Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 44
*44 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Davíð og
Golíat?
Deilan um flutningana fyrir varnarliðið
snýst um að staðið sé við gagnkvœman
milliríkjasamning Islands og Banda-
ríkjanna.
Forvitnilegt hefur
verið að fylgjast
með málaferlum út
af flutningum fyrir
bandaríska varnar-
liðið hér á landi. Forráðamenn
skipafélagsins „Atlantsskipa"
hafa haldið því fram að íslensk
stjórnvöld hafi gengið erinda
Eimskipafélagsins með afskipt-
um sínum af málinu. Hafa þeir
gjaman stillt málinu þannig upp
að hér takist á annars vegar
„frumkvöðull" sem vilji hasla
sér völl í skipaútgerð og ætli sér
að lækka farmgjöld umtalsvert
og hins vegar Eimskipafélagið
sem vilji bægja burt óþægilegri
samkeppni og
VIÐHORF beitifyrirsig
----- íslenskum
Eftir Jakob F. stjórnvöldum
Asgeirsson með óeðlileg-
um hætti. Is-
lendingar hafa tilhneigingu til
að hafa samúð með þeim sem er
minni máttar og hefur því á
stundum verið slagsíða í frétta-
flutningi af málinu „frumkvöðl-
inum“ í hag. En málareksturinn
og afskipti íslenskra stjórnvalda
af málinu eiga sér heilbrigðari
skýringar en forráðamenn „Atl-
antsskipa" vilja vera láta.
Um alllangt skeið sömdu
Bandaríkin við íslensk skipafélög
um flutningana fyrir vamarliðið,
en 1984 fékk bandaríska félagið
Rainbow Navigation þessa flutn-
inga í krafti lagaheimildar frá
1904 sem kveður á um að flutn-
ingar á vegum Bandaríkjahers
skuli vera í bandarískum hönd-
um sé þess kostur. Kom þá til
harðrar rimmu milli íslenskra og
bandarískra stjómvalda. Islend-
ingar héldu því fram að vegna
smæðar íslensks markaðar og
mikilvægis innlendrar skipaút-
gerðar fyrir efnahagslíf landsins
og öryggishagsmuni væri nauð-
synlegt að íslensk skipafélög
ættu kost á því að bjóða í flutn-
inga varnarÚðsins. Haustið 1986
var deilan útkljáð með sam-
komulagi sem undirritað var af
utanríkisráðheiTum landanna,
George P. Schultz og Matthíasi
Á. Mathiesen. Samkomulagið var
á þá lund að sjóflutningum fyrir
vamarliðið skyldi skipt milli ís-
lenskra skipafélaga og skipa er
sigla undir bandarískum fána.
Það skipafélag sem ætti lægsta
tilboð skyldi fá 65% flutninganna
en það skipafélag sem ætti
lægsta tilboð frá hinu landinu
skyldi fá 35% flutninganna. Jafn-
framt skyldi hugað að fjárhags-
legu bolmagni þeirra fyrirtækja
sem byðu í flutningana, hvort
þau hefðu skipakost til að taka
að sér verkefnið o.s.frv.
Á þessum grundvelli hafa
flutningamir fyrir varnarliðið
byggst síðan 1986. En í fyrra
(1998) brá svo við að flutning-
unum var úthlutað til nýstofn-
aðra skipafélaga sem virðast
rekin undir einum og sama
hattinum. Bandarískur hluti
flutninganna fór til Transatlant-
ic Lines LLC í Delaware í
Bandaríkjunum en sá íslenski
til Transatlantic Lines -
Iceland ehf. í Garðabæ (þ.e.
„Atlantsskipa"). Við útboðið var
sami maður við stjórnvölinn í
báðum fyrirtækjum, Guðmund-
ur Kjærnested, en hann er bú-
settur í Bandaríkjunum, og
bæði fyrirtækin að nær öllu
leyti í eigu sömu aðilja. Við lok
útboðsferilsins var ráðandi hluti
í íslenska félaginu í eigu banda-
ríska félagsins, en síðan hafa
átt sér stað nokkrar tilfærslur á
hlut hvers eiganda um sig og
bandaríska skipafélagið Amer-
ican Automar, sem er með mikil
viðskipti við Bandaríkjaher,
hefur nú eignast u.þ.b. helm-
ingshlut í báðum fyrirtækjum.
Hér virðist því einum aðilja
hafa tekist að verða sér úti um
hvort tveggja bandaríska og ís-
lenska hluta flutninganna. Slíkt
gengur þvert gegn skilmálum og
anda milliríkjasamningsins frá
1986. Um þetta hefur deilan snú-
ist. Það eitt hefur vakað fyrir ís-
lenskum stjómvöldum að tryggja
íslenska hagsmuni með því að
staðið væri við umræddan milli-
ríkjasamning. Markmið þess
samnings var að treysta íslensk
skipafélög í sessi þannig að í
landinu væri öflug skipaútgerð
sem gæti þjónað efnahags- og ör-
yggishagsmunum þjóðarinnar á
hættu- og neyðartímum. Hér um
ræðir gagnkvæman miiliríkja-
samning og vekur athygli hversu
ófús bandarísk stjómvöld hafa
verið að taka höndum saman með
Islendingum við leysa úr þeim
vanda sem nú hefur skapast um
framkvæmd samningsins. Þessi
tregða Bandaríkjastjómar er til
þess fallin að skapa óþarfa
spennu í samsldptum Islands og
Bandaríkjanna.
Spyrja má hver sé Davíð og
hver sé Golíat í þessu máli. Bak-
hjarlar „Atlantsskipa" era
geysifjársterkir aðiljar í Banda-
ríkjunum sem eiga innhlaup
víða. Við útboðið höfðu
Transatlantic-fyrirtækin ekki
yfír skipi að ráða en lögðu hins
vegar fram vilyrði um milljón
dollara lán í bandarískum
banka. Afskipti bandaríska öld-
ungadeildarþingmannsins Ro-
berts G. Torricellis af málinu,
sem sagt hefur verið frá í Morg-
unblaðinu, era ekki síður til
vitnis um öflugan stuðning „Atl-
antsskipa" vestan hafs, en
Torricelli er mjög áhrifamikill
þingmaður demókrata og situr í
nokkram helstu nefndum öld-
ungadeildarinnar.
Það er fagnaðarefni að nýtt
fyrirtæki skuli ætla að hefja
samkeppni í flutningum á sjó-
leiðinni milli Islands og Banda-
ríkjanna með það að markmiði
að bjóða lægri farmgjöld en hér
hafa tíðkast. En til að fyrirtækið
geti keppt við íslensk skipafélög
um flutninga fyrir varnarliðið
sýnist Ijóst að það verður að
vera sjálfstætt íslenskt fyrir-
tæki án beinna eða óbeinna
tengsla við Bandaríkin. Milli-
ríkjasamningur Islands og
Bandaríkjanna virðist ótvírætt
taka af skarið um að skipafélag
annars landsins geti ekki sölsað
undir sig alla flutningana með
óeðlilegu samráði eða stofnun
systurfyrirtækja í hinu landinu
og hefur sá skilningur nýverið
verið staðfestur af alríkisdóm-
stól í Washington.
UMRÆÐAN
Ódýr, en ekki
ósnertanlegrir
BJÖRN Davíðsson,
kerfisstjóri Snerpu á
Isafírði, skrifar mikið
um Landssímann, nú
síðast í Morgunblaðið
11. maí sl. Ekki vantar
gífuryrðin í grein
Bjöms auk þess sem
hún er full af rang-
færslum og þversögn-
um. Fyrir vikið er hún
varla svaraverð, enda
þyrfti líkast til heila
opnu í Mbl. til að leið-
rétta alla vitleysuna.
Hér verður þó
nokkram atriðum svar-
að en undirritaður
hyggst svo ekki þreyta
lesendur Morgunblaðsins frekar
með deilum við Björn Davíðsson,
sem er augljóslega með Landssím-
ann á heilanum.
1. Birni vex í augum hagnaður
Landssímans á síðasta ári, sem
nam um 2,2 milljörðum. Hann
gleymir að geta þess að skv. tölum
OECD er símakostnaður íslenzkra
neytenda einhver sá allra lægsti
meðal OECD-ríkja, hvort sem litið
er á almenna símanotkun, GSM
eða netnotkun. Landssíminn er því
einfaldlega vel rekið fyrirtæki og
nýtir góðan hagnað til öflugrar
uppbyggingar hagkvæmra fjar-
skiptakerfa þannig að íslendingar
geti áfram notið ódýrrar fjar-
skiptaþjónustu í fremstu röð.
2. Gagnrýni Bjöms á hagnað
Landssímans er í beinni andstöðu
við aðrar fullyrðingar hans um að
Síminn reyni að verðleggja keppi-
nauta sína út af markaðnum. Sá,
sem reynir slíkt, lækkar verðið
undir kostnaðaiwerð og hagnast þá
ekki mikið á meðan. Hagnaður
Landssímans af farsímaþjónustu á
síðasta ári, sem var 800 milljónir
og kemur að miklum meirihluta úr
GSM-kerfinu, bendir
ekki til að fyrirtækið
hafi beitt undirverð-
lagningu, en Björn
tekur dæmi af GSM-
markaðnum. Ágætt
gengi keppinautarins,
sem hefur nú náð
17-18% markaðshlut-
deild, bendir ekki
heldur til óeðlilegra
vinnubragða Lands-
símans.
3. Björn segir að
Landssíminn nýti sér
alla fresti til að seinka
afgreiðslu mála hjá
Samkeppnisstofnun og
áfrýi málum þótt ljóst
sé að þau séu töpuð, „í
skjóli þess að á meðan LI þarf ekki
að fara eftir fyrirmælum SKS þá
er hægt að svindla á meðan“. Um
þetta er í fyrsta lagi það að segja
að hafi úrskurðir samkeppnisráðs
fallið Landssímanum í óhag hefur
fyrirtækið að sjálfsögðu virt þá,
a.m.k. þar til áfrýjunamefnd sam-
keppnismála hefur snúið þeim við.
I öðra lagi vill Björn væntanlega
ekki láta taka af fyrirtækjum eða
einstaklingum lögbundinn rétt til
að koma sjónarmiðum sínum á
framfæri við stjómvöld innan hæfí-
legs frests. Landssíminn hefur
ekki nýtt sér frest til að skila gögn-
um til Samkeppnisstofnunar í
meira mæli en aðrir. Ein meginá-
stæða þess að það hefur t.d. dreg-
izt úr hömlu að samkeppnisráð úr-
skurði um kæra Tals hf. vegna
lækkana á GSM-þjónustu, er sú að
kærandinn dró mjög að skila upp-
lýsingum vegna eigin kæra! Loks
er það hreint ekki svo að öll mál
Símans hjá Samkeppnisstofnun
hafi verið töpuð, það sýnir t.d. ný-
legur úrskurður áfrýjunarnefndar,
þar sem bann við öllum tilboðum
Fjarskiptaþjónusta
Landssíminn hefur
ekki ástundað undir-
verðlagningu þótt verð
á þjónustu fyrirtækis-
ins sé lágt, skrifar
—-------------------------
Olafur Þ. Stephensen,
sem hér svarar Birni
Davíðssyni.
Símans um endurgjaldslausa
Intemetáskrift var fellt úr gildi.
4. Björn segir að Landssíminn
hafi hunzað tilmæli Samkeppnis-
stofnunar um að bíða með verð-
lækkanir á GSM-þjónustu á meðan
stofnunin hefði til meðferðar áður-
nefnda kæra Tals. Stofnunin skrif-
aði Landssímanum bréf 2. okt. sl.,
þar sem stóð m.a.: ,,[B]einir Sam-
keppnisstofnun þeim eindregnu til-
mælum til Landssíma Islands hf.
að ráðast ekki í frekari verðlækkun
á GSM-þjónustu félagsins meðan
rannsókn samkeppnisyfirvalda
stendur yfir. Meðferð málsins
verður hraðað eins og unnt er.“ í
upphafi leit Landssíminn svo á að
þessi „eindregnu tilmæli" væra
eitthvað, sem taka ætti mark á, og
hélt því að sér höndum um frekari
verðlækkanir, enda þótt afkoma
farsímakerfanna gæfi fullt tilefni
til lækkunar. Nú eftir nær 8 mán-
uði bólar enn ekki á niðurstöðu.
Þannig hélt Samkeppnisstofnun
uppi verði á GSM-þjónustu allt þai'
til í apríl sl. Talsmaður stofnunar-
innar brást þá við gagnrýni Lands-
símans á þessi vinnubrögð með því
að segja í fjölmiðlum „að um til-
mæli hafi verið að ræða en ekki
Ólafur Þ.
Stephensen
Sjúkraliðar fá áheyrn
MONNUN fagfólks
inn á heilbrigðisstofnan-
ir er langt frá því að
vera í góðu lagi. Mikið
hefur vantað á að stöður
sjúkraliða og hjúkrun-
arfræðinga séu mannað-
ar. Sjúkraliðar hafa ít-
rekað bent á að mennt-
un þeirra leyfir útvíkk-
un á starfssviði, en ein-
staka stéttir hafa barist
gegn því. Sé menntun
sjúkraliða skoðuð í réttu
ljósi sést að sjúkraliðar
vinna störf undir getu
og vilja.
Áheyrn
Það gerðist nú á dög-
unum að forsvarsmenn á Hrafnistu
óskuðu eftir auknu starfssviði
sjúki-aliða, vegna vöntunar á fag-
fólki. Sjúkraliðar geta ekki annað
en fagnað slíku framfaraspori af
hálfu vinnuveitenda. Við höfum ít-
rekað bent á að innan félags-,
heilsugæslu- og öldranargeirans
getum við meira. Frá mér liggur
fyrirspurn í heilbrigðisráðuneytinu
(síðan í janúar) um lög og reglu-
gerðir er varða störf með lyf sem
enn er ósvarað. Eg lít svo á að erfitt
sé að finna umrædd lög þar sem
mér hefur ekki borist svar, þrátt
fyrir ítrekun. Eg tel nauðsynlegt að
ganga úr skugga um hvort til séu
lagaheimildir sem banna sjúkralið-
um að finna störf er lýtur að lyfjatil-
tekt og -gjöfum, sérstaklega inni á
öldrunarstofnunum. Finnist ekki
slíkar lagahömlur, geta öldrunar-
stofnanir nýtt sér nú
þegar betur sjúkra-
liða.
Vannýttir á heilsu-
gæslustöðvum
Fyrir fáum árum
kom fram hjá félagi
heimilislækna að nýta
mætti sjúkraliða mun
betur en nú er gert.
Má þar nefna störf
eins og viðvera á H-
stöð á dagvinnutíma,
sótthreinsað og pakk-
að áhöldum. Tekið
þátt í heimahjúkran,
séð um slysavamir
hjá öldruðum, tekið
hjartalínurit og
heyrnarmælt. Aðstoðað við ung-
barnaeftirlit, mæðravernd og skóla-
heilsugæslu. Fylgt sjúklingi 1
sjúkraflutningi. Af þessu má sjá að
sjúkraliðar er mjög teygjanleg stétt
og heilbrigðiskerfinu til vansa að
hún skuli ekki betur nýtt. Von okk-
ar sjúkraliða er að þeir sem eiga að
fara með fjármuni okkar innan
kerfisins opni hug sinn gagnvart
menntun sjúkraliða og afli sér upp-
lýsinga um hana.
Ófaglærðir
Sú umræða sem hefur verið í
gangi um langt skeið, að standa
skuli að menntun fyrir ófaglært
starfsfólk innan félags- og öldranar-
geirans, á rétt á sér. Það ber að var-
ast flumbrugang í skipulagningu á
slíku námi. Til er stétt sem sinnir
umönnun aldraðra og það era
Starfssvið
Sé menntun sjúkraliða
skoðuð í réttu ljósi,
segír Helga Dögg
Sverrisdóttir, sést að
þeir vinna störf undir
getu og vilja.
sjúkraliðar. Ekki er þörf á fleiri
stéttum inn í þann geira. Nám fyrir
ófaglærða í öldrun ber að lengja við
sjúkraliðamenntunina og gáfulegast
að svo yrði einnig um félagssviðið.
Það fólk sem lagt hefur á sig erfið
störf á kröfu á góðu námi og skyndi-
lausnir um nám er það ekki. Þjón-
ustan við notendur yrði betri, mark-
vissari og öllum til góða.
Verk- og deildarsljdrar
Ekkert er það nema vald hjúkr-
unarfræðinga sem kemur í veg fyrir
að sjúkraliðar starfi sem stjómend-
ur. Þeir era víðast hvar hjúkrunar-
forstjórar, deildarstjórar, aðstoðar-
deildarstjórar o.s.frv. Markmið
þeirra er að ráða ekki aðrar stéttir
inn í þau störf af ótta við að missa
spón úr aski sínum. Er ekki með
öllu óeðlilegt að ein stétt hafi svo
mikil ítök innan heilbrigðiskerfisins
eins og raun ber vitni? Það þyrfti í
það minnsta að endurskoða málin
hlutlaust og raunsætt.
Höfundur er starfandi sjúkraliði á
Dalvík.
Helga Dögg
Sverrisdóttir