Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 68
68 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FOLK í FRÉTTUM
jakkaföt frá
16.90°
SAUTJAN
LflUGAVEGI 91 l(RII\IGLUI\ll\ll
SIMI 511 1718
SIMI 568 9017
ÍT ill
CUarlt/ 's CbrrvþQAyl'
Cfili
BROWNELL
UNIVERSAL
4YOU
Morad búin að
eignast son
BRASILÍSKA fyrirsætan
Luciana Morad fæddi dreng
á sjúkrahúsi í New York
samkvæmt frétt í breska blaðinu
Sun í gær. Drengurinn var skráður
á fæðingarvottorðið sem Lucas
Jagger. Blóðprufa á þó eftir að
skera úr um hvort Mick Jagger er
örugglega faðir drengsins. Ef
Lucas reynist vera sonur Jaggers
er hann sjöunda barn rokkarans
sem á sex börn fyrir með þremur
konum.
Fregnir af meintu framhjáhaldi
Jaggers með Morad eru taldar
hafa fyllt mælinn hjá eiginkonunni
Jerry Hall, en hún sótti um skilnað
um síðustu jól. Samkvæmt frétt í
Daily Mail á þriðjudag eru Mick og
Jerry nú að reyna að bjarga hjóna-
bandi sínu á skrifstofu hjóna-
bandsráðgjafa á meðan lögfræð-
ingar beggja berjast um eigur
hjónanna ef skilnaðurinn gengur í
gegn. í Daily Mail er vitnað í
ónefndan vin Jaggers sem segir að
Jagger viti að þetta sé hans síðasti
séns að halda fjölskyldunni saman.
Ekki er nóg með að Jagger sé
upptekinn við að reyna að bjarga
hjónabandinu og hafi eignast son
með Morad því fregnir hafa borist
af því að nú standi fyrir dyrum að
hann syngi lag með gömlu kærust-
unni sinni, söngkonunni Marianne
Faithfull, en þau áttu í sambandi
fyrir rúmum þrjátíu árum. Segir
sagan að þau muni syngja saman
gamla Stones-lagið Sister Morp-
hine frá árinu 1971 á tónleikum
Rolling Stones sem haldnir verða í
júní í Lundúnum. Jagger og Faith-
full hafa aldrei sungið saman áður
og víst er að margir gamlir aðdá-
endur beggja munu verða spenntir
yfir fréttunum. Engin dagsetning
hefur verið gefin upp um hvenær
tónleikarnir verða en vitað er að
Rolling Stones byrja stutta Evr-
ópuferð 29. maí í Stuttgart og að
þeir muni spila á tveimur tónleik-
um í Lundúnum í júní.
A NÓG að gera hjá Mick Jag-
ger þessa dagana, hjóna-
bandið í molum, nýfæddur
sonur og væntanlegir tón-
leikar með Marianne
Faithfull.
BRASILÍSKA fyrir- ►
sætan Luciana Gi-
menez á kjötkveðjuhá-
tíðinni í Rio í febrúar
síðastliðnum, en núna
er hún orðin léttari.
AVL °SLinda WcCartney.
Votta Lindu
virðingu
ÁTTA af þekktustu tón-
skáldum Breta ætla að votta
Lindu McCartney heitinni
virðingu sína með því að
halda tónleika í suraar þar
sem öll verkin verða samin
henni til heiðurs. Tónleik-
amir verða haldnir 18. júlí í
Lundúnum en þeir verða
endurfluttir í New York
þann 4. desember. Meðal
tónskáldanna er eiginmaður
Lindu, Paul McCartney, en
auk hans taka þeir John Ta-
vener og Sir Richard Rodn-
ey Bennett m.a. þátt.
JAKKAFÖT í MIKLU ÚRVALI
o
P S * S*wJXv.
ALLSAINTS
Trio
Niels-Henning
0rsted Pedersens
Ulf Wakenius
Jonas Johanssen
Tónleikar í
Þjóðleikhúsinu
31. maíkl. 21.00.
Forsala
aðgöngumiða hefst
í Þjóðleikhúsinu
í dag.
Jazzvakning
Nóg að gera hjá Mick Jagger
Stutt
Marsbúi
fyrir rétti
KANADAMAÐURINN Rene Joly
lögsótti verslanir og opinberar
stofnanir nýlega fyrir að hafa reynt
að koma sér fyrir kattamef vegna
þess að hann sé Marsbúi. Dómari
vísaði málinu frá á þeim grundvelli
að Joly héldi því fram að hann væri
ekki jarðarbúi og því væri réttarleg
staða hans engin. Málið hófst í apríl
er Joly sakaði lyfjaverslun um að
hafa selt sér eitur í stað lyfja,
kanadíska hermenn um að hafa
komið örflögu fyrir í heila sínum og
að Borgarbankinn hefði logið upp á
hann skuldum. A föstudaginn komu
löfræðingar þrettán fyrirtækja fyrir
rétt og kröfðust þess að málið yrði
fellt niður sem var og gert. Joly,
sem er rúmlega þrítugur sölustjóri,
var óhress með niðurstöðuna.
„Strangt til tekið er ég Marsbúi, en
dómarinn er að láta menn komast
upp með alvarlega glæpi og það er
mjög slæmt mál.“
Kindarlegur
Hitler
SÆLGÆTISUMBÚÐIR með
skopmynd af Hitler hafa valdið
ugg í Kanada og hafa nokkrar
smáar verslanir ákveðið að taka
sælgætið úr umferð eftir að ung-
lingar höfðu borið fram kvartan-
ir. Á skopmyndunum, sem eru
hluti af myndaröð, er Hitler
kindarlegur á svip, með blóm í
annarri hendi og svipu í hinni.
Framleiðandinn segist ekki ætla
að breyta umbúðunum. „Við er-
um ekki að láta Hitler líta út fyr-
ir að vera góðan mann,“ sagði
talsmaður framleiðandans.
„Þetta selst mjög vel og ég
myndi ekki taka það úr hillum
verslananna nema að það væri
ónýtt eða eitrað."
Fátt um hrein-
ræktað
kóngafolk
BLÁTT blóð rennur ekki í æðum
allrar bresku konungsfjölskyldunn-
ar ef marka má opinberar heimildir
um aðalinn. Nánast helmingur
þeirra eru bastarðar þrátt fyrir að
þeir telji sig geta rakið konunglegar
ættir sínar þúsundir ára aftur í tím-
ann. Utgefandi sem hefur frá árinu
1826 rakið ættir kóngafólksins og
gefið út bækur þess efnis ætlar í
fyrsta skipti í næstu viku að birta
nöfn óskilgetinna lávarða og hefðar-
kvenna. Ritstjórinn Charles Mosel-
ey sagði að jarlar og barónar gætu
ekki lengur krafist síns bláa blóðs.
„Slík gamaldags sjónarmið aðalsins
eru úr öllu samhengi við veruleik-
ann,“ sagði hann. „Allir sem hafa
áhuga á dramatískum leikritum
hafa séð lávarða fyrr á öldum fá
sínu framgengt við ungar konur.“
Tæpur helmingur eðalborinna ein-
staklinga er getinn utan hjónabands
og er ekki rétt feðraður, bætti rit-
stjórinn við.
Slæm áhrif
sjónvarps?
ÓVÆNT aukning átvandamála
hjá unglingsstúlkum á Fiji-eyjum
gæti átt rætur si'nar að rekja til
þess að sjónvarp nam þar land
meðal almennings í fyrsta sinn
árið 1995. Prófessor við Har-
vard-háskóla hefur rannsakað
matarvenjur eyjaskeggja síðan
árið 1988 og segir að eftir að
sjónvarpið kom tii sögunnar hafi
átvandamálin aukist. Tæpum
80% unglingsstúlkna finnst þær
of feitar samkvæmt könnun sem
prófessorinn gerði. Áður voru
hugmyndir um útlit íbúanna aðr-
ar en nú hafa forn gildi vikið fyr-
ir vestrænum viðmiðum svo
halda mætti að um plágu væri að
ræða.