Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 13 FRÉTTIR BÚIÐ að setja í ‘ann í Minnivallalæk. Gott vatn og góð veiði TVEGGJA daga holl með fjórum stöngum hafa verið að fá 10 til 15 sjóbirtinga í Fitjaflóði að undan- fömu og að sögn Agnars Davíðsson- ar á Fossum í Landbroti eru menn nokkuð ánægðir með þann gang mála. „Þeir fengu vel á annað hundrað fiska, þeir sem byrjuðu í byrjun maí. Það voru Armenn ásamt físki- fræðingum og þeim físki var öllum sleppt eftir að hafa verið merktur. Síðan hefur veiði verið góð og við höfum vitað af miklu magni af sjó- birtingi á leið niður úr vatnakerfínu. Þetta er dvínandi núna og það kem- ur heim og saman og er eðlilegt," sagði Agnar. Hann bætti við að miklu af sjóbirtingi væri sleppt á þessum árstíma og menn hirtu varla nema smærri físk og ókyn- þroska. Þeir sleppi fiskum sem hrygndu síðasta haust, enda séu þeir auðþekkjanlegir. Nú veiðist fátt annað en staðbundinn silungur þar til í júlí, er fyrstu sjóbirtingam- ir byrja að ganga úr sjó. Agnar bætti við að þokkalegt vatn væri í læknum og menn væntu þess að svo yrði áfram, ekki síst þar sem nú væru að hefjast framkvæmdir sem miðuðu að því að vatn úr Skaftá flæddi reglulega út á Eldhraun og héldi þannig jarðvatnsstuðlinum sem eðlilegustum. Breyta opnun í Þverá Laxveiði á stöng hefst að venju 1. júní og um nokkuð langt árabil hafa þrjár ár opnað á þeim degi, Norð- urá, Þverá og Laxá á Asum. Nú hef- ur opnun Þverár verið breytt, áin verður opnuð 4.júní, en í Kjarrá, sem er efra svæði árinnar og inni á afrétti, 7. júní. „Oftar en ekki síð- ustu árin hefur veiðin ekki byrjað sérlega vel og því hafa raddir um að færa þetta aftur orðið háværari. Við prófum þetta þess vegna og sjáum hvað setur,“ sagði Jón Olafsson, einn leigutaka árinnar, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að dag- setningin í Kjarrá væri ævinlega breytingum háð, allt eftir árferði. Hann væri þó vongóður um að dag- setningin gæti staðist að þessu sinni. Fagnaðarfundir á Eiðum ÞAÐ voru fagnaðarfundir á Eið- um um siðustu helgi þegar Beciri-Qölskyldan sameinaðist á ný eftir langan aðskilnað, sem einkenndist af óvissu og ótta eft- ir að hluti fjölskyldunnar yfirgaf hörmulegt ástand í heimalandi sínu. Fjölskylda rafvirkjans Nazni Beciri, sem verið hefur hér á landi í hálfan annan mánuð heimsótti nánustu íjölskyldu sína sem kom hingað í síðustu viku. Þrír bræður Naznis, ein systir hans og Qölskyldur þeirra eru nú á Eiðum en munu von bráðar flytja til Reyðarfjarðar. Islands- flug bauð Beciri-fjölskyldunni til Eiða þar sem hún dvaldi yfír helgina. Undirbúningur tilvonandi íbúða Ijölskyldnanna í Fjarðar- byggð og á Dalvík stendur nú sem hæst og einnig eru karl- mennirnir í hópnum famir að vinna. Að sögn Óskars Jónsson- ar, svæðisfulltrúa Rauða kross Islands á Egilsstöðum, hafa þeir fengið tímabundna vinnu við grisjun og umhirðu í Eiðaskógi á vegum Skógræktar rikisins. Kon- urnar í hópnum stunda hannyrð- ir af kappi og börnin leika sér við hvert annað eða gesti sem koma til að heilsa upp á þau. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir KONURNAR í hópi flóttamann- anna á Eiðum stunda hannyrðir af fullu kappi. FRÆNDSYSTKININ í Beciri-fjölskyldunni voru ánægð að hittast og skemmtu sér við lestur bóka og margt fleira um helgina. Ertu að hugsa um: • Rými? • Þægindi? • Öryggi? • Gott endursöluverð? • Allt þetta sem staðalbúnað: Renndu við hjá okkur í dag og reynsluaktu Suzuki Baleno. Hann kemur þér þægilega á óvart. 16 ventia vél með fjölinnsprautun, 85-96 hestöfl Vökva- og veltistýri • Hæðarstillanleg kippibelti Rafstýrðar rúður og speglar • Öryggisloftpúðar Samlæsing • Krumpusvæði að framan og aftan Þjófavörn • ABS hemlar • Styrktarbitar í hurðum Upphituð framsæti • Útvarp með segulbandi Rafstýrð hæðarstilling framljósa Litaðar rúður • Samlitaðir stuðarar Bíll sem er algjörlega hannaður fyrirþig. Og það leynir sér ekki... Fæst í tískulimum í ár: aluminium silver metallic. SUZUKIBILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00 Heimasíða: www.suzukibilar.is bíllinn fr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.