Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
„Serbaæði“ grípur
um sig í Rúmeníu í
stað „NATO- æðis“
Loftárásir Atlantshafsbandalagsins á Júgóslavíu hafa haft þau
áhrif á almenning í Rúmeníu að í stað „NATO-æðis“ hefur nú
gripið þjóðina „Serbaæði“. Þetta er mat rúmenska heimspeki-
prófessorsins, Andrei Cornea, en hann segir þá ákvörðun
stjórnvalda í Rúmeníu að veita orrustuþotum NATO leyfí til
að fljúga innan lofthelgi Rúmeníu mjög vandasama.
Reuters
ELDRI kona, haldandi á júgóslavneskum fána, reynir að troða sér fram-
hjá lögreghimönnum er stóðu vörð um breska sendiráðið í Búkarest
þegar efnt var til mótmæla þar gegn hemaðaraðgerðum NATO.
SÚ AKVÖRÐUN rúmensku ríkis-
stjómarinnar að leyfa orrustuþotum
Atlantshafsbandalagsins (NATO) að
fljúga innan lofthelgi Rúmeníu, er
sú erfíðasta sem nokkur ríkisstjórn í
fyrrverandi kommúnistaríki hefur
tekið frá þvi að Nicolea Ceausescu
féll frá.
Frá því að NATO hóf loftárásir á
Serbíu hefur það, sem kalla mætti
„Serbaæði" gripið þjóðina. Það sem
ég á við með „Serbaæði" er það við-
horf sem einkennist af gífurlegri
hlutdrægni og ójafnvægi, sem jaðr-
ar við að vera taugaveiklunarlega
tilfinningaþrungið, og er vilhallt
Serbum. Umfjöllun um þessa af-
stöðu skortir verulega í allri rök-
studdri umfjöllun um hemaðar-
íhlutun NATO.
Það sem er enn forvitnilegra um
uppkomu „Serbaæðisins“ í Rúmeníu
er sú staðreynd, að ekki eru liðnir
margir mánuðir frá því að þjóðin var
heltekin af „NATO-æði“. Það sem
meira er, að þar til stríðið braust út
var það ekki einungis opinber stefna
stjómvalda að Rúmenía gerðist að-
ildaríki NATO, heldur naut sú
stefna gífurlegs stuðnings bæði
meðal almennings og fjölmiðla.
Samkvæmt skoðanakönnunum
naut aðildin að NATO 90% stuðn-
ings meðal almennings. Flest dag-
blöð, útvarps- og sjónvarpsstöðvar
mæltu hiklaust með stækkun
bandalagsins í þeirri von að Rúmen-
íu yrði boðið í klúbbinn. Þegar um-
sókn Rúmeníu var svo hafnað á leið-
togafundi NATO í Madríd árið 1997
dró úr þessum brennandi áhuga
meðal almennings. Það skýrir þó
ekki að öllu leyti hina almennu and-
stöðu í garð NATO sem nú eykst
stöðugt.
Átök menningarheima?
Það er athyglisvert að sjá hversu
margir blaðamenn og dálkahöfund-
ar í Rúmeníu hamra í dag á and-
stöðu gegn NATO eða hafa tekið
upp málstað Serba. Það sem er þó
Serbar mótmæla
stríðinu í Kosovo
Podgorica. The Daily Telegraph.
HÁVÆR mótmæli gegn stríðs-
rekstri Slobodans Milosevics, for-
seta Júgóslavíu, hafa brotist út í
a.m.k. tveimur borgum í suðurhluta
Júgóslavíu. Hófust mótmælin á
laugardag er um tíu líkkistur her-
manna bárust til bæjanna og hróp-
uðu mótmælendurnir, sem að mestu
leyti voru foreldrar hermanna; „við
viljum syni okkar til baka, ekki lík-
kistur!“
Mæður hermanna stóðu fyrir
mótmælunum í iðnaðarborginni
Krusevac, skammt frá Pristina, hér-
aðshöfuðborg Kosovo og
Aleksandrovac, skammt frá landa-
mærum Makedóníu. Vitni og við-
staddir fréttamenn sögðu yfír 4000
manns hafa safnast saman á mánu-
dag fyrir utan ráðhúsið í Rrusevac,
en það er meðal þeirra bygginga
sem loftárásir Atlantshafsbanda-
lagsins (NATO) hafa hæft.
Krafðist fólkið að endi yrði bund-
inn á stríðið og að hermennimir
yrðu sendir heim. Sumir foreldr-
anna héldu á spjöldum með tilkynn-
ingum um andlát sona þeirra.
Er bæjarstjórinn Miloje Mi-
hailovic, meðlimur SPS, stjórnar-
flokks Milosevic, sagði fólkinu að
það væri ekki í hans valdi að fá her-
mennina til baka, kastaði það stein-
um í bygginguna og hrópaði ókvæð-
isorð að honum.
í Aleksandrovac safnaðist hópur
fólks saman til að stöðva rútu sem
var á leið til Kosovo-héraðs með
liðsmenn hersins. Um 1.000 mót-
mælendur voru að sögn vitna nær
búnir að bana bæjarstjóranum Zi-
vota Cvetkovic og lögreglustjóran-
um Gvozdan Djolic, sem einnig er
meðlimur í SPS. Lögreglan kom
mönnunum hins vegar til hjálpar.
Á þriðjudag tók mótmælunum að
linna í Krusevac og virtist allt með
kyrrum kjörum í Aleksandrovac.
Fréttaskýrendur segja að í ljósi
þeirrar miklu kúgunar sem
serbnesk stjórnvöld hafa beitt
þegna sína gefi mótmælin til kynna
að óánægjuöldur hafi borið ótta
þessa fólks við að mótmæla ofurliði.
Óvíst er hins vegar hvort mótmælin
séu upphaf umfangsmeiri aðgerða.
mest sláandi í þessu öllu saman er
sú röksemdafærsla sem fólk færir
fyrir stuðningi sínum við Serba. Það
viðhorf sem hér ríkir almennt er í
anda Samuels Huntingtons, pró-
fessors við Harvard-háskóla, en
hann sagði að alþjóðastjórnmál eftir
tíma kalda striðsins myndu ein-
kennast af „átökum milli ólíkra
menningarheima". Þar af leiðandi
líta margir í Rúmeníu á átökin á
Balkanskaga sem átök milli „vest-
rænnar menningar" og „grísk-kaþ-
ólsku rétttrúnaðarkirkjunnar í
löndum Slava“, en þeirri kirkju til-
heyra Rúmenar og Serbar.
Þjóðemishreinsanir og þjáningar
Kosovo-Albana, sem eru múslimar,
virðast ekki halda vöku fyrir nein-
um. Né heldur er grimmd Slobodan
Milosevics - sem þegar upp er stað-
ið er ekkert sérlega rækinn grísk-
kaþólsku kirkjunni, heldur slóttug-
ur fyrrverandi kerfiskarl í kommún-
istaflokknum - fordæmd að neinu
leyti.
Rökstuddur málflutningur hefur
horfið af síðum dagblaða, sem þess í
stað fordæma NATO fyrir að heyja
stríð gegn hinum „hetjulegu“ Ser-
bum og spila á samúð almennings
vegna þeirra þjáninga sem „hinir
grísk-kaþólsku bræður okkar“
þurfa að þola.
Afburða rúmenskur blaðamaður,
Cristian Tudor Popescu, ritstjórn-
arfulltrúi Adevaruí-dagblaðsins,
sem er það blað Rúmeníu er hefur
mesta útbreiðslu, gekk svo langt að
skrifa að „mannréttindi" væru nú til
dags lítið annað en tæki Yestur-
landa til að drottna yfir heiminum.
Bandaríkin, segir hann, hyggjast
leggja undir sig þjóðríki um heim
allan til að efnahagur þeirra og
menningarleg einsleitni fái notið sín
sem víðast. Serbía virðist því aðeins
eitt af fyrstu löndunum sem verða í
vegi Bandaríkjanna.
Samkvæmt þessari röksemda-
færslu verða Rúmenar að fylkja liði
með Serbum og Rússum gegn Vest-
urlöndum. Einhverra hluta vegna
gleymir þetta fólk því að Rúmenía
hefur ætíð stært sig af því að vera
„eyja latneskrar menningar sem
umvafin er slavnesku hafi“. Það
sem meira er þá hafa Rúmenar,
ólíkt Serbum og Búlgörum, alltaf
litið á Rússa sem erkifjendur sína,
tilfinning sem var sérstaklega sterk
á tímum kommúnismans.
Gæti sama staða komið upp
í Transylvaníu?
Flestir Rúmenar aðhyllast grísk-
kaþólsku rétttrúnaðarkirkjuna, líkt
og Grikkir, Serbar, Búlgarar og
Rússar. Þrátt fyrir þetta hafa Rúm-
enar óttast Rússa, sýnt Búlgörum
yfirlætislega góðvild og öfundað
Grikki. Og ef Serbar njóta meiri
hylli þjóðarsálarinnar en fyrmefnd
lönd, grunar mig að það hafi minna
að gera með hið svokallaða „bróð-
emi grísk-kaþólsku rétttrúnaðar-
kirkjunnar“ og meira að gera með
þá staðreynd að fólk man að Tító og
Ceausescu litu á Rússa sem sameig-
inlega ógn við tilraunir þeirra til að
tryggja aukið pólitískt sjálfstæði.
Raunar er aumustu skýringamar
á því hvers vegna þjóðir elska eða
hata hver aðra að finna í „sögunni"
eða „menningunni“, sem hvort
tveggja má auðveldlega brengla og
túlka í þágu „þjóðarhagsmuna“
hverju sinni, af ómerkingum og
tækifærissinnum.
„Serbaæði" og „NATO-fælni“
endurspegla í rauninni dýpri ótta
meðal þjóða. Margir Rúmenar bera
Kosovo saman við Transylvaníu,
þar sem Ungverjar eru í meirihluta
meðal íbúa. Þeir halda að ef Kosovo
verður skilin frá Serbíu, muni sömu
örlög bíða Transylvaníu.
En jafnvel þó að Serbía missti á
endanum stjóm yfir Kosovo, yrði
það ekki vegna þess að Vesturlönd
hafi viljað að svo færi. Það yrði
vegna þess að ríkisstjóm Serbíu
hefði með grimmd sinni og skorti á
umburðarlyndi eyðilagt alla von um
friðsamlega sambúð Kosovo-Albana
og Serba. Þannig er málum, til allr-
ar hamingju, ekld háttað í Rúmeníu,
þar sem fulltrúar ungverska minni-
hlutans em mikilvægir meðlimir
stjórnarsamsteypunnar. Hins vegar
hafa margir orðið fyrir miklum von-
brigðum með stjómina vegna
slæms efnahagsástands og hafa
þess vegna snúist gegn öllu sem
stjórnin hefur til málanna að leggja
þessa dagana.
Að sjálfsögðu syngja ekki allar
mikilvægar raddir í „kór Serbaæð-
isins“. Um miðjan apríl sl. birtu
margir mikilsvirtir menntamenn yf-
irlýsingu þar sem stuðningi við
NÁTO var lýst yfir og Rúmeníu-
stjóm hvött til að draga ákvörðun
sína ekki til baka. En flestir, að því
er virðist, vilja halda áfram að
hlusta á glymjandi óm „bræðralags
grísk-kaþólsku rétttrúnaðarkirkj-
unnar“ svo lengi sem efnahagsleg
staða landsins þrengir svo mjög að
þeim.
Því má segja að „Serbaæðið“ sé
aðeins fylgifiskur þessa gífurlega
óvissuástands. Það sviptir hulunni
af því mikla óöryggi sem margir
íbúar Austur-Evrópu búa við í
tengslum við lönd sín, fortíð, fram-
tíð og sjálfa sig.
Höfundur er prófessor í heimspeki
við Háskóiann i Búkarest og einn
helsti stjórnmálaskýrandi Rúmenfu.
Umdeild tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslur varð stjórn Hollands að falli
Kjósendur áttu að fá vald
til að „leiðrétta“ þingið
Haag. Reuters, AFP.
WIM Kok, forsætisráðherra Hol-
lands, mistókst í gær að afstýra því
að samsteypustjóm sín félli vegna
ágreinings um tillögu þess efnis að
stjómarskránni yrði breytt þannig
að kjósendum yrði gert kleift að
„leiðrétta“ þingið og hnekkja
ákvörðunum þess við sérstakar að-
stæður.
Einn stjórnarflokkanna þriggja,
miðflokkurinn D66, krafðist þess að
stjórnin segði af sér og forsætisráð-
herrann féllst á þá kröfu eftir lang-
an fund um málið í ríkisstjórninni í
gær.
Deila stjórnarflokkanna blossaði
upp í gærmorgun eftir næturlangan
fund í efri deild þingsins sem hafn-
aði tillögu um að stjórnarskránni
yrði breytt til að heimila þjóðarat-
kvæðagreiðslur um ýmis mál til að
auka áhrif kjósenda.
Markmiðið með tillögunni var að
gefa kjósendum tækifæri til að
hnekkja ákvörðunum þingsins við
ákveðnar aðstæður. Þeir áttu
þannig að geta hafnað ýmsum
ákvörðunum þingsins í utanríkis-
málum, svo sem þátttöku landsins í
aðgerðum NATO eða staðfestingu
þingsins á Amsterdam-sáttmálan-
um, endurskoðuðum stofnsáttmála
Evrópusambandsins.
Stjórnmálaskýrendur voru þó
sammála um að mjög ólíklegt væri
að nokkurn tíma myndi reyna á
stjórnlagabreytinguna þar sem
skilyrðin fyrir atkvæðagreiðslun-
um væru mjög ströng. Til að hægt
yrði að efna til þjóðaratkvæða-
greiðslu þyrftu 40.000 manns að
undirrita beiðni um hana og
600.000 til viðbótar að staðfesta
hana.
I tillögunni var einnig gert ráð
fyrir því að ekki væri hægt að bera
skattamál og málefni hersins undir
þjóðaratkvæði.
Atkvæði stjórnarþingmanns
réð úrslitum
75 þingmenn eiga sæti í efri
deildinni og hún þurfti að sam-
þykkja breytinguna með tveimur
þriðju atkvæða. Hans Wiegel, einn
þingmanna stjórnai’flokksins VVD
og fyrrverandi innanríkisráðherra,
lagðist gegn breytingunni og af-
staða hans réð úrslitum þar sem að-
eins eitt atkvæði vantaði til að til-
lagan yrði samþykkt.
Stjórnarflokkarnir náðu sam-
komulagi um stjórnarskrárbreyt-
inguna þegar þeir mynduðu aðra
samsteypustjórn sína íýrir tæpu
ári. Breytingin hafði verið eitt af
helstu kosningaloforðum D66 og
þingmenn flokksins urðu æfir yfir
því að Wiegel skyldi hafa fellt tillög-
una og kröfðust þess að stjórnin
segði af sér.
Afstaða Wiegels kom stjórnar-
flokkunum í opna skjöldu og þetta
er í fyrsta sinn frá árinu 1907 sem
atkvæðagreiðsla í efri deildinni
veldur stjórnarkreppu í Hollandi.