Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 15
LANDIÐ
Svölur í fjárhúsi
Hnausum í Meðallandi - Nú er
sauðburður víða hafinn og nóg að
gera hjá bændum. Á Ytri-Lyngum
hér í sveit er stórt og gott fjárhús
og þar í fjárhúsinu hafa fjórar
svölur stundað flugnaveiðar í
nokkra daga. Ekki er vitað hvar
þær sofa en þær birtast í dögun og
eru við veiðarnar allan daginn og
mjög spakar við heimafólk. Und-
anfarin sumur hefur orðið vart við
svölu á Ytri-Lyngum og gæti þetta
því verið fjölskylda. Til að styggja
ekki svölurnar fékk fréttaritari
vinkonurnar Aldísi á Lyngum og
Þórunni á Grund til að taka mynd-
ir af þeim. Þær eru stundum á
vakt í fjárhúsinu, þótt ungar séu,
því grannir fingur nýtast vel í fæð-
ingarhjálp.
(• .
• •
nsáSSSJMkW/ . Á
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Góð þátttaka í Landsbankahlaupinu
FJÖLDI barna tók þátt í Landsbankahlaupinu á
Neskaupstað eins og svo oft áður. Veður var
gott, áhugi krakkanna mikill og hart barist en
allir voru ánægðir að hlaupinu loknu og gæddu
sér á pylsum sem starfsfólk bankans grillaði af
miklum móð.
Morgunblaðið/Sigurgeir
KRAKKAR úr níu ára bekk Barnaskólans í Vestmannaeyjum smíðuðu bát sem þau gátu sjálf siglt
á. Þau skemmtu sér konunglega þegar þau prófuðu bátinn á Tjörninni í Herjólfsdal um helgina.
Morgunblaðið/Hallgrímur
SIGURVEGARAR í báðum flokkum. Þeir eru allir frá Akranesi. Við
hlið þeirra stendur Þröstur Þórhallsson, sem hefur undanfarin ár
kennt þeim að tefla.
Skagamenn sterkir
í skólaskák
Grundarfjörður - Skólaskákmót
Vesturlands var haldið í Grundar-
firði nýlega. Heldur var þátttaka
dræm, þátttakendur voru allir frá
Akranesi og Grundarfirði því skólar í
öðrum bæjum á Vesturlandi sendu
ekki lið á mótið.
Liðin frá Akranesi voru mjög
sterk, enda stendur nemendum þar
til boða kennsla í skák allan vetur-
inn. Kennarinn er Þröstur Þórhalls-
son og hefur honum tekist að vekja
áhuga margra nemenda á skáklist-
inni. Sigurvegari í eldri flokki var
Haraldur Bjarnason og í yngri flokki
Arnar Már Guðjónsson. Báðir eru
þeir nemendur í Grundarskóla á
Akranesi.
Siglt á afrakstri
nýsköpunar
ÁRLEGUR báta- og siglingadag-
ur Barnaskólans í Vestmannaeyj-
um var haidinn um sfðustu helgi.
Er þetta í þriðja sinn sem dagur-
inn er haldinn og var fjöldi frum-
legra og Qölbreytilegra báta
settur á flot á Tjörninni í Herj-
ólfsdal. Bátarnir voru afrakstur
nýsköpunarnáms sem börnin
hafa stundað við Barnaskólann í
Vestmannaeyjum.
Niu ára börn smíðuðu til dæmis
tveggja manna bát sem settur var
á flot en hann er stærsti báturinn
sem hingað til hefur verið smíðað-
ur fyrir þennan dag. Þá var fjöldi
fjölbreytilegra báta úr kókflösk-
um og öðrum endurnýtanlegum
hlutum og endurunnum efnum
settur á flot auk þess sem strákar
úr 8. bekk prófuðu rafknúna báta
sem þeir höfðu smíðað. Að sögn
IJjálmfríöar Sveinsdóttur, skóla-
stjóra Barnaskólans, komu milli
40 og 50 manns saman í Heijólfs-
dal á laugardaginn og skemmtu
krakkamir sér konunglega við að
prófa sína eigin báta á vatninu.
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
OTTAR Ármannsson yfirlæknir tekur við lyklum sjúkrabifreiðarinnar
úr hendi Sveinbjargar Ólafsdóttur, fulltrúa Rauða kross íslands.
Ný sjúkra-
bifreið
afhent
Egilsstaðir - Rauði kross íslands
hefur fært Heilbrigðisstofnun Aust-
urlands á Egilsstöðum nýja sjúkra-
bifreið til afnota.
Bifreiðin er rúmgóð, vel innréttuð
og býður upp á góða vinnuaðstöðu.
Sjúkrarými er eins og best gerist í
sjúkrabflum hér á landi. Rafmagn í
bifreiðinni er samkvæmt Evrópu-
staðli og er rafkerfi tvöfalt, þannig
að ekki er hætta á rafmagnsleysi ef
mikið liggur við. Bamaöryggisbelti
eru í bifreiðinni.
ÚTSALA
Verðdæmi: Minkanels. Verð áður kr. 695 þus.
Verð nú 399 þús.
Pelsfóðurskápur. Verð áður kr. 95 þús.
Verð nú 59 þús.
Sértilboð: Bióruelsar. síðir, verð aðeins 149 þús.
50% afsláttur af öllum fatnaði
PELSINN
UTSALA
Lokadagar útsölunnar.
Láttu drauminn rætast.
'D raðgreiðslur í 36 mánuði.
Kirkjuhvoli, Kirkjutorgi 4, sími 552 0160.
Opið laugardag frá kl. 12.00—17.00