Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 76
Aðsendar greinar á Netinu v^j> mbl.is _ALLTAf^ eiTTH\SA£> NÝT~T MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVLK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Islensk áhöfn á > Panayota SJÓMANNAFÉLAG Reykjavíkur og Alþjóða flutningamannasam- bandið hafa náð samkomulagi við Atlantsskip um að íslensk áhöfh fari um borð í skipið Panayota í eigu Bridgestone Shipping Ltd., sem Atlantsskip hefur á leigu. Skipið kom til landsins í gær með farm fyrir varnarliðið. Borgþór Kjæmested, hjá Alþjóða flutningamannasambandinu, segir að samkomulag um þetta hafi verið handsalað í fyrradag. Forsvars- menn Sjómannafélags Reykjavíkur skrifuðu forsvarsmönnum Atlants- skipa bréf 25. febrúar þar sem fyr- 'LJPirtækinu er bent á að ekki hafi verið gerðir íslenskir kjarasamningar fyrir háseta um borð í Panayota. Sjómannafélagið eigi í alvarlegri kjaradeilu við þau íslensku skipafé- lög sem stundi siglingar til og frá landinu með þessu fyrirkomulagi. I bréfinu var því lýst yfir að félagið væri knúið til aðgerða gegn þessum siglingum næst þegar skipið kæmi til hafnar. Útlán íbúða- lánasjóðs Stefna fram úr fjárlaga- heimild ÚTLÁN íbúðalánasjóðs voru 9,4 milljarðar á fyrstu íjórum mánuðum þessa árs og útlit er fyrir að þau fari fram úr heim- ild í fjárlögum sem er 23,3 millj- arðar króna. Þau voru um 3,7 milljörðum króna hærri en á sama tímabili í fyrra, meðallán hafa hækkað úr 2,5 í 3 milljónir króna og umsóknir eru 39% fleiri. Samkvæmt upplýsingum frá Sigurði Geirssyni hjá Ibúða- lánasjóði hefur þó heldur dregið úr aukningunni að undanfórnu. Hann segir að margir íbúða- kaupendur geri í áætlunum sín- um ekki ráð fyrir að þurfa að mæta neinum áföllum og marg- ir muni lenda í erfiðleikum þeg- ar samdráttartímabil hefst í efnahagslífinu. ■ 66% aukning/Cl r^j. Borgarstjóri leggur fram nýja tillögu til iausnar kjaradeilu kennara Býður framl50-170 milljónir til viðbótar INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri kynnti í gær nýjar til- lögur til lausnar kjaradeilu kenn- ara í Reykjavík og borgarinnar. Þær gera ráð fyrir að borgin verji 150-170 milljónum til viðbótar til skólastarfs á næsta skólaári. Borgarstjóri kynnti tillögurnar fyrir kjararáði kennara í gær og á fundi með skólastjórum í Reykja- vík; Á fundi Ingibjargar Sólrúnar og skólastjóranna í gær var farið yfir stöðuna sem blasir við, en um 200 kennarar í Reykjavík hafa sagt upp vegna óánægju með kjörin. „Á fundinum kynnti ég, eftir að hafa hlustað vel á sjónarmið skóla- stjóranna, að ég væri tilbúin að leggja umtalsverða fjármuni í skólastarfið á næsta skólaári. Ég er þar að tala um 150-170 milljón- ir til viðbótar og að þessum fjár- munum verði varið til að bæta og þróa skólastarf. Peningarnir skiptist á milli skólanna og skóla- stjórar geti eftir atvikum, eða skólastjóri í samráði við kennara, varið þessum fjármunum til að kaupa af kennurum vinnu sem lýt- ur að því að innleiða nýja starfs- hætti í skólanum og aðlaga skóla- starfið nýrri aðalnámskrá sem ný- lega var gefin út.“ Hætt verði við að gera tilraunakj ar asamning Ingibjörg Sólrún sagði að það væri sinn skilningur að það væri ekki ágreiningur um það milli borgarinnar og kennara að menn vildu innleiða nýja starfshætti í skólunum. Hún sagðist því ekki telja að það væri ágreiningur um hugmyndafræðina sem væri að finna í þessum svokallaða til- raunakjarasamningi sem var til umræðu fyrr í vor. Ágreiningur- inn væri um kennsluafsláttinn. „Ég er að vonast eftir að við getum nálgast málið frá nýju sjón- arhorni með því að vinna okkur í þessa átt án þess að það sé gerður tilraunakjarasamningur. Þetta sé gert með því að kaupa vinnu af kennurum í hverjum skóla fyrir sig á grundvelli gildandi kjara- samnings og ráðningarsamnings.“ ■ Tilraunasamningur/12 Mokveiði á Reykjaneshrygg FuIIfermi á 14 dögum „ÞAÐ HEFUR verið mjög góð veiði síðustu vikumar og virðist lítið vera að draga úr henni,“ sagði Ásmund- ur Ásmundsson, skipstjóri á Víði EA, í gær en skipið var þá að út- hafskarfaveiðum á Reykjanes- hrygg. „Veiðin hefur verið mjög góð hjá flestum, um 20-30 tonn í hali eft- ir 10-12 klukkustunda tog. Við erum búnir að vera nákvæmlega hálfan mánuð í túmum og náum líklega að fylla skipið á næstu klukkutímum. Við gemm síðan ráð fyrir að verða í landi á föstudagsmorgun," sagði Ás- mundur. Leyfilegur heildarafli Islendinga á Reykjaneshrygg á þessu ári er 45 þúsund tonn og því má búast við að hratt gangi á kvótann meðan veiðin er góð. Nú er 21 íslenskur togari við veiðar á svæðinu, flestir um 20-30 mflur innan íslensku landhelginnar en fjölmörg erlend skip em einnig utan h'nunnar, aðallega frá Portúgal og Spáni en einnig frá Rússlandi og Eystrasaltsríkjunum. Morgunblaðið/Ómar SH endurskipuleggur starfsemina og lokar starfsstöð á Akureyri Fyrrverandi bæj- arstjóri segir ákvörðunina svik JAKOB Björnsson, fyrrverandi bæj- arstjóri Akureyrar, sagði i gær að ákvörðun Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna um endurskipulagningu, sem meðal annars felur í sér að starfsstöð fyrirtækisins á Akureyri verður lögð niður um mánaðamótin, væri svik. „Mér þykir þetta afar sárt og tel þetta í raun hreinustu svik miðað við það sem um var talað, þetta átti að vera uppbygging til framtiðar en ekki skammtímadúsa, sem kippt yrði burt við fyrsta tækifæri,“ sagði Jak- ob, sem var bæjarstjóri þegar sam- komulag var gert um uppbyggingu SH í atvinnulífi bæjarins. Stærsti einstaki liðurinn hefði verið flutning- dMirinn á skrifstofunni norður og nú, ^xjórum árum síðar, ætti að loka henni. Hann benti á að bæjarstjórnin hefði staðið við sinn hluta samkomu- lagsins, m.a. með þvi að halda sig til hlés varðandi stjómun í málefnum ÚA. Endurskipulagning SH, sem ákveðin var á fundi í gær, felur í sér að störfum fækkar um 19 alls, átta á Akureyri og 11 í Reykjavík, og verða starfsmenn alls 73 í stað rúmlega 100 á liðnu ári. Róbert Guðfinnsson, formaður stjómar SH, sagði að vissulega hefðu væntingar verið gerðar tfl starfs- stöðvarinnar á Akureyri, en frá því gengið hefði verið frá þessu sam- komulagi hefðu orðið örar breytingar í sjávarútvegi, fyrirtækjum fækkað og þau stækkað þannig að þörf fyrir þjónustu væri minni. Hann sagði að á sínum tíma hefðu menn haft fulla trú á að hægt yrði að byggja upp starf- semina á Akureyri en ör þróun gerði að verkum að ekki væri þörf fyrir svo stóra sölumiðstöð. Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, sagði í gær að dapurlegt væri að horfa á eft- ir þeim .störfum, sem nú hyrfu, en ekki mætti gleyma að SH hefði gert mikið í atvinnulífinu á Akureyri. „Hvort sem mönnum líkar betur eða verr verða menn að þola þær breyt- ingar, sem orðið hafa í þessum rekstri,“ sagði hann og bætti við að umdeilanlegt væri hvort verið væri að ganga á bak gefnum fyrirheitum. ■ Fyrirtæki verða/14 Kátir krakkar á Hjallaróló ÞEIM brá heldur betur í brún krökkunum á Hjallaróló í Kópavogi þegar undarlegur fugl birtist í sandkassanum hjá þeim. Þau virtu hann vel fyrir sér um stund, bæði frá upp- réttu sjónarhorni og á hvolfi. í sömu andrá mundaði skrýtni fuglinn undarlegt tæki sem hann var með um hálsinn og smellti af.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.