Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 54
« 54 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Rúmast starfsgreinasam- bönd ekki innan ASÍ? í UMRÆÐU um skipulag verkalýðs- hreyfingarinnar undan- farið hafa verið settar fram margskonar at- hugasemdir um núver- andi skipulag og gagn- rýnt hvemig forysta verka- og verslunar- fólks hafi ítrekað sett sjálfri sér allt aðrar leikreglur en öðrum. Árangurslaust hefur þess verið krafist að farið sé eftir gildandi þingsamþykktum um skipulag hreyfingarinn- ar, þar segir að ASÍ skuli skipað starfs- greinasamböndum. Petta hefur ekki tekist vegna þess kverkataks sem forysta verka- og verslunarfólks hefur tekið alla umræðu um skipu- lagsmál. Afstaða þeirra markast af valdatafli, kostulegum tilskipunum um hvar ný félög eigi að vistast og eins ótta við að missa félagsmenn yfir í önnur stéttarfélög. Núverandi skipulag verkalýðs- hreyfingarinnar er æði mótsagnar- kennt, en má að vissu marki lýsa sem lagskiptu eða láréttu, þar sem verkafólk er sér, verslunarfólk sér og iðnaðarmenn sér. Petta skipulag er ekki í samræmi við þróun starfs- greina á vinnumarkaði. Til þess að komast út úr þeirri kyrrstöðu sem verkalýðshreyfingin er í, á að hverfa til þess skipu- lags, sem samþykkt var á þingum ASI um 1960. Þar var horft til framtíðar, hér er um að ræða lóðrétt skipu- lag þ.e. að launamenn í sama starfsgeira séu saman í starfsgreina- sambandi. Þetta er sama fyrirkomulag og hefur verið tekið upp í skipulagi starfs- menntamála. Hindr- unarlaus aðgangur á að vera að starfs- menntun innan starfs- geirans. En það er ómögulegt við ríkjandi skipulag, þar þarf að setja á lagg- imar tvær og jafnvel þrjár starfs- menntastöðvar í hverjum starfs- geira vegna lagskiptingar ríkjandi skipulags, eina fyrir fólk með fagréttindi og aðrar fyrir fólk án fagréttinda. Skipulag Rafiðnaðarsambandsins er í samræmi við hið lóðrétta gild- andi skipulag ASÍ. Þar eru saman komnir allir sem starfa að rafiðnað- arstörfum, hvort sem þeir hafa sveinspróf eða ekki. Rafiðnaðar- geirinn hefur undir þessu skipulagi byggt upp öflugasta starfs- og sí- menntakerfi hér á landi. Einstak- lingurinn mótar sér sína starfs- menntabraut í samræmi við þau störf sem hann vinnur. Tækniþró- Skipulag Núverandi skipulag verkalýðshreyfíngar- innar, segir Guðmund- ur Gunnarsson, er æði mótsagnarkennt. unin hefur leitt til þess að vaxandi fjöldi einstaklinga lýkur ekki skipu- legu starfsnámi og fer út á vinnu- markaðinn og mótar eigin starfs- menntun og sérhæfingu í gegnum starfs- og símenntanámskeið. Árangurslaust hefur verið þrýst á þróun skipulagsmála. Ég var ritari í skipulagsnefnd ASÍ í tvö kjörtíma- bil, árin 1988 til 1996. Fyrra tíma- bilið var formaður Þóra Hjaltadótt- ir. Hún starfaði af miklum krafti og dugnaði. En allt var eyðilagt í hönd- um Þóru og hún gafst upp. Næsta tímabii hófst umræðan á nákvæm- lega sama stað og fjórum árum áð- ur. Eftir nokkra fundi spurði ég hvort ég mætti ekki ijósrita eldri fundargerðir, það væri tvíverknað- ur að skrifa þetta allt upp aftur. Ekkert gerðist þetta kjörtímabil og ég gafst upp. Sömu kyrrstöðu hefur verið viðhaldið á yfirstandandi kjör- tímabili. Starfsgreinasamböndum hefur verið haldið utan verkalýðs- hreyfingarinnar af foiystumönnum verka- og verslunarfólks vegna þess að innan þeirra eru jafnt faglærðir sem ófaglærðir. Þessir menn hafa tekið sér það vald innan ASÍ, sem líkja má við eignarhald. Þeir renna í gegnum nefndir breytingum á sín- um lögum, sem heimila þeim að taka á móti öllum launamönnum hvort sem þeir hafi menntun eða ekki. Aftur á móti hafa þeir hafnað því um árabil að staðfesta samskon- ar breytingar á lögum samtaka málm- og byggingariðnaðarfólks. Rafiðnaðarsambandið hefur hing- að til staðið íyrir utan þessar deilur og einhverra hluta vegna fengið að vera afskiptalaust, en skyndilega varð breyting þar á, þegar að kröfu formanns VR var samþykkt að banna Félagi símamanna að ganga í RSI, sem er þó í samræmi við margstaðfest lög RSI og gildandi skipulag ASI. Eignarhaldinu brá illilega þegar rafiðnaðarmenn þver- neituðu á þingi sínu að hlíta þessum úrskurði og kröfðust þess á opin- berum vettvangi að umræðan um skipulagsmál yrði tekin upp á borð- ið og rædd opinskátt. Rafiðnaðar- menn halda því fram að þessi sam- þykkt sé brot á lögum ASI og sé í andstöðu við samþykkt skipulag. Þessu hefur ekki verið mótmælt af hálfu ASI og ekki hafa borist nein svör við spumingum rafiðnaðar- manna þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir. Þeir hafa ásamt t.d. flugfreyjum Guðmundur Gunnarsson bent á margt í athöfnum VR sem gangi þvert gegn ríkjandi skipulagi og striði jafnvel gegn eðlilegri kjarabaráttu. Þessu hefur í engu verið svarað. Forystumenn verka- og verslun- arfólks beita öllum brögðum til þess að koma í veg fyrir umræður um skipulagsmál. Vinnubrögð þeirra minna um margt á bændastéttina sem stóð í vegi fyrir öllum framför- um á íslandi um aldir allt fram til síðustu áratuga. Strax og örlar á einhverri umræðu sem þeim er ekki að skapi, er rokið til og henni beint í traustan farveg sem þeir stjórna. Reynt er að gera rafiðnaðarmenn og forystu þeirra tortryggilega og málinu drepið á dreif. Þessu var spáð á þingi rafiðnaðarmanna og hefur því miður ræst. Nú hefur verið gripið til þess ráðs að hóta okkur öllu illu ef við drögum ekki tilbaka kröfur um skipulags- málaumræðu. Hótanir hafa aldrei virkað vel á íslendinga og oftast haft öfug áhrif. Þessi hótun jafnast við ákvörðun um útfor ASI, sem að óbreyttu muni fara fram á þingi sambandsins eftir rúmt ár. Það er sorglegt fyrir íslenska launamenn, því þeir eiga svo sannarlega skilið sterka verkalýðshreyfingu, sem sé til fyrir þá, en ekki fyrir forystuna. Rafiðnaðarmenn hafa lýst því yfir að þeir muni ekki breyta skipulagi sínu og þeir muni ekki láta eignar- haldið þvinga sig til þess. Við erum ekki hættir í verkalýðsbaráttunni þó svo við verðum hraktir úr ASÍ og munum leita aukins samstarfs við þau starfsgreinafélög sem haldið er utan ASÍ. Við bjóðum öllum rafiðn- aðarmönnum sem haldið er gegn vilja sínum innan Iðju, Eflingar eða VR að velja RSÍ og fylgja okkur. Höfundur er formaður Rafiðnaðar- sambands fslands. Tóm tjara DEILUR um malbik eða steypu til slitlaga- gerðar virðast mér fremur skipta mönnum í trúfélög en verkfræð- ingaskóla. Malbiks- menn hafa þessa stund- ina yfirhöndina í flest- um lykilstöðum vega- mála. Steypt slitlög virðast því ekki eiga upp á pallborðið hjá ráðamönnum þó alþýðu manna séu kostimir yf- irleitt ljósir. í þessum hugleiðing- um mínum mun ég sneiða hjá reiknikúnst- um um kosti malbiks og steypu en fjalla almennt um efn- ið út frá mínum bæjardyrum séð. Tilraunakaflar Steypt slitlög eru ekki ný á þessu landi. Mér er í bamsminni, að ég sá breska skriðdreka aka á steyptri Suðurlands- brautinni við Tungu til heiðurs Winston Churchill. Þessi gata mun hafa verið steypt fyrir stríð, kannske í einhverskonar til- raunaskyni. Hún var við lýði lengi eftir þetta. Líka var steypt í Borgartúni ofan á mýrina inn að Fúlalæk og dugði sú gata lengi. Miklabrautin var steypt milli Háaleitis- brautar og Lönguhlíð- ar uppúr 1960 og entist viðgerðalaust i meira en 20 ár. I samanburðarskyni var steypti Keflavíkurvegurinn malbikaður frá Fitjum að suðurenda. Tilgangurinn gleymdist fljótt og þessi kafli var endurmalbikaður mörgum sinnum Halldór Jónsson < RAYMOND WEIL GENEVE STema/ - 18 karata þykk gullhúð, stál með eða án demanta - skelplötuskífa - órispanlegt gler, verð ffá kr. 35.900,- HÖNNUN sem vekur heimsathygli Garðar Ólafsson úrsmiður Lækjartorgi, s. 551 0081 áður en steypan var fyrst fræst til þess að jafna aldarfjórðungs hjól- för. Reynslan af steyptum vegum Þegar byrjað var að leggja Vest- urlandsveginn 1971, átti að leggja hann 17 cm malbiki að mig minnir. Þá var nægilegt malbik nokkuð tor- fengið. Við Guðmundur Einarsson verkfræðingur fóram til Ingólfs á Hellu, sem var samgönguráðherra og buðum honum að steypa veginn fyrir allsamkeppnisbæran prís. Steypa Ingólfur Jónsson tók upp símann, hringdi í vegamálastjóra að okk- ur áheyrandi, segir Halldór Jdnsson, og tilkynnti honum að Vesturlandsvegurinn yrði steyptur. Ingólfur Jónsson tók upp símann, hringdi í vegamálastjóra að okkur áheyrandi og tilkynnti honum að Vesturlandsvegurinn yrði steyptur. Búið. Svona ráðherrar era líklega ekki til lengur. Það var ekkert gert við Vestur- landsveginn í 25 ár. Það hefur ekk- ert verið gert við hann ennþá frá Þingvallavegi í Kollafjörð. Eins og nýr eftir nærri 30 ár! Steyptir vegir á Islandi hafa því enst bæði vel og lengi. Sama er ekki hægt að segja um malbikið eins og flestir sjá. Framfarimar Nýlega bauð Vegagerðin verk- tökum að gera frávikstilboð í að steypa 22 cm á Reykjanesbrautina í stað þess að malbika 14 cm. Þegar ljóst varð eftir útboðið - það sem áð- ur var vitað - að sentimetrinn kost- ar svipað í steypunni og malbikinu, þá er 22 cm steypa auðvitað nærri 60% dýrari en 14 cm malbik. QED. Það verður malbikað vegna kostn- aðar í byrjun. Ending er ekki atriði. Snjallt, er það ekki? Af hverju verður að steypa 22 cm? Mér skilst að þeir hjá Vega- gerðinni vilji eiga 5 cm til góða til þess að fræsa ofan af þegar hjólför- in koma í steypuna (eftir svona ald- arfjórðung). Vegurinn virðist þá vera álitinn burðarhæfur fyrir um- ferðina eftir fræsinguna. Ekki virð- ist burðarþolið því vera vandamál í þykktarvalinu enda undirlagið lík- legra til að skipta meira máli. En talan 22 cm virðist algild um steypu hjá Vegagerðinni og sambærileg í kostnaði við 7-14 cm af malbiki. Af hverju skyldu 14 cm þykkar steyptar götur á Akranesi hafa enst í 40 ár? Af hverju steypa þeir göt- umar sínar yfirleitt á Ákranesi? Af hverju skyldu menn steypa ofan á slit á steypugötum í útlöndum í stað þess að fræsa þær? Af hverju steypa þeir þar í vaxandi mæli of- aná malbik? Hér er ekki einu sinni hægt að fá að gefa Gatnamálastjóranum í Reykjavík 5 cm steypu ofan á ein- hvem malbiksspotta í tilraunaskyni. Vegna þess víst, að það má ekki loka götunni nema í einn dag. Einn dagur árlega virðist léttbærari í Reykjavfkurumferðinni en ein vika á fjöratíu ára fresti á Akranesi. Við buðum Vegagerðinni að steypa aðfærsluveginn að Hval- fjarðargöngunum í staðinn fyrir 15 cm malbikið sem átti að leggja þar fyrir sama verð á sentimetra. Þeir máttu ráða þykktinni. Eftir langa umhugsun fann Vegagerðin ástæð- una til þess að hafna þessu. Þessi afbrigði gætu tafið opnun gang- anna! Hvað við getum nú? Við slógum í púkk nokkrir bjart- sýnismenn og keyptum með hjálp góðra manna brúklega gatna- steypuvél til landsins fyrir tveimur árum. Þetta gerðum við eftir að hafa staðið að nokkrum fremur mislukkuðum tilraunum með þjapp- aða þurrsteypu, sem var lögð út með malbikunarvélum. Þessi vél okkar leggur út alvöra veðranar- þolna steypu í þykkt frá 5 cm upp í 40 cm í allt að 10 metra breidd. A- flokk að gæðum. Hún gæti steypt kílómetrann á fjóram klukkutímum, ef maður gæti skaffað svo mikla steypu. Til Keflavíkur á viku! Gömlu góðu steypuvélamar úr Keflavíkur- og Vesturlandsvegin- um, sem Reykjavíkurborg og Vega- gerðin áttu í félagi, lentu af óút- skýrðum ástæðum í brotajáms- haugnum einhvemtímann á síðasta áratug. I landinu var því engin steypuvél til í mörg ár. Þessvegna var verktökum ekki gefinn kostur á að bjóða steypu í stað malbiks um langan aldur. Nú er steypuvél fyrir hendi. Þá má bjóða Vegagerðinni steypu ef hún er 22 cm þykk! Hafið þið lesið Catch 22? Nýja vélin getur auðvitað líka farið löturhægt og steypt koppagöt- ur fyrir lítil sveitarfélög. Enginn vill samt nýta hana nema Akumesing- ar, sem steyptu þrjár götur 14 cm þykkar með henni í fyrra. Að feng- inni reynslu ætla þeir að steypa aðr- ar þrjár jafnþykkar götur með henni í ár. Niðurlag Ég hef sjálfur fengið heilmikið kikk útúr því að sjá þessa nýju skriðmótavél vinna hér á Islandi og vita af henni í landinu. Það eru í rauninni nægileg persónuleg laun fyrir gamlan steypujálk eftir 30 ára vanmáttugt stríð gegn malbikinu. Mér finnst líka gaman, að geta núna fullyrt, að við getum núna steypt götur og vegi í A-flokki, þó svo að enginn ráðamaður vilji tala við mig í alvöra. Hver verður framtíðin? Ég tel mig því sjá fyrir áframhaldandi grózku í innflutningi tjöru og norsks grjóts til hérlendrar mal- biksgerðar. íslenzkt nei takk - grjótið okkar dugar ekki í malbik! Áður en nokkur ákvörðun verður tekin um að steypa þjóðveg á Is- landi mun örugglega einhver snjall maður verða til þess að biðja fyrst um samanburð á endingu malbiks og steypu úr íslenzku gijóti og ís- lenzku sementi. Önnur 30 ár! Önnur kynslóðaskipti meðal ráðamanna vegamála. Áfram tóm tjara! Blessuð sé minning Ingólfs á Hellu. Höfundur er verkfrœðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.