Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 15 LANDIÐ Svölur í fjárhúsi Hnausum í Meðallandi - Nú er sauðburður víða hafinn og nóg að gera hjá bændum. Á Ytri-Lyngum hér í sveit er stórt og gott fjárhús og þar í fjárhúsinu hafa fjórar svölur stundað flugnaveiðar í nokkra daga. Ekki er vitað hvar þær sofa en þær birtast í dögun og eru við veiðarnar allan daginn og mjög spakar við heimafólk. Und- anfarin sumur hefur orðið vart við svölu á Ytri-Lyngum og gæti þetta því verið fjölskylda. Til að styggja ekki svölurnar fékk fréttaritari vinkonurnar Aldísi á Lyngum og Þórunni á Grund til að taka mynd- ir af þeim. Þær eru stundum á vakt í fjárhúsinu, þótt ungar séu, því grannir fingur nýtast vel í fæð- ingarhjálp. (• . • • nsáSSSJMkW/ . Á Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Góð þátttaka í Landsbankahlaupinu FJÖLDI barna tók þátt í Landsbankahlaupinu á Neskaupstað eins og svo oft áður. Veður var gott, áhugi krakkanna mikill og hart barist en allir voru ánægðir að hlaupinu loknu og gæddu sér á pylsum sem starfsfólk bankans grillaði af miklum móð. Morgunblaðið/Sigurgeir KRAKKAR úr níu ára bekk Barnaskólans í Vestmannaeyjum smíðuðu bát sem þau gátu sjálf siglt á. Þau skemmtu sér konunglega þegar þau prófuðu bátinn á Tjörninni í Herjólfsdal um helgina. Morgunblaðið/Hallgrímur SIGURVEGARAR í báðum flokkum. Þeir eru allir frá Akranesi. Við hlið þeirra stendur Þröstur Þórhallsson, sem hefur undanfarin ár kennt þeim að tefla. Skagamenn sterkir í skólaskák Grundarfjörður - Skólaskákmót Vesturlands var haldið í Grundar- firði nýlega. Heldur var þátttaka dræm, þátttakendur voru allir frá Akranesi og Grundarfirði því skólar í öðrum bæjum á Vesturlandi sendu ekki lið á mótið. Liðin frá Akranesi voru mjög sterk, enda stendur nemendum þar til boða kennsla í skák allan vetur- inn. Kennarinn er Þröstur Þórhalls- son og hefur honum tekist að vekja áhuga margra nemenda á skáklist- inni. Sigurvegari í eldri flokki var Haraldur Bjarnason og í yngri flokki Arnar Már Guðjónsson. Báðir eru þeir nemendur í Grundarskóla á Akranesi. Siglt á afrakstri nýsköpunar ÁRLEGUR báta- og siglingadag- ur Barnaskólans í Vestmannaeyj- um var haidinn um sfðustu helgi. Er þetta í þriðja sinn sem dagur- inn er haldinn og var fjöldi frum- legra og Qölbreytilegra báta settur á flot á Tjörninni í Herj- ólfsdal. Bátarnir voru afrakstur nýsköpunarnáms sem börnin hafa stundað við Barnaskólann í Vestmannaeyjum. Niu ára börn smíðuðu til dæmis tveggja manna bát sem settur var á flot en hann er stærsti báturinn sem hingað til hefur verið smíðað- ur fyrir þennan dag. Þá var fjöldi fjölbreytilegra báta úr kókflösk- um og öðrum endurnýtanlegum hlutum og endurunnum efnum settur á flot auk þess sem strákar úr 8. bekk prófuðu rafknúna báta sem þeir höfðu smíðað. Að sögn IJjálmfríöar Sveinsdóttur, skóla- stjóra Barnaskólans, komu milli 40 og 50 manns saman í Heijólfs- dal á laugardaginn og skemmtu krakkamir sér konunglega við að prófa sína eigin báta á vatninu. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir OTTAR Ármannsson yfirlæknir tekur við lyklum sjúkrabifreiðarinnar úr hendi Sveinbjargar Ólafsdóttur, fulltrúa Rauða kross íslands. Ný sjúkra- bifreið afhent Egilsstaðir - Rauði kross íslands hefur fært Heilbrigðisstofnun Aust- urlands á Egilsstöðum nýja sjúkra- bifreið til afnota. Bifreiðin er rúmgóð, vel innréttuð og býður upp á góða vinnuaðstöðu. Sjúkrarými er eins og best gerist í sjúkrabflum hér á landi. Rafmagn í bifreiðinni er samkvæmt Evrópu- staðli og er rafkerfi tvöfalt, þannig að ekki er hætta á rafmagnsleysi ef mikið liggur við. Bamaöryggisbelti eru í bifreiðinni. ÚTSALA Verðdæmi: Minkanels. Verð áður kr. 695 þus. Verð nú 399 þús. Pelsfóðurskápur. Verð áður kr. 95 þús. Verð nú 59 þús. Sértilboð: Bióruelsar. síðir, verð aðeins 149 þús. 50% afsláttur af öllum fatnaði PELSINN UTSALA Lokadagar útsölunnar. Láttu drauminn rætast. 'D raðgreiðslur í 36 mánuði. Kirkjuhvoli, Kirkjutorgi 4, sími 552 0160. Opið laugardag frá kl. 12.00—17.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.