Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 67
ERLENDAR
Skúli Helgason
fjallar um nýjustu plötu Suede:
Head Music.
★★★★
Bjart er í
sumum húsum
A
ISLENDINGAR eru þekktir fyr-
ir að slá niður hælum þegar
reynt er að draga þá í dilka. „Ég
á mig sjálfur“-mottóið er jafn lifandi
í okkar alþýðumenningu og Bjartur í
bókmenntunum. Þess vegna hafði ég
samúð með bresku hljómsveitunum
sem fyrr á þessum áratug reyndu að
forðast stimpilinn Britpoppari. Blur
og Oasis þurftu helstai- að bera
þennan kross en drengirnir í Suede,
sem voru merkilegt nokk brautryðj-
endur Britpop-bylgjunnar, losnuðu
að mestu við böggið fyrir þá einföldu
sök að sveitin var í gjörgæslu þegar
bylgjan reis sem hæst og hreif með
sér ungpíur af báðum kynjum.
Sagan segir Suede heita eftir
sólólagi Smiths-söngvarans Morriss-
ey: Suedehead, og ferill þeirra er at-
hyglisverður. Stofnuð árið 1991 í
London vakti sveitin athygli fyrir að
vitna óhikað í glamúrrokkara eins og
David Bowie og T. Rex (og reyndar
Smiths líka) og blóta þriggja mín-
útna poppmelódíur þegar þær voru
fráleitt í tísku hjá hetjum undir-
heima.
Breskir popppennar útnefndu Su-
ede bestu nýliða Bretlands 1992 áður
en svo mikið sem stuna hafði verið
brennd á disk. Hún kom skömmu
seinna - frygðarleg mjög: smáskífan
The Drowners sem enn er einn
hæsti punktur Suede. Breiðskífan
Suede kom 1993 og opnaði flóðgáttir
aðdáunar og breskra punda en
skömmu eftir gerð þeiiTar næstu,
Dog Man Star, hætti önnur aðal-
sprautan: Bemard Butler gítarleik-
ari. Flestir spáðu því að þetta myndi
ríða sveitinni á slig en það var öðru
nær. Skilnaðurinn kostaði reyndar
dýfu í vinsældum en margir meta
Dog Man Star mikils, þ.á m. blaða-
menn stórblaðsins Guardian sem út-
nefndu hana eina af 100 bestu plöt-
um aldarinnar og eina af aðeins fjór-
um frá þessum áratug. Söngvarinn
Brett Anderson og hinir skipbrots-
mennirnir voru svo fegnir að losna
við Butler að þeir gáfu frá sér and-
varpið létta Coming Up sem sló í
gegn, enda smekkfull af fínu poppi
og mun sterkari en menn þorðu að
vona.
FÓLK í FRÉTTUM
Tilboðið heldur áfram.
Örfáir tímar lausir í
júní.
Myndalaka, þar sem þú ræður hve
stórar og hve margar myndir þú
færð, inmfalið ein stækkun 30 x 40
cm (ramma.
kr. 5.000,oo
Þú fæið að velja úr 10 - 20 myndum
af bömunum, eftirfarandi stærðir
færðu með 60 % afslætti frá gildandi
verðskrá ef þú pantar þær strax
endanlegt veið er þá.
13 x 18 cm í möppu kr. 1.200,00
20 x 25 cm í möppu kr. 1.720,00
30 x 40 cm í ramma kr. 2.560,00
Hringdu á aðrar (jósmyndastofur og kannaðu hvort þetta er
ekki lægsta verS á iandinu.
Ljósmyndastofa Kópavogs Ljósmyndastofan Mynd
sími: 554 30 20 sími: 565 42 07
Þetta var haustið 1996. Nú tæpum
þremur árum síðar kemur Head
Music. Head Music býður Suede:að-
dáendum ýmsar ferskar kræsingar.
Upptökustjórinn er nýr: Steve Os-
borne, sem m.a. vann með Happy
Mondays þeirra bestu verk og kom
við sögu á síðustu U2-plötu: Pop sem
hjálparkokkur Flood. Duflið við
dansinn er meira áberandi og Suede
skipa sér í flokk rokksveita sem
fléttað hafa „dansið“ inn í stíl sinn án
þess að glata sérkennum sínum,
s.s. U2 og Depeche Mode.
Suede hafa auðþekkjanlegan
hljóm en þeir forðast hér meist-
aralega þá gryfju að verðs
vemmilega kunnuglegir. Head
Music er fjölbreyttasta plata
Suede en prýðilega heilsteypt
og eftir að hafa lifað með henni
í fáeinar vikur eru 10 lög af 13
búin að vinna sig inn í heilabörk
undirritaðs og hin í forstofunni.
Electricity er fyrsta smáskífan
og áttunda Topp 10-lag Suede i
Bretlandi. Dæmigert Suede-
rokklag með sterkum Bowie- og T
Rex-áhrifum. Rólegri lögin vekja
meiri eftirtekt mína enda koma þar
nýjar áherslur fram. Everything will
flow er gullfalleg nútímaballaða og
ekki er laust við að maður fyllist
stolti að heyra strengi notaða svo
smekklega í kjölfar Homogenic
Bjarkar. Down, Indian Strings og
Asbestos eru allt íðilfagrar melódíur.
She’s in fashion er fónkað hvítt
danspopp, bráðskemmtilegt lag sem
á eftir að verða vinsælt. Eins og Sa-
voir faire þar sem húmorinn er
óvænt í forgrunni, textinn um
glannalega gálu en útsetningin lipur
og skemmtilega kæruleysisleg. Þetta
lag mun vera uppáhaldslag söngvar-
ans Brett og það veit á gott að menn
taki sjálfa sig mátulega hátíðlega.
Þessu til viðbótar eru margir völund-
arrokkarar.
Niðurstaðan er sú að Head Music
er prýðileg plata, Suede koma þægi-
lega á óvart án þess að fórna megin-
styrk sínum, sem er að búa til
skotheld popplög. Áreynsluleys-
ið er áberandi, ber vott um SUEDE. Frá
sjálfstraust og sálarró og lögin vinstri Simon,
flytja mörg með sér þann and- Neil, Mat,
vara tímaleysis sem prýðir Richard og
marga sígilda perluna. Þetta er söngvarinn Brett.
klárlega fjögurra stjarna plata
og markvisst skref fram á við hjá
hljómsveit sem á þó býsna
meitluð verk að baki.
H
f
VORDANSLEIKUR
MILLJÓNAMÆRINGANNA
ásamt Bjarna Arasyni, Ragnari Bjarnasyní, Bogomil Font og Páll
22. maí á -
Oskari
Bjarni Arason
Ragnar Bjarnason
Bogomil Font
Forsala aðgöngumiða fimmtudag og föstudag kl. 11—18 í Itljóðfæravensluninni Samspili,
Laugavegi 168, sími 562 2710, og Broadway, sími 5331100, laugapdag fná kl. 13.00.
mtsið opnað kl. 23.00. Miðaverð kr. 1.500
4