Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 29
ERLENT
Bretar í
EMU innan
fimm ára?
London. Reuters.
FLEIRI en átta af hverjum tíu
íbúum Bretlands telja að Bretar
muni ganga í Efnahags- og mynt-
bandalag Evrópu (EMU) innan
fimm ára, ef marka má niðurstöð-
ur nýrrar könnunar sem birt var í
gær. Könnunin, sem gerð var fyrir
dagblaðið The Independent, sýndi
einnig að fólk treystir Verka-
mannaflokki Tonys Blairs best
allra flokka til að verja hagsmuni
Bretlands á vettvangi Evrópu-
mála.
Verkamannaflokkurinn birti í
gær stefnuskrá sína fyrir Evrópu-
þingkosningarnar, sem fara fram
tíunda júní næstkomandi, en í
könnun The Independent kom
fram að 34% Breta treysta flokkn-
um best til að verja hagsmuni
Bretlands í Evrópu á meðan 19%
sögðust treysta Ihaldsflokknum
best.
Bretar hafa jafnan verið heldur
tregir til að taka upp evruna, sam-
eiginlegan gjaldmiðil Evrópusam-
bandsríkjanna (ESB), en þrátt fyr-
ir það telja 83% þeirra, sem þátt
tóku í könnuninni, að innan fimm
ára muni Bretland hafa tekið upp
evruna. 10% aðspurðra sögðu ólík-
legt að Bretland gengi í EMU á
næstu fimm árum og 2% sögðu það
útilokað.
Ríkisstjórn Verkamannaflokks-
ins hefur lýst því yfir að hún sé
hlynnt því að ganga í EMU ein-
hvern tíma á næsta kjörtímabili,
en kosningar munu fara fram í
Bretlandi í síðasta lagi 2002.
Stjómin hefur hins vegar sagt að
ákveðnar forsendur verði að liggja
fyrir hendi fyrst, auk þess sem
ákvörðun um að ganga í EMU yrði
lögð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ihaldsmenn, sem birtu kosn-
ingastefnuskrá sína fyrir Evrópu-
þingkosningarnar á þriðjudag, eru
hins vegar mótfallnir inngöngu á
þessu kjörtímabili og því næsta -
og því í raun mótfallnir inngöngu á
næstu átta árum.
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Kynning
í dag kl. 14—18 f
Háaleitis Apóteki, Austurveri,
Apótekinu Iðufelli,
Hagkaup Skeifunni.
- Kynningarafsláttur -
í bakka
kr
Blandaðir litir
'Maltuklandav
301. kr
Hentar vel í útikerin,
blómabeðin og
í kirkjugarðinn.
Tilvalin með
stjúpunum.
25% molta
75% mold
‘BUmmal -þar 6em mmaríá fypjcur
h
lyidil
o
nm
q
fimmtudag til mánudags
AUGLÝSINGADEILO
Sími: 569 1111 - Bréfsími: 569 1110* Netfang: augl@mbl.is