Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 56
-> 56 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÁSTA GUÐJÓNSDÓTTIR,
Hraunbúðum,
Vestmannaeyjum,
verður jarðsungin frá Landakirkju laugar-
daginn 22. maí kl. 14.00.
Helga Valtýsdóttir, Björn Björnsson,
Jóhanna Valtýsdóttir, Brynjar Þórðarson,
Georg Sigurðsson,
Sveinn Valtýsson, Rósa Jónasdóttir,
Guðbrandur Valtýsson, Hrefna Jónsdóttir,
Ástvaldur Valtýsson, Halldóra Sigurðardóttir,
Margrét Óskarsdóttir,
Kristín Valtýsdóttir, Gunnar Árnason,
Ásta María Jónasdóttir, Hallgrímur Júlíusson,
Jón Valtýsson, Þórhildur Guðmundsdóttir,
Óskar Valtýsson, Jóhanna Þórðardóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
+
Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
GUÐRÚNAR ÁGÚSTSDÓTTUR
frá Kirkjubæ, Eskifirði,
síðast til heimilis í Þorlákshöfn,
sem lést þriðjudaginn 11. maí á hjúkrunar-
heimilinu Ljósheimum, Selfossi, verður gerð
frá Eskifjarðarkirkju föstudaginn 21. maí,
kl. 14.00.
Katrín Ingvarsdóttir, Kristinn Guðnason,
Júlíus Kr. Ingvarsson, Þóra Ragnarsdóttir,
Guðrún, Ingvar, Kristinn,
Anna, Ingvar, Ragnar
og langömmubörn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
VALGERÐUR DANÍELSDÓTTIR
frá Ketilsstöðum,
dvalarheimilinu Lundi,
Hellu,
verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugar-
daginn 22. maí kl. 13.30.
Haukur Jóhannsson,
Dagrún H. Jóhannsdóttir,
Sigrún Jóhannsdóttir,
Garðar Jóhannsson,
barnabörn, barnabarnabörn
Stella B. Georgsdóttir,
Jón Karlsson,
Heiðar Alexandersson,
Erla G. Hafsteinsdóttir,
og barnabarnabarnabarn
+
Útför elskulegrar móður minnar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
GUÐLEIFAR JÓNSDÓTTUR,
Egilsgötu 6,
Borgarnesi,
fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn
22. maí kl. 14.00.
Ása Ólafsdóttir, Kristján Ólafsson,
Sigrún Guðmundsdóttir, Sigurjón Ólafsson,
Ólöf Kristjánsdóttir,
Svandís Ása, Sandra Björg
og Kristján Andri.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR,
Hólmgarði 50,
áður Ytra-Leiti,
er lést laugardaginn 15. maí, verður jarðsungin
frá Bústaðakirkju föstudaginn 21. maí kl. 15.00.
Gísli Gunnlaugsson, Sólveig Ingvadóttir,
Anna Margrét Gunnlaugsdóttir, Klemenz Egilsson,
Magnús Jóhannesson,
Jófríður Jóhannesdóttir, Friðrik Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
SVAVA
MA TTHÍASDÓTTIR
+ Svava Matthías-
dóttir fæddist
að Minni-Borg í
Grúnsnesi hinn 9.
september 1933.
Hún lést á heimili
sínu, Hátúni 12, 9.
maí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Matthías Eyj-
ólfsson og Sigrún
Sigurjónsdóttir.
Eftirlifandi systkini
Svövu eru Guð-
munda Matthías-
dóttir og Eyjólfur
Matthíasson. Svava
giftist Sigurfinni Arasyni 1952.
Þau slitu samvistum 1971. Börn
þeirra eru: 1) Guðlaug; eigin-
maður, Yngvi þór Kristinsson
og eiga þau þijú börn. 2) Jón
Kjartan; eiginkona,
Bryndís Þorgeirs-
dóttir og eiga þau
tvær dætur. 3) Rún-
ar Pálmi; sambýlis-
kona, Sandra
Surairat og eiga
þau einn son. 4) Að-
albjörn Ari; eigin-
kona, Ólöf Dóra
Þórhallsdóttir og
eiga þau tvö börn.
5) Logi; eiginkona,
Jónína Agústsdóttir
og eiga þau tvo
syni. 6) Guðrún; eig-
inmaður, Gústav
Gústavsson og eiga þau tvær
dætur.
Utför Svövu fór fram í kyrr-
þey að hennar ósk frá Fossvog-
skapellu 14. mai.
Lífið er óútreiknanlegt og gæðum
þess misskipt. Nú ert þú dáin og
horfin á braut þangað sem bíður þín
örugglega betra hlutskipti en þú
máttir þola í þessu lífi. Mótlætið var
mikið og hvert áfallið dundi yfir
eins og aldrei ætti að una þér því að
geta verið hamingjusöm og ánægð.
Við höfum gengið í gegnum margt
saman í gegnum árin, bæði erfiða
tíma og skemmtilega. Þegar lífið
virtist brosa við þér 1986 eftir ótrú-
lega lífsgöngu þá gerðist það sem
við viljum kalla heimsins mesta
óréttlæti, þegar þú dast á svelli á
leið heim úr vinnunni einn daginn.
Framhaldið þekkjum við öll, þess
vegna sitjum við hér og skrifum
þessa kveðju til þín. Þú mættir á
flestum stöðum miklum skilningi og
hlýju á þessum árum og viljum við
þar nefna af mörgu góðu fólki,
heimilislækninn þinn, Guðmund
heitinn Ólafsson, og Maríu, hjúkr-
unarfræðing í Hraunbergi, sem
studdu þig mikið og þú talaðir oft
um. Þú fékkst einnig að kynnast
fordómum í þinn garð vegna sögu
þinnar frá árum þunglyndis og
áfengisneyslu og megi Guð hjálpa
því fólki sem þannig kom fram við
þig, því þá framkomu áttir þú ekki
skilið. Við viljum þakka fyrir þá
hjálp sem þú fékkst á Reykjalundi
og nú síðast í Hátúni hjá Sjálfs-
björgu. Þetta eru staðir sem þú hef-
ur átt góðar stundir og eiga vonandi
sem flestir sem á þurfa að halda eft-
ir að njóta þeirrar þjónustu sem
þessir aðilar bjóða uppá.
Þrátt fyrir allt það mótlæti sem
þú mættir í þessu lífi þá áttir þú
alltaf nóg að gefa. Það var alltaf
stutt í brosið og húmorinn, það voru
alltaf aðrir sem höfðu það miklu
verra í þínum augum og máttir þú
ekkert aumt sjá. Við kveðjum þig
elsku mamma, amma og tengda-
mamma með miklum söknuði og
þökkum þér fyrir allar þær stundir
sem við áttum saman. Það er þó
huggum harmi gegn að þú hafir
fengið hvfldina frá verkjunum og að
það geti ekki beðið þín neitt annað
en gott.
Logi, Jónína, Kári og Sölvi.
Elsku mamma, mig langar að
kveðja þig með nokkrum orðum. Þú
kvaddir þennan heim mjög snögg-
lega og vildi ég óska þess að ég
hefði getað verið hjá þér á þeirri
stundu, en svona er lífið, maður veit
ekki hvenær hlutimir gerast. Mig
langar að þakka þér fyrir að hafa
komið til okkar þennan dag því
þessi minning verður mér, Gústa og
stelpunum ómetanleg. Það verður
skrýtið að fá ekki símtalið frá þér á
daginn þegar ég kem heim úr vinn-
unni, en þú hringdir nánast á hverj-
um degi eða þá að geta ekki dropp-
að inn hvenær sem er, en eins og
Karen sagði: „Mamma, þetta er allt
í lagi, amma verður alltaf hjá okkur
og passar okkur.“ Elsku mamma,
ég veit að nú ertu sársaukalaus og í
góðum höndum. Því bið ég góðan
guð að varðveita þig. Takk fyrir allt.
Þín dóttir,
Guðrún.
Elsku amma, það er skrítið að
vera að kveðja þig í síðasta sinn, en
eins og þú sagðir alltaf sjálf þá sjá-
umst við nú aftur. Það er ótrúlegt
hvað þú hefur alltaf verið brosmild
og jákvæð miðað við það sem þú
hefur mátt þola og þú fannst alltaf
mikið til með öðrum en talaðir
aldrei um þínar þjáningar. Þó að
maður hafi ekki alltaf stoppað lengi
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
LAUFEY SIGURPÁLSDÓTTIR,
Stapasfðu 6,
Akureyri,
lést á Sjúkrahúsi Akureyrar miðvikudaginn
12. maí síðastliðinn.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn
21. maíkl. 13.30.
Jarðsett verður í Tjarnarkirkjugarði í Svarfaðardal
ingi H. Jóhannesson, Guðrún Ingólfsdóttir,
Sigurður B. H. Jóhannesson,
Gunnar E. H. Jóhannesson,
Leifur H. Jóhannesson,
Ófeigur S. H. Jóhannesson, Steinunn H. Sigvaldadóttir,
Jón B. H. Jóhannesson, Ásdís Guðmundsdóttir,
Ingibjörg G. Jóhannesdóttir, Jón Böðvarsson,
Anna Fr. Jóhannesdóttir,
Jóhannes H. Jóhannesson, Auður Gísladóttir,
Þórunn S. Jóhannesdóttir, Ljótur Magnússon,
Laufey Rós Jóhannesdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
hjá þér varstu alltaf jafn þakklát
fyrir komuna. Elsku amma, við vilj-
um þakka þér fyrir allar góðu
stundirnar sem við áttum með þér,
þú gast hlegið með okkur alveg
fram á seinasta dag. Þar sem heilsa
þín leyfði þér ekki margt, þá fórstu
þína leið og eru pizzuveislurnar þín-
ar okkur ógleymanlegar, þar sem
þú elskaðir að fá allan hópinn þinn
samankominn. Við vitum að guð
hefur tekið vel á móti þér og þján-
ingum þínum er lokið. Hvfl í friði.
Þín bamabörn,
Finnur, Kristín og
Margrét Edda.
Elsku amma. Þú fórst alltof
snöggt frá okkur, þó að þér líði
miklu betur núna þá eigum við eftir
að sakna þín mikið. Þegar við vor-
um lítil og þú hafðir heilsu til þá
hafðir þú alltaf tíma til að gera eitt-
hvað skemmtilegt með okkur. Nú
þegar við rifjum þetta upp koma
upp í hugann allar sundferðirnar
sem við fóram saman í, og þegar við
tókum strætó niður í bæ og fóram
og gáfum öndunum og oftar en ekki
enduðum við á kaffihúsi og fengum
eitthvað góðgæti. Svo sváfum við
stundum hjá þér, frændsystkinin
þrjú, sem erum á svipuðum aldri og
þá var nú oft fjör. Og þegar við urð-
um eldri og alltaf fullt að gera þá
hafðir þú gott ráð til að plata okkur
í heimsókn, þú hringdir og spurðir
hvort við vildum ekki koma í pizzu.
Það á eftir að vera tómlegt hjá okk-
ur á aðfangadagskvöld, að hafa þig
ekki hjá okkur, sem varst alveg jafn
spennt og litlu börnin.
Eg fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
Pví nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma,
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(M. Joch.)
Amma, takk fyrir allt, við sjá-
umst.
Þín barnaböm,
Elfa Björg og Ellert þór.
Elsku amma, sunnudagskvöldið
9. maí sl. komst þú til okkar í mat í
nýju íbúðina okkar í Mosó. Þú varst
lengi búin að ætla að koma og taldir
í þig kjarkinn þennan daginn, við
þökkum guði fyrir það því þar feng-
um við að eyða með þér þínum síð-
ustu stundum. Mamma keyrði þig
heim þetta kvöld og kvaddi þig bara
nokkuð hressa, miðað við oft áður.
Klukkustund síðar kom símtalið,
amma var dáin!
Elsku amma, hvað eigum við nú
að gera við allar þær stundir sem
við eyddum hjá þér við leik og
spjall? Alltaf var gott að vera hjá
þér, oft þegar við komum í heim-
sókn var nú svolítill ærslagangur í
okkur en þú hafðir alltaf meiri
áhyggjur af að við myndum slasa
okkur heldur en að við myndum
skemma eitthvað, því í þínum huga
voru þetta hvort eð eru bara dauðir
hlutir. Þú hringdir í okkur nánast á
hverjum degi, bara til að vita hvern-
ig við hefðum það og ef þú hringdir
ekki þá hringdum við í þig. Ef það
kom fyrir að við höfðum ekki sést í
nokkra daga áttir þú það til að
hringja og segja; viljið þið ekki bara
koma í kvöld og við pöntum pizzu?
Þetta þótti okkur ekki leiðinlegt,
síður en svo. Þessara símtala og
samverustunda verður sárt saknað
en elsku, amma við vitum að nú er
sársaukanum lokið og þér líður bet-
ur. Við biðjum góðan guð að geyma
þig fyrir okkur og þökkum fyrir þau
ár sem við fengum að eiga saman.
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag
við erum gestir og hótel okkar er jörðin.
einir fara og aðrir koma í dag
því alltaf bætast nýir hópar í skörðin.
Og til eru ýmsir sem ferðalag þetta þrá
en þó eru margir sem ferðalaginu kvíða.
og sumum liggur reiðinnar ósköp á,
en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða.
(Tómas Guðm.)
Þínar
Karen og María.