Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Fyrsta degi opinberrar heimsóknar forseta fslands til Eyjafjarðar lokið Mikil sköpunargleði og metnaður í þess- um litlu skólum ÞRIGGJA daga opinber heimsókn forseta íslands, herra Ólafs Ragn- ars Grímssonar, til Eyjafjarðar hófst í gærmorgun. Valsárskóli í Svalbarðsstrandar- hreppi var fyrsti viðkomustaður for- seta og fylgdarliðs en í skólanum eru 72 nemendur auk 15 manna starfsliðs að meðtöldum Gunnari Gíslasyni skólastjóra. Leikskóla- börn af leikskólanum Álfaborg sungu tvö lög fyrir forsetann að lok- inni móttöku Hrings Hreinssonar oddvita, sem kynnti sveitarstjórn fyrir fosetanum og bauð hann vel- kominn. Forsetinn gekk því næst á fund þeirra nemenda sem voru í skólan- um, en 7. bekkur skólans var í skólaferðalagi að Reykjum í Hrúta- fírði og sömuleiðis var 8.-10. bekkur í skólaferðalagi í Englandi. I kennslustofum skólans, sem oddviti hins 327 manna hrepps lýsti sem stolti íbúanna, fékk forsetinn að glugga í námsbækur nemenda og skoðaði m.a. náttúrufræði sem verið var að vinna í. í kennslustofunni Polla, þar sem yngstu nemendurnir hafa aðsetur, biðu nemendur forsetans með eftir- væntingu og hýmaði heldur betur yfir þeim er hann heilsaði upp á þá og spjallaði við þá um námið og ann- að. Yngstu nemendurnir fluttu framburðaræfíngar Að lokinni samverustund með nemendum hélt hersingin niður í íþróttasal skólans þar sem yngstu nemendumir hófu skemmtidagskrá í tilefni dagsins með því að flytja ný- stárlegar framburðaræfingar, en nemendurnir hafa æft sig í vetur á erfíðum setningum, þulum og fleiru til að skýra framburð sinn. Hófu þau upp raustina og kyrjuðu „Stebbi stóð á ströndu" án þess að fípast. 2. og 3. bekkur sungu forseta sín- um ennfremur tvö lög og 5. bekkur flutti forsetanum ljóð eftir Bólu- Hjálmar. I þakkaroðmm sínum til skólans vék forsetinn orðum að því hversu menningin við aldarlok lifði öflugu lífí í Valsárskóla. Væri mikil auð- lind í æsku þeirri, sem hér væri að alast upp og óskaði forsetinn íbú- um hreppsins til hamingju með það. Áður en forsetinn kvaddi Sval- barðsstrandarhrepp skoðaði hann Safnasafnið á Svalbarðseyi-i undir leiðsögn Níelsar Hafstein og snæddi morgunverð á Þórisstöðum þar sem bornar voru fram gæðaaf- urðir af Svalbarðsströnd. Lá leiðin næst í Laufás í Grýtu- bakkahreppi þar sem sveitarstjóm hreppsins tók á móti forsetanum, sem skoðaði kirkjuna í Laufási og gamla bæinn gaumgæfílega í fylgd með Ingibjörgu Siglaugsdóttur safnverði. Frændsystkin forsetans í Grenivíkurskdla Forsetinn heimsótti því næst Grenivíkuskóla og heilsaði upp á nemendur og starfslið skólans sem lýtur stjórn Bjöms Ingólfssonar skólastjóra. í skólanum era 45 nem- endur og fékk forsetinn að kynnast starfi nemenda á göngu sinni um skólabygginguna. Tveir nemendur úr 8. bekk skólans, þær Hildur Björk Benediktsdóttir og Heiða Björk Pétursdóttir léku fjórhent á píanó fyrir forseta sinn og því næst skoðaði hann ættartré, sem nem- Sll 1| FORSETANUM var vel fagnað í Grenivík að lokinni lieimsókn í Grenilund, dvalaheimili aldraðra í Grenivík, sem hefur nýlega verið tekið í notkun. FORSETINN skoðaði m.a. kirkjuna og gamla bæinn í Laufási f Grýtu- bakkahreppi með Ingibjörgu Siglaugsdóttur safnverði. I GRENILUNDI, dvalarheimili aldraðra í Grenivík, heilsaöi forsetinn upp á íbúana, þeirra á meðal hjónin Guðmund Jdnsson og Margréti Pálsddttur, sem hér eru á mynd með forsetanum. endur skólans höfðu unnið, þar sem einu veggspjaldanna blasti við nafn þau röktu ættir sínar á veggspjöld- afa hans, Kristgeirs Jónssonar, sem um. er langafi þriggja nemenda í skólan- Vakti það athygli forsetans að á um. Kom það forsetanum ekki síst á Morgunblaðið/Þorkell GLEÐI gestgjafanna náði hæstu hæðum er forsetinn gerði sér að góðu aðstöðuna í Krakkabæ, sem er hagleikssmíð nemenda 1.-3. bekkjar Grenivíkurskóla. HILDUR Björk Benediktsdóttir og Heiða Björk Pétursdóttir léku fjórhent á píand fyrir for- seta sinn er hann heimsótti Grenivíkurskóla í gær. FORSETINN skoðaði m.a. fisk- verkunina Sæunni Axels ehf. á Ólafsfirði með Ásgeiri Loga Ás- geirssyni og gaf þar að líta meðal afurða, saltfiskflök, sem fyrirtækið selur á markaði í Brasilíu og Argentínu. óvart að hann ætti frændsystkin í Grenivíkurskóla, þau Herdísi og Hákon Sveinbjörnsböm og Odd- nýju Lára Guðnadóttur. „Aíi minn átti nú mörg börn og var ættstór mjög og það var gaman að hitta þessar tvær ungu hressu stelpur, sem greinilega mátti sjá á svipnum að era af þessum ágæta ættarmeiði," sagði forsetinn um þær Herdísi og Guðnýju Lára, sem hann hitti, í stuttu spjalli við Morg- unblaðið. „Annars fannst mér í heild mjög ánægjulegt að sjá í skólunum báðum, hvað mikill kraftur er í þessu unga fólki, hvað það er upp- litsdjarft, hugmyndaríkt og frjáls- legt í framkomu. Mér fannst það sýna hvað skólastarfið er rekið af mikilli sköpunargleði og miklum metnaði í þessum litlu skólum,“ sagði hann. Heimboð í Krakkabæ Að lokinni heimsókn í Grenivík- urskóla, sem lauk með því að forset- inn þáði heimboð í Krakkabæ, sem er hagleikssmíð nemenda 1.-3. bekkjar Grenivíkurskóla. Ekki var laust við að Sunna Björnsdóttir í 1. bekk, sem las forseta sínum kveðju, hefði áhyggjur af því hvort forset- inn kæmist fyrir inni í Krakkabæ, en gleði gestgjafanna náði hæstu hæðum er forsetinn gerði sér að góðu aðstöðuna þar. Lá leiðin næst í Grenilund, dval- arheimili aldraðra, sem tekið var í notkun síðastliðið haust. Bauð for- stöðumaður Grenilundar, Fjóla Stefánsdóttir, forsetann velkominn og minntist m.a. á hve mikilvægt það væri öldruðum að fá að verja ævikvöldi sínu í heimabyggð. Kirkjukór Grenivíkurkirkju söng þrjú lög undir stjórn Bjargar Sigur- björnsdóttur og að því loknu heils- aði forsetinn upp á íbúa Grenilund- ar, m.a. hjónin Guðmund Jónsson og Margréti Pálsdóttur. Er forsetinn hafði verðið kvaddur á Grenivík lá leið hans til síðasta viðkomustaðar iyrsta dags heim- sóknar hans, til Ólafsfjarðar, þar sem sýslumaðurinn í Ólafsfirði, Bjöm Rögnvaldsson, og Ásgeir Logi Ásgeirsson bæjarstjóri biðu forsetans við Ólafsfjarðargöngin ásamt fóruneyti. Fyrsti viðkomu- staðurinn á Ölafsfírði var Sæunn Axels fiskverkun ehf. sem eigendur fyrirtækisins, þau Sæunn Axels- dóttir og Ásgeir Logi Ásgeirsson kynntu fyrir forsetanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.