Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Formaður Skólastjórafélags Islands um kennaradeiluna Tilraunasamningiir ekki grundvöllur að sátt Morgunblaðið/Kristinn SKÓLASTJÓRAR og borgarstjórinn í Reykjavík ræddu um uppsagnir kennara á fundi í Höfða í gær. Lausar stöður kennara verður að augiýsa ÞORSTEINN Sæberg, skólastjóri í Arbæjarskóla og formaður Skóla- stjórafélags íslands, segir að það sé orðið Ijóst að svokallaður tilrauna- kjarasamningur geti ekki orðið grundvöllur að lausn ágreinings milli Reykjavíkurborgar og kennara í Reykjavík um kjaramál. Hann seg- ir hins vegar þörf á að breyta vinnu- tíma kennara líkt og Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri hefur lagt áherslu á. Skólastjórar í Reykjavík og Ingi- björg Sólrún ræddu um uppsagnir kennara á fundi í Höfða í gær. Skólastjórar áforma að ræða stöð- una frekar í sínum hópi í dag. Þor- steinn sagði að á fundinum hefði komið fram að um 200 kennarar hafa sagt upp stöðum sínum vegna óánægju með kjör. Jafnframt hefði komið fram í máli Ingibjargar Sól- rúnar að borgin væri tilbúin að kaupa skilgreinda vinnu af kennur- um á næsta skólaári fyrir ákveðna fjárhæð. Ekkert hefði hins vegar komið fram um að borgin væri tilbú- in að greiða meira fyrir vinnu kenn- ara á því skólaári sem væri að ljúka eins og kennarar hafa gert kröfu um. Þorsteinn sagði að skólastjórar tækju enga afstöðu í deilu kennara og borgaryfírvalda um kjaramál. „Við skólastjórar stöndum einfald- lega frammi fyrir því að 200 kennar- ar í Reykjavík hafa sagt upp störf- um. Það er nóg til að skólastjórar séu mjög uggandi yfir skólastarfi á næsta skólaári.“ Nauðsynlegt að breyta vinnutímanum Þorsteinn var spurður hvort skólastjórar teldu að þörf væri á að breyta vinnutíma kennara. „Já, skólastjórnendur hafa eins og kennarar sjálfir talið nauðsyn- legt að ræða um vinnutímabreyting- ar í grunnskólanum. Skólastjórn- endur hafa alltaf haldið því fram að miðað við þau lög sem búið er að setja í landinu um vinnu í skóla séu í vinnutímanum ekki skapaðar að- stæður til að uppfylla þau. Það er því þörf fyrir breytingar á vinnu- tíma kennara, en það hefur bara ekki náðst samkomulag við kennara um þetta. Viðræður um vinnutím- ann hafa strandað aftur og aftur. Það liggur t.d. alveg fyrir að þessi tilraunakjarasamningur er kominn út úr myndinni. Hann getur ekki orðið grundvöllur að samkomulagi, a.m.k. ekki eins og málum er fyrir komið núna.“ Þorsteinn sagðist ekki sjá hvernig þessi deila yrði leyst. Hann sagði að skólastjórar yrðu samkvæmt lögum að auglýsa lausar stöður kennara. Þetta gilti jafnt um kennara sem segðu upp vegna óánægju með kjör og hina sem segja upp af öðrum ástæðum. Rauði kross íslands og Hjálparstarf kirkjunnar Síðasti dagur Kosovo- söfnunar SÍÐASTI dagur söfnunar Rauða kross íslands og Hjálp- arstarfs kirkjunnar fyrir Kosovo-Albana sem enn eru í flóttamannabúðum er í dag. Einstaklingar og fyrirtæki geta tilkynnt framlög með því að hringja í síma 7 50 50 50. Forsvarsmenn söfnunarinnar vonast til að almenningur taki við sér á þessum síðasta degi söfnunarinnar. Ollum framlögum verður varið til neyðaraðstoðar við flóttafólkið en mikil þörf er á aukinni aðstoð. Óvíst er hve flóttafólkið þarf að dvelja lengi í búðunum og þegar friður kemst á þarf það mikinn stuðning til að geta komið sér fyrir á heimaslóðum að nýju. 744 þúsund yfirgefið heimili sín Samkvæmt upplýsingum Flóttamannastofnunar Sa- meinuðu þjóðanna hafa nú um 744 þúsund manns yfirgefið heimili sín í Kosovo vegna átakanna þar. Flestir eru í flóttamannabúðum í Albaníu og Makedóníu en ríflega 52 þúsund manns hafa verið flutt- ir til þriðja lands. Auk söfnunarsímans er tek- ið við framlögum á sameigni- legum reikningi Hjálparstarfs kirkjunnar og Rauða kross Is- lands í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, númer 56789. Lokað á David Letterman Hitaálagsmælingar voru gerðar á starfsmönnum í kerskálum ÍSAL Aukin hjartsláttartíðni, vökvatap og hærri ltkamshiti ÍSLENSKA sjónvarpsfélagið, sem rekur Skjá 1, hefur hætt beinum útsendingum frá þætti David Letterman. Hólmgeir Baldursson sjónvarpsstjóri segir ástæðuna þá að einhver hafi kært þessar út- sendingar til útvarpsréttarnefnd- ar sem sendi þá áréttingu til sjón- varpsstöðvarinnar að útsending- arnar brytu í bága við ákvæði út- varpslaga um þýðingaskyldu. Hólmgeir segir að á sama tíma og útvarpsréttarnefnd beiti fyrir sig lagabókstafnum gegn Skjá 1 líðist Stöð 2 að rjúfa fréttatengda þætti með augiýsingum. Kjartan Gunnarsson, formaður útvarps- réttamefndar, segir það mis- skilning hjá Hólmgeiri að svo sé. Skjár 1 fær David Letterman- þáttinn frá AFRTS, sjónvarpi varnarliðsins á Miðnesheiði. Framleiðandi þáttarins er CBS- sjónvarpsstöðin en ef efnið yrði tekið beint frá Bandaríkjunum yrði það á dagskrá klukkan fimm að nóttu. Utsendingin samræmist ekki ákvæðum útvarpslaga um þýð- ingaskyldu. Hólmgeir segir að kostnaður við hvem þátt nemi um 200 þúsund krónum en ef textun ætti að bætast við yrði óraunhæft að senda út þættina. Fjölvarp íslenska útvarpsfé- lagsins sendir út svipaða þætti ótextaða í beinni útsendingu en þar er um að ræða samfellda og óstytta dagskrá erlendrar sjón- varpsstöðvar. Þýðingaskylda er hins vegar á einstökum dag- skrárliðum. Hólmgeir segir að ákvæði út- varpslaga um þýðingaskyidu skekki samkeppnisstöðuna. „Það þarf einhver að kæra okkur til útvarpsréttamefndar fyrir út- sendinguna. Ég vil ekki trúa því að samkeppnisaðilarair geri þetta en þeir geta það. Ef það á að beita lagabókstafnum gagn- vart okkur viljum við vekja at- hygli útvarpsréttamefndar á fjórðu grein útvarpslaga þar sem segir að óheimilt sé að skjóta auglýsingum inn í útsendingu af guðsþjónustu eða trúarlegri dag- skrá, fréttum eða fréttatengdum dagskrárliðum. Við teljum að 19- 20 sé ekkert annað en frétta- tengdur dagskrárliður og hann er uppfúllur af auglýsingum. Þetta samrýmist ekki lögunum," segir Hólmgeir. Skjár 1 vakti athygli útvarps- réttaraefndar á þessu 30. aprfl sl. Kjartan Gunnarsson, formaður útvarpsréttamefndar, segir að þama sé ekki um lögbrot að ræða. „Það er heimilt að hluta fréttatíma í sundur með öðra efni. Það hefur ekki verið talið að þarna væri verið að rjúfa frétta- útsendingu með auglýsingum," sagði Kjartan. Hann sagði að í fmmvarpi til nýrra útvarpslaga væri gert ráð fyrir ýmsum breytingum. Þar væri gert ráð fyrir að kostunar- möguleikar væm þrengdir. Kjartan segir að óheimilt sé nú að fyrirtæki kosti fréttir. Eitt ágreiningsefni sem er óleyst sé t.d. hvort heimilt sé að kosta veð- urfréttir og einnig íþróttavið- burði en þarna snýst málið um hvort slíkir dagskrárliðir teljist til frétta. UMFANGSMIKLAR hitaálagsmæl- ingar, sem gerðar voru á hópum starfsmanna í kerskálum álversins í Straumsvík, leiddu í Ijós að starfs- mennimir verða fyrir miklu áreiti vegna hita við störf sín á vöktum í skálunum, sem valda m.a. talsverðu vökvatapi, aukinni hjartsláttartíðni og stígandi líkamshita, samkvæmt upplýsingum Gylfa Ingvarssonar, aðaltrúnaðarmanns í álverinu. Stjómendur ÍSAL hafa þegar ráðist í framkvæmdir til að bæta starfsað- stöðu í skálunum og frekari úrbætur em á döfinni. Verja á um 500 millj- ónum kr. til umhverfismála í álver- inu á þessu ári, m.a. við endurbætur á loftræstingu á kerskálum o.fl., skv. upplýsingum Einars Guðmundsson- ar, staðgengils forstjóra álversins. Álagið svipað og hjá íþróttamanni í keppni Fengnir voru tveir norskir sér- fræðignar síðastliðið sumar til að gera hitaálagsmælingar á völdum hópum starfsmanna í kerskálum ál- versins. Niðurstöður þessara athug- ana voru kynntar starfsmönnum fyrr í þessum mánuði. Starfsmenn höfðu kvartað vegna mikils hita í kerskál- unum og ákváðu stjómendur í sam- ráði við starfsmenn að fá sérfræðinga frá Noregi til að gera umræddar mælingar. Könnuðu þeir m.a. áhrif af hitaáreiti og loftræstingu og mældur var húðhiti starfsmanna, vökvatap og hjartsláttartíðni. „Niðurstöðurnar leiddu í Ijós að við þennan mikla hita sem menn vinna við verða þeir fyrir þó nokkru vökva- tapi og er ráðlagt að drekka mikið. Það kom einnig í liós að það er mikil áreynsla á hjartað og aukin hjart- sláttartíðni og fram kom að álagið á hjartað við þessar aðstæður sé sam- bærilegt og hjá íþróttamanni í fullri keppni," sagði Gylfi Ingvarsson. Hann sagði að undir eðlilegum kringumstæðum ætti þyngdartap manna vegna vökvataps ekki að vera meira en 1% af líkamsþyngd en kom- ið hefði í ljós í mælingunum að það hefði verði á bilinu 2,2 til 3,4% af lík- amsþyngd hjá umræddum hópi starfsmanna. Hjartsláttartíðnin var frá 100 og upp í 150 slög á mínútu. „Það er alveg Ijóst af þessum mæl- ingum að líkamshitinn er stígandi. Það er talað um að forðast beri hærri hita en 40-45 gráðu húðhita en hann er yfirleitt frá 30-35 gráður hjá starfsmönnunum. Þetta er því allt við og jafnvel yfir mörkum,“ sagði Gylfi. Ófúllnægjandi loftræstibúnaður Fram kom af hálfu stjómenda ISAL á fundinum með starfsmönn- um, þar sem niðurstöðumar vom kynntar, að unnið er að ýmsum tæknilegum lausnum til að bæta starfsaðstöðu í kerskálunum sem settar hafa verið í framkvæmdaáætl- un, m.a. til að bæta loftskipti í kerskálunum. Gylfi nefndi sem dæmi að í kerskála 1 ættu loftskipti sér stað fimm til tíu sinnum á klukku- stund en til samanburðar væri við það miðað í álveri í Noregi að loft- skipti yrðu um það bil 30 sinnum á klukkustund. „Sá loftræstibúnaður sem er í kerskálunum er ófullnægj- andi og er nú verið að bjóða út út- skipti á loftræstistokkum á skálun- um.“ saeði Gvlfi. Einnig þarf að hans sögn að breyta vinnutilhögun m.a. þannig að starfsmenn geti gert hlé á vinnu sinni til að kæla líkamann. Gylfi segir að hitaálagið hafi auk- ist í kerskálum álversins í Straums- vík að undanfomu og nýi kerskálinn sé ekkert betur úr garði gerður hvað þetta snertir. „Með lokun kera og vegna þekjubúnaðar hefur geislahit- un aukist mikið og við það að hækka straum á kerunum ganga öll ker heitar en áður og allur búnaður er miklu heitari,“ sagði Gylfi. Búið að breyta þekjum á 180 kemm og loftræsting bætt Einar Guðmundsson, staðgengill forstjóra álversins, segir það sína skoðun að ekkert óeðlilegt hafi kom- ið í Ijós við þessar mælingar. Hann sagði niðurstöðumar ekki sýna að heilsufari starfsmanna stafaði hætta af hitaálagi en hins vegar hefðu verið settar fram ábendingar um ýmislegt sem mætti betur fara og að unnið væri að ýmsum úrbótum. „Þeir sem verða fyrir mestu hitaá- lagi, sem er auðvitað miklu minna en var í gamla daga þegar allt var opið, eru áltakar. Yið erum að gera breyt- ingar á þeima vinnufyrirkomulagi og erum búnir að breyta þekjunum á um 180 kerum sem gerir að verkum að þeir þurfa ekki að opna alla hlið- ina á kerunum eins og áður heldur litla lúgu eins og gert er í systurfyr- irtæki okkar í Noregi,“ sagði Einar. Að sögn Einars er einnig verið að gera ráðstafanir til að bæta loftræst- ingu í skálunum. Er verið að setja upp sambærileg loftræstikerfi og notuð eru í hliðstæðum skálum í ál- verum í Mið-Evrópu._______________,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.