Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lögmenn skipafélagsins Van Ommeren leggja fram gögn Vindstigakvarðinn og metrar á sekúndu Segja Atlantsskip gefa rangar upplýsingar 12 vindstíg: Fárviðri 11 vindstíg: Ofsaveður 10 vindstig: Rok ð vindstíg: Stormur 8 vindstig: Hvassviðri 7 vindstig: Ailhvasst 6: Stinningskaldi 5 vindstig: Kaldi 4: Stinningsgola 3 vindstig: Gola 2 vimistíg: Kul 1 vimlstig: Andvari 28-32 m/s Stórviöri Fólk ætti ekki að vera á ferli að nauðsynjalausu, hættulegt 30 m/s----------------------- Mjög hvasst Fólk þarfað gá að sér 20 m/s----------------------- Talsverður vindur Skiptir máli fyrir ýmsar athafnir 10 m/s ---------------------- Fremur hægur vindur 5 m/s----------------------- Mjög hægur vindur Metrar á sekúndu í stað vindstiga LÖGMENN skipafélagsins Van Ommeren segja að ranglega hafi verið greint frá eignarhaldi Atlants- skipa fyrir áfrýjunardómstól í Was- hington-borg. Dómstóllinn féllst sl. mánudag á beiðni Atlantsskipa og Transatlantic Lines um frestun á framkvæmd úrskurðar alríkisdóm- stólsins í Washington í máli Eim- skipafélagsins og Van Ommeren gegn Bandaríkjaher vegna sjóflutn- inga fyrir vamarliðið í Keflavík. Ai- ríkisdómstólhnn hafði fyrirskipað að útboð á flutningunum skyldi fara fram á ný. I bréfi sem lögmennimir lögðu fyrir áfrýjunardómstólinn segir að í yfirlýsingu um eignarhald sem Guð- mundur Kjærnested, einn af eig- endum Atlantsskipa, lagði fyrir dómstólinn 7. maí sl., hafi verið greint frá því að bandaríska skipa- félagið American Automar hafi aldrei átt hlut í Atlantsskipum eða átt þar hagsmuna að gæta. I bréfi lögmanna Van Ommeren er bent á að Guðmundur Kjærnested hafi í yfirlýsingu til Bandaríkjahers 9. ágúst 1998 lýst því yfir að American Automar ætti 50% hlut í Atlants- skipum, Brandon C. Rose 24,5%, Guðmundur Kjæmested 24,5% og Símon Kjæmested 1%. J.P. Love, forstöðumaður skipa- Stjórnvöldum hafí yfírsést að 75% félagsins væru í bandarískri eigu deildar Van Ommeren, segir að í samkomulagi milli Islands og Bandaríkjanna um sjóflutninga fyr- ir vamarliðið í Keflavík komi fram að bandarískum hluta flutninganna skuli sinnt af skipum sem sigli undir bandarískum fána en íslenska hlut- anum skuli sinnt af íslensku fyrir- tæki, óháð undir hvaða fána skip þess sigli. Yfirsést bandarísk eignaraðild Atlantsskipa? Love segir það sína skoðun að ís- lensk stjómvöld hafi ekki áttað sig á þessu þegar ákveðið var að ganga til samninga við Atlantsskip. Peim hafi yfirsést að Atlantsskip sé að 75% hluta í eigu bandarískra aðila en fjórðungur í eigu íslendings sem býr í Bandaríkjunum. „Það hefur alltaf verið minn skilningur að af- staða íslenskra stjómvalda hafi ver- ið sú að íslenskum hluta flutning- anna skyldi sinnt af íslensku fyrir- tæki og að skilgreining þeirra á ís- lensku fyrirtæki væri Eimskip eða Samskip en ekki íslenskt fyrirtæki í eigu bandarískra aðila. Love kveðst telja að þessi hlið málsins valdi íslenskum stjómvöld- um erfiðleikum. Hann telur ljóst að fái Atlantsskip samninginn verði ís- lensk stjómvöld af skattagreiðslum vegna flutninganna. Fyrirtækið greiði skatta í Bandaríkjunum. „Við munum beita svipuðum rök- um í þessu máli og beitt hefur verið gegn Atlantsskipum. Við segjum að Transatlantic Lines uppfylli ekki skilyrði um bandarískan hluta flutn- inganna vegna þess að fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins er ekki bandarískur borgari, eins og kveðið er á um í samkomulagi milh íslands og Bandaríkjanna um flutningana. Guðmundur segir í viðtali við Morg- unblaðið að hann sé framkvæmda- stjóri fyrirtækisins en í réttarskjöl- unum og yfirlýsingu til Bandaríkja- hers segir hann að Brandon C. Rose sé framkvæmdastjóri fyrirtækisins en hann sjálfur sé aðeins starfsmað- ur. Við bentum Bandaríkjaher á að skrifstofur Transatlantic Lines séu við hlið íbúðar Guðmundar og Brandon Rose starfi við sitt eigið fyrirtæki í um 100 mílna fjarlægð frá skrifstofum Transatlantic Lines,“ segir Love. VEÐURSTOFA íslands tekur upp eininguna metra á sekúndu í allri veðurþjónustu sinni í stað vindstiga 1. júní næstkomandi. Guðmundur Hafsteinsson, forstöðumaður þjón- ustusviðs, segir að þetta sé gert í samræmi við breyttar aðstæður þar sem vindmælar séu nú í ört vaxandi mæli notaðir til að mæla vindhraða í stað þess að vindstyrkur sé áætlað- ur. Guðmundur kvaðst eiga von á því að það tæki tíma fyrir almenning að aðlagast þessum breytingum. „Við teljum að þessi 200 ára gamla að- ferð við að meta vindinn sé búin að ljúka sínu hlutverki. Núorðið er hægt að mæla vind svo nákvæm- lega, jafnt einstaka vindhviður og meðalvind. Vegagerðin vill til dæm- is gefa upp bæði meðalvind og líka einstaka hviður en til þess að það sé hægt verður að styðjast við ein- hverja hraðaeiningu, eins og metra á sekúndu," segir Guðmundur. Hann segir að til greina hafi kom- ið að nota kílómetra á klukkustund en á Norðurlöndum er alfarið stuðst' við metra á sekúndu. „Metrar á sek- úndu er einnig mikið notuð eining í verkfræði og fleiri tæknigreinum og hefur því töluverða fótfestu þó að hún sé ekki þekkt meðal almenn- ings,“ segir Guðmundur. Hjólreiða- fólk undir smásjá lögreglu LÖGREGLAN á Suðvestur- landi hóf sérstakt umferðar- átak á þriðjudaginn og verður hjólreiðafólk sérstaklega undir smásjánni þar sem lögreglan mun beina athygli sinni að reiðhjólareglum og notkun ör- yggishjálma. Athuga dekkin Auk þess að veita hjólreiða- fólki aðhald mun lögreglan gæta sérstaklega að dekkja- búnaði ökutækja og því hvort negldir hjólbarðar séu enn undir bílum, en óheimilt er að aka um á negldum hjólbörðum að sumarlagi. Aðild að átakinu eiga lög- reglan í Grindavík, Hafnar- firði, Keflavík, Keflavíkurflug- velli, Kópavogi, Reykjavík og á Selfossi. Topshop verslun TÖLVUTEIKNINGIN sýnir fyrstu tillögu Guðna Pálssonar arkitekts að nýrri byggingu undir Top- shop verslun við Austurstræti 22b. Skipulags- og við Lækjargötu umferðarnefnd Reykjavíkurborgar taldi á fundi sínum 10. maí að lækka þyrfti bygginguna Lækjar- götumegin og vinna að nánari útfærslu á gaflinum. Sumarlokanir á Sjúkra- húsi Reykjavíkur Bráðaþjón- Breytingar í Stykkishólmi 1. júní Hraðkaup kaupir einu matvöruverslunina Stykkishólmi. Morgunblaðið. UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur á milli Stykkiskaupa ehf. í Stykkishólmi og Hraðkaups. Samningurinn felur í sér að Hrað- kaup kaupir fasteignir og verslun- arrekstur Stykkiskaupa að Borgar- braut 1 í Stykkishólmi. Fyrrver- andi eigendur Stykkiskaupa hafa rekið matvöruverslunina í fímm og HVÍTASUNNUHELGIN er framundan og margir hyggja á ferðalög um landið. Veðurstofan segir útlit fyrir ágætt veður um ,land ,allt.. á langardag-an—heldur. hálft ár, en þeir keyptu af vöruhús- inu Hólmkjöri, sem hafði verslun og sláturhús í Stykkishólmi í næstum þrjá áratugi þar á undan. Ingibjörg Benediktsdóttir, einn fyrrverandi eigenda, er þess fullviss að kaup Hraðkaups á versluninni verði bæj- arbúum til góðs og til þess fallin að efla verslun í Stykkishólmi. vætusamt verði hátíðardagana, nema þá helst á Norðurlandi. Fremur hlýtt verður í veðri. Það mun því viðra bærilega á ferðalanga jim.he.lgina usta nýtur forgangs GENGIÐ hefur verið frá áætlun um lokanir á legudeildum Sjúki-ahúss Reykjavíkur. Samkvæmt áætlun- inni fækkar heildarlegudögum um 5% miðað við fulla starfsemi. Sigríð- ur Snæbjörnsdóttir hjúkrunarfor- stjóri sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að lokanimar nú væru svipaðar og í fyrra. „Meiri sam- dráttur verður á lyf- og skurðlækn- ingasviði en í fyrra vegna tilfæringa á gjörgæsludeild, en á móti kemur að starfsemi á endurhæfingar- og taugasviði eykst,“ sagði Sigríður. Skipuleggja þarf sumarfrí fyrir u.þ.b. 2000 starfsmenn á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, svo nokkur röskun á starfsemi spítalans er óhjákvæmi- leg. Reynt er að takmarka áhrif lokananna á sjúklinga eftir megni og nýtur bráðaþjónusta forgangs að sögn hjúkrunarforstjórans. Lokanir á Landspítalanum verða ÆndanIegaAk¥pðnar.j?ft.ir.Ju?.lgina—-> Hvítasunnuhelgin Milt veður en vætusamt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.