komu sumarsins fagnað með smá- myndasýningu í innri sölum list- hússins. Notuð er „stórvals-upp- henging" og er hægt að kaupa myndir af sýningunni og taka með sér, þannig að sýningin verður breytileg frá degi til dags, segir í fréttatilkynningunni. Myndirnar eru unnar með fjöl- breytinni tækni og í ýmis efni, s.s. flóka, leir, silki, grafík, vefn- að, textílþrykk, olíupastel og vatnsliti. Meðlimir Sneglu eru 15 og hafa allir lokið námi frá viður- kenndum lista- og hönnunarskól- um. Sýningin er opin mánudaga til föstudaga kl. 12-18, laugardaga kl. 11-15 og lýkur 19. júní. Síöustu sýningar Leitum að ungri stúlku Síðustu sýningar á verðlauna- leikritinu Leitum að ungri stúlku eftir Kristján Þórð Hrafnsson verða í dag, fimmtudag, og föstu- daginn 21. maí í Iðnó. Leikritið er það fyrsta sem sýnt hefur verið í Hádegisleik- húsinu sem hleypt var af stokk- unum í upphafi þessa árs. Leitum að ungri stúlku er verðlaunaleikrit í leikritasam- keppni sem efnt var til þegar Iðnó var opnað á ný. Leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson og leikarar eru Gunnar Hansson og Linda Ásgeirsdóttir. Leikmynd og búninga hannaði Snorri Freyr Hilmarsson. Herbergi 213 Síðasta sýning á leikriti Jökuls Jakobssonar, Herbergi 213, verður laugardaginn 22. maí. Leikritið er í uppsetningu leikfé- lagsins Leyndir draumar og er sýnt í Möguleikhúsinu við Hlemm. Aðalhlutverk leika Guð- jón B. Óskarsson, Júlía Hannam, Guðrún Ágústsdóttir, Margrét J. Guðbergsdóttir, Sigrún Valgeirs- dóttir og Ragnheiður Sigurjóns- dóttir. Leikstjóri er Sigurþór Al- bert Heimisson. Sýningum lýkur Norræna húsið Sýningu á myndasögum eftir 18 norræna teiknara, sem hefur yfirskriftina Myndasögur í mýr- inni, lýkur laugardaginn 22. maí. Myndasöguhöfundamir eru allir í fremstu röð teiknara á Norðurlöndum og víðar. Sýningin er opin frá 14-18, en Norræna húsið verður lokað á hvítasunnudag 23. maí. í anddyri Norræna hússins hefur staðið yfir sýning á mynda- sögum eftir íslenska höfunda sem hafa birst í íslenskum dag- blöðum og tímaritum. Þessi sýn- ing verður tekin niður mánudag- inn 24. maí. Kjarvalsstaðir Þremur sýningum lýkur á Kjarvalsstöðum mánudaginn 24. maí. Það eru sýningarnar Af trönum meistarans, þar sem sýnd eru verk Kjarvals frá árun- um 1946-1972. Bensín, ljós- myndasýning Spessa, og sýning á alþjóðlegri hönnun eftir þá Ja- sper Morrison, Marc Newson og Michael Young. Safnið er opið alla daga frá kl. 10-18. Alla sunnudaga er leið- sögn um sýningarnar ki. 16. Eden, Hveragerði Sýningu Bjama Jónssonar list- málara á þjóðlífsmyndum lýkur á mánudag. ...... , , ,r "ir.Jir'rViTíy.MiiM.M-mn'n’"n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.